Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. mai 1982 7 erlent yfirlit ■ FYRIR skömmu voru liöin tvö ár frá dauöa Titós marskálks. Þvi var spáö aö upplausn og glund- roöi myndi brátt koma til sögu i Júgóslavíu eftir fráfall Titós sem haföi stjórnað meö harðri hendi og notið þess, aö hann haföi unniö sér traust og viröingu þjóöarinn- ar fyrst sem leiötogi skæruliða- hreyfingarinnar, sem baröist gegn Þjóöverjum á heimsstyrj- aldarárunum og siöar fyrir aö brjótast undan yfirdrottnun Rússa. Titó varö á þennan hátt þjóð- hetja. Engum nema honum heföi heppnazt aö halda saman riki, sem er jafn sundurlaust og Júgó- slavla og gera þaö svo áratugum skipti. Oft þurfti hann lika aö gripa til haröra aögeröa sem öör- um heföi ekki liöizt. Nú eftir fráfall hans eru farnar aö birtast bækur og blaöagreinar i Júgóslaviu þar sem þaö er fyrst dregiö aö ráöi fram i dagsljósið hvilikt hörkutól Titó gat veriö i skiptum viö andstæöinga sina. Jafnframt eru farnar aö birtast lýsingar á þvi hvilikur ævintýra- ■ Milka Planinc Kona tekur við stjórnarforustu Hún á að hafa gætur á Dolanc ■ Dolanc (til hægri) vill ná sæti Titós. maður hann var I kvennamálum. Hvort tveggja þetta var aö sjálfsögöu bannaö meöan Titó var á lifi. TITÓ haföi haldiö þannig á málum, aö enginn maöur var undir þaö búinn aö taka viö hlut- verki hans. Hann mælti þvert á móti svo fyrir, aö komiö yröi á samvirkri forustu helztu ráöa- manna flokksins eftir fráfall hans. Þessu hefur veriö fylgt hingað til. í vetur fóru fram kosningar til þingsins I Júgóslaviu. tirslit þeirra uröu ekki neitt söguleg, þvi að Kommúnistaflokkurinn hlaut öll þingsætin aö vanda. Fyrsta verk hins nýkjörna þings var aö kjósa nýja rikisstjórn til fjögurra ára. Þvi er lokiö fyrir nokkru og hefur það vakiö sérstaka athygli, aö kona var valin sem forsætis- ráöherra. Hún er eina konan i stjórninni. Hinn nýi forsætisráöherra heit- ir Milka Planinc. Hún er 57 ára gömul. Hún var seytján ára aö aldri, þegar hún gekk i skæruliöa- hreyfinguna. Hún vann sér þar mikiö álit og hlaut viöurkenningu Titós fyrir framgöngu sina. Tvi- tug aö aldri gekk hún i Kommún- istaflokkinn og starfaöi siðan á vegum hans i Króatiu, þar sem hún er fædd og uppalin. 1 fyrstu fékk Planinc þaö verk- efni aö vinna i þeirri deild flokks- ins, sem sá um kennslumál og menningarmál önnur. Hún hækk- aði i tign enda fylgdist Titó meö henni. í lok sjöunda áratugarins og þó einkum á árinu 1970 fór mót- spyrna gegn kommúnistum mjög vaxandi i Króatiu, enda töldu Króatar að Serbar beittu þá ó- rétti. Serbar eru fjölmennasti þjóðflokkurinn i Júgóslaviu en Króatar eru sá þjóöflokkurinn sem er bezt settur efnahagslega. Titó taldi aö veruleg hætta væri á feröum i Króatiu og ákvaö aö bæla alla mótspyrnu þar niður meö haröri hendi. Hann taldi sig hafa góöa reynslu af Planinc frá striösárunum og fól henni þvi stjórn flokksins I Króatiu. Hún fékk þaö hlutverk aö bæla mótspyrnuna niöur og uröu ekki I tiö Titós meiri „hreinsanir” i Júgóslaviu en I Króatiu undir for- ustu Planinc. Siöan hefur hún far- ið meö flokksforustuna þar, unz hún tók við forsætisráöherraemb- ættinu um miðjan þennan mánuö. Þótt Planinc reyndist hörö i horn að taka I Króatiu undir leiö- sögu Titós munu leiötogar komm- únista ekki óttast aö hún sækist eftir að veröa einráö. Þvert á móti er taliö, aö hún hafi veriö valin I forsætisráöherrastööuna vegna þess, aö hún þyki líkleg til aö reyna aö gæta jafnvægis og fylgi trúlega fyrirmælum Titós um samvirka forustu. Meiri hætta er talin á, aö sá maöur, sem tók viö embætti inn- anrikisráöherrans, Stane Dolanc, hafi áhuga á aö veröa „hinn sterki maður”. Undir innanrikis- ráöherrann heyra löggæzlan og öryggismálin innanlands. Kunn- ugt er, aö Dolanc fylgir þeirri stefnu Titós aö vilja taka hart á allri mótspyrnu. Dolanc er jafnaldri Planinc 57 ára. Hann er upprunninn i Slóv- eniu og starfar I kommúnista- flokknum þar. Hann var I hernum 1941-1960 en fór þá úr honum og gekk i þjónustu flokksins. Utanrikisráöherra er Lazar Majsov sem er ættaöur frá Make- dóniu. Hann hefur veriö sendi- herra hjá Sameinuðu þjóöunum og i Moskvu. STJÖRNIN er þannig skipuö aö þar eiga sæti fulltrúar frá öllum hinum sex fylkjum i Júgóslaviu og tveimur heimastjórnarhéruö- um. Aöalþjóöflokkarnir i Júgó- slaviu eru ekki færri en átta, en auk þess eru allmörg smærri þjóöflokkabrot. Þetta veldur aö sjálfsögöu auknum átökum i landinu og bar á þessum árekstrum i vaxandi mæli siöustu valdaár Titós. Siöan hafa þeir magnazt en hvergi hef- ur þó soðið alvarlega upp úr, nema I Kosovo, þar sem meiri- hluti ibúanna er af albönskum ættum. Þar hefur oft komiö til blóöugra átaka siöustu mánuöi, þótt lögregluvald hafi veriö stór- aukiö. Þing Kommúnistaflokksins mun koma saman 26.-29. júni næstkomandi. Þaö veröur fyrsta þing flokksins eftir fráfall Titós. Búizt er viö aö þar veröi ákveönar ýmsar breytingar á starfsháttum og stefnu flokksins og miöstjórn flokksins endurnýjuö aö verulegu leyti en þar eru gömlu skæruliö- arnir enn i miklum meirihluta. Taliö er aö efnahagsmálin og þjóöflokkadeilurnar veröi aöal- mál þingsins. Efnahagsvandinn haföi aukizt sföustu valdaár Titós en viö þaö hefur bætzt aö siöustu tvö ár hafa veriö Júgóslövum mjög erfiö á efnahagssviöinu. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir ■ Herþota meö Exocet-eldflaug (t.v.) en þær hafa spilað stórt hlutverk i Falklandseyjadeilunni. BRETAR MISSA 2 SKIP — tundurspillinum Coventry sökkt og yfir- gefa varð birgðaskip eftir að það varð fyrir Exocet-eldflaugum ■ Nú er vitaö að tundur- spillinum HMS Covenlry var sökkt i loitárásum Argentinu- manna i fyrradag en áður hafði verið sagt að skipið væri aðeins laskað. 20 áhaínar- meðlimir Coventry fórust og um 20 aðrir eru særðir. Birgöaskipið Atlantic Coveyer varð fyrir árásum Exocet-eldílauga og varð að yfirgefa skipið, en 4 meölimir áhafnar þess fórust. Varnarmálaráöherra Breta Nott sagði i breska þinginu er hann flutti þvi fregnir af þess- um sköðum aö HMS Coventry hefði tekist að skjóta niður fimm flugvélar Argentinu- manna i bardögunum en hann hefði jafnframt hlotiö mikið tjón af sprengjum þeim sem vélarnar vörpuðu á skipið. í farmi birgöaskipsins Atlantic Conveyer voru m.a. Harrier-þotur en þær höfðu verið fluttar frá boröi áður en skipið varð fyrir árásum. Tvær Exocet-eldflaugar hittu skipið. Áhafnir beggja skipa sem lifðu af árásirnar, 450 menn, komust örugglega um borð i önnur skip flotans. Innan breska ílotans hefur þessum degi verið lýst sem „degi hörmunga” en þótt tjón- ið sé alvarlegt þá er manntjón ekki eins mikið og upphaflega var óttast. Þrjár velheppnaðar árásir voru gerðar á flugvöllinn við Port Stanley i lyrradag og Bretar eru nú reiðubúnir að hefja sókn i átt til þess staðar, en Nott sagði að hernaður Breta á eyjunum hefði hingaö lil farið eftir áætlun. Thatcher forsætisráðherra sagði að þrátt íyrir þetta tjón hefði baráttuþrek og ákveðni Breta ekki minnkað. Argentinumenn segja aö tvær Harrier-þotur hafi veriö skotnar niður en þær gerðu á- rás á strandgæslubát á Falklandseyjasvæðinu, einn áhafnarmeölima bátsins mun hafa farist og tveir særst, ekki var getið um hvenær eða hvar þetta átti sér stað. Sáttatillagan Fulltrúar Argentinu hjá SÞ hafa gefið til kynna samþykki sitt við sáttatillögu ira i Falk- landsey jadeilunni en hún felur m.a. i sér að aöalritari SÞ ieiti þegar i staö eftir vopnahléi á milli deiluaöila. Forsætisráö- herra Argentinu hefur lýst til- lögunni sem mjög aðgengi- legri og sagði að Argentinu- menn gætu sætt sig við hana. öryggisráðið hefur samþykkt tillögu Ira. PÁFINN TIL ARGENTÍNU ■ Jóhannes Páll pái'i mun heimsækja Argentinu dagana 11. og 12. júni, i kjölíar heim- sóknar sinnar til Bretlands. Auk þessarar heimsóknar þar sem hann mun biöja fyrir lriði er liklegt aö hann heimsækji landið aftur snemma á næsta ári en þá er áætluð ferð páfa um fleiri lönd S-Ameriku. Páfinn hefur skrifaö Galteri forseta Argentinu bréf þar sem hann segir aö hann liti á heimsókn sina til Bretlands sem friðarferð, og i bréfinu leggur hann áherslu á hlut- leysi sitt vegna þessarar ferðar. Ekki megi lita á ferð- ina á pólitiskan hátt. F-16 þotur til ísrael ■ Bandarikjamenn og ísra- elar hafa ákveöiö að taka að einhverju leyti upp hernaðar- samvinnu þá sem lögð var af er lsraelar innlimuðu Golan- hæðir Ein fréttsegir að Pentagon hafi sagt Bandarikjaþingi, i trúnaði, að það sé reiðubúið að selja Israelsmönnum 75 þotur af gerðinni F-16.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.