Tíminn - 30.05.1982, Page 5

Tíminn - 30.05.1982, Page 5
Sunnudagur 30. mai 1982 5 sem leituöu uppi fallegustu staS i noröurálfu til að sitja og íhuga náttúruna, Vestmannaeyjar til dæmis. Þar reistu þeir sér litla kofa og sátu og horfðu Ut á hafið, og þegar varð ekki hjá þvi komist ortu þeir jörðina og reru til fiskj- ar. en i raun og veru liföu þeir liTi ihugunar, heilabrota og leti. Þá koma vikingarnir, rán og grip- deildir frá niu til fimm, og frá fimm til niu á kvöldnámskeiöi aö fullmennta sig i ránum og grip- deildum. Þeir voru óþreytandi, hvert einasta stundarkorn var fullt af óbilandi athafnasemi, og maður getur imyndaö sér hvaö munkunum frá trlandi brá i briln, fyrir irsktupplag er ekkert skelfi- legra en vinna i sinni brjálæðis- legustu mynd. Ég held ekki aö norrænir menn hafi drepið munk- ana.þeir hentu þám ekki I sjánn og þeir innlimuöu þá heldur ekki i menningu sina, þeir hræddu þá einfaldlega burt með allri at- hafnaseminni sem þeim var eðli- leg. 1 sögunum eru fjölmörg dæmi þess að menn séu biinir að koma sér upp bæjum eftir aöeins fjóra mánuði á íslandi, ég á ekkert erfitt með að trúa þvi að stöndug- ur Islendingur á miðöldum hafi getað byggt sér stórt sveitasetur á fjórum mánuöum eins og að drekka vatn. En frá sjónarhóli irska landnemans sem þurfti aö horfa upp á þetta úr slnum lág- reista moldarkofa er þetta skelfi- legt, hræöilegt. Þetta vegur að sjálfum kjama tilveru hans. Svo það þurfti ekki að drepa þá eöa beita þá ofbeldi, eftir sex mánuði eða svo settust þeir allir upp i kænurnar si'nar og sigldu aftur til írlands staöráðnir I aö snúa aldrei aftur. Þeir sáu aö það yrði ekkert gaman framar i þessu landi. „Hero Jesse” — Snúum talinu að öðru, skáld- sögunni þinni „Hero Jesse”, sem kom út I Bandarikjunum fyrr á þessu ári. Hún er talsvert ólik öðrum verkum þinum, þarna ertu að fást viöamerískan samtlma... , Jlero Jesse fjallar um vangef- inn strák sem eist upp i litlum verksmiöjubæ i noröur New Hampshire. Vangefni strákurinn, Jesse á bróður sem er nýkominn heim úr Vietnam-stríöinu, fyrir honum er bróðirinn líkastur guði, hann finnur til algjörrar sam- kendar með honum, svo mikillar að þegarliöur á bdkina er næstum einsog hann verði bróðirinn, her- maðurinn sem berst fyrir fööur- landið i Vietnam. Þaö er ekki fjarri lagi að hér sé ég að undir- strika þaö sem ég vil kalla van- gefið eðli striösins I Vietnam. Jesse er eins og óskrifað blað „tabula rasa”, á hann getur hver sem er skrifað hvað sem er, hann meðtekur stöðugt viðhorf úr sjón- varpinu, viðhorf frá vinum si'num og frá bróðumum. En á þetta leggur hann ekkert siðferðilegt mat, hann leggur allt aö jöfiiu, hefur enga dómgreind. Sagan gerist veturinn 1968, sem var haröur vetur á Nýja Englandi, og Jesse er með allan hugann viö Vietnam-striöið úr sjónvarpinu hefurhann fengiö þá hugmynd aö Vietnam sé staöur þar sem eru strendur og mikil sól. Svo hann hugsar með sér aö þama sé fínn staður til aö skreppa i fri og hleypur aö heiman til að finna Vietnam. 1 huga hans er heimur- inn svona um það bil sömu stærðar og sjónvarpsskermur, hann heldur að undireins og hann sé kominn yfir fjöllin taki Viet- nam viö, og þar geti hann flat- magað á ströndinni og skotið nokkra gula djöfla sér til skemmtunar — að skjóta gula djöfla er fyrir honum sport sem góður baöstaður mundi bjóöa feröamönnum, hluti af góðum ferðapakka. Á leiðinni slæst I för meö honum ung stúlka sem er lika vangefin og vill fara til Kali- forníu og sjá Disneyland, þau halda að Disneyland og Kalifornla séu rétt hjá Vietnam, það eru jú allt staöir þar sem er mikil sól. Mikinn hluta sögunnar hríngsóla þau um bæinn I leit að Vietnam og valda glundroöa og ósköpum hvar sem þau fara. A sama tlma erfaöir stráksins.sem hefur misst móður slna, að velta þvi fyrir sér hvort hann eigi að senda hann á hæli, fyrst afræöur hann að gera það, svo afræöur hann aö gera þaö ekki, og að lok- um aö gera það. Þetta er sögu- þráðurinn I stórum dráttum. A köflum er hægt aö segja aö bókin beri keim af Stikkilsberja-Finni, hún fjallar lika um strok frá sið- menningunni til einhvers fyrir- heitins lands I vestri. Kannski minnir hún líka á ,,The Sound and the Fury”eftir William Faulkner aö þvl leyti að þar er llka vangef- in söguhetja sem kann ekki að greina á milli góðs og ills. Likt og Benji I „The Sound and the Fury” stjórnast Jesse af þvl sem hann skynjar, lykt og sjón. Þorpsnauðgarinn — Nú gerir Jesse ýmislegt mis- jafnt á leiðinni, bæði myrðir og nauðgar... Jú, hann gerir sitthvað ljótt á leiöinni, við getum sagt að hann sé þorpsnauðgarinn, I sinni brengluðu vitund trúir hann aö hástig ástarinnar sé að nauöga stúlku<hann setur nauðgun isam- band við ást. Ef við reynum að skýra þetta stuttlega, þá er það umhverfiö sem hann elst upp I sem hefur innprentað honum þessa hugmynd, hin rikjandi skoðun er sú að það að komast yfir konu, eiga mök við hana, sé miklu mikilvægara en það sem er ástúðlegt og innilegt. Ég túlka bara þetta viöhorf i sinni svört- ustu mynd og læt hann setja samasemmerki milli ástar og nauðgunar. Þannig er bókin að hluta til athugun á bandarlskri karlmennsku — þegar maður elst upp í smábæ eins og þessum veröúr maður aö beygja sig undir viss viðhorf, tildæmis bandarlsku karlmennskuhugmyndina. Jesse litur ekki á stúlkur sem manneskjurog ef maöur hlustar á hóp af fimmtán ára strákum tala um stelpur heyrir maður að i oröi að minnsta kosti líta þeir ekki á þær sem mannverur, þær eru eins og aðskotadýr úr öörum heimi sem ekki er hægt að komast til botns I. Stundum er hægt að riða þeim I skyndi og svo hverfur maður aftur út i nóttina, en fyrir slikt fólk eru stúlkur eins og framandi land eða framandi tungumál. En svo gerir strákurinn Jesse lika hluti sem hægt er að segja aö séu verri en að nauðga, hann fremur nokkur ruddaleg morð, drepur vörubilsstjóra með mjólkurflösku, ekki af ráðnum hug þó, og skýtur öskuhaugavörð óvart—enég vilalls ekki stimpla strákinn sem moröingja, ég lit alls ekki á hann sem moröingja. Að minu mati er hann sakleys- ingi, hann ætlar ekki að drepa, hann drepur vegna þess að heimurinn sem hann lifir i er eins og hann er, og svo gerir hann heldur engan greinarmun milli lifs og dauöa. — Einmitt, hann sér ekkert at- hugavert viö aö drepa, hann fær ekki snert af samviskubiti... Ég lít frekar á hann sem fómarlamb en ofbeldismann i bókinni bakar hann öllum vand- ræði, hann gerir llfið óbærilegt fyrirnæstum alla, en á sama tima finnst mannihann viökunnanlegri en flestar aðrar persónur I bók- inni. Þetta er einmitt mótsögnin sem ég var að eltast viö — hann er morðingi,enum leið fórnarlamb, fórnarlamb öfugsnúinna við- horfa, fjölmiöla og smábæjarh'fs. I raun vorkennir maöur honum meira en fórnarlömbunum þegar hann fremur öll sin hroðaverk. Hetja án valkosta — En nú kemst aldrei upp um glæpi hans, af einskærri tilviljun viröist manni, I lok bókarinnar er faðirinn ennþá að velta þvl fyrir sér hvort hann eigi að senda strákinn á hæli eða ekki. Margir hafa hnotið um þetta, hvers vegna ekki kemst upp um Jesse, hvers vegna lögreglan er ekki strax á hælunum á honum. Staðreyndin er bara sú að i smá- bæjum eins og þessum hafa verðir laganna ekki miklar ^hyggjur af þvl hvað verður um vændræðafólkið og fyllibytturnar, fólkið sem ekki getur talist góðir ogtraustir borgarar. Þeirra hlut- verk er aö vernda læknana, lög- fræöingana og embættismennina. Ef Jesse byggi til dæmis i út- hverfi i Cleveland, Ohio og hefði fyrirkomið dóttur auöugs biss- nessmans reyndi lögreglan auð- vitað aö leggja öll sln net fyrir hann. En I fyrsta lagi býr hann I smábæ I New Hampshire þar sem er enga góöborgara að finna — ég get sagt meö stolti aö það séu engir góðir og traustir borgarar I bókinni — og I ööru lagi er þetta afskekktur bær uppi I f jöllum og ■ ....frá nlu til fimm starfa þeir sem læknar eða skrifstofumenn, frá fimm til átta vinna þeir kannski við að taka grafir i kirkjugaröinum og frá átta til tlu eru þeir kannski likburðarmenn...” hægaleikur að týnast i fjöllunum á vetrarlagi, rétt eins og hann FjaUa-Eyvindur ykkar. — Nú kallar þú bókina „Herb Jesse”, það er svolitið erfitt aö lita á piltinn Jesse sem hetju, nema ef vera skyldi and-hetju... Jesse litur á sjálfan sig sem hetju, hann imyndar sér sjálfan sig i Vietnam skjótandi niöur Viet-cong menn eins og hann væri á skotbökkum á markaöi, maöur skýtur hundrað stykki eöa svo og þá fær maður bangsa i verölaun. En um leið finnst mér nafniö „Hero Jesse” fela I sér fleira en þessa hugaróra hans, ég vil kalla hann hetju vegna þess að hann hefurenga valkostí,hann er fædd- ur inn i þennan heim og þarf aö leika sitt hlutverk eins og margt annað fólk sem er álitiö eðlilegt. Allt frá deginum sem hann fæðist og fram á dánardægur á Jesse I raun engra kosta völ. Þarna nota ég orðið hetja um fólk — i' þessu tilfelli persónuna Jesse — sem á enga von og mun aldrei þekkja betri heim og að mlnu vití er þetta fólk dýrmætara en þeir sem hafa öll ráö fyrir llfi sinu. Allir menn hafa sittgildi enmér finnst oft aö fólk sem er á botni mannfélags- ins, fólk sem þjáist,fólk sem er i sjálfheldu sé verðmætara en þeir sem eru feitir og stöndugir og fara til Mallorka sex sinnum á ári. Fjallajónar og tvö hundruð ára bændur — Þúvarst aö tala um talsmenn áöan, ég sé ekki betur en þarna hafir þú gerst talsmaður fyrir svæði sem flestir hunsa. Ég er aö reyna aðlýsa li'fifólks- ins á Nýja Englandi þaðansem ég kem. Fólki sem er á botninum, dreggjum mannfélagsins, þeim sem aldrei fá neina vinnu, „hill- billyum” eða fjallajónum sem eru á marga lund svipaðir „hill- billyunum” sem Faulkner og Erskine Caldwell skrifuðu um. Ég lagöi mikið á mig til að ná tal- anda þessa fólks, sem I raun hef- ur al drei veriö skrifa ð um a f ráði, aftur á móti er ekkertlát á flóðinu af bókum um mótíngja þeirra 1 suðri, fjallajónarnir i' suöur- rikjunum eru orðnir klisja i bandariskum bókmenntum. Enmér sýnast bókmenntirnar i Nýja Englandi vera reknar af samsæti gamalla kellinga sem þykir mest um vert að vernda Imynd Nýja Englands sem heimilis virðulegra bænda sem lifa lifi slnu i aðdáunarveröum samhljómi viö náttúruna. Svo koma feröamenn aö skoða þetta fyrirbæri og þá segja bændumir eitthvaö hrifandi og feröamenn- imir fara heim og segja: „Hvi- lika visku finnur maður hjá þessu fólki”. Um þetta er gefið út heilt timarit, vinsælt tlmarit sem heit- ir „Yankee Magazine”. „Yankee” þýðir einn af þessu fólki, sá sem er hreinn og hefur setíö á jörð sinni I tvö hundruð ár og beöið eftir gestum frá New York sem vilja heyra visku hrjóta af vörum hans. Hann er tvö hundruð ára og andlitið er veöur- barið en alltaf getur hann miölað einhverjum vi'sdómi úr fortlðinni — auövitað er þessi manntegund ekki til nema Ihuga fólks frá New York eða Boston sem kemur keyrandi upp Nýja England. Þar heyrir það svo einhverjar falleg- ar sögur frá ööru fólki frá Boston og New York og fer heim i' þeirri sælu trú að þaö hafi fundið eitt- hvaðupprunalegtogekta. Ogþað er ekki svo auövelt að finna eitt- hvað upprunalegt núorðið. En i noröurskógum Nýja Eng- lands býr llka fólk eins og það sem ég lýsi, fólk sem stritar við skógarhögg eða I sögunarmyUum eða litlum verksmiðjum. I bæn- um sem er fyrirmynd aö bænum I bókinni voru til dæmis tvær verk- smiðjur, önnur framleiddi Is- hokkikylfur og hin framláddi flotholt. Þú getur ímyndaö þér hverig manni sem býr til flotholt aUa daga liður þegar hann kemur heim, auðvitaö sparkar hann I hundinnog lemur konuna. Það er visst ofbeldi sem hlýtur aö hlaöast upp i honum og þetta of- beldi reyndi ég aö sýna I bókinni — I fyrsta lagi hvernig þaö leiðir af sér atburð eins og Vietnam- striðiö, sér-ameriskt ofbeldi sem skóp þetta strið og I öðru lagi hvernig striðið sjálft, þegar það var einu sinni hafiö, mataði of- beldiö heima fyrir. Samsæri forleggjaranna — Þú sagöir mér að það hefðu verið prentuð um 11 þúsund ein- tök af „Hero Jesse” I New York. Já, en það segir ekki alla sög- una, fyrir útgefandann skiptir vlst meira máU hversu mörg ein- tök seljast en hversu mörg eintök eru prentuð. Það er heldur aum- legt ástand i bókaútgáfu I Banda- rikjunum þessa dagana, hún er orðin svo nátengd öðrum fjöl- miðlum, einkum kvikmyndum og sjónvarpi. Forleggjarar vilja oft ekkileggja fé sitt 1 nýja bók nema þeir haldi að það sé hægt að gera úr henni biómynd, sjónvarps- þætti, skyrtuboli sápu eða tyggi- gúmmi. Og ef maður er aö skrifa um eitthvaö sem er umdeUt eða óvenjulegan minnihlutahóp, hvort sem það eru Ibúar noröur Nýja Englands eöa Islendingar, þá er maður heldur illa I sveit settur, kaupendur þekkja jú ekki þetta fólk og langar likast til ekk- ert til aö kynnast þvi. Þetta er skoöun ameriskra útgefeida. Þeir gefa fólki ekki færi á aö velja sjálft, þeir þvertaka fyrir að gefa út bækur um vissa hluti, vegna þess að þeir eru búnir að komast aðþeirri niðurstöðu fyrirfram aö þær muni ekki seljast. Og svo hafa þeir á snærum slnum markaöskönnuöi sem ákvarða fyrirfram hve mörg eintök muni seljast af hverri bók. Slðan er bókin prentuö I samræmi viö niöurstööur þeirra, kannski i tvö þúsund eintökum, og þá reyna út- gefendurnir aUt sem I þeirra valdi stendur tíl að koma I veg fyriraðbókin seljist— þvl ef það ernokkuðsem bissnessmenn þola ekki, þá er það aö hafa á röngu að standa, þeir vilja frekar veröa gjaldþrota en að hafa á röngu að standa. Ef þeir hafa ákveðiö að bók muni aðeins seljast i tvö þús- und eintökum, þá er það versta sem gætí komiö fyrir að bókin yrði allt i einu metsölubók. En þessir menn gætu alveg eins setið á Jan Mayen svo mikil er þekking þeirra á umheiminum, þeir sitja I New York,nánar tiltekið 1 háhýs- um á Manhattaneyju, hafa allir sama uppruna, borða alltaf saman I hádeginu og fara aldrei úrborginni. Þetta ereinsogsam- særi.Ef ég færi til dæmis og segöi að ég ætlaöi að skrífa bók um Is- lenskar þjóðsögur, myndu þeir vera fljótir að ákveöa aö slik bók myndi seljast I 34 eintökum og segja: „Þvi miöur, viö getum ekki gefiö þetta út, i ár ætlum við að gefa úr 37tu ævisögu Marilyn Monroe...” Og þetta er hin hliöin ámáUnu —viölifum átlmahinna stóru samninga, Jrfin Irving fær tvær milljónir dala fyrir að skrifa skáldsögu því aUir vita að ný bók eftir John Irving verður metsölu- bók, John Irving kemur fram 1 sjónvarpi, allir sjá korndtt smett- ið á honum og flýta sér út og kaupa bókina — og svo þegar bók- in hefur selst i þetta mörgum ein- tökum verður gerð kvikmynd eft- ir henni af þvi allir eru að lesa bókina. En hver gæti gert kvik- mynd eftir fslenskum þjóðsögum meö Robert Redford I aöalhlut- verki? Kornótt smettið á John Irving — Hér erum við komnir að merkilegu atriði, rithöfundar eru sifellt aö veröa meira og meiri fjölmiölahetjur, i' sumum tílfeU- um virðistþaö næstum aukaatriði hvaö þeir skrifa. Já, við lifum á hræöilegum tim- um þegar fólk getur orðið frægt á svipstundu. Og þegar rithöfundar eru orönir frægir og alUr þekkja þá I sjón, geta þeir eytt tima sln- um I aö auglýsa bækur slnar I sjfinvarpi, þvi nú á dögum er myndin orðin svo miklu áhrifa- rikari en hið ritaöa orð. Kornótt sinettið á John Irving i sjónvarpi gerir miklu meira fyrir bækur hans en nokkuð annaö. Og það heldég aöséraunin um aUa þessa rithöfunda sem mest ber á — Nor- man MaUer, Truman Capote, Gore Vidal og svo verður eflaust um John Irving lUca — aö þeim mun meiri tlma sem þeir eyða I að semja auglýsingar fyrir sjálfa sig einsogsagter, og sprella fyrir fjölmiöla þeim mun deigari verður list þeirra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.