Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 15
15 Miövikudagur 2. júni 1982 íþróttir Þeir hefja leikinn ■ Jóhannes Atlason landsliðs- þjálfari valdi i gær þá 11 leikmenn sem eiga að hefja leikinn gegn Englandi í kvöld og þeir eru þessir: Guðmundur Baldursson Örn Óskarsson Trausti Haraldsson Marteinn Geirsson Sævar Jónsson Karl Þórðarson Janus Guðlaugsson Atli Eðvaldsson Arnór Guðhjonsen Lárus Guðmundsson Teitur Þórðarson Varamenn: Þorsteinn Bjarnason Viðar Halldórsson Pétur Ormslev Ólafur Björnsson Sigurður Grétarsson röp-. *;****»»»♦* „Verður erfiður leikur” — segir Jóhannes Atlason þjálfari ■ „Ég reikna alveg með því að þessi leikur verði erfiður fyrir okkur. Þetta er siðasta tækifærið fyrir ensku leikmennina að sanna leikni sina áður en HM-hópurinn verður valinn og þeir keyra örugg- lega á fullu“ sagði Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari. „Það hefði verið gaman ef Ásgeir hefði getað leikið með, en ég held að þetta lið sem við stillum upp núna sé eitt sterkasta lið sem við eigum. Þessi leikur er góður undirbúningur fyrir Möltuleikinn og ég er viss um það að það verður barátta i islenska liðinu. Ég geri ráð fyrir því að stilla upp svipaðri leikaðferð og verið hefur 4-4-2. Við þurfum að ná baráttu og nýta þau augnablik i leiknum sem eru okkur í hag“ sagði Jóhannes. röp-. ■ „Útlendingahersveitin“ sem leikur gegn Eng lendingum á Laugardalsvellinum í kvöld, ásamt Marteini Geirssyni fyrirliöa og Jóhannesi Atlasyni þjálfara. Fremri röð, Janus, Arnór, Karl og Pétur. Aftariröð Atli, Teitur, Lárusog Sævar. Timam.: Róbert „Gaman ad glíma við enska liðið” — segir Marteinn Geirsson fyrirlidi íslenska landsliðsins ■ Enska landsliðið kom til landsins i gær og eru margar þekktar stjömur í hópnum. Fremst á myndinni er Glenn Hoddle Tottenham og fyrir aftan hann er Peter Withe Aston Villa að ræða við einn breska fréttamanninn. Timamynd Róbert ■ „Mér líst vel á leikinn, þetta er búinn að vera góður undirbúningur og miðað við leikinn gegn Möltu á laugar- daginn held ég að þetta sé besti undirbúningur hjá ís- lenska landsliðinu fyrir leik í Evrópukeppni“ sagði Mar- teinn Geirsson fyrirliði ísl- enska landsliðsins í samtali við Timann í gær. „Leikurinn gegn Englandi í kvöld verður hörkuleikur og i enska lándsliðinu eru mörg þekkt nöfn í knattspyrnunni sem gaman verður markinu í þessum leik. Erlendu leikmennirnir eru í toppformi og ég held að við séum með eitt okkar sterkasta landslið. Það vantar að visu Asgeir Sigurvinsson sem er meiddur, en mér list vel á leikinn", sagði Marteinn. röp- Bobby Robson framkvæmdastjóri: „Keyrt á fullu” að glíma við og einnig fyrir áhorfendur að fá að fylgjast með. Það er alveg á hreinu að leikmenn enska liðsins munu leggja sig alla fram í leiknum þar sem þetta er síðasta tækifærið fyrir þá að sanna sig fyrir HM-keppnina. Það sem við þurfum helst að passa í leiknum er krosssendingar þeirra sem eru gifur- lega hættulegar. Og þá hafa þeir einnig góða skallamenn eins og Regis og Withe. Þessu þurfum við að verjast og þegar við náum boltanum á að reyna að halda honum þangað til við finnum glufur hjá þeim. Það mun mæða mikið á varnarmönnum og Guðmundi í — „síðasta tækifærið fyrir leik- menn að sanna sig” segir Robson ■ „Það er enginn leikur auðveldur og allra sist þessi leikur að minnsta kosti hvað okkur varðar“ sagði Bobby Robson framkvæmdastjóri en hann mun stjórna enska landslið- inu sem leikur gegn íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Enska landsliðið kom til íslands í gær og Tfminn ræddi stuttlega við Robson þegar hann var búinn að koma sér fyrir á Loftleiðahótelinu þar sem landsliðið býr. „Þessi leikur er afar þýðingarmik- ill fyrir okkur og þetta er siðasta tækifærið fyrir þá leikmenn sem hér eru til að tryggjasérsæti íHM-liðinu sem fer til Spánar. Við komum hingað með 16 leikmenn og sami fjöldi fór til Finnlands þarsem leikið verður gegn Finnum á fimmtudag- inn. Eftir þessa leiki verður síðan HM hópurinn valinn. Það verður keyrt á fullu i leiknum og að sjálfsögðu stefnum við á sigur. Ég veit nú frekar lítið um islenska liðið en þó kannast ég við atvinnu- mennina i liðinu, og veit að þeir eru mjög góðir. Hvemig leikurinn verð- ur fer mikið eftir því hvemig völlurinn er ég hef heyrt að hann sé erfiðari en við eigum að venjast og kemur það eflaust islenska liðinu til góða.“ röp-. Byrjunar- lið Eng- lands ■ Bobby Robson framkvæmda- stjóri valdi i gær þá 11 leikmenn sem hefja leikinn gegn íslandi á Laugardalsvelli i kvöld. Jóe Corrican Viv Anderson Dave Watson Russell Osman Phil Neal Terry McDermott Glenn Hoddle Alan Devonshire Peter Withe Cyrille Regis Tony Morley Varamenn: Garry Baily Steve Perryman Paul Goddard Peter Barnes Steve Foster

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.