Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 5
■ Tómar sjúkrastofur eru algeng sjón á rikisspítölunum nú. „Neydarástand á gjörgæsludeildf' — nú hefur 230 sjúkrarúmum spítalans af 420 verið lokað ■ „Við höfum lokað niu deildum nú, þannig að ástandið er orðið ansi erfitt, raunar orðið neyðará- stand á gjörgæsludeild okkar” sagði Guðrún Jónsdóttir aðstoð- arhjúkrunarforstjóri Landspital- ans i samtali við Timann en þar hefur 230 sjúkrarúmum verið lok- að af þeim 420 sem eru á spitalan- um. „Astandið fer stöðugt versn- andi hjá okkur og sem dæmi um samdráttinn má nefna að nú eru aðeins 6 sjúklingar i öllu gamla húsinu hjá okkur en þeir eru á gjörgæsludeild. Deildirnar sem við höfum orðið að rýma eru m.a. lyfja- og hand- lækningadeild auk barnadeildar og bæklunardeildar eru i sam- bandi við bæklunardeild má nefna að þar var fyrir óralangur biðlisti eftir plássum.” Landspitalinn var með svokall- aða bráðavakt um helgina eða frá sunnudegi og þar til nú i morgun. Innlagnir urðu færri en búist hafði verið við þannig að neyðar- plan það sem hjúkrunarfræðingar settu upp stóðst. Að visu urðu erf- iðleikar við að manna ýmsar deildir en þar var ekki um neitt ó- yfirstiganlegt að ræða. — FRI Þórunn Pálsdóttir hjúkr- unarforstjóri Kleppsspítala: „HER ER ALLT Á SUÐUPUNKTT — þegar hefur f jórum deildum verið lokað ■ „Hér er allt á suðupunkti, við vorum undirmönnuð fyrir og þessi deila bætir ekki það á- stand", sagði Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri Kleppsspital- ans i samtali við Timann en þar hefur verið lokað fjórum deildum, deild 10, deild 3, deild 33 c og vist- heimilinu að Vifilsstöðum eða um 70 rúmum af 268. „Við höfum ekkert laust pláss ef)tir og ef við neyöumst til að taka á bióti einhverjum þá verðum við að útskrifa einstaklinga á móti sem eru kannski i þvi ástandi að þeir væru ekki útskrifaðir við venjulegar aðstæður. Hinsvegar hefur verið mjög góð samvinna viö uppsagnarnefnd hjúkrunarfræðinga og hafa þær verið skilningsrikar og reynt hvað þær geta að fara að óskum minum um mönnun.” Aðspurð um hver áhrif það hefði á starfsemi spitalans ef deilan dregst á langinn sagði Þór- unn: „Ég get bara ekki hugsað um það. Við verðum að sjá þetta mál i þvi samhengi að stutt er siðan starfsmenn hér gengu út og þessi gifurlegi órói hér hefur mikil á- hrif á starfsemina i heild. Sjúkraliðar ganga svo út héðan þann 1. júni þannig að vandamál- in eru að verða óleysanleg.” Þaö kom fram i máli Þórunnar að þrjár af deildunum sem lokaö var voru fyrir bráðveika og að þjónusta við áfengissjúklinga væri nú nánast engin á spitalan- um. „Astandið hér kemur niöur á öllum en fyrst þeim sem eru minnst veikir”, sagði Þórunn. Hún gatþess að ávallt hefðu ver- ið rikjandi vissir fordómar gagn- vart geðveiki og þvi erfitt aö manna stöður á spitalanum. A- stæður þess aö ekki hefði tekist að fá hjúkrunarfræðinga væri sú að áður fyrr hefðu hjúkrunarfræð- ingará Kleppi verið einum launa- flokki hærri en á öðrum stöðum, þ.e. á sömu launum og deildar- stjórar og hefði það verið gert af neyð. Siðan breyttist þetta i sama kerfi og annars staðar og mun erfiðara væri að manna þessar stöður. „Þetta er þaö erfið hjúkrun að fólk flýr ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt starf annarsstað- ar, en þvi fylgir mikið andlegt erfiði að vinna á geðsjúkrahúsi og þvi ferðu heldur i vinnu þar sem er jafnara andlegt og likamlegt erfiði”, sagði Þórunn. — FRI I TONLEIKAHÁTÍÐ í AUSTURBÆJARBÍÓI 19. MAI KL.23.30 HAUKUR MORTHENS SEX SÖNGKONUR KYNNIR JÓNAS JÓNASSON TIZKUSYNING VERSL. CAPELLA BIG BAND SVANSINS SEX FRÁBÆRAR SÖNGKONUR EDDA SIGURÐARDÓTTIR HJÖRDÍS GEIRS HELGA MÖLLER KRISTBJÖRG LÖVE MJÖLL HOLM NÍNI DE JESUS 12ÁRA SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR GÍTARSÓLÓ: EYÞÓR ÞORLÁKSSON PÍANÓSÓLÓ: ÁRNI ELFAR TROMMUSÓLÓ: GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON HARMONIKKA: REYNIR JÓNASSON JAZZGÍTAR: BJÖRN THORODDSEN GUÐNI Þ. GUÐMUNDSSON: PIANÓ KARL MÖLLER: HLJÓMBORÐ ÓMAR AXELSSON: BASSI BIG-BAND-SVANSINS: 17mannahljómsveit SÆBJÖRN JÓNSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.