Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 2. júni 1982 as'ii'sai&'; 7 erlent yfirlit ■ Á MORGUN mun herdómstóll i Madrid kveða upp dóm í máli 31 hershöfðingja og herforingja, sem var höfðað gegn þeim fyrir upp- reisnartilraun, sem gerð var fyrir 15 mánuðum og náði svo langt, að búið var að hertaka þinghúsið og halda þingmönnum þar sem gíslum i rúm- an sólarhring. Þá mun dómstóllinn einnig fella úrskurð í máli, sem var höfðað gegn blaðamanni fyrir þátttöku í upp- reisninni. Alls verða því kveðnir upp dómar yfir 32 mönnum. Það er búizt við, að dómarnir eigi eftir að valda mikilli ólgu og óróa á Spáni. Verði þeir strangir og svipað- ir því, sem krafizt var af hinum opin- bera ákæranda, munu þeir sæta harðri gagnrýni hægri manna. Hins vegar munu vinstri menn gagnrýna þá, ef þeir verða taldir óeðlilega mildir. Krafa hins opinbera ákæranda var sú, að þrir menn yrðu dæmdir i 30 ára fangelsi hver, en aðrir i styttri fangelsisvist. Þrjátíu ára fangelsis var krafizt yfir Ántonio Tejero Molina yfirfor- ingja, en hann stjórnaði töku þing- hússins. Hann var ekki að biðjast ■ Felipe Gonzalez (til hægri) leiðtogi Sósíalista á Spáni og Rafael Escuredo, leiðtogi sósialista í Andalúsíu. FYLGI SÓSÍALISTA EFLIST A SPÁNI Búizt vid sögulegum dómum á morgun vægðar við réttarhöldin, heldur lýsti yfir því síðasta dag þeirra, að hern- um væri stjórnað af raggeitum. Vegna þessara ummæla lét dómar- inn vikja honum úr réttarsalnum. Þá var einnig krafizt að tveir hers- höfðingjar yrðu dæmdir í 30 ára fangelsi hvor. Annar þeirra er Jaime Milans del Bosch, sem stjórnaði hernum í Valencia og hafði skipað honum að vera í viðbragðsstöðu. Hinn er Alfonso Armada Comyn, sem var varaformaður í herráðinu, en honum var ætlað að fyrirskipa al- mennt herútboð. Armada var mikill vinur Johanns Karls konungs og þótti Iíklegt, að konungur myndi fara að ráðum hans og fallast á byltingu. Konungur brást hins vegar öfugt við. Hann skipaði hernum að bæla byltinguna niður og er það þakkað snarræði hans og ein- beitni að ekkert varð úr henni. ÞAÐ MUN ekki draga úr ólgunni hjá hægri mönnum, ef dómarnir verða strangir, að nýlega fór fram kosning til fylkisþingsins i Andalú- síu og lauk henni með miklum sigri Sósialistaflokksins. Flokkurinn fékk 52.3% greiddra atkvæða og hreinan meirihluta á þinginu. Hann fékk 66 þingmenn kjörna, en alls eru þing- menn 109 á fylkisþinginu. Þessi úrslit þykja staðfesta það, sem áður hefur komið fram í skoðanakönnunum, að Sósialista- flokkurinn sé orðinn stærsti flokkur Spánar og hafi möguleika til að fá hreinan meirihluta i næstu þingkosn- ingum með tilstyrk smáflokka, sem líklegir séu til að styðja stjórn hans. Hann muni því ekki þurfa á tilstyrk eða hlutleysi kommúnista að halda, enda er vafasamt, að hann myndi þiggja það. Þess ber að gæta í þessu sambandi, að sósialistar hafa jafnan verið fylgissterkastir i Andalúsíu. Úrslit þar sýna þvi ekki styrk þeirra i land- inu öllu. Viðast annars staðar eiga hægri menn hlutfallslega meira fylgi. Það vakti því litlu minni athygli en sigur sósialista í sambandi við úr- slitin í Andalúsíu, að bandalag íhaldsmanna undir forustu Fraga Iri- barme varð annar stærsti flokkur- inn. Hann hlaut 17% greiddra atkvæða og 17 þingsæti. ■ Fraga Iríbarme, leiðtogi banda- lags íhaldsmanna. Bandalag miðflokkanna sem fékk næstum meirihluta i síðustu kosning- um til Spánarþings, - og fer með ríkisstjórnina, varð að láta sér lynda að verða í þriðja sæti. Það fékk 15% greiddra atkvæða og 15 þingsæti. Það fékk næstum helmingi minna fylgi nú en i síðustu kosningum til fylkisþingsins i Andalúsiu. Kommúnistar töpuðu fylgi. Þeir fengu 8.5% atkvæða og átta þing- sæti. Þjóðernisflokkur Andalúsíu tapaði einnig. Hann fékk 5.4% og þrjú þingsæti. ÞAÐ þykir sennilegt, að úrslitin i Anadalúsíu herði kröfurnar um þingrof og kosningar, sem myndu vafalítið leiða til þess, að stjórn mið- flokkanna færi frá völdum. Þetta eru fjórðu fylkiskosningarn- ar, sem hafa farið fram síðan síðast var kosið til Spánarþings, og hefur Miðflokkabandalagið tapað i þeim öllum. í Baskafylkinu og Katalóniu unnu þjóðernissinnar kosningarn- ar, en i Galiciu vann bandalag íhaldsmanna sigur snemma á þessu ári. Það hefur veikt Miðflokka- bandalagið, að efnahagserfiðleikar hafa verið miklir siðustu árin á Spáni eins og víðast annars staðar, og hefur það bitnað á rikisstjórn þess. Miðflokkabandalaginu var aldrei spáð lengri framtíð, enda byggist það á mörgum ósamstæðum smá- hópum. Það á samt orðið allmerka sögu, því að það hefur haft forustu um að endurreisa lýðræðisstjórn á Spáni. Ríkisstjórn þess hefur að undan- förnu lagt kapp á að ljúka tveimur verkefnum áður en hún færi frá. Annað var innganga i Atlantshafs- bandalagið og er það mál nú komið i höfn. Hitt er inngangan i Efnahags- bandalag Evrópu og er það mál kom- ið vel á veg. Forustumenn Miðflokkabanda- lagsins hafa talið, að þátttaka í þess- um tveimur bandalögum myndi styrkja lýðræði á Spáni. Úrslit næstu kosninga verða vafa- laust þau, að Sósialistaflokkurinn eflist mikið og einnig bandalag íhaldsmanna. Hins vegar mun Mið- flokkabandalagið sennilega klofna fyrir kosningarnar. Vinstri armur- inn undirbýr stofnun flokks, sem stefnir að bandalagi við sósíalista. Þótt fylgi miðflokkanna minnki verður það sennilega hlutverk þeirra að ráða því, hvort næsta ríkisstjórn Spánar verður til vinstri eða hægri. Missi miðflokkarnir hins vegar öll áhrif, og gliman verður eingöngu milli tveggja andstæðra flokka eða bandalaga, er mikil hætta á að lýð- ræðið veikist og að herinn fari að hugsa sér gott til glóðarinnar. Þórarinn Þórarinsson, [sj ritstjóri, skrifar mi erlendar fréttir ■ Hermenn Breta æfa landgöngu við Falklandseyjar. Vel buið lið - en eldf laugar á þrotum ■ Argentínska liðið i Port Stan- ley er talið vera vel vopnum búið og mun m.a. hafa til umráða franska skriðdreka af svonefndri AMX gerð og TAM, en þeir eru búnir 105 mm. fallbyssum. Argentinumenn eru hins vegar taldir mjög að þrotum komnir með ýmis önnur vopn sem mikils- verð eru i þessu stríði, svo sem Harriet-eldflaugar, sem reynst hafa breskum skipum skeinu- hættar. Er talið að þeir hafi aðeins átt sex slikar eldflaugar og hafa þeir skotið þremur eða fjórum þeirra. Mannfall Arg- entmumanna ■ Bretar segja að Argentinu- menn hafi misst 250 menn i átökunum um borgirnar Darwin og Goose Green, sem féllu Bretum í hendur i framsókn þeirra sl. laugardag. Hafa Argen- tinumenn ekki beðið meira mannfall frá því er herskipinu Belgano hershöfðingja var sökkt, en þá fórust yfir 300 menn. Argentinumenn segjast hafa valdið Bretum miklu tjóni í loft- árásum á sunnudag og i gær. Þá hafa Argentinumenn fullyrt að þeir hafi stórlaskað flaggskip breska flotans, Hermes, en því neita Bretar. Bretar eru 20 km. frá Port Stanley Bresku sóknarsveitirnar á Falklandseyjum voru að sögn breska útvarpsins í gærkvöldi aðeins um 20 km. frá höfuðborg- inni Port Stanley siðdegis í gær. Höfðu sveitir þeirra þá yfirbugað argentinskt herlið, sem aðsetur hafði í hæðum skammt utan borgarinnar og þar talið hafa búist all tryggilega um til varnar. Hefur það vakið furðu margra að svo er að sjá sem Bretum hafi reynst taka þessara hæða all auðveld, þvi þar er aðstaða góð til varna. Er sagt að Argentínu- menn hafi misst all marga menn i átökum um hæðirnar, en Bretar hins vegar sloppið við manntjón. 3000 MANNA BRESKUR LIÐSAUKI ■ -Östaðfestar fréttir herma að Bretum hafi nú tekist að koma þrjúþús- und hermönnum á land á Falklandseyjum til viðbót- ar þeim fimm þúsund sem þar voru fyrir. En þetta mikilsverð viðbót, því f Port Stanley munu um sjö þúsund argentínskir hermenn vera fyrir til varnar. Hafa þeir unnið ötullega að því undan- farna daga að efla varnir sínar á eyjunum. Er talið að liðsauki þessi sé úr því liði sem flutt var til Falk- landseyja með hinu gamla farþegaskipi Queen Elisa- bet II, sem beðið hefur færis í nokkra daga suður af Port Stanley að skipa mönnum á land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.