Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 19
Laugár’d'agur 2^‘ma‘i ÍÍ821 ‘ og leikhús - Kvikmyndir og leíkhús kvikmyndahornid Khalil (Connery) Íkröppum leik. Fáránlegur söguþráóur Stjörnubló The Next man/Sá næsti Leikstjóri: Richard Safafian Aðaihlutverk: Sean Connery, Cornelia Sharpe og Albert Paulsen ■ Forsætisráðherrar Saudi-Arabiu viröast lifa nokkuð ljúfu lifi I stórborginni New York ef mið er tekið af þessari mynd. Söguhetjan, sem er einn slikur, á aö hafa menntað sig i þessari borg, en á einhvern óskiljanlegan hátt hefur hann samt náð háensk- um hreim I likingu við þann sem Sean Connery talar ... bíðið aðeins þetta er Sean Connery i aðalhlutverkinu ... Sean sem a-ra-a-b-i. Svo bregðast krosstré sem önnur tré en uppáhalds „haröhaus” minn er þarna i einu af sinum verstu hlutverkum fyrr og sið- ar. t byrjun myndarinnar eru briú morö framin oe kemur óljóst fram seinna í myndinm aö þau tengjast söguþræðinum á einhvern hátt, en hinsvegar veröur maöur að vera vel með á nótunum til að sjá það. Mitt i þessu húllumhæi kemst Khalil (Connery) til valda sem for- sætisráðherra Saudi-Arabiu og fyrr en varir er hann kom- inn til New York þar sem hann heldur þrumuræðu á allsherj- arþingi SÞ hittir myndarlega piu og dembir sér út i næturlif- ið með henni, auk þess sem skötuhjúin skreppa aðeins til Bahama-eyja að fá svoldinn lit á kroppinn. Siöan er haldiö aftur til New York þar sem Khalil, i annarri ræöu hjá SÞ boðar samstarf Saudi-araba og tsraelsmanna .... Myndin er raunar verri og fáránlegri en söguþráurinn gefur til kynna. Eftir aöra ræðuna eru mót- mæli fyrir utan SÞ er Khalil ekur þaðan á brott. Honum verður eitthvað uppsigað við mótmælendur, stekkur út úr limosinunni og tekur einn þeirra i fangið til aö róa hann... heppinn að þetta er að- eins kvikmynd þvi ef þetta geröist i raunveruleikanum, sem er álika sennilegt og aö Rock Hudson verði boðið hlut- verk sem Florens Nightingale, yrði að flytja Khalil á brott á börum með hnif milli rifj- anna, og þetta er aöeins eitt dæmi um handrit þessarar myndar. Sean Connery á i mestu vandræðum með hlutverk sitt enda hlýtur jafnvel sjö ára krakki að sjá hve ósennileg mynd er dregin upp af persónu þeirri sem hann leikur. Aörir leikarar eiga i álika vandræð- um með hlutverk sin. —FRI Friörik Indriðason skrifar ★ Strið handan stjarna ★ ★ ★ Ránið á týndu örkinni ★ ★ Dóttir kolanámumannsins O Gereyðandinn 4 Eyðimerkurljónið ★ ★ Eldvagninn ★ ★ Lögreglustöðin i ★ ★ ★ Fram i sviðsljósið ★ ★ ★ Leitin að eldinum Rokk i Reykjavik Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær - * * * mjög g6d - * * gód • * sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.