Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.05.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýleffa bíla til niðumfs Sími ISII 7 HEDD HF. 75-51, (91) 7 - 80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi Mikið úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 Tvíburabrædur á Selfossi óvenju líkir í útliti og háttum: FÆSTIR GETA ÞEKKT TVÍBURANA f SUNDUR ■ Á Sell'ossi búa tviburabræö- urnir Þröstur og Svanur Ingvars- synir, og hetur vakið athygli hve óvenju likir þeir bræöur eru i út- liti og háttum. Flestir hafa þvi vaðið fyrir neðan sig og ávarpa þá einíaldlega „Þröstur og Svanur” eða „Þröstur eöa Svanur” ef aðeins er um annan þeirra að ræða sem sjaldgælt er. Þeir bræður eru nefnilega nær alltaf saman og minnast þess tæpastað hafa t.d. nokkurn tima farið i bió eða böll nema báðir saman. Ekki þekkjast þeir heldur á fötunum þvi þeir eru ávallt nákvæmlega eins klæddir, svo mann grunar að þeir hafi lúmskt gaman af að rugla fólk svolitið i riminu. — En hafa þeir Þröstur og Svanur kannski einhverntfma ruglast á þvi sjáll'ir hvor var hvor? — Já, já. Einu sinni þegar viö ■ Þröstur og Svanur Ingvarssynir. Ekki treystum viö okkur frekar en aðrir aö segja hvor er hvor. Þeir bræður eru í hópi hinna mörgu „gos- flóttamanna" frá Vestmannaeyjum og nú 19 ára. Mynd. G.B.G. vorum niður við bát hjá föður okkar, sem þá var stýrimaöur úti i Vestmannaeyjum, spurði maöur nokkursem þangað kom okkur að nafni. Þröstur og Svanur, svöruðum viö eins og venjulega. „En hvor er Þröstur og hvor er Svanur”, spuröi maðurinn aftur. Þar sem við vorum ekki öruggir hlupum viö að spyrja pabba sem var þá heldur ekki alveg viss. Að þessu hefur oft veriö hlegið siöan. — Hvernig er að vera unglingur hér á Selfossi og hvað geta þeir haft fyrir stafni i fristundunum? — Félagsstarf hér er mest i kringum iþróltir.Sjálfir stund- umvið mest sund, æfum 6 sinnum i viku, svo mest af okkar fritima fer i það. Hér er þó of litið gert fyrir þá sem vilja stunda iþróttir. Einnig hefur vantað gott félags- heimili þar sem unglingarnir geta hist, en þaöstendur þó til bóta þar sem nýtt félagsheimili er i smiðum. Hvað langan tima tekur að fullklára það er þó ekki visf ennþá. Vegna þessa sækja krakkar hér allt niður i 13—14 ára sveitaböllin i æ rikara mæli þótt þau séu allt of ung til þess. — 1 vetur urðu mikil blaöaskrif út af látum á þrettándakvöld. Voruð þið þar einhversstaðar nærstaddir? — Við vorum gæslumenn á ballinu þetta kvöld og vitum þvi nokkuð vel hvað skeði, og teljum lætin i fjölmiðlum hafa verið fáránleg. Hér á samstillt lið lög- reglu, ungmennafélags og nemendaráða skólanna að halda uppi friðsamlegri gæslu. En fyrst og fremst teljum við þó ungling- ana eiga að sjá sóma sinn i þvi aö haga sér eins og almennilegt fóiTk. — Hér er nýlega stofnaður Fjölbrautaskóli Selfoss þar sem mér skilst að Þröstur sé formaður nemendafélagsins og Svanur gjaldkeri. Hvernig hefur skóla- starfið gengið þennan fyrsta vetur? — Skólinn heíur gengið ágæt- lega, þótt vissulega sé hið mikla flakk á nemendum og kennurum til trafala.En kennslan fer fram á fjórum stöðum, þannig að þetta er einn sprettur milli tima. Einnig er mjög erfitt að halda uppi virku félagsstarfi i skóla þar sem nemendahópurinn er svo tvistraður þegar kennslu lýkur á daginn, en i skólanum eru um 240 nemendur. — Að lokum Þröstur og Svanur, varla getið þiðnú haldið áfram að vera saman nætur og daga alla æfi. Hvernig haldið þið að þið kunnið við að skiljast að meira eða minna leyti. „Ég hlakka bara til að sjá hvernig það kemur út”, svaraði Þröstur, en báöir hlógu þeir að hugmyndinni. — G.B.G./HEI Finuntudagur 27. mai 1982 fréttir Slökkvilið Reykja- víkur: Nýr tækni- fræðingur ráðinn ■ Magnús Eiriksson, véltæknifræðingur, hefur verið ráðinn i starf tæknifræðings við Slökk viliðið i Reykjavik, en Hrólfur Jónsson sem gegndi þvi starfi fram á byrj- un þessa árs, tók þá við starfi aðstoðar- slökkviliðsstjóra i Reykjavik. — Kás Samningar hjúkrunar- fræðinga ■ „Anægðar? Ég get ekki sagt um það. En meirihluti hjúkrunar- fræðinga á fundi s.l. sunnudag, samþykkti samninginn. Hjúkrunarfræðingar hjá Reykjavikurborg eiga siðan eftir að gera sinn sérkjara- samning, og einnig hjúkrunarfræðingar á Akureyri”, sagði Ingi- björg Gunnarsdóttir hjá Hjúkrunarfélagi Islands. Ingibjörg sagði samninginn gilda frá 1. ágúst, en ákvæði um starfsaldurshækkanir gildi frá 16. mai s.l.. Byrjunarlaunaflokkur verði nú 14. launa- flokkur. Námstimi, 2 ár og 8 mánuðir, sé nú reiknaður með starfs- aldri, þannig að 3ja ára starfsaldurshækk- unin komi nú eftir 4 mánaða starf að námi loknu og siðan komi alveg nýtt ákvæði um hækkun eftir 9 ára starf. — HEI dropar Galdra- brennur? ■ „Jafnaðarmcnn í Reykjavik mega sist af öllu stinga höfðinu i sand- inn og reyna að varpa sökinni af eigin óförum yfir á aðra... Iiér duga engar galdrabrennur, engin leit að syndahöfr- um, til að fórna”. Svo segir m.a. i for- ystugrein í Alþýðubiaðinu I gær. Ljóst er að eitthvað meiriháttar stendur til hjá Reykjavikurkrötum. Hittast Davíð og Golíat 17. júní? ■ Borgarráö hefur lagt blessun sina yfir dagskrá hátiöarhaldanna 17. júni i höfuðborginni. Verða þar. með svipuðum hætti og siðastliöið ár nema nú er ákveðið að halda dúndr- andi dansleiki i miðborg- inni. Annars vegar muu hljómsveitin Pónik leika á Lækjartorgi, en hins vegar Egó i Austurstræti. Að visu vcrða hlut- verkaskipti i morgundag- skránni, þar sem Sigur- jón Pétursson hefur látið af störfum forseta borgarstjórnar. Væntan- lega verður það Albert Guðmundsson sem kem- ur i hans stað og leggur blómsveig frá Reykvik- ingum aö leiöi Jóns Sigurössonar i kirkju- garðinum við Suðurgötu Eftir hádegi er ein nýj- ung.en þá verða lyftinga- menn til staöar i Austur- stræti og sýna kúnstir með tól sin og tæki. Gefst áhorfendum einnig tæki- færi að spreyta sig við lóðin. Siðar um daginn stendur til aö tefla á úti- taflinu við Lækjargötu. Ekki er óliklegt aö þaö komi I hlut Dviðs Odds- sonar, þá nýkjörins borgarstjóra, að leika fyrsta leikinn. Sá galli fylgir hins vegar gjöf Njarðar að Torfusamtök- in telja sig eiga umráða- rétt yfir tafiinu og hafa nýlega itrekað það við borgaryfirvöld, að „þeim sé ekki heimilt að nýta” svæðið nema að fá sam- þykki samtakanna „hverju sinni”. Það gæti þvi farið svo að Davið ■ mæti sinum fyrsta Goliat við útitaflið á 17. júni nk. Krummi ... ...sér að Þjóðviljamenn hafa af þvi áhyggjur, að Tlminn hafi verið „úti að aka” i kosningabarátt- unni. Þegar litið er á úr- slit kosninganna væri það kannski ráð fyrir Alþýðu- bandalagsmenn að senda Þjóðviljann i ökutúr fyrir næstu kosningar!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.