Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. mai 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjbri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon. Bjarghild- ur Stcfánsdóttir, Egill Helgason. Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir. Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Ragnar Örn Pétursson (iþróttir). Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guóbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson. Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00, — Prentun: Blaðaprent hf. Um skáld og lífskjör eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli Einstakur ódrengskapur ■ Það er ótvirætí, að sigur Sjálfstæðisflokksins i kosningunum á laugardaginn byggðist að veru- legu leyti á þvi, að miklu frekar var litið á hann sem bandalag en flokk. Hann var hvorki stjórn- arflokkur eða stjórnarandstöðuflokkur, heldur hvort tveggja. Þvi má að réttu lagi segja, að hann hafi verið bandalag stjórnarsinna og stjórnar- andstæðinga. Sú spurning brennur nú að sjálfsögðu á margra vörum, hvort þetta bandalag muni haldast eða hvort sami kofningur og var fyrir kosningar hefj- ist á ný. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grimsson, hefur nú þegar svarað þessari spurn- ingu. Fyrsta verk hans eftir að kosningaúrslitin voru kunn, var að bera fram kröfu um, að efnt yrði tafarlaust til nýrra þingkosninga, þvi að kosningaúrslitin sýndu, að stjórn Gunnars Thor- oddsen nyti ekki trausts og henni bæri þvi að af- sala sér umboði sinu. Sennilega er erfitt að hugsa sér öllu minni drengskap. Fyrir kosningarnar er það auglýst kröftuglega i málgögnum Sjálfstæðisflokksins, Morgunblað- inu og Dagblaðinu & Visi, að Gunnar Thoroddsen styðji frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins ein- dregið og hvetji kjósendur til að fylkja sér um þá. Jafnf ramt er sá áróður kappkostaður, að enginn ágreiningur sé lengur til i Sjálfstæðisflokknum. Þetta var fyrir kosningarnar. Eftir kosningar er komið annað hljóð i strokkinn. Þá er Gunnari Thoroddsen siður en svo þakkað, að liðveizla hans hefur átt verulegan þátt i sigri ílokksins. Það er ekki minnzt einu orði á þennan þátthans. Látum það vera. Hitt er verra og raun- ar hreinn ódrengskapur að byggja þá kröfu á kosningaúrslitunum, að Gunnar fari frá og efni til þingkosninga. Gunnar Thoroddsen hefur eðlilega svarað þessu á þann veg að hafna þessari kröfu. Hann hefur sýnt fram á, að stjórnarsinnar i Sjálfstæð- isflokknum eigi ekki minni þátt i sigrinum en stjórnarandstæðingar. Þess vegna geti úrslitin ekki haft nein áhrif á það, hvort rikisstjórnin sit- ur lengur eða skemur. Jafnframt hefur Gunnar Thoroddsen lýst yfir þvi sem stefnu sinni, að rikisstjórnin sitji út allt kjörtimabilið. Af yfirlýsingum þeirra Geirs Hallgrimssonar og Gunnars Thoroddsen er ljóst, að sami klofn- ingur rikir áfram i Sjálfstæðisflokknum og áður, þótt nokkurt vopnahlé yrði meðan kosningabar- áttan stóð yfir. Og raunar má segja, að klofning- urinn sé nú orðinn meiri en áður. Af hálfu Geirsarmsins á nú bersýnilega að nota öll vopn til að hrekja Gunnar frá völdum. Það á meira að segja að ganga svo langt að rangtúlka kosningaúrslitin og byggja á þeirri rangtúlkun kröfu um valdaafsal Gunnars. Þannig er honum launuð liðveizlan, sem tryggði flokknum sigur. Er hægt að hugsa sér meiri ódrengskap? Þ.Þ. ■ í Timanum 7. mai er grein eftir Heimi Má. Þar er mikið um fullyrð- ingar sem bera því vitni, að höfund- ur telur sig vita full skil á málum. Það er ætlun min, að taka nokkrar þessar fullyrðingar til athugunar. Lifandi skáld hafa verið vel metin. Heimir segir um forfeður vora að þeir vildu ekkert „með lifandi skáld hafa aðeins dauð, sem helst höfðu drepist úr hungri og ekki skaðaði að þau hefðu verið beitt svolitlu harð- ræði.” Um hvaða skáld og hvaða öld er maðurinn að tala? Jón Arason var biskup og höfð- ingi svo voldugur og auðugur að þar þoldi hann samanburð við hvern sem var. Stefán Ólafsson var prestur f einu af betri brauðum landsins, vel met- inn embættismaður og vissulega í röð hinna betur launuðu. Hallgrímur Pétursson hlaut gott embætti áður en lauk og efnaðist á efri árum. Jónas Hallgrímsson fékk laun úr ríkissjóði til að vinna að hugðar- efnum sínum, rannsókn íslenskrar náttúru. Landar hans réðu hann til að skrifa íslandslýsingu fyrir kaup. Hann var umkringdur vinum, sem mátu hann og dáðu umfram aðra menn. Bjarni Thorarensen og Steingrím- ur Thorsteinsson skipuðu embætti af virðulegasta tagi. Allt eru þetta staðreyndir. Því spyr ég: Hvenær var það, sem þjóðin vildi ekkert með lifandi skáld hafa? Um hvað er Heimir Már að tala? Og um hvaða harðræði var hann að hugsa? Fleiri umdeildir en skáldin. Annað mál er það, að menn eru oft umdeildir. Skáld fylgja mismun- andi tísku og eru stundum bundin af henni og tala því stundum af tak- markaðri víðsýni hvert um annað. En það eru fleiri umdeildir en skáld. Stjórnmálamenn eru það t.d. lika. Jón Sigurðsson var umdeildur á sinni tið og ekki studdu allir stefnu hans í sjálfstæðismálinu. Meðferðin á Laxness Heimir Már segir: „Það er við hæfi að rifja upp hvernig landinn fór með nóbelskáldið okkar áður en hann fékk verðlaunin og draga siðan einhvem lærdóm af þvi.” Hvaða meðferð skyldi hann eiga við? Varla á hann við styrki af opinberu fé. Auðvitað voru menn misjafnlega hrifnir af skáldskap Laxness og sumum dægurhugmyndum sem hann varpaði fram i hvatskeytilegum blaðagreinum var auðvitað mót- mælt. Það er ekki annað en heyrir til frjálsrar umræðu. En öll opinber umræða um skáld- skap Laxness staðfestir að mönnum varð snemma ljóst að þar var fágætur snillingur. Það vissu og viðurkenndu menn, eins og Jónas frá Hriflu, þegar hann skrifaði Fólk í tötrum og Amór Sigurjónsson þegar hann skrifaði ritdóminn um Sjálfstætt fólk i Samtíðina. Þeir sem lesa Sjálfstætt fólk hafa enn í dag og alla tima gott af að vita það að höfundur þess hélt því fram að landbúnaður á íslandi væri aðeins „sport fyrir idióta“. Það var sitthvað umdeilanlegt í þessum fræðum. Að þræla undir næstu kynslóðir. Heimir Már segir að nútímaskáld sjái ekki nokkurn tilgang í þvi að vera að þræla undir næstu kynslóðir og bera ekkert úr býtum sjálfir. Um hvað er hann þá að tala? Ég hélt að við værum búin að binda næstu kynslóð ærinn skuldabagga til þess að við sjálf hefðum rafmagn, slétta vegi og svoleiðis munað. 1 öðru lagi var ég að vona að unga fólkið núna væri farið að átta sig á því að græðgi auðugra þjóða stefnir að sjálfsmorði alls mannkyns. Þvi þyrfti að vemda náttúruna. Þvi þarf að hugsa fram i tímann. Okkur dreymir t.d.sum um nytjaskóga og við vitum að íslensk náttúmskilyrði leyfa það. Við vitum að þjóðir sem lifa að verulegu leyti af skógum sínum eins og Norðmenn, Svíar og Finnar gæta þess vel að gróðursett séu ekki færri tré en höggvin em. Þó þarf að biða 80-100 ár þar til plantan sem gróðursett er verður höggvin og kemst i verð. Heimir Már sér engan tilgang i að þræla þannig undir næstu kynslóðir. Með hans hugarfari væri skógurinn bara höggvinn og ekkert gróðursett. Aumingja Heimir Már. Löggjöf okkar Islendinga Um löggjafarsamkomu okkar seg- ir Heimir Már: „Frá upphafi hafa setið á Alþingi menn, sem hafa svikið velflest sín loforð til alþýðunnar, en staðið við þess fleiri til borgara og auðstéttar þessa landr. Þeir... bjóða öðmm löndum að mergsjúga alþýðu íslands °g þiggja örugglega dágóðan skild- ing fyrir.“ Margt er ástæða til að laga í þessu landi, en hver eru þessi loforð sem hafa verið svikin? Eg held að það sé gapalegt af piltinum að lýsa alþingis- menn fyrr og síðar æmlausa svikara. Við liöfum lög um almannatrygging- ar, skólakerfi, námslán, atvinnu- ieysistryggingar o.s.frv., og þau lög eru haldin. Að Alþingi láti „önnur lönd mergsjúga alþýðu fslands“ sé ég ekki hvernig yrði rökstutt nema þá með rafmagnsverðinu fyrir álverið. Þar var vissulega illa samið en ástæðu- laust held ég að drótta því að þeim alþingismönnum sem á sinni tíð samþykktu þann samning að þeir hafi verið keyptir til þess. Hér fara Landflótti í Ijósi tveggja kvæða eftir Hauk Harðarson frá Svartárkoti ■ Þann 29. april sl. birti ég smá- grein í Tímanum undir þessari yfirskrift. Grein mín varð tilefni til athugasemda Heimis nokkurs Más í þessu sama blaði, sem hann birti 7. þ.m. undiryfirskriftinni „Um saman- burð á tveimur ljóðum.” Eftir nokkra umhugsun þykir mér rétt að taka upp nokkra punkta úr athugasemdum Heimis og útlista nánar til þess að fyrirbyggja hugsan- legan misskilning. 1. Heimi Má finnst, að með þvi að nafngreina aðeins eldra skáldið hafi ég mismunað skáldunum og sýni það fyrir hvorum ég beri meiri virðingu, enda hafi dauð skáld löngum verið hærra metin (á íslandi?) en lifandi. — í grein minni var ég ekki að bera saman skáldskap sem slíkan heldur mismunandi lifsviðhorf. Til frekari áréttingar sleppti ég viljandi nafni unga skáldsins, kvæði hans notaði ég sem sam- nefnara fyrir hugsunarhátt, sem ég tel varhugaverðan og varaði við. Hefði ég verið að bera saman skáldskap út frá mati á haganlegri uppröðun orða hefði unga skáld- ið trúlega haft vinninginn, enda kvæði hans liðlega ort. 2. Heimir Már telur, að ef skáld spegli þjóðarsálina sé ekki að undra þótt i verkum þeirra birtist bölsýni yfir örlögum sinum. Skýr- ingarinnar sé að leita i vondri stjórn vondra þingmanna, sem sviki öll sin loforð og bjóði öðrum löndum að mergsjúga ísland fyrir sultarlaun. — Ég er þess fullviss að íslending- ar 18. aldar bjuggu ekki við ytri aðstæður, sem gáfu tilefni til meiri bjartsýni, en islensk æska i dag. Þjóðin bjó við erlenda áþján, sem hélt henni i fjötrum efnislegrar fátæktar. Samt varð andinn ekki fátækur. Að visu var ekki búið að finna upp gereyðing- arvopn nútímans, sem svo margir bölsýnismenn samtimans nota sem skálkaskjól til að afsaka lifsflóttann, sem unga skáldið boðaði. Raunar held ég, að ótti almennings fyrr á öldum við hið yfirskilvitlega eða óþekkta, svo sem drauga afturgöngur og úti- legumenn hafi á þeim tima verið álíka ógnun og atómvopn i dag. 3 Loks finnur Helgi Már samlíkingu með grein minni og alþekktri yfirskrift i útrýmingarbúðum nas- ista á fimmta áratugnum „vinnan gerir þig sælan” og telur það kaldhæðni, að vera að þræla undir komandi kynslóðir en bera ekkert úr býtum sjálfur (leturbreyting min). — Þótt nasistum hafi verið kennt margt leyfi ég mér að fullyrða, að þeir fundu ekki upp gildi vinnunnar. Frá örófi alda hefur vinnan verið undirstaða hvers þjóðfélags, hvort sem litið er á efnislega eða andlega auð- legð. Andlegur auður nær ekki að þróast , fyrr en þjóðimar hafa til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.