Tíminn - 30.05.1982, Side 20

Tíminn - 30.05.1982, Side 20
Sunnudagur 30. mai 1982 20 ffosmra heimsmeistarar í skák ■ Bótvinnik Upphafsmaður að veldi Sovétrikjanna ■ Mikhaíl Mojseivitsj Bótvinnik er enn þann dag í dag tákn yfirburða Sovétmanna í skáklistinni og hefur, einkum með skipulögðum vinnu- brögðum sinum, haft ómæld áhrif á þá sem fetað hafa í fótspor hans eystra. Einn sovéskur skákritahöf- undur sagði um hann: „Það sem við vitum í dag, vissi Bótvinnik þegar i gær, og það sem við munum vita á morgun, hefur Bótvinnik gert sér grein fyrir í dag.” í ritum sinum hefur Bótvinnik sjálfur látið í ljós aðdáun sína á meisturum innsæisins, likt og Capablanca og Tal, en telur jafnframt að þeir séu sporgöngu- menn uppfinningamanna 19. aldar, og því utangarðs við visindalega þróun skáklistarinnar. Vísindi er lykilorðið. Bótvinnik er Gyðingur og hafa sumir látið sér detta í hug að einbeitni hans og gifurlegur vilja- styrkur við skákborðið sé að ein- hverju leyti afleiðing andúðar á Gyðingum er hann var að alast upp og löngum síðar. Hann fæddist rétt utan við Pétursborg árið 1911 og forcldrar hans skildu er hann var níu ára - þá var byltingin afstaðin og frjálsar ástir prédikaðar. Pað er athyglisvert - eins og enski stórmeist- arinn Ray Keene o.fl. hafa bent á - að stór hluti hinna sterkustu skák- meistara koma frá heimilum sem hafa sundrast er þeir voru ungir. Nægir að minna á R.J. Fischer og V.L. Korchnoi. Bótvinnik lærði fremur seint að tefla. eða 12 ára gamall. Hann sökkti sér fljótlega á kaf i þennan leik - þrátt fyrir andstöðu móður sinnar - en skákiðkanir hans komu þó aldrei niður á náminu. Alla sína tíð gekk honum vel að sameina skákina og störf sin á öðrum vettvangi. Hann komst að þvi að hann tefldi best ef hann tók sér Iöng hlé frá skákinni með vissu millibili, þá kom hann að skákborðinu „hungraður i skák”. Altént lærði hann rafmagnsverk- fræði og náði frama á því sviði, ekki siður en i taflinu. Það vildi svo vel til fyrir Bótvinnik að einmitt um sama bil og hann fór að stúdera skák höfðu sovésk yfir- völd ákveðið að efla mjög skák- fræðslu í skólum. Rökrétt hugsun skákmeistarans var talin til eftir- breytni fyrir hinn „nýja sovéska mann” og þar að auki myndu afrek Sovétmanna á skáksviðinu afla þeim virðingar erlendis. Fyrsta stóra skák- mótið, sem haldið var í Moskvu 1925, olli „skákæði” um allt land enda þótt þar kæmi i Ijós að eldri kynslóð sovésku meistaranna stóðst þeim Lasker og Capablanca ekki snúning. Þá er Bogoljubow náttúr- lega undanskilinn en hann fór fljót- lega úr landi. í>vi var mikil áhersla lögð á að þroska hæfileika ungu kynslóðarinnar. Meðan á Moskvu-mótinu stóð skrapp Capablanca eitt sinn yfir til Lcníngrad og tefldi fjöltefli við unglinga. Bótvinnik var meðal þeirra og tókst að leggja heimsmeist- arann að velli í ágætri skák. Capa spáði strák þessum miklum frama og ekki stóð á stuðningi sovéskra yfir- valda. Bótvinnik náði meistaratign í Sovétrikjunum 16 ára gamall. I þá daga var ekkert sérstakt við stil hans eða byrjanakerfi en sjálfstraust hans var mikið og með vaxandi öryggi komu hæfileikar hans æ betur í ljós. Uppáhald hans var Tsígórín en Alekhine og Bogoljubow voru „bannaðir” eftir að þeir yfirgáfu Sovétrikin og settust að á Vestur- löndum. Önnur afleiðing þess var sú að yfirvöldin bundu nú allar vonir sinar við Bótvinnik og þróun hans næstu árin var hröð og örugg. Ekki voru haldin skákmót í Sovétríkjun- um í tíu ár og timann notaði Bótvinnik til að búa sér tii þjálfunar- kerfi sem hann fylgdi siðan út í ystu æsar. Hann kynnti sér allt sem hafði verið skrifað um skák, lá yfir flóknum stöðum hvort sem var í byrjunum, miðtafli eða endatafli, miskunnarlaus sjálfsskoðun var aðal hans og hann var fyrstur til að leggja kapp á likamlega uppbyggingu ekki síður en andlega. Bótvinnik tefldi á þessum tima - og alltaf siðan - mikið af æfingarskákum gegn sterkum meisturum og í mörgum þeirra kemur snilli hans hvað best i ljós. Lítum á litla og fallega fléttu i æfingaskák hans við V. Ragósín, sem tefld var í Sovétríkjunum 1936. Ragósín hefur hvitt. Svartur á leik og vinnur. Bótvinnik lék: 1,- Rxh20 (Hótar Rf3+). 2. Hxh2 og eftir að hafa leikið þessum leik gafst Ragósin upp. Framhnidiö er á þessa leið: 2. - Rf3+ 3. gxí3 - Hgl mát, eða 3. Kfl - Hdl +. Er kom fram á fjórða áratuginn var Bótvinnik án efa orðinn sterkasti skákmeistari Sovétrikjanna. 1931 vann hann skákþing heimalands sins í fyrsta sinn en alls vann hann mcistaratignina sjö sinnum, oftar en nokkur annar hefur gert fyrr og síðar. Til samanburðar má geta þess að Tal hefur unnið sex sinnum (þar af tvivegis orðið jafn öðrum), Korch- noi og Petrósjan fjórum sinnum hvor, Spasskij tvisvar og Karpov aðeins einu sinni - enn sem komið er. 1933 tefldi Bótvinnik einvigi við Tékkann Salo Flohr sem þá var talinn mjög liklegur áskorandi Alek- hines og tókst að halda jöfnu. Flohr varð reyndar mjög hrifinn af því í hvilikum hávegum skákin var höfð í Sovétrikjunum en Bótvinnik naut mjög góðs af því. 1935 fékk hann bíl að gjöf frá Ordsjóníkidse, þungaiðn- aðarkommissar, fyrir afrek sín en hann varð cinnig að launa liku likt. Eftir góðan árangur i Nottingham ’36 sendi Bótvinnik skeyti til Stalíns sem byrjaði svona: „Kæri ástsæli kennari og leiðtogi” og siðan þakk- aði skákmeistarinn Stalín fyrir ár- angur sinn. Karpov er nú frægurfyrir að senda slik skeyti til Brésnéfs í hvert sinn er hann sigrar Korchnoi, en löngu siðar upplýsti Bótvinnik að hann sjálfur hefði haft minnst með þetta skeyti að gera. Bótvinnik tefldi í fyrsta sinn á erlendri grund er hann tók þátt i Hastings-mótinu 1934-35 en þar stóð hann sig ekki nema i meðallagi vel. Hann kom til leiks aðeins nokkrum klukkustundum áður en keppnin skyldi hefjast og þau mistök endur- tók hann ekki. Eftir þetta kom Bótvinnik jafnan á keppnisstað mörgum dögum áður en viðkomandi mót hæfist. Athygli vakti að kona hans fékk að fylgja honum til útlanda en slikt er fátitt um sovéska skákmeistara. Eiginkonum er venju- lega haldið i gíslingu til tryggingar því að skákmeistararnir snúi heim, Karpov er undantekning enda dygg- ur þjónn yfirvaldanna. Slakur árangur Bótvinniks i Hast- ings reyndist næstum einsdæmi. Hann sigraði, ásamt Flohr, á hinu geysisterka móti í Moskvu 1935, varð í öðru sæti á eftir Capablanca á sama stað að ári, og þeir urðu efstir og jafnir í Notthingham sama ár. Á AVRO-mótinu í Hollandi 1938 varð hann þriðji á eftir Fine og Kéres, og taflmennska á öllum þessum mótum sýndi að þarna var komið heims- meistaraefni. Alekhine samþykkti að tefla við hann einvigi en síðari heimsstyrjöldin kom i veg fyrir að orðið gæti af þvi. 1940 virtist hins vegar koma bakslag i árangur Bót- vinniks. Þá tefldi hann á geysisterku meistaramóti Sovétríkjanna en Sovétmönnum hafði nú bæst mikill og sterkur liðsauki - Kéres, Petrov og Mikenas frá Eystrasaltslöndun- um og Lilicnthal frá Ungverjalandi. Úrslitin urðu mikið áfall fyrir Bót- vinnik og yfirvöldin sem höfðu kjörin hann helstu von sina: 1. Bondarévskíj og Lilienthal 13.5 3. Smyslov 14, 4. Kéres 12, 5.-6. Bóleslavskij og Bótvinnik 11.5. Yfir- völdunum mun ekki hafa þótt nógu gott að Kósakki (Bondarévskij), Ungverji og Eistlendingur (Kéres) skytu þeirra manni ref fyrir rass og þvi var haldið sérstakt mót ári síðar með þátttöku sex efstu af meistara- mótinu og þar vann Bótvinnik, vel undirbúinn, góðan sigur. En siðan gerðu Þjóðverjar innrás og skáklíf lagðist niður um margra ára skeið. Bótvinnik bjó striðsárin í Moskvu en hann var nú orðinn félagi í Flokkn- um. 1944 var næsta meistaramót Sovétrikjanna haldið í borginni og þar vann Bótvinnik mjög öruggan sigur. Kéres var að visu ekki meðal keppenda en framferði hans á striðs- árunum er að ýmsu leyti ráðgáta. Kéres var í Eistlandi er Þjóðverjar gerðu innrás 1941 en eins og fleiri landar hans var hann siður en svo ánægður með innlimun Eistlands (og Lettlands og Litáen) i Sovétríkin 1940. Hann tók þátt í mörgum skákmótum sem Þjóðverjar héldu hér og hvar í Evrópu á stríðsárunum en er stríðinu lauk sneri hann aftur til Sovétrikjanna og brá svo undar- lega við að hann fékk að halda taflmennsku áfram óáreittur en var ekki refsað fyrir samstarf við óvin- inn. Aldrei var minnst á feril hans í stríðinu í Sovétrikjunum og talið er að Bótvinnik hafi bjargað lífi hans með því að benda yfirvöldunum á að Kéres gæti reynst mjög hjálplegur við að byggja upp skáklíf í Sovétríkj- unum eftir striðið. Saga Kéresar, sem hiklaust má stilla upp við hlið Rúbinstein sem sterkasta skák- manns sem ekki náði heimsmeistara- tign, er raunar að mörgu leyti harmsaga og verður e.t.v. rakin síðar. Eftir dauða Alekhines vildu ýmsir að Euwe yrði lýstur heimsmeistari á nýjan leik eða að haldið yrði einvigi hans og Reshevskys. Góður árangur Bótvinniks kom í veg fyrir að unnt væri að ganga framhjá honum og 1948 var haldið heimsmeistaramót sex keppenda sem reyndar urðu aðeins fimm þar sem Reuben Fine hætti við þátttöku. Þrir Sovétmenn, Bótvinnik, Smyslov og Kéres, öttu þvi kappi gegn Reshevsky og Euwe. Bótvinnik vann þetta mót örugglega og var því lýstur heimsmeistari. Nú var runninn upp nýr timi. Heimsmeistarinn i skák var ekki lengur heimsborgari sem réði fram úr vandamálum sínum við skákborð- ið, i stað hans var kominn maður með gífurlegan sjálfsaga sem átti árangur sinn að verulegu leyti að þakka undirbúningi langt frá keppnisborðinu. Með þvi er ekki verið að kasta rýrð á Bótvinnik - skákin hlaut að taka þessa stefnu og Bótvinnik var án efa besti fulltrúi hennar. Yfirburðir hans á fyrr- nefndu móti voru reyndar svo miklir að honum fannst hann hafa rétt til að taka sér þriggja ára fri frá skákiðkunum til að tryggja sér góðar tekjur af verkfræðiiðkunum sínum er að þvi kæmi að hann missti heimsmeistaratignina. Þetta frí varð honum næstum dýrt. 1951 var komið að því að verja titilinn gegn nýjum snillingi, David Bronstæn, og Bót- vinnik hélt með naumindum jöfnu sem dugði til að halda titlinum. Á Maróczy-minningarmótinu í Búda- pest 1952 var taflmennska hans hikandi og hann varð i 3.-4. sæti á eftir Kéres sem sigraði og Géller í öðru sæti. Sama ár þurfti hann að þola það að vera ekki einu sinni valinn í ólympíulið Sovétmanna þó hann væri heimsmeistarinn! Sam- band hans við aðra skákmeistara var á þessum tima lítið og lélegt og er taflmennska hans var ekki upp á sitt besta fór sem fór. En hann tók sig á. Síðla árs ’52 varð hann í 1.-2. sæti ásamt Tæman- ov á meistaramóti Sovétríkjanna og vann Tvæmanov i einvígi um tignina en taflmennska hans var upp frá því upp og ofan. 1954 tefldi hann gegn Smyslov i heimsmeistaraeinvigi og aftur hélt hann aðeins titilinum með þvi að ná jafntefli og 1955 tapaði hann fyrir Reshevsky i stuttu einvígi milli Bandaríkjanna og Sovétrikj- anna. Reshevsky fór fram á að fá heimsmeistaraeinvigi án þess að taka þátt i hinum tímafreka 3ja ára kandidatahring en sovésk yfirvöld höfnuðu kröfu hans. Reshevsky hafði ekki tíma til að standa í 3ja ára baraáttu og komst þvi aldrei langt í heimsmeistarakeppninni sem nú var óðum að taka á sig mynd sovésks einkamáls. 1957 var Smys- lov áskorandi Bótvinniks á ný og flestir bjuggust við harðri keppni þar sem báðir höfðu staðið sig vel undanfarin ár. Það fór á annan veg, Smyslov vann nokkuð örugglega og nú var Bótvinnik talinn útbrunninn. Hann átti þó eftir að tefla frábærlega vel í heilan áratug á eftir! Árið eftir nýtti hann sér rétt sinn til nýs einvígis og nú beið Smyslov lægri hlut. Bótvinnik var orðinn heims- meistari öðru sinni en Smyslov hefur aldrei náð sér fullkomlega. 1960 birtist nýr keppinautur á sjónarsviðinu, loksins þegar Smysl- ov hafði látið undan siga (en eftir þriðja einvígi þeirra sagði Bót- vinnik: „Mér finnst ég hafa verið að tefla við Smyslov allt mitt lif’.). Þetta var Tal. Frá árinu 1957 hafði stjarna hans risið með ævintýraleg- um hraða og klassískir skákmeistar- ar kunnu illa að bregðast við brjálæðislegum fléttstílnum sem á þeim tima var aðal hans. Þá ekki Bótvinnik sem tapaði einviginu 1960 með miklum mun, vann aðeins tvær skákir en sex sinnum hrósaði Tal sigri. Það er til marks um ógurlegt viljaþrek Bótvinniks að aðeins ári síðar tókst honum að sigra Tal með enn meiri mun, þá vann hann tiu sinnum, tapaði fimm sinnum en sex skákum lauk með jafntefli. Bótvinn- ik var heimsmeistari í þriðja sinn! Rétt eins og Smyslov áður náði Tal sér aldrei eftir þetta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.