Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 27.04.1982, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 27. ápril 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ Þcir ieika bresku hlauparana I „Eldvagninum”: Nigel Hav- ers, Nick Farreil, Ben Cross, Ian Charleson og Daniel Gcrroll. Eldvagnar liðins tíma EI.DVAGNINN (Chariots of Fire). Leikstjóri: Hugh Hudson. Aðalhlutverk: Ben Cross (Harold Abrahams), Ian Charleson (Eric Liddell), Nigel Havers (Andrew Lindsey), Ian Holm (Sain), Cheryl Campell (Jennie), Aiice Krige (Sybil). Handrit: Colin Welland. Framleiðandi: DavidPuttnam,fyrir Enigma Productions, Ladd Company/ Warnes Bros., 1981. Söguþráður: — Arið 1919. Meðal þeirra, sem hefja nám I Caius College í Cambridge, eru Andrew Lindsay, lávarður, Au- brey Montaguc, Henry Stallard og Harold Abrahams, sem cr sonur gyðings frá Litháen. Harold verður fyrir margvislegu hnútukasti vegna þess að hann er gyðingur og einsetur sér aö svara með þvi að skara frani úr öðrum á hlaupabrautinni. A sama tima er Eric Liddell, sonur trúboða i Kina, við nám I Skot- landi jafnframt þvi sem hann hjálpar systur sinni að reka trú- boðsstöð. Hann tekur þátt í Hálandaleikunum og stendur sig vel, svo vinir hans hvetja hann til aö æfa hlaup I alvöru. Bæöi Abra- hams og Liddell ná sifcllt betri árangri á hlaupabrautinni, og aö lokunt hittast þeir og vinnur Liddcll. Abrahams verður mikið um tapið, cn þá kemur þjálfari, Sam Mussabini að nafni, til hans og býðst til að kenna honum. Liddell og Abrahams einbeita sér nú að þjálfun sinni og svo fer að lokum að þeir eru báöir valdið i lið Bretlands á Olympiuleikana i Parfs árið 1924 ásamt þeim þrem- ur vinum Abrahams, sem áður eru nefndir. Þegar þangað kemur uppgötvar Liddell að undanrásir f 100 metra hlaupinu, sem hann á aötaka þátt i, eru á sunnudegi. Vegna trúar sinnar neitar hann að keppa á sunnudegi og lætur hvorki undan þrýstingi bresku ólympiunefndarinnar néprinsins af Wales. Þá býður Lindsay lá- varður Liddell að hlaupa i sinn stað i 400 metra hlaupinu, og samþykkir Liddell það þótt hann hafi aldrei hlaupið þá vega- lcngd áður i keppni. Liddeil, sem almennt gekk undir nafninu „Skotinn fljúgandi”, sigraði i hlaupinu á nýju heimsmeti, og Abrahams hlaut einnig gullverðlaun. 1 lok myndarinnar er skýrt frá þvi, að Abrahams hafi orðið forystumaður I bresku iþrótta- hreyfingunni, en Liddell haldið tii trúboðsstarfa i Kina og látist i japönskum fangabúðum i lok siöari heimsstyrjaldarinnar. ■ Það kom ýmsum á óvart þegar „Eldvagninn” hlaut Oscarsverðlaunin sem besta kvikmynd liöins árs. Ekki skal skorið úr þvi hér, hvort ein- hverjar hinna myndanna, sem um þann heiður kepptu, hafi fremur átt Oscarinn skilið. Hitt er augljóst, að „Eldvagn- inn” sómir sér vel meðal þeirra mynda annarra, sem hlotið hafa þessi Oscarsverð- laun á liðnum árum. Þessi hrifandi og oft grip- andi kvikmynd birtir okkur heim, sem er horfinn, og tvo einbeitta einstaklinga, sem eru helteknir þörf fyrir að sigra. Það eru að visu mjög ólikar tilfinningar, sem knýja þá áfram. Abrahams verður að sýna sjálfum sér og öllum öðrum að hann sé betri en þeir kristnu meðborgarar hans, sem fyrirlita hann fyrir aö vera gyðingur. Liddell er hins vegar knúinn áfram af sterkri guðstrú, hann vill sigra fyrir Guð og finnur orku hans streyma til sin i hlaupinu. Hugh Hudson og samverka- mönnum hans tekst mjög vel að sýna okkur þessa óliku ein- staklinga og umhverfi þeirra — annars vegar skosku há- löndin og hins vegar háborg enskrar yfirstéttarmenntunar i Cambridge. Áhorfandinn finnur til þeirrar innri orku, sem knýr hlauparana áfram til nýrra sigra og fyllist trega vegna þess, sem er horf- iö og kemur aldrei aftur. Myndatökustjórinn, David Watkin, á mikinn hlut að þvi að skapa þetta andrúmsloft myndarinnar. Hlutur margra leikaranna er ágætur, einkum þó Ben Cross og Ian Holm, auk þess sem John Gielgud er óborgan- legur að vanda i aukahlut- verki. —ESJ. .Elias Snæland Jónsson skrif- ar -¥■ ¥ ¥ Eldvagninn ¥ ¥ Lifvörðurinn * * Lögreglustöðin i Bronx • ★ ★ Bátarallýið ★ ★ ★ Leitin að eldinum ★ * Rokk i Reykjavik ★ ★ ★ The Shining ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið ★ ★ ★ Montenegro ¥ Hetjur fjallanna Stjörnugjöf Tfmans * * * * frábær • * * * mjög gðð ■ * * góð • * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.