Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.05.1982, Blaðsíða 20
■ Mörg vorlambanna á þessu ári munu eiga tækni og framförum i lyfjaframleiðslu að þakka að þau lita dagsins ljós einmitt þann dag sem þau gera, þvi með nýju lyfi til samstillingar gangmála hjá ám, geta bændur nú nokkurn veg- inn ráðiö hvenær ærnar bera. Það er meira að segja fræðilegur möguleiki að láta ærnar bera tvisvar á ári, sem einhverntima hefði þótt saga til næsta bæjar. Það er fyrirtækið Lyf s.f. i Garða- bæ, sem annast sölu og dreifingu þessa nýja lyfs, sem heitir Vera- mix (medroxyprogesterone). Við ræddum um hagnýta þýðingu þessa við forstjóra Lyf s.f., en hann er Guðmundur Hallgrims- son, lyfjafræðingur. ,,Hér er um merka nýjung að ræða, sem æ fleiri bændur hafa notað sér”, segir Guömundur en þetta lyf var skráð eítir að ná- kvæmar próíanir höfðu verið með það gerðar af þeim dr. Olafi Dýrmundssyni, landnýtingar- ráðunaut og yfirdýralækni. Hráeínisins er aflað með söfnun serum-vökva úr fylfulium mer- um, sem framkvæmd hefur veriö hérlendis og er lyfið svo unnið úr þessu erlendis. Lyfið er borið i svampa, sem nefnast Veramix svampar. t svmpanaer þessi vaki (kynhorm- ón), siðan borinn og hann látinn i ærnar. Með þvi aö setja svampa i hóp af ám er unnt að samstilla gangmál þeirra allra. Þá eru þær sæddar eða hleypt til þeirra allra á sama tima. Sömuleiðis bera þessar ær á sama tima. Sérstök áhersla er lögð á gildi þessarar aðferðar sem lið i bættri skipu- lagningu sauðfjársæðinga, enda unnt að velja ærnar til sæðinga á ■ Guðmundur Hallgrimsson, lyfjafræðingur: ,,Ég tel að þessi lyf komi náttúrunni til hjálpar, en vinni ekki gegn henni.” (Timamynd G.E.) fyrirfram ákveðnum dögum. Þær skulu vera hraustar og vel fóðr- aðar, en hafa ber i huga að svamparnir auka ekki frjósemi, né koma i veg fyrir ófrjósemi. Sérstaklega hentugt er að nota þessa aðferð á tslandi, þar sem hér er skipulag betra á sauðíjár- búskap en gerist i öörum löndum, en þar er fé nær stöðugt i högum. Liklega munu fara fram 25þús- undsæðingar með þessu móti nú i ár. Þarf ekki að fara mörgum orðum um hve mikiö þetta léttir undirstörf bænda. Þá hefur verið rætt um gildi þessa lyfs þegar út- flutning á páskalömbum svo- nefndum hefur borið á góma. Auk þessa lyfs er rétt að geta einnig um þær samstillingar á gangmálum kúa, sem fariö hafa fram með notkun „prostagland- ins”. Það lyf er hins vegar öllu vandmeðfarnara og aöeins á færi dýralækna að nota það rétt. Kem- ur þar til m.a. að mikla aðgæslu þarf við meðhöndlun þess, t.d. mega ófriskar konur helst ekki koma nærri þvi, þar sem það get- ur framkallað tafarlausa fæð- ingu. Aukaverkanir þess eru hins vegar óverulegar. „Prostagland- in” finnst i öllum spendýrum, en það er erfitt að einangra. Þessi hormón stjórnar m.a. starfsemi vöðva og blóðrásar og er þvi aug- Ijóst að forsendur þessarar að- ferðar eru aðrar en þegar notað er „Veramix”. Árangur hefur verið mjög góður af notkun þessa lyfs. Það er augljóst af ofansögðu að dropar Penna- glaður prakkari ■ Það er ekki ofsögum sagt af prakkaraskapn- um I mörlandanum eins og þeir Arnarflugsmenn komust að raun um fyrir nokkru. Þannig var. aðþeii fengu tilkynningu um að I tollinum biði sending frá Bandarikjunum, sem stO- uð var á Arnarflug. Eftir þvi sem menn komust næst innihélt pakkinn rúmlega 700 penna af ýmsum gerðum. Nú er skemmst frá því að segja að Arnarflugs- menn þekktu hvorki haus né sporðá þessum pakka og könnuðust ekki við að hafa nokkurn tima pantað umrædda penna. Við eftirgrennslan kom svo f Ijós að maður nokkur hafði labbað sig inn f pennafabrikku vestur i Bandarikjunum, — kynnt sig sem Gunnar Þor- valdsson, forstjóra Arnarflugs, og pantað rúmlega 700 penna I nafni félagsins og látið senda þá tíl tslands! Kratar á kjörstað ■ Kratar hafa að undan- förnu stært sig mjög af þvi að ástunda ekki leng- ur þá iðju að sitja með kjörskrá á kjörstað og merkja við það fölk sem kemur og neytir at- kvæðisréttar sins. Hafa kratar kallað slikt athæfi persónunjósnir og látíð að þvi liggja að um lögbrot væri að ræða. Mönnum þótti þvi skjóta nokkuð skökku viö þegar Sigurð- ur E. Guðmundsson, efsti maður á lista krata i Reykjavik, kvað upp úr með þaö i blaöagrein um daginn að hvorki fleiri né færri en 30 konur á S'rw.: kvennalistanum hefðu kosiö Alþýðubandalagiö. Sigurður hafði sem sé ekki látið sér nægja að fylgjast með þvi hvaða fólk mætti á kjörstað, heldur hefur hann greini- lega einnig horft yfir öx- ila á þvi þegar það setti krossinn á seðilinn! Karlmaður skólastjóri Kvenna- skólans? ■ Við heyrum að Guðrún P. Ilelgadóttir, skóla- stjóri Kvennaskólans, sé ákveðin i þvi að láta af störfum eftir það skólaár sem nú erað ljúka. Mætti segja aðGuðrún „hættir á toppnum” þvf Kvenna- MOGULEIKIAÐ LATA ÆR BERA TVISVAR Á ARI” Rætt við Guðmund Hallgrnnsson, lyfjafræðing, forstjóra Lyf s.f. i búskapargreinum sem á öðrum sviðum þjóðlifs og atvinnulifs eiga sér stað nýstárlegar og ótrú- legar framfarir, sem fyrri tima menn hefði ekki órað fyrir. Guð- mundur Hallgrimsson sagði að ýmsir hefðu litið þessar nýjungar hornauga og talið þær vinna gegn lögmálum náttúrunnar. „En ég er þvi alls ósammála”, sagði hann. „Ég tel að með þessum nýju lyfjum sé aðeins verið að koma náttúrunni til hjálpar.” —AM Laugardagur 22. mai 1982 fréttir Banaslys í Mýrarhyrnu ■ Fimmtiu og sjö ára gamall maður, Jón Hjartarson frá Hellnafelli i Eyrar- sveit, beið bana þegar hann féll milli 80 og 100 metra niður þver- hnipt bjarg i Mýrar- hyrnu á Snæfellsnesi i fyrradag. Jón var ásamt unglingspilti við eggjatöku i fjallinu þegar slysið átti sér stað. —Sjó Handtóku þrjá gluggagægja. ■ Lögreglan i Reykjavik handtók þrjá gluggagægja, tvo i fyrrinótt og einn að- faranótt fimmtudags- ins. Tveir þeirra hafa valdið miklu ónæöi i Breiðholtinu annað slagið i allan vetur, en sá þriðji var mest á ferli i Hliðunum. Allir hafa þessir menn sýnt afbrigðilega kyn- ferðishneigð, en þó mun sá sem handtek- inn var I Hliðunum hafa gengi hvað lengst i þeim efnum. Hefur hann oftsinnis verið kærður og m.a. fyrir að núa kynfærum sin- um upp við glugga- rúður að fólki ásjá- andi. Framferði mannanna allra hefur vakið mikinn óhug og svo margir hafa séð til þeirra að lögreglan i Reykjavik var búin að fá á þeim nákvæma lýsingu frá fjölda fólks. Undanfarna daga hefur svo lögreglan verið vel á verði i þeim hverfum sem mest hefur borið á mönnunum þremur en þeir hafa alltaf sloppið til þessa. Rannsóknarlög- regla rikisins hefur málin til meðferðar. skólinn útskrifar sina fyrstu stúdenta I dag. Ekki siður þykir það sæta tiðindum að likleg- asti eftirmaður Guðrúnar er talinn Aðalsteinn Ei- riksson, kennari við skól- ann. Ekki kæmi okkur á óvart þótt einhversstaðar eigi eftir að heyrast hljóð úrhorniáður en karlmað- ur verður ráðinn skóla- stjóri Kvennaskólans.... Krummi ... sér I Þjóðviljanum að i' borgarstjórnarkosning- unum er kosið um „ Leif tur sók na rs te f nu Thatchers og Reagans” og „Vigbúnaðarstefnu risaveidanna”. Skyldu þessi mál heyra undir nýja defld hjá borgar- verkfræðingi? VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðumfs Simi (91) 7 - 75-51, (91) 7 - 80-30. TITPT^U TTTT Skemmuvegi 20 rltjLJiJ r±r . K»pavogi Mikið úrval OpiA virka daga 9 19 ■ Laugar- daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labriel HÖGGDEYFAR (JJvarahlutir Armúla 24 Simi 36510 u>S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.