Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 27. mai 1982 13 ,, Þetta var ekki mark” — sagði Erling Aðalsteinsson KR, um mjög umdeilt atvik sem átti sér stað á lokamínútunni í lélegum leik KR og ÍA, sem lauk með jafntefli 0-0 ■ „Hann var ekki inni þessi bolti. Ég var nokkuö vel staösett- ur þegar Siguröur spyrnti knett- inum i þverslána og hann fór ekki innfyrir marklinuna,” sagöi Erling Aöalsteinsson KR-ingur eftir leik KR og Akraness i 1. deild Islandsmótsins i knatt- spyrnu sem háöur var í gær- kvöldi. Leiknum lauk meö markalausu jafntefli. Mjög umdeilt atvik átti sér staö rétt fyrir leiks lok þegar Siguröur Lárusson hugöist spyrna frá eigin marki en tókst ekki betur til en svo aö knötturinn fór i þverslána og niður og þjálfari KR-liösins Hólmbert Friöjónsson og aörir KR-ingar á bekknum hreinlega slepptu sér af reiöi. Dómari leiks- ins, Eysteinn Guömundsson var staddur nokkuö nærri atvikinu og eins var Vilhjálmur Þór linu- vöröur mjög vel staðsettur og sá ekkert athugavert. „Þessi bolti fór aldrei innfyrir marklinuna, þaö er alveg á hreinu,” sagði Siguröur Lárusson eftir leikinn. Þetta umdeilda atvik var nánast þaö eina sem átti sér staö i afspyrnulélegum leik lélegra liöa. Nánast furöulegt hvað leik- menn liöanna sýndu litla getu. Nánast ekkert marktækifæri I öll- um íeiknum og þaö þarf ekki aö taka þaö fram aö hvorugt liöiö átti skiliö aö sigra i leiknum. Þó veröur aö segja KR-ingum þaö til hróss aö þeir reyndu á kafla i siðari hálfleik aö leika knettinum sin á milli en aöeins meöan rödd þjálfarans Hólm- berts Friðjónssonar dugöi. Hann öskraöi óspart á sina menn og brýndi fyrir þeim aö spila knett- inum en þegar röddin gaf sig i lokin fór allt i sama fariö á ný. Ef ekki veröur mikil breyting á leik lA-liösins gerir þaö ekki stóra hluti i sumar. Þaö er alveg Ijóst. Dómari leiksins var Eysteinn Guömundsson. —röp ■ Já, þaöer hreint ótrúlegt hvaö Peter Withe hjá Aston Villa er vinsæll hér á Iandi. A þessari geöþekku mynd sem RÖP tslandi tók þegar iiöiö iék gegn Val fyrir stuttu haföi kappinn ekki friö fyrir þeim Her- manni Gunnarssym á Otvarpinu og Þórarni Ragnarssyni ritstjóra Iþróttafrétta Morgunblaösins, sem oðrum fremur virtust hafa mikinn áhuga á aö ræöa viö hann. Heyrst hefur aö Hermann hafi veriö aö segja honum frá fyrirhugaöri sólóplötu sinni sem væntanleg er á markaöinn en þaö er kannski skemmtileg tilviljun aö Þórarinn Ragnarsson hefur veriö oröaöur viö bakraddir á umræddri plötu En Peter Withe kom mikið viö sögu I leik Aston Villa og Bayern Munchen I gærkvöldi oe skoraöi sieur- markið. b Aston Villa Evrópumeistari: Withe skoraði sigurmarkið ■ Aston Villa tryggöi sér i gær- kvöldi Evrópumeistaratitil meistaraliöa er þeir sigruöu Bay- ern Munchen 1-0 I Rotterdam. Það var Peter Withe sem skoraði sigurmark Villa. Leikmenn Villa áttu skyndiupphlaup á 68. min, Tony Morley lék meö knöttinn upp völlinn og gaf fyrir markiö þar sem Peter Withe skaut frá markteig i stöngina og inn. Leikmenn Villa voru mun frisk- ari i fyrri hálfleik voru mun ákveönari á boltann og áttu nokk- ur færi sem þeim tókst ekki aö nýta sér. A 10. min fyrri hálfleiks varö Jimmy Rimmer markvörö- ur Villa aö yfirgefa völlinn en gömul meiösli i hálsi höfbu tekiö sig upp. Spinks 23 ára gamall mark- vöröur kom i hans staö og er óhætt aö segja aö hann hafi verið besti maöurinn á vellinum. Hvaö eftir annaö varöi hann mjög vel. 1 seinni hálfleik fóru leikmenn Bayern aö koma meira inn I leik- inn, en þeim gekk erfiölega aö eiga viö Spinks i markinu. Asgeir Sigurvinsson kom ekki inn á i leiknum fékk aö verma varamannabekkinn. Þetta er i sjötta sinn I röð sem enskt félag vinnur þessa keppni. Liverpool hefur þrivegis sigraö og Notting- ham Forest tvivegis. Fyrir sex árum var Bayern Munchen Evrópumeistari og er þetta I fyrsta sinn sem liöiö tapar úr- slitaleik i þessari keppni. röp —. Cameroon — í fyrsta sinn í úrslitakeppni ■ Cameroon er ekki hátt skrif- að land sem knattspyrnuland, allavegan ekki hvað landslið þeirra snertir. Landsliði Cameroon hefur aldrei tekist að sigra i afrikönsku meistara- keppninni. En félagslið i Cameroon hafa aftur á móti undanfarin ár verið hátt skrifuð i félagakeppnum innan Afriku. Cameroon tók i fyrsta skipti þátt i heimsmeistarakeppninni 1970, en nú i ár er þaö i fyrsta skipti sem þeim tekst að komast i úrslitakeppnina, eftir heima og útisigur yfir Marokkó. Landsliösþjálfari Cameroon er 50 ára gamall Júgóslavi Branko Zutic. Hann gerðist landsliðsþjálfari árið 1980 er hann fluttist til Cameroon frá Ghana. Skæðasta stjarna Cameroon og sá leikmaður sem mestar vonir eru bundnar við á Spáni er framherjinn Roger Milla. Millahefur gert garðinn frægan i Frakklandi. Milla var maður- inn á bak við sigur Bastia félagsins frá Korsiku sem sigraði i fyrsta skipti i fyrra i frönsku bikarkeppninni. Markvorður Cameroon er Thomas N’Kono 27 ára gamall en hann var siðastliöiö ár kjör- inn knattspyrnumaöur ársins i Afriku og talinn sá besti mark- vörður sem fyriríinnst i Aíriku. Markvörður þessi er einnig þekktur fyrir annað en að verja mark sitt af stakri prýöi. Fyrir nokkrum árum tryggði hann félagi sinu, Canon of Yaounde Afrikanska bikarinn er hann skoraði úr vitaspyrnu á loka- minútu leiksins. Cameroon leikur i riöli eitt en i þeim riðli ásamt Cameroon eru Pólland, Perú og italia. Tvær þjóðir komast áfram úr þessum riðli i milliriðil og sam- kvæmt spám sem geröar hafa verið fyrirfram eru litlar likur taldar á þvi að Cameroon takist aö komasl álram. ■ Landsliö Cameroon er nú aö taka þátt í úrslitakeppni HM I fyrsta sinn. ■ Perú mætir meö reynda kappa i úrslitakeppni HM á Spáni Reyndir leikmenn — með 71 árs gamlan landsliðs- þjálfara t broddi fylkingar ■ Perú varð valdandi aö miklu áfalli fyrir Uruguay i undanúr- slitum heimsmeistarakeppn- innarer Perú sigraði þá tviveg- is og gerði vonir Uruguay að komast i úrslitakeppnina aö engu. Uruguay sem taldi sig nokkuð örugga með sæti i úrslit- um eítir að hafa sigrað i Mundialito keppninni 1981 og siðan World club keppnina i Ameriku stuttu siöar á árinu. Perú kom mjög sterkt til leiks i undankeppninni mun sterkara heldur en Uruguay átti von á. Landsliðsþjálíari Perú kallaði alla atvinnumenn Perú sem leika utan landsins til liös við sig. Arangurinn lét heldur ekki á sér standa. Perú tapaöi ekki leik i undankeppninni og 2-1 siguryfir Uruguay iMontevideo setti punktinn yfir i-ið. Þetta mun verða i fjóröa sinn sem Perú kemst i úrslitakeppnina. Besti árangur þeirra til þessa var 1970 er þeir komust i milli- riðil. Landsliðsþjálfari Perú mun verða elsti landsliðsþjálfarinn i heimsmeistarakeppninni á Spáni i næsta mánuði. Kappinn er 71 árs gamall og er kallaður Tim, en hans rétta nafn er Elba de Padua Lima. Tim er frá Brasiliu og lék hann með þeim i HM i Frakk- landi 1938. Landslið Perú er aö mestu skipað sömu leikmönnum og tóku þátt i HM 1978 og nokkrir reyndir jaxlar eru frá HM 1970. Það má þvi með sanni segja að landslið Perú sé skipaö reynd- um mönnum. Einn reyndasti leikmaður liðsins er bakvaröar- jaxlinn Hector Chumpitaz sem hefur meira en 100 landsleiki að baki. Eftir undankeppnina á- kvað hann að leggja skóna á hilluna, en mikil pressa útvortis og innvortis hefur nú oröiö þess valdandi aö hann hyggst leggja félögum sinum lið i úrslita- keppninni. Ekki veröur horfiö frá landsliði Perú án þess að minnast á Teofilo Cubillas sem undanfarin tvö ár hefur leikiö i N.A.S.L. Cubillas er þekktur fyrir aukaspyrnur sinar og mörgum er enn i fersku minni aukaspyrna hans gegn Skot- landi 1978 i úrslitum HM sem gerði vonir Skota aö engu. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.