Tíminn - 27.05.1982, Síða 19

Tíminn - 27.05.1982, Síða 19
Fimmtudagur 27. mai 1982 19 og leikhus - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið I .Annie” og hund- urinn hennar. Úr aug- lýsingu um nýju mynd- ina. il : 70 milljón dala mynd um MAnnie f f ■ Sú árátta bandariskra kvikmyndaframieihenda að fyigja vinsælum myndum eftir meö röö kvikmynda um sömu sögupersónur fer enn vaxandi. A þessu ári eru nokkrar slikar framhaldsmyndir væntanleg- ar á markaö i Bandarikjun- um. Þar ber fyrst aö nefna þriöju mynd Sylvester Stall- ones um hnefaieikakappann Rocky, og heitir sú mynd cin- faidlega „Rocky III”. Hún verður frumsýnd vestra i júli. I september er áætlaö að framhald myndarinnar „Grease” hefji göngu sina i bandariskum kvikmyndahús- um. Sú mynd sem auðvitað heitir „Grease II” (þaö er mikið hugmyndaflug i nafn- giftum þarna vestra) og er framleidd af Robert Stigwood og Allan Carr. Aðalhlutverkin eru i höndum Maxwell Caul- field og Michelle Pfeiffer. Þriðja framhaldsmyndin mun væntanleg i desember. Það er „Star Trek II”. „The Next Sting” er svo enn ein framhaldsmynd sem væntanleg er i nóvember. Þetta er framhald vinsællar myndar „The Sting” en þar fóru Robert Redford og Paul Newman með aðalhlutverkin. 1 nýju myndinni leika meðal annarra Jackie Gleason, Mac Davis,01iver Reed, Teri Garr og Karl Malden. Erfiðleikar hjá Col- umbiu Columbia Pictures hefur verið það kvikmyndafyrirtæki i Hollywood sem gengiö hefur hvað best siðustu árin. Segja má að allt frá þvi að „Bláa lónið” sló i gegn fyrir tveimur árum hafi allar myndir Col- umbiu gengið mjög vel fjár- hagslega, hvað sem segja má um kvikmyndirnar að öðru leyti. Nú er hins vegar útlit fyrir aö erfiðleikar séu fram- undan. Mikil óvissa rikir t.d. um viðtökur þær sem „Annie” — rosadýr mynd sem gerð er eft- ir samnefndum söngleik — mun fá i sumar, en hún hefur nú nýlega verið frumsýnd og fengið frekar slæma dóma gagnrýnenda. Mynd þessi kostar i framleiðslu litlar 50 milljónir dala, og talið er aö dreifingar- og auglýsinga- kostnaður veröi um 20 milljón- ir dala i viðbót eða samtals 70 milljónir. Leikstjóri „Annie” er John Huston. Þrjár kvikmyndir sem eru i framleiðslu hjá Columbia hafa að sögn gengið erfiðlega bæði vegna ófyrirséðs kostnaðar og ágreinings. Tværþeirra verða sýnilega mun dýrari en gert var ráð fyrir — „Blue Thund- er” sem er sögð „ævintýra- martröð” i 1984-stilnum og visindaævintýramynd sem nefnist „Krull” Roy Scheider sem hér er m.a. þekktur fyrir leik sinn i þeirri frábæru mynd „All That Jazz” fer með aðal- hlutverkið i „Blue Thunder”. Enn frekari vandamál eru við gerð myndarinnar „Tootsie” þar sem Dustin Hoffman fer með aðalhlut- verkið. Þar hefir ma. gengið erfiðlega að semja handritið (fjöldi manns hefurkomið þar við sögu með umdeildum ár- angrien fyrir stórfé), og tveir leikstjórar hafa gefist upp við myndina, Dick Richards og Hal Ashby. Sá þriðji, Sidney Pollack er þegar orðinn all- verulega á eftir áætlun við töku myndarinnar og mun þar m.a. koma til ágreiningar á milli hans og Hoffmans. Hoffman leikur reyndar ó- venjulegt hlutverk i þessari mynd þ.e. karlmann sem get- ur aðeins fengið starf með þvi að þykjast vera kvenmaður. Þetta er að sögn gamanmynd. Hoffman hefur átt i ýmsum vandræðum með þetta hlut- verk. „Þetta er eins og að eiga við vélhákarlana i Ókindinni” segir Pollack i viðtali um þessi vandamál. „Brjóst Dustin Hoffmans haldast ekki á rétt- um stað. Hann fær hælsæri af háhæla skónum. Farðinn fer ilia með andlitshúð hans, og vegna hitans sést skeggrótin greinilega eftir tveggja tima tökur eða svo — og þó tekur það þrjár til fjórar stundir aö farða hann. Þetta tekur allt á taugarnar.” Það eru sem sé ýmis vanda- mál i kvikmyndabransanum. — ESJ Elias Snæland Jónsson skrifar Með hnúum og hnefum Ránið á týndu örkinni Dóttir kolanámumannsins Gereyðandinn Eldvagninn Lögreglustöðin i Eronx Fram i sviðsljósið Stjörnugjöf Tímans * * * ★ frábær ■ * ★ * mjög góö * * ★ gód • ★ sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.