Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 18. maí 1982 Bændur 13 ára strák langar að komast i sveit i sumar. Upplýsingar i sima 42545 e. kl. 18. Lausar stöður Við Fjölbrautaskólarin á Selíossi eru lausar til umsóknar kennarastöður. Kennslugreinar sem um er að ræða eru: danska, enska, islenska, stærðfræði og tölvufræði. Æski- legt er að umsækjendur geti kennt fleiri en eina náms- grein. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 10. júni n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 12. mai 1982. Borgarspítalinn Staða reynds aðstoðarlæknis til eins árs við slysa- og sjúkravakt/slysa- deild Borgarspitalans er laus til umsókn- ar. Staðan veitist frá 1. júli 1982 Umsóknarfrestur er til 1. júni. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar i sima 81200 Reykjavík, 14. mai 1982 Borgarspitalinn Frá Kjörstjórn Bessastaðahrepps Vegna framkominna óska um hlutfalls- kosningu i sveitarstjórnarkosningum i Bessastaðahreppi 26. júni n.k. skal bent á að frestur til að skila framboðslistum er til 25. mai n.k. Kjörstjórn verður við i Bjarnastaðaskóla þriðjudaginn 25. mai kl. 22-24. Kjörstjórn Bessastaðahrepps 16. mai 1982 Valgeir Gestsson Gunnar Stefánsson Gunnar Halldórsson Lóðaúthlutun - Reykjavík Reykjavikurborg auglýsir eftir umsókn- um um byggingarrétt á eftirgreindum stöðum: A. Á Laugarási: Einbýlishúsalóðir B. í Sogamýri: Raðhús — tvibýlishús — fjölbýlishús. Athygli er vakin á þvi að áætlað gatna- gerðargjald ber að greiða að fullu i þrennu lagi á þessu ári. Upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar svo og skipulags- og úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20-16.15 Umsóknarfrestur er til og með 28. mai n.k. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðu- blöðum sem fást afhent á skrifstofu borgarverkfræðings. Eldri umsóknir þarf að endumýja. Sérstök eyðublöð verða af- hent þeim sem sótt hafa um fyrr á þessu ári. Borgarstjórinn i Reykjavik. ■ Skúli Óskarason var að venju atkvæðamikill á islandsmótinu i kraftiyftingum sem haldið var um helgina á Akureyri. Skúli sigraði i sinum flokki og setti tvö íslandsmet. Kári setti 8 íslandsmet á Akureyri ■ Islandsmótið I kraftlyftingum var haldið á Akureyri um helgina og á mótinu voru hvorki fleiri né færri en 15 Islandsmet sett. Kári Elisson IBA var atkvæða- mestur i metasetningunni á mót- inu, en Kári setti 8 íslandsmet. Þorkell Þórsson Ármanni setti fjögur íslandsmet, Skúli Óskars- son tJÍA setti tvö og Halldór Sig- urbjörnsson setti eitt Islandsmet. Skúli Óskarsson vann besta af- rek mótsins samkvæmt stigaút- reikningi og i stigakeppninni varð KR hlutskarpast, hlaut 54 stig. IBA hlaut 17 stig, ÚIA 10 stig, og Armann 5stig. Islandsmeistarar i hinum ýmsu flokkum urðu þess- ir: Már Óskasson tJlA, en hann er bróðir Skúla sigraði i 52 kg flokki, lyfti samanlagt 267,5 kg. Þorkell Þórsson Ármanni sigraði i 56 kg flokknum lyfti 370 kg. I 60 kg flokknum sigraði Bárður B. Olsen KR lyfti 332.5 kg. Kári Elisson IBA sigraði i 67,5 kg flokknum lyfti samanlagt 627,5 kg. Halldór Eyþórsson KR lyfti 582,5 kg i 75 kg flokknum og i 82,5 kg flokknum varð Skúli Óskarsson sigurvegari lyfti samanlagt 775 kg. Baldur Borgþórsson KR sigraði i 90 kg flokknum lyfti samanlagt 617,5 kg og félagi hans i KR Hörður Magn- ússon sigraði i 100 kg flokknum lyfti 785 kg. Viðar Sigurðsson KR sigraði i 110 kg flokki lyfti 722,5 kg. Jón Páll Sigmarsson KR sigr- aði i 125 kg flokki lyfti 655 kg. en Jón Páll á við meiðsli að striða. Torfi Ólafsson KR sigraði I +125 kg flokki lyfti 570 kg samtals. GK-AK Gódur sigur IBV — sigruðu fBK 2-0, Valur og KA gerðu jafntefli og einnig ÍBÍ og KR ■ Þrir leikir fóru fram i 1. deild- inni i knattspyrnu á laugardag- inn. Vestmannaeyingar fengu Keflvikinga i heimsókn á gras- völlinn við Hástein. Vestmanna- eyingar sigruðu i leiknum 2-0 og það voru Jóhann Georgsson og Ómar Jóhannsson sem skoruðu mörk IBV. Valsmenn léku við KA á Laug- ardalsvellinum og lauk leiknum með jafntefli 2-2. Asbjörn Björns- son skoraði bæði mörk KA en fyrirVal skoruðu þeir Njáll Eiðs- son og Valur Valsson. KR-ingar sóttu Isfirðinga heim Þróttur vann ■ Þróttur sigraöi Skallagrim er félögin léku i 2. deild i knatt- spyrnu á Melavellinum I gær- kvöldi. Það voru þeir Daði Harð- arson, Sverrir Pétursson, Bjarni Harðarson og Arnar Friöriksson sem skoruðu mörkin. Á laugardaginn léku FH og Fylkir og lauk leiknum með jafn- tefli 1-1. Hörður Guðjónsson skor- aði fyrir Fylki, en Jón Erling Ragnarsson jafnaði fyrir FH. og lauk þeim leik með jafntefli 1-- 1. Staðan i hálfleik var 1-0 fyrir KR. 1 seinni hálfleik tókst Isfirð- ■ Þór vann sanngjarnan sigur 4- 2 er þeir léku gegn nýliðum 2. deildar Njarðvikingum á Akur- eyri um helgina. Þór var mun betri aðilinn i fyrri hálfleik og þá tókst leikmönnum liðsins að skora tvö mörk. Guðjón Guð- mundsson sem átti skalla i þver- slá þaðan fór boltinn út til Arnars Guðmundssonar sem skoraði af stuttu færi. Stuttu siðar átti örn skot i þverslána. Bjarni Svein- björnsson rak siðan endahnútinn á góðan samleik er hann skoraði á 29. min. fyrrí hálfleiks. Rúmar 10 rnin. voru liðnar af seinni hálfleik er Þórarni Karls- syni tókst að minnka muninn fyrir Njarðvikinga er hann skor- ingum að jafna metin og var Kristinn Kristjánsson þar að verki. aði eftir hornspyrnu. En Adam varekki lengiiParadis. örn bætti öðru marki við er hann skoraði beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Njarðvikingar voru ekki á þvi að gefast upp. Brotið var á Þórarni inn i vitateig og skoraöi hann sjálfur úr vitaspyrnunni. Nói Björnsson innsiglaði siðan sigur Þórs er hann skoraði á sið- ustu minútu leiksins. Þessi sigur Þórs var mjög sanngjarn, þeir voru áberandi betra liðið i fyrri hálfleik og hefðu getað bætt við fleiri mörkum. I seinni hálfleik datt leikurinn vel niður fyrir meðalmennskuna. GK-AK. Létt hjá Þór — sigrudu nýlida Njarðvikur 4-2 í 2. deild á Akureyri um helgina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.