Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. maí 1982 11 Sýning á munum aldraðra Reykvíkinga í ffélagsstarfi aldraðra: ,,Svo lengi lærir sem lifir" ¦ „Þessar sýningar hafa vakið verðskulda&a athygli og aðdáun fyrir listrænt handbragð, fjöl- breytni og vandvirkni. Vekur það m.a. athygli hve miklum árangri margir hafa náð sem aldrei hafa unnið við slikt handverk áður og margt af þvi fólki háaldrað. Sannar það þá kenningu að svo lengi lærir sem lifir", sagði Gerð- ur Steinþorsdóttir formaður Fé- lagsmálaráðs m.a. við opnun sýn- ingar að Kjarvalsstöðum s. .1. föstudag, á munum sem unnir hafa verið af öldruðum Reykvik- ingum i Félagsstarfi aldraðra i Reykjavik. A- sýningunni eru milli 300 og 400 munir: prjón, hekl, vefnaður, útskurður, leðurvinna, málverk, teikningar og fleira. Munir þessir hafa verið unnir af öldruðu fólki að Furugerði 1, Lönguhlið 3, Dal- braut 20-27 og Norðurbrún 1. Sú hefð hefur skapast að a hverju vori hefur verið efnt til ár- legrar sýningar a munum þeim er unnir eru i Félagsstarfi aldraðra að Norðurbrún 1, en þar er mið- stöð félagsstarfsins til húsa. En vegna árs aldraðra kom nú fram sú hugmynd að gaman væri að halda sýninguna i ár að Kjarvals- stöðum. Var Gunnar R. Bjarna- son myndlistarmaður fenginn til að skipuleggja sýninguna i sam- vinnu við fulltrúa félagsmála- stofnunar, Geirþrúði Hildi Bern- höft og Helenu Halldórsdóttur á- samtleiðbeinendum i félagsstarf- inu. Félagsstarf aldraðra hófst i Tónabæ fyrir um 13 árum og var þá tvo daga i viku. Siðan hefur það aukist og eflst og er nú á fimm stóðum i borginni. Starfs- menn eru nú orðnir um 40 talsins auk um 100 sjálfboðaliða sem fyrst og fremst eru fórnfúsar og áhugasamar konur úr hinum ýmsu kvenfélögum i Reykjavik. — HEI Fundur Kvenréttindafélagsins með kvenframbjóðendum í Reykjavík: „Málefnalegur og góður fundur" — sagði Esther Guðmundsdóttir ¦ „Ef eitthvað var, þá voru kon- urnar betri en karlarnir. Mér fannst þær bæði málefnalegri og vera lausar við þetta persónulega skitkast sem oft vill koma fram i svona umræðum", sagði Esther Guðmundsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Islands er Timinn spurði hana um hvernig kvenframbjóðendurnir hafi stað- ið sig á fundi þeim er Kvennrétt- indafélagið gekkst fyrir með kvenframbjóðendum i Reykjavik s.l. laugardag að Hótel Borg. Esthersagði tilganginn fyrst og fremsthafa verið þann, að kynna kvenframbjóðendur, vekja á þeim aukna athygli og bjóða þeim að koma fram með sinar skoðanir og stefnumál flokka sinna. Tveir frummælendur voru frá hverjum flokki sem héldu stuttar ræður i tveimur umferðum. Siðan voru fyrirspurnir og umræður. Fund- urinn var vel sóttur.f kringum 200 manns. Esther var spurð hvort þeim hjá Kvenréttindafélaginu finnist ekki nokkur árangur hafa náðst i fjölgun kvenna á framboðslistum i kosningunum nú. „Vist hefur þeim f jölgað en stærstu spurning- unni er ósvarað enn, þ.e. hve margar komast inn. Við höfum sagt, að við verðum ekki ánægðar nema að það verði um 20% af þeim sveitarstjórnarfulltrúum sem nú á að kjósa og það eru þá 85 konur". Við kosningarnar 1978 sagði hún hlutfallið hafa verið 8,3% á þeim stöðum sem kosið verður nú á laugardaginn, 6,5% árið 1974 og 5,5% við bæjarstjórn- arkosningarnar 1970. — HEI ¦ „Kvenframbjóðendurnir voru málefnalegir og lausir við hið per- sónulega skltkast sem oft vill einkenna pólitiskar umræður." Timamynd: Ella pmrn fiflira auglýsir ^ýja Ví«an i sumarvörum . Bolir - - vesti Bux«r peysur TViargi* Htir - mörg s nio Se Su^ÓSlkrÖfU Bmmi %Ahf® |Hp Selfossi Simi 2011 FYRIRHYGGJA Á OLLUM SVIDUM BÚSKAPAR SÍNIR GÖDA BÚMENNSKU Starf bóndans hefur breyst mikið á undanförnum árum. Með aukinni vélvæðingu treystir hann sífellt meira á tæknina, en hún útheimtir auknar fjárfestingar sem nauðsynlegt er að tryggja. Tryggingamál eru þannig orðin mikilvægur hluti búrekstrarins. Með okkar fjölbreyttu trygging- um bjóðum við bændum að velja um margs konar möguleika í trygginga- málum. Sýndu fyrirhyggju og kynntu þér tryggingaþörf þína í samráði við um- boðsmann okkar. Hann gerir síðan tryggingaáætl- un, sérstaklega fyrir þig. Traustar tryggingar eni grundvöllur góðrar búmennsku. 5AMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SlMI 81411 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT BioutiYÖjendurí • •!!• • tmsiyjulíuinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.