Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.06.1982, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. jiini 1982 „Svo nokkuð almennt við- kvæði er að breyta þurfi skólakerfinu, jafnvel gjör. breyta því - en helst er að skilja að það sé þegar svo flókið að standi í, jafnvel þess færustu fræðingum að skera úr því hverju ætti að breyta“ Þá var algengt að fullgreind börn væru orðin læs sex ára gömul og færu svo úr því að lesa fyrir fólkið á kvöldvökunni, upp yfir kamba-og rokkaþyt. Einhver fullorðinn fylgd- ist þá með þvi, að rétt væri lesið og leiðbeindi um greinarmerki og radd- beitingu, - því að þá voru ekki aðrir taldir læsir en þeir, sem skilmerki- lega gátu lesið upphátt. Verður því varla haldið fram með rökum, að seinni tima lestrarkennsla hafi orðið happadrýgri, lestraræfingin á kvöld- in varð mörgu barninu drjúg til fræðslu. Þá kynntust þau bæði réttritun málsins og orðaforða valinna bóka, - auk samræðna sem fram fóru á eftir um efni þess, sem lesið var. Þetta var traust undirstaða. Sé athugaður hinn stutti tími, sem hægt var að verja til farkennslunnar á þeim tíma, sem hún gilti, hlýtur að vekja furðu, hversu happadrjúg hún varð, - borin saman við lang- skyldu nútíðar: hygg ég víst, að tvennt hafi vegið þar þyngst: Annað það, - að ekki meira námi en þar fékkst, tóku flest börn feginsamlega - sem annars gátu nokkuð lært, - en hitt, að hjá farkennara voru aldrei fleiri böm í einu, en svo, að hann gat sinnt hverju þeirra nokkuð sem einstaklingum, - en því mun örðugt að koma við í fjölda-skóla, að fullu gagni. Þar sem ég þekki til far- kennslu var tala barna þar í einu, sem oftast á bilinu frá 8-12, sem er mjög hófleg tala og heppileg til árangurs, einu sinni Ienti ég i þorps- skóla um fimm mánaða tíma - og veit ekki sannara, en að ég græddi síst meira á þeim tíma, en á fúnm vikum hjá farkennara, - án þess að hvarfli að mér að hæfni þeirra kennara væri minni en farkennarans, nema síður sé. Skyldu ekki fáir, -sem annars þora að viðurkenna sannleikann, -treysta sér að neita því, að námsleiðinn hafi verið fylgi- fé löngu skólaskyldunnar, - og drag- bitur i skólastarfi? Sem sagt, trúi ég því að böm hafi verið betur búin undir nám á meðan heimilin gátu lagt gmnninn að þvi, en síðar varð. En með grunnskólalögunum var greinilega amast við því að börnun- um væri kennt að lesa heima, - þó ekki væri það í samræmi við „sam- starf við heimilin", sem getið er í lög- unum, en þá var minnkandi geta heimilanna til að sinna börnunum, - svo að ekki varð það að ágreinings- efni. Þegar svo var hafist handa um framkvæmd laganna, virðist höfund- um þeirra hafa verið orðið all-brátt að .fara að reyna nýjungarnar, nýjungagirni þykir nauðsynleg til framfara, - en margt bendir til þess, að hún þurfi að vera í nokkru hófi, - eins og flest sem máli skiptir í lifi okkar. En þeir ætluðu ekki að byggja úr neinum fauskum,- nýtt skyldi það allt vera, - þó ekki væru tími til að reynslan hefði fengið að sanna ágæti þess. „Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja“, sagði skáldmæringur okkar, Einar Ben.,- og hann bætti við: „Án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt“. Hefðu þeir athugað aðeins betur heilræði hins spaka manns, er hugsanlegt að þeir hefðu komist hjá einhverjum þeim vanköntum lag- anna, sem valda þeim nú þeirri hugsanaþoku, að þó þeir sjái að „eitthvað mikið er að, - verða þeir að láta sér nægja að spyrja: „Hvað er að?“ Virðist þeim því ekki vanþörf á að leggja heilana enn i bleyti, þó sagt sé að hver sé sinum hnútum kunnugastur, - svo von ætti að vera um úrlausn, ef þeir vilja hugsa dýpra. Vel veit ég, að böm eru nú látin fást við margt fleira, snemma á skólaárum sínum, en áður var,- en kynni það ekki að vera vafasamur ávinningur, -t.d. að láta þau grauta í fleiri framandi tungum, áður en þau hafa öðlast teljandi fæmi í sínu eigin móðurmáli? Varla verður það til þess að bæta tilfinnanlega orða- fátækt þeirra né réttritun, - en í hvorutveggja þessu fengu böm tölu- verða þekkingu áður, i heimanámi sinu. Sem kunnugt er gengu konur lengi í fellinga pilsum, viðum og skósíðum, sem lengi breyttust lítið, - því fátækt þjóðarinnar leiddi til vanafestu: en á vorri öld fór víða að hrikta í fornri hefð, - svo þá byrja pilsin að styttast, svo þegar dregur fram um 1930, standa þau ekki lengur undir nafni, - enda var þá skammt til þess að konur færu að ganga i buxum, - sem betur þóttu hæfa breyttum tíma, - og flestir hafa nú sætt sig við. Er nokkur fjarstæða að líkja „gmnnskólalögunum" við eitthvað vansniðna pilsdræsu, hólk- viða og dragsiða, - sem þjóðinni hefir aldrei lærst að hreyfa sig eðlilega í? Fljótt var sett við það svunta, sem „landspróf“ nefndist, - en þótti meingölluð, svo að hún var lögð niður. Ekki þótti þó hæfa að pilsið væri lengi svuntulaust, svo efnað var i aðra, - sem líklega hefir verið fleirfölduð, - því fullgjörð nefndist hún „samræmd próf“, en orðin er vaxandi óánægja með hana, svo horfur eru á, að hún verði afhrópuð lika. En, - skyldum við þá ekki mega vænta þess af skólaspek- ingum okkar, að þeir reyni að sniða buxur úr pils-dræsunni, - sem lik- lega hefir verið úr góðu efni, - þó eitthvað færi úrskeiðis með „hönn- unina“?,konurnar hafa þegar sann- að, að buxur henta betur nútima- fólki, - löngu fyrr en þær fóru að ganga i „rauðum sokkum". Væri ekki full þörf á að einhver spakur maður og hálærður legðist undir feld til þess að hugsa málið öllu dýpra, verður því varla trúað fyrr en að þrautreyndu, að ekki finnist í röðum hinna glæstu skólamanna vorra ein- hver Þorgeir , - svo hugrakkur að þora að komast að réttri niðurstöðu út frá þeim forsendum, sem fyrir liggja, - i stað þess að láta sér nægja að spyrja og andvarpa. Hjálpi til þess hollvættir íslands, - í Herrans nafni og heilbrigðrar skynsemi; Lifið heil; Hvammi á Húsavík, 14. april, 1982 Upp úr því er svo tekin upp almennur bæjarskóli fyrir böm og unglinga. Skólaskylda frá 7 ára aldri kom á 1934 eða tveimur árum á undan fræðslulögunum ’36. Unglingaskóla- hald var frá 1911 og kvöldskóli og hélst að mestu til 1946. Með fræðslulögunum 46 hófst reglulegt gagnfræðanám 1 og 2 bekkur síðan kom 3 og 4 bekkur 1970. Iðnnám hefur verið reglulegt frá 1952. Nú fer skólahald á Seyðisfirði fram á 5 stöðum í bænum. Nemenda- fjöldi í vetur eru 222 og fastráðnir kennarar eru 13 og stundakennarar 6. Skólastjórar frá upphafi skóla- halds eru: Guðmundur Guðmundss 1881-1883 Hannes L. Þorsteinss. 1883-1884 Lárus Tómasson 1884-1904 Helgi Valtýrsson 1904-1906 Halldóra Matthiasdóttir 1906-1907 Halldór Jónsson 1907-1911 Karl Finnbogason 1911-1945 Steinn Stefánsson 1945-1975 Þorvaldur Jóhannsson 1975. Á þessu ári er áætlað að út komi Skólasaga Seyðisfjarðar sem Steinn Stefánsson fyrrv. skólastjóri hefur tekið saman. Þá mun i sumar hefjast framkvæmdir að nýju skólahúsi sem áætlað er að verði fullbúið að sex árum liðnum. Núverandi formaður skólanefnd- ar er Þórdis Bergsdóttir. eftir helgina iSSbs*** ':*••*** ÞORSK- HAUSARN- IR í EIN- ARSHÖFN ■ Hvitasunnan var með hefð- bundnu sniði á Suðurláglendinu. Eitt prósent ungmenna var edrú í Húsafellsskógi, og verður naumast nxr farið núllinu í þeim efnum fremur en öðrum á Is- landi í dag. Það rigndi yfir striga- græn túnin, og skreiðin á hjöll- unum við Einarshöfn var enn þung á sér, nema þorskhausam- ir, er störðu forviða á regnið og veðuriagið. Hafa liklega búist við meiri þerri þama en á hafs- botni vestur á Hraunum. Útvarpið sagði lika að það hefði snjóað viða um land, og Oddsskarð varð ófært. Fimmtán sentimetra jafnfallinn snjór var niður í byggð á Neskaupstað, sem á að vera rauður. Já, það er ekki veðursældinni fyrir að fara nú um sauðburðinn og menn, sem setja niður kartöfl- ur, una landi sinu illa. Eru þegar orðnir hálfum mánuði á eftir áætlun, miðað við venjulega tíð, en í fyrra náðu menn ekki upp kartöflum i Eyjafirði nema með dínamiti, þvi uppskeran fraus föst við landið og varð engu haggað. Svona einkennilegt land er ísland. Tómar sveiflur og ekkert er í rauninni stabilt annað en verkföllin og verðbólgan. Með sama hætti og ölvun er reiknuð í Húsafellsskógi af fréttastofu útvarpsins, mátti segja að ekki hefði verið þurr þráður á fjallkonunni, nema sem svaraði svona einu prósenti. Það er að segja á hvítasunnudag, og þá á Suðvesturlandi. Sólin brosti þá eins og veik manneskja sem sér eitthvað himneskt í rúm- fatnaðinum sinum og dularfullar gufur stigu upp úr votu landinu. Það nefna menn lágþokubakka á vísindamáli og þá verður allt mjög dularfullt. Fjaran, móarn- ir, dælurnar, húsin og skreiðin. Allt verður dularfullt, að ekki sé nú talað um manneskjurnar sem skjótast milli húsa og skepnurn- ar, sem híma í haganum. Já, útlitið er lágþokubakka- legt á fslandi um þessar mundir og ekkert dæmi gengur í raun og veru lengur upp. Að visu eru hjúkrunarfræðingar komnir í réttan Iaunaflokk, líka læknar og sjúkraliðar, og bráðum kemst skreiðin á Einarshafnarhjöllun- um í sinn flokk lika, og kemst í siglingu til Nigeríu, þegar þar að kemur. Samt er það ekki víst. Ekki vist að hún þomi í svona vætusamri tíð, og svo er það hitt, að villumenn Nigeriu eru svo ein-1 kennilega sinnaðir, að þeir kaupa ekki nema þeir hafi pen- inga. Þeir eru þvi eins og svart og hvítt miðað við íslendinga, sem i raun og veru kaupa aldrei neitt, nema þegar engir peningar eru til, svo fjarstæðukennt sem það kann að hljóma. Og það fór draugalegur hringlandi um þorsk-1 hausana á hjöllunum í kvöldkul- inu.Þeir voru saumaðir i vél - í kippur -og þrátt fyrir fremur | þreytulegan svip af vertiðarfiski að vera, er nú svo komið að hold þeirra er orðið verðmeira í útlöndum en lambalæri af fyrsta flokks dilkakjöti. Reyndar munar krónu á kilói á útflutn- ingsverðinu núna, en ef beinin eru ekki reiknuð með, er útkom- an sú, þorskhaus er i réttum flokki eins og fólk, sem gengið hefur út af spftala - er orðinn verðmeiri en sjálf sauðkindin, sem þó hefur verið heilögust allra gripa íslendinga frá því að hún gekk á land, ásamt hrossum og nautpeningi upp úr skipi landnámsmannsins. Já, og hefur eiginlega allar þessar aldir i rauninni verið hinn eini sanni landnemi, því hún ein hefur étið þetta land upp til agna, ef á annað borð er unnt að borða lönd. Skýin á Hellisheiðinni voru drungaleg og fjöllin höfðu aftur gránað i vöngum. Hinir visinda- legu lágþokubakkar voru um allt og regnið helltist úr sorgmædd- um himninum. í raun og veru er ísland vont land, nema til að horfa á það og elska það, einkum ef maður er í réttum launaflokki. Eina landið i heiminum, sem á alfarið meira undir þorskhausum, en öllum gáfnaljósuin landsins, lærðum og leikum. Þvi nú er málum nefnilega svo komið, að þorsk- hausamir í Einarshöfn og í öðrum hjöllum þessa lands, ráða öllu um vorn hag, ásamt þeim sérkennilegu villumönnum í Ni- geriu, sem hafa það fyrir sið að kaupa ekki, nema þeir hafi peninga. Jónas Gudmundsson, rithöfundur, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.