Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 12
Þriöjudagur 18. mal 1982 1 13 12 Þriöjudagur 18. maí 1982 Framboð á Selfossi Framboð á Selfossi ■ Hafsteinn Þorvaidsson forstööumaöur Sjúkrahúss Suöurlands. Hafsteinn Þorvaldsson: Munum halda uppbygging- unni áfram ■ Hafsteinn Þorvaldsson skipar annað sætiö á lista framsóknar- manna á Selfossi. Hann hefur set- iö i hreppsnefnd og bæjarstjórn i 10 ár, en hann kom fyrst inn sem varamaður Sigurðar Inga. Fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar fóru fram 1978,en þá var Selfoss búinn að fá kaupstaöarréttindi. — Ég tel að við framsóknar- menn getum verið afskaplega ánægðir þegar við litum yfir far- inn veg, sagði Hafsteinn i viðtali viðTimann, hvemig til hefur tek- ist með framkvæmd okkar stefnuskrár. Viöhöfum fjóra full- trúa af niu, bættum stöðu okkar um 100% i kosningunum 1978. Þá var fulltrúum fjölgað i niu úr sjö. Við fengum báöa viðbótarfulltrú- ana. Við erum forystuaðili i meirihlutasamstarfinu, en með okkur eru 1 alþýðuflokksmaöur og einn alþýöubandalagsfulltrúi. Þetta hefur verið samstiga meiri- hluti, og einnig höfum viö haft ágætt samstarf viö minnihlutann. — A þessu kjörtimabili hefur félagsheimilisbyggingunni miðað verulega og gerð hefur verið áætlun I grófum dráttum um að halda þeirri vinnu áfram til loka og stefnt aö þvi að ljúka fram- kvæmdinni á næsta kjörtimabili. A þessu kjörtlmabili hófum viö byggingu iðngarða og var eitt hús fullbyggt og tekið i notkun á miðju ári 1980. Annaö 600 fer- metra hús er ibyggingu. Erþetta liður i að ýta undir nýja atvinnu- starfsemi hér á Selfossi, og lofar góöu. Er búiö aö skipuleggja aö- stööu fyrir fjögur hús af þessu tagi. A kjörtimabilinu hefur veriö mikiö gert á sviöi öldrunarmála. Heimilisaöstoö og heimahjúkrun hefur veriö aukin og bærinn hefur styrkt félagsstarf eldri borgara myndarlega sem reklö' er af Styrktarfélagi aldraöra. Siöast en ekki sist hófum viö byggingu ibúöa fyrir aldraöa á þessu kjör- timabili. t Grænuraörk höfum viö skipulagt lóö fyrir fjögur átta ibúöa hús.Fyrsta húsiö vartekiö i notkun í des. s.l. t því eru fjórar hjónaibúöir og jafnmargar ein- staklingsibúöir. Veriö er aö byggja annaö húsiö og er reiknaö meö aö taka þaö i notkun fljótlega á næsta áriog siöan veröur fram- kvæmdum viö þau hús sem eftir eru hraöaö eftir þörfum. A siðasta ári rættist sá lang- þráði draumur að nýja sjúkra- húsið komst i gagnið. Ógetið er stofnunar fjölbrauta- skólans, en þar tókst merk sam- vinna milli allra aðila sem hlut eiga að máli. Fjölbrautaskólinn tók tilstarfa samkvæmt samningi milli Selfoss og menntamála- ráðuneytisins, en við reiknum með að sýslurnar á Suðurlandi verði einnig aöilar aö samkomu- laginu og er nú unnið að þeirri samningsgerð. Þarna er geysi- lega mikil uppbygging framund- an.Skólinn tóktil starfas.l. haust og sækja hann nemendur viðs vegar að. Þeim er ekiö frá Þor- lákshöfn, Hveragerði, Hellu og Hvolsvelli, svo aö einhverjir staö- ir séu nefndir. En það er greini- legt aö þrátt fyrir greiöar sam-, göngur veröur aö stefna að þvi að koma upp heimavist vegna þeirra sem lengst eiga aö sækja af þeim nemendum sem skólinn er ætlaö- ur. — Þaö sem einkum hefur áunn- ist meö þvl aö Selfoss fékk kaup- staöarréttindi.er aömfnu viti hiö nýja stjómunarform, aö hafa bæjarráö. Er þaö eins konar framkvæmdastjórn bæjarstjórn- ar og sitja i þvi einn fulltrúi frá hverjum flokki á fyrsta kjörtima- bilinu sem þaöstarfaöi. Bæjarráö er skipað þrem fulltrúum. Full- trúar Alþýðuflokks og Alþýöu- bandalags skiptast á um aö sitja i þvi. Hér má skjóta inn i aö Haf- steinn Þorvaldsson er formaöur bæjarráös. — Hafiö þiö ákveöna stefnu um meö hverjum þib ætliö aö hafa samstarf á næsta kjörtimabili? — Nei, viö göngum óbundnir til kosninganna, og þaö gera allir hinir flokkarnir lika. Úrslitin hljóta aö skera úr um hvernig samstarfi veröur háttaö aö ldtn- um kosningum. — Hitt er annaö aö viö höfum auglýst starf bæjarstjóra laust. Erlendur Hálfdánarson bæjar- stjóri hefur sagt starfi sinu lausu' en hann fer nú til nýrra starfa hér I bænum. Erlendur hefur skilaö góöu starfi er hann gegndi stööu bæjarstjóra og reynst okkur vel. Þaö kemur i hlut næstu bæjar- stjórnar aö ráöa mann i hans s t a ð . Heiddís Gunnarsdóttir: fyrir aldrada og aðhlynning barna og unglinga — Þaö eru einkum félagsmálin sem ég ber fyrir brjósti, sagii Heiðdis Gunnarsdóttir, sem er i 4. sætiá lista framsóknarmanna, er hún var innt eftir hver væru helstu áhugamálhennar varöandi stjórn bæjarins. — Hér vantar tilfinnanlega sjúkrarými fyrir aldraða. Nýja sjúkrahúsið bætir ekki þar um þvi þar er ekki ætlaö rúm fyrir aldraða langlegusjúklinga. En það hefur komiö til tals að taka gamla sjúkrahúsið undir þessa starfsemi og ég tel bráðnauðsyn- legt að reka á eftir að svo verði gert. — Þjónusta við aldraða er all- góð hér á Selfossi, bæöi er gamalt fólk aðstoðaö á heimilum sinum ogi"búöir fyrir aldraöa hafa veriö byggöar, en þaö sem á skortir er vistunarrými fyrir aldraö fólk, sem þarf mikillar umönnunar við og úr þvi veröur að bæta. — En það eru fleiri en aldraðir sem þurfa umhyggju við. Hér vantar tilfinnanlega skóladag- heimili, og þarf að taka þaö mál föstum tökum. Mikið er um það hér að báöir foreldrar bama á aldrinum 6-9 ára vinni úti og það er ófært aö börn á þessum aldri þurfi aö vera ein heima mikinn hluta dagsins án umönnunar og mundi skóladagheimili bæta þarna mikið úr og er orðið tima- bært aðtaka málið föstum tökum oghefja undirbúning að byggingu skóladagheimilis. Þetta mál er á stefnuskrá okkar framsóknar- manna og tel ég góðar likur á að það muni ná fram að ganga. — Að mörgu er að hyggja i sambandi við æskulýös- og tóm- stundamál. í sambandi viö vinnu- s''ólann þarf aö sjá svo um að unglingarnir fái þar verkefni sem ■ A Selfossi er úti- og inni- sundlaug og eins og sjá má eru þær mikiö notaðar. ■ Félagsheimilið er I byggingu og stefnt aö þvi aö taka hluta þess I notkun á árinu 1983. ■ Verknámshús Fjölbrautaskólans. 1 tengslum viö þaö verbur Fjöl- brautaskólinn byggöur upp i heild. Listi Fram- sóknar- manna á Selfossi er B-listi 1. Ingvi Ebenhardsson aðal- bókari, Vlðivöllum 18 2. Hafsteinn Þorvaldsson for- stööumaöur, Engjavegi 28 3. Guðmundur Kr. Jónsson mælingamaöur, Valiholti 38 4. Heiðdis Gunnarsdóttir full- trúi, Engjavegi 51 5. Grétar Jónsson húsasmiö- ur, Birkivöllum 5 6. Gunnar Kristjánsson kennari, Heimahaga 13 7. Asta Samúelsdóttir kaup- maöur, Eyrarvegi 10 8. Jón Vilhjálmsson verk- stjóri, Miöengi 23 9. Kristján Einarsson hús- gagnasmiöur, Vallholti 47 10. Ingibjörg Stefánsdóttir fóstra, Lágengi 14 11. Arni O. Guömundsson húsasmiöur, Miöengi 20 12. Ingibjörg Guömundsdóttir fóstra, Sigtúnum 15 13. Garðar Gestsson bifvéla- virki, Vallholti 45 14. Ketill Högnason tannlækn- ir, Grashaga 18 15. Þorgrlmur óli Sigurösson lögregluþjónn, Reyrhaga 13 16. Sigurdór <Karlsson húsa- smiöur, Rauöholti 9 17. Gunnar Hallgrlmsson hds- vöröur, Fossheiöi 17 18. Gunnar Kristmundsson versl.maöur, Engjavegi 36 Kosninga- skrifstofan á Selfossi Simi 2355 Kosningaskrifstofan aö Evrarvegi 15 er opin alla daga frá kl. 14-22. Slmi 2355. Grétar Jónsson: ■ Viö kosningaskrifstofu B-listans á Selfossi aö Eyrarvegi 15, f.v. Heiödis, en hún er fulltrúi viö Félagsmálastofnun Selfossbæjar sem er til húsa i Tryggvaskála einu elsta húsi bæjarins, Grétar og Hafsteinn. þeim þykja áhugaverð og sjái einhvern árangur af þvi sem þau eru að gera. Hér er risin iþrótta- miðstöð og hestamennska er mikil, og þarf að sjá svo um að unglingarnir fái aö njóta þeirra möguleika sem fyrir hendi eru og skapa þeim tækifæri til að eyða tómstundum sinum á heilbrigöan og eðlilegan hátt. — Hér þarf aðkoma á fótferða- málaráði og bæta alla aðstöðu fyrir ferðafólk. Þar kemur inn i bygging félagsheimilisins og hótels, þar sem aðstaða fyrir ferðamenn þarf aö vera góð. Hér eru bæði úti- og innisundlaug, sem öllum er velkomið að notfæra sér. Sitthvaö fleira má gera hér til að laða feröamenn að bænum og gefa þeim tækifæri til að láta sér liða vel, eins og reyndar heimamönnum einnig. — Þröngt er orðiö hér i skólum og á stefnuskrá okkar er bygging nýs grunnskóla. Byggöin hér hef- ur breitt mjög úr sér, og er orðið mjög langt fyrir þau börn sem fjærst skólunum búa að sækja skólann. Vegalengdirnar eru orðnar svo miklar að það er orð- inn allt að hálfti'ma gangur milli heimila sumra barnanna og skól- ans. Þetta er löng leiö og erfið fyrir börn að fara i misjöfnum veðrum. Skólabilar eru engir. Þetta þarf aö lagfæra, að koma upp skólabil fyrir þau börn sem lengst eiga aö sækja, en fram- tiöarlausnin hlýtur að vera að byggja nýjan skóla sem næst heimilum þeirra sem hann sækja. Atta íbúðir fyrir aldraöa voru teknar I notkun á sl. hausti. ■ ölfusárbrú var tekin I notkun áriö 1945. Umferöarþunginn á henni er mikiil og gangandi vegfarendur eiga I vök aö verjast. Ný atvinnu- tækifæri erl höfudmálið ■ — Stefna okkar framsóknar- manna er, að staöiö veröi aö verulegu átaki i' atvinnumálum hér á Selfossi, sagði Grétar Jóns- son, 5. maður á lista Fram- sóknarflokksins. í þvi sambandi leggjum við áherslu á aö gerö veröi itarleg könnun á núverandi ástandi i þeim málum og að byggt verði á þvi sem hér er fyrir og jafnframt stefnt að nýjum at- vinnugreinum. Ég tel að nýta eigi hugmyndiribúanna sjálfra, og að þeir komi þeim á framfæri við bæjarstjórn og atvinnumálanefnd til að koma hér upp nýiðnaði. Atvinnumálanefnd hefur haft nokkra forgöngu um þessi mál. Við framsóknarmenn leggjum til að hér verði ráðinn atvinnumála- fulltrúi, sem vinna á að þvi að gera úttekt á atvinnumálum og koma á samræmdu skipulagi i þessu efni og langtimaáætlun um uppbyggingu atvinnuvega og ný- iðnaðar hér á Selfossi. Hann gætiorðiö virkur aðili i að korr.a aí stað umræðum um at- vinnumálin og ný atvinnutæki- færi. Til hans gætu þeir snúið sér sem áhuga kynnu aö hafa á að komahérá fót fyrirtækjum, bæði heimamenn og aðrir, og fengið allar tiltækar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til undirbún- ings stofnunar fyrirtækja i bæn- um, eða flutning þeirra annars staðar að. Á siöasta kjörtimabili varð sú breyting á, aö atvinnutækifærum hefur fjölgaö og ný iönaöartæki- færi skapast. Að þessari þróun þarf aö hlúa og efla áframhald- andi uppbyggingu á þessu sviði. Hér á Selfossi eru góöir mögu- leikar á að auka þjónustu við ferðamenn og áningarfarþega. Þaö þarf að sjá svo um að þjón- ustan verði aðlaðandi fyrir þá sem hennar njóta og aö ferða- menn geti nýtt sér það sem viö höfum upp á aö bjóöa. Þvi leggj- um viö mikla áherslu á aö bygg- ing félagsheimilisins veröi drifin áfram og þvi veröi lokiö á næsta kjörtimabili. — 1 sambandi viö skipulags- mál, tel ég nauðsynlegt að koma á deiliskipulagi, þannig aö þegar t.d. Ibúöarhverfi eru skipulögö sé jafnframt séö fyrir aö I þeim sé gert ráö fyrir verslunum og öör- um nauösynlegum þjónustufyrir- tækjum. Til þess aö þetta reynist unnt veröur bæjarfélagiö aö eiga nægilegt land og ber aö stefna aö þvl aö landleysi hái ekki eölilegri stækkun bæjarins eöa aö skipulag hans geti oröiö eins og best veröur á kosiö. í stefnuskrá okkar vikjum viö aö þeirri hugmynd hvort ekki sé hægt aö koma viö I sliku deili- skipulagi aö byggja hverfi, þar sem menn geta haft hesthús eöa einhverjar smábyggingar varö- andi tómstundaiöju 1 námunda viö Ibúöarhús sin. Viö viljum kanna hvort áhugi er á sliku meöal Ibúanna. Ef hann er fyrir hendi og landrými skortir ekki veröur ekkert þvi til fyrirstööu að reisa slikt hverfi. Hér er sérstakt hesthúsahverfi og þar mætti sumt betur fara en nú er. Nauðsynlegt er aö koma upp götulýsingu á leiöinni þangaö og i sjálfu hverfinu. Þarna eru menn hvaö mest á feröinni i skammdeginu, en lýsingu vantar. Þetta er ekki fjárfrek fram- kvæmd, en henni þarf að flýta. Þá viljum við athuga vel, hvort ekki beri að stefna aö lagningu kapalkerfis i' bænum i sambandi við staöbundið sjónvarp. Ef til þess kemur að þvi verði komið á fót þarf að vera til afmörkuð stefna og dreifingarkerfiö skipu- lagt, en það verði ekki lagt i' eim hverju stjórnleysi, og að kannski fari fleiri aðilar að leggja kapla þvers og kruss. Viö teljum að bærinn sem slíkur eigi ekki að setja upp sjónvarpsstöð eða senda út efni, en ef einhver sam- tök kynnu að setja upp sllka stöð teljum viö sjálfsagt aö bæjar- félagið hafi hönd I bagga meö skipulagningu dreifingarkerfis- ins. — Hér þarf að gera áframhald- andi átak i byggingu félagslegra ibúða. Mikil eftirspurn er eftir verkamannabústöðum og nú liggja fyrir 23 umsóknir frá fólki á öllum aldri, sem erfitt er að verða við. Eftir að við buðum siöast út byggingu verkamannabústaða- ibúða var fjárveitingin tekin af ókkur og okkur sagt að ekki væri til fé í Byggingas jóði. Þetta þykir okkur nokkuð hart. Lifeyris- sjóðirnir leggja Byggingasjóði til fé, og hér á Selfossi og reyndar á Suðurlandi, er mikiö fé lagt til Byggingasjóða gegnum lffeyris- sjóöina, en viö fáum ekki nema brot af þvi sem við leggjum til i okkar hlut þegar fé er útdeilt til að reisa félagslegar ibúðarbygg- ingar. Það er engin ástæða til annars en það nái fram að ganga að viö fáum nauðsynlega fjár- muni til að byggja verkamanna- bústaði. — Hvað varðar verklegar framkvæmdir á vegum bæjarins leggjum við áherslu á aö haldið verði áfram þeirri gatnagerðar- áætlún.sem unniö hefur verið eft- ir. Brúin yfir Olfusá er mál út af fyrir sig. Hún er þjóðbraut sem liggurum miöjan bæinn. Þar þarf að setja upp betri Uíáferöar- merki. syc sö aílir skilji að brúin er aðalbraut, en á þvi er nokkur misbrestur eins og er. Umferðin um brúna er mikil og eykst stöð- ugt. Byggð er beggja vegna henn- ar og gangandi vegfarendur sem leið eiga um brúna, og þeir eru margir, eru þar ekki óhultir. Brúargólfið er slitið og þar safn- ast vatn og gengur vatn undan bilunum á fólkið i vætutið. Þetta verður að lagfæra. Veginn yfir brúna þarf að endurnýja og best væri að gera göngubrú utan ak- brautarinnar og aðskilja alveg gangandi vegfarendur og bilaum- ferö. ■ Grétar Jónsson er verkstjóri viö byggingu KA á Selfossi. Versiunar- hluti hennar var tekinn i notkun á sl. hausti en framkvæmdum er ekki að fullu lokiö við aðra hiuta byggingarinnar. Sjúkrahús Suðurlands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.