Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 18. maí 1982 15 íþróttir Enska knatt- spyrnan: Liver- pool meist- arar ■ 48.122 áhorfendur uröu á laugardaginn vitni aö þvi á An- field leikvanginum i Liverpool, er Liverpool tryggði sér enska meistaratitilinn i knattspyrnu i þrettánda sinn. Siðasta hluta keppnistimabilsins hefur liðinu gengið afar vel og vart tapaö leik. Á laugardaginn lék Liverpool gegn Tottenham og sigraöi Liver- pool 3:1 eftir að staðan i leikhléi hafði verið 1:0 Tottenham i vil. Það var Glenn Hoddle, enski landsliðsmaðurinn sem skoraði markið og það var ekkert smá mark. Hann bombaði knettinum i netið hjá Liverpool af 29 metra færi og er þetta talið eitt falleg- ásta mark sem hann hefur skorað á sinum ferli sem knattspyrnu- maður. En leikmenn Liverpool gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn og mættu ákveðnir til leiks i siðari hálfleik. Aðeins sjö minútum eftir að dómarinn hafði gefið merki um að siðari hálf- leikurinn skyldi hafinn lá knöttur- inn i neti Tottenham eftir skalla Mark Lawrenson sem fékk knött- inn eftir hornspyrnu. Staöan 1:1 og allt að verða vitlaust á Anfield Road. Leikmenn Liverpool voru óspart kvattir af áhangendum sinum og það gaf góðan árangur. Eftir aðeins þrjár minútur haföi gamla kempan Kenny Dalglish náð yfirhöndinni fyrir Liverpool með góðu marki. Og fjórum minútum fyrir leikslok skoraði Ronnie Whelan siðasta mark leiksins og innsiglaði sigur Liver- pool 3:1. Þar með voru úrslit leiksins ráðin og enski meistara- titilinn i höfn I fimmta sinn siöan 1976 undir stjórn hins snjalla Bob Paisley. En áður en lengra er haldið skulum viö fara yfir úrslitin á laugardaginn: 1. deild: Arsenal-South...............4-1 Aston V.-Everton............1-2 Coventry-Birm.h.............0-1. Ipswich-Notth. For..........1-3 Leeds-Brighton..............2-1 Liverpool-Tottenh...........3-1 Manch. Utd-Stoke ...........2-0 Notts Co.-W.B.A.............1-2 Sunderl.-Manch. City........1-0 Swansea-Middlesb............1-2 Wolves-West Ham.............2-1 2. deild: Blackb-Chelsea.............1-1 Cr. Palace-Newcastl........1-2 Derby-Watford..............3-2 Grimsby-Cardiff............0-1 Leicester-Schrewsb.........0-0 Luton-Barnsley.............1-1 Orient-Oldham .............0-3 Q.P.R.-Cambridge...........2-1 Sheff. Wed.-Norwich........2-1 Wrexham-Rotherh............3-2 örfáir leikir eru nú eftir i deildakeppninni og linur flestar orðnar mjög skýrar. Ljóst að Liverpool hefur sigrað i 1. deild, Ipswich orðið i ööru sæti og Man- chester United i þriöja sæti sem er besti árangur hjá United i nokkurn tima. Ipswich og Man. ■ Grobbelaar markvöröur Englandsmeistara Liverpool kom til félagsins sföastliöiö haust og hefur hann staöiö sig mjög vel meö liöinu. Aö sjálfsögöu er þetta f fyrsta sinn sem hann veröur Englandsmeistari. Utd. komast þvi örugglega i UEFA-keppnina en ekki er víst hvaða önnur lið koma til með aö fylgja þeim. Fallbaráttan er engu minna spennandi en toppbaráttan i 1. deild. Middlesbrough og Wolves eru þegar fallin i 2. deild en ekki liggur fyrir hvaöa eitt liö enn fellur. 011 neðstu liö 1. deildar unnu á laugardaginn ef frá er tal- iö tap Stoke gegn Man. Utd. Þar sigruðu „rauðu djöflarnir” örugglega. Sunderland sigraði Man. City 1:0 i spennandi viöureign og var það Mick Buckley sem skoraði markið. Golfleikarinn greindi Stefán Unnarsson var einn margra aðdáenda Leeds hér á landi sem rifna ætlaði úr ánægju á laugardaginn er liðinu hans tókst aö merja sigur gegn Brigh- ton. En ánægju- og gleðitárum þessa unga kylfings fækkaði brátt þvi i ljós kom að Leeds hafði unn- iö annaö helsta uppáhaldslið kappans, Brighton. En siöast þegar við höföum spurnir af liðan Stefáns var hann hinn hressasti. WBA sigraði Notts. County á útivelli 1:2. Þaö var enski lands- liðsmaðurinn Cyrille Regis sem skoraði sigurmarkið fyrir röndótta liðiö. I 2. deild sigraöi Luton. Liðiö hefur hlotið 85 stig og á einn leik eftir. Watford lenti i öðru sæti með 80 stig og þriöja liöiö sem flyst upp i 1. deild er Norwich sem hlaut 71 stig. Orient og Wrexham eru fallin i 3. deild og liklegt er talið aö Cardiff fylgi þeim niöur. Orslit i öörum deildum hafa orðið þau að i 3. deild sigraði Burnley, hlaut 79 stig og liklegt er taliö aö Fulham og Carlisle fari einnig upp. I 4. deild sigraöi Sheff. Utd. hlaut hvorki meira né minna en 96 stig og leikur þvi i 3. deild næsta keppnistimabil. Bradford og Wigan hafa 91 stig og elta lik- lega sigurvegarann i 3. deild. 1. deild Liverp ... 41 26 8 7 80-32 86 Ipswich .. 41 25 5 11 73-52 80 Man. Utd . 42 22 12 8 59-29 78 Tottenh .. .41 20 11 10 66-46 71 Arsenal .. 42 20 11 11 48-37 71 Swansea . 41 21 6 14 58-48 69 South .... 42 19 9 14 72-67 66 Everton .. . 42 17 13 12 56-50 64 W. Ham .. . 42 14 16 12 66-57 58 Man. City . 42 15 13 14 49-50 58 Nott. For . . 42 15 12 15 42-48 57 A. Villa ... • 41 14 12 15 52-53 54 Brighton . ■ 42 13 13 16 43-52 52 Coventry . . 42 13 11 18 56-62 50 Notts Co.. . 42 13 8 21 61-69 47 Birmham . 42 10 14 18 53-61 44 Sunderi .. . 42 11 11 20 38-58 44 Leeds .... . 41 10 12 19 39-59 42 W.B.A.... . 40 10 11 19 44-54 41 Stoke . 41 11 8 22 41-63 41 Wolves ... . 42 10 10 22 32-63 40 Middl.b .. . 41 8 14 19 34-52 38 2. deild Luton .... . 41 24 13 4 83-44 85 Watford .. . 42 23 11 8 76-42 8( Norwich.. . 42 22 5 15 64-50 71 Sheff. W .. . 42 20 10 12 55-51 7( Q.P.R .... . 42 21 6 15 65-43 6Í Barnsley . . 42 19 10 13 59-41 67 Rotherh .. . 42 20 7 15 66-54 67 Leicester. . 41 18 12 11 56-45 6( Newcastl. . 42 18 8 16 52-50 61 Blackb ... . 42 16 11 15 47-43 5Í Oldham .. . 42 15 14 13 50-51 5( Chelsea .. . 42 15 12 15 60-60 57 Charlton . . 42 13 12 17 50-65 51 Cambridg . 42 13 9 20 48-53 48 C.Pal .... . 42 13 9 20 34-45 48 Derby .... . 42 12 12 18 53-68 48 Grimsby . . 42 11 13 18 53-65 46 Sh. bury.. . 42 11 13 18 37-57 46 Bolton 42 13 7 22 39-61 46 Cardiff.... . 41 12 8 21 43-58 44 Wrexham . 42 11 11 20 40-56 44 Orient . 42 9 9 23 33-61 36

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.