Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.05.1982, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 18. maí 1982 Brunatryggingar eru ekki allar þar sem þær eru séðar ■ Hvaða tryggingu höf- um við gegn brunatjónum húseigna okkar með þeim tryggingum sem allir eru skyldugir til að hafa á húsum sínum (bruna- trygging samkvæmt brunabótamati)? Hvern- ig fáum við það bætt ef húsið okkar brennur t.d. til grunna einhvern dag- inn? Að gefnu tilefni (upp- gjör brunatjóns er blaðið hafði spurnir af fyrir nokkru) þótti Tímanum ástæða til að kynna les- endum tilhögun á greiðslu tryggingabóta hjá þeim þremur tryggingafélög- um sem sjá um bruna- tryggingar allra íbúðar- húsa i landinu, Húsa- trygginga Reykjavíkur, Brunabótafélags Islands og Samvinnutrygginga. Það kom m.a. í Ijós, að í Reykjavík, sem hefur að því talið er minnstu brunaáhættu í heimi, eru tryggingariðgjöld þó um 22% hærri en í nágranna- sveitarfélögunum. Að öðru leyti vísast til svara fulltrúa hvers trygginga- félags hér á síöunni. HEI Samvinnutryggingar: „Greidum alla upphædina í einu” ■ „Brunabótamatið ræður bóta- upphæð brenni hús til grunna. Bótagreiðslur ganga þannig fyrir sig hjá okkur að við metum tjónið og öflum okkur veðbókarvottorðs á viðkomandi húseign. Innan 14 daga greiðum við slðan út alla tryggingarupphæðina sé um veð- bandalausa eign að ræða, en annars allt það af tryggingar- fjárhæðinni 5C!Í! hægt er vegna á- hvilandi veðskulda”, svaraði Héðinn Emilsson, deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum. „I lögum um brunatryggingar húsa eru ákvæöi þess efnis að brunatjón má aldrei verða til þess að rýra veðhæfi byggingar. Tryggingafélögin bera þvi ábyrgð á öllumlánum meðan hús er ekki komiö aftur i jafn gott ástand og það var fyrir tjón. Þegar við höf- um það siðan áþreifanlegt, að hús er orðið nægilega gott veð fyrir veðhafa, þannig aö tryggingar- félagið er komiö úr hættu, þá borgum við út þaö sem eftir er af upphæðinni”, sagði Héðinn. Hann sagði það gamla reglu að greiða féð út eftir þvi sem endur- byggingu miði áfram. „Þetta er frá þeim tima þegar fjármagns- kostnaður var miklu minni en hann er nú orðinn. Nú skiptir verulegu máli fyrir mann, sem er að fá greitt út jafnvel heilt hús- verö, hvort þaö er gert strax eða kannski smám saman á löngum tima. Hann getur þá sett hluta af fjármagninu á háa vexti, og losaö það siðan eftir þvi sem hann þarf á að halda”, sagði Héðinn. — Skiptið þið ykkur þá ekki af endurbyggingu, eða haldið eftir hluta af tryggingarupphæðinni, sé ekki byggt upp á ný? Við greiðum féö út, og látum menn siðan sjálfa um framhaldið. Að halda 15% af fjárhæðinni eftir er arfur frá árinu 1917, en þá voru gerð lög um það að ef aðalhús brynni á jörðum, þá mætti ekki greiða út nema 85% af brunabóta- matinu nema byggt væri upp aftur. Þetta ákvæði var sett til varnar þvi að jarðir færu i eyöi við húsbruna. En slik hætta er vart fyrir hendi I Reykjavik nú- timans, og þvi að minu áliti mis- beiting á lögum að nota þau á þennan hátt. Þjónustuaðili eins og tryggingafélag verður að gæta sin á að stöðvast ekki i einhverju löngu úreltu kerfi, sem ekki tekur tillit til nýrra viðhorfa i fjámál- um. Núgildandi hávaxtastefna og nánast reglubundin 50% verð- bólga hlýtur aö hafa áhrif á svona þjónustu og viðskipti. Þannig álit- um við lika t.d. hinar árs- fjórðungslegu verðtryggingar, sem við erum nú búnir aö setja á allar eignatryggingar, algera lifsnauðsyn i þjóðfélagi með 50% verðbólgu.” EHI Húsatryggingar Reykjavíkur: „Greitt jafn ódum og byggt er aftur” ■ „Tryggingabætur takmarkast við vátryggingarf járhæðina (brunabótamatið) sem hækkar samkvæmt byggingarvísitölu á þriggja mánaða fresti. Fjárhæðin er greidd jafn óöum og byggt er upp aftur og miðað er viö að tryggingarféð sé notað til að byggja upp aftur á bæjarland- inu”, svaraði Ari Guðmundsson, fulitrúi hjá Húsatryggingum Reykjavíkur, sem hafa með höndum tryggingar allra húsa I Reykjavlk. Bótafjárhæöina sagði hann miðast við kostnaö þegar mat á skemmdum fer fram. Meö þvi að greiöa út bæturnar samhliða þvi sem viðgerðir fara fram eigi að _reyna að tryggja aö féð fari til viðgeröanna en sé ekki notað i eitthvaö annaö. Ekki kvaöst Ari hafa orðið var við annað en að bótafjárhæðir dugi yfirleitt til að bæta brunaskemmdirnar, a.m.k. virðist ekki vera mikið um aö menn kvartiyfirbótunum og telja megi á fingrum annarrar handar þau mál sem farið hafi i yfirmat undanfarna 2-3 áratugi. — En segjum nú svo að það brenni til grunna hjá öldruðum einstaklingi, sem ekki hefur nokkra krafta til að byggja upp á ný, en vantar á hinn bóginn bóta- ■ „Brunabótafélag íslands bætir brunatjón á þann hátt, aö tryggingafé er greitt út jafn óöum og húsið byggist upp aftur, til að útvega jafngott veð fyrir áhvil- andi skuldum”, svaraöi Asgeir Agústsson, fulltrúi, spurður um greiðslu tryggingabóta ef hús brennur. Tjónamatið sagði hann miðaö við brunadag. Yfirleitt fái menn það fé sem þeir fari fram á jafn féð til að kaupa aöra ibúð? „Þá höfum við i vissum tilfell- um heimild til að greiða tryggingarféð út, en höldum þá eftir 10-15% af bótaf járhæðinni. 1 óðum og framkvæmdum miðar á- fram. Aöalsjónarmið sé, að út- vega jafngott veö á ný. Tryggingafjárhæðina sagði hann eingöngu greidda út I þeim tilvik- um aö ekki eigi að byggja hús upp aftur. Samkvæmt lögum sé þá 15% bótafjárins haldið eftir, svo fremi að skipulag eöa aðrar á- stæður banni ekki að húsiö sé byggt upp á ný. Asgeir var spurður hvort sliku tilviki getur eigandi lika selt bótaréttinn,” sagði Ari. Brunatryggingariðgjald hjá Húsatryggingum Reykjavikur er 0,028%, eða 28 aurar af hverju brunaskemmdir á húsum (sem brenna að hluta) séu metnar sem hlutfall af heildarmati hússins, t.d. 25% eöa 40% eöa þá óháð tryggingarupphæð. „Það fer dálitið eftir þvi hvað skemmdirnar eru miklar. Oft á tiðum er metið hve brunaleifarn- ar eru mikils virði og verð þeirra siöan dregið frá tjónabótunum. En þegar um minni skemmdir er að ræða er yfirleitt metið hvað þúsundi brunabótamatsins á venjulegum steinhúsum i Reykjavik. —HEI kostar að gera við skemmdirnar og greitt samkvæmt þvi. Sé matið á húsi sem brennur óeðlilega lágt verður þó aö taka tillit til þess i brunamatinu”, svaraði Asgeir. Brunatryggingariðgjald af steinhúsi á Reykjavikursvæöinu sagði hann 0,023% eða sem nemur 23 aurum á hverjar 1.000 krónur i brunabótamati. —HEI Brunabótafélag íslands: „Tryggingaféd greitt ut jafn óðum og húsið byggist aftur”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.