Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 Robvrt Kcnncdy yngri og brúður hans, Emily lllack, jtaka á móti brúökaupsgestum. Kennedy- brúdkaup Kennedy-narninu fylgja enn einhverjir töfrar i augum almennings i Banda- rikjunum. Þegar Robert i Kennedy yngri, sem er 27 ára, ; gekk i hjúnaband með unnustu jsinni frá æskuárunum, Emily Black, 25 ára, i byrjun apríl s.l. ; þyrptist fólk að til þess að sjá Kennedy-fólkið og fyigjast með athöfninni. 500 manns Istóð utandyra við kirkjuna, þrátt fyrir rok og rigningu, og i fólkið varð ekki fyrir vonbrigð- ,um, því að þessi frægasta fjölskylda Bandaríkjanna kom þarna með miklum glæsibrag i þremur tveggja-hæða rútubil- um, og svaramennirnir stjórn- uðu hópsöng. Um leið og rútunar renndu upp að kirkj- unni, sungu gestirnir: „Get me to the Church on Time“ (Komdu mér i kirkjuna á réttum tima) úr söngleiknum „IVfy Fair Lady“ og flýttu sér síðan inn i kirkjuna undan óveðrinu. Forvitnir áhorfend- ur létu sig hafa það, að biða eftir að sjá brúðhjónin koma út. Þeir eru báðir þriggja Michael litli Wilkinson er mjög hrifínn af vini sinum, hundinum Jahl, og kallar hann þennan stóra seppa„Stóra- ] I)ana“. Þeir eiga heima í Melbourne i Astraliu, og eru báðir þriggja ára, drengurinn og hundurinn. Hundurinn er auðvitað að sínu leyti þroskaðri en drengurinn, enda ber jhann Michael litla oft á bakinu. Hér sjáum við þá leikfélagana, og það er engin hætta á því að nokkur I „hrekkjusvin“ reyni til að ónáða Mikka, því að hundurinn ; hans er ekki árennilegur fyrir ókunnuga, þótt hann sé góður og bliður við sitt heimafólk. ■ Malene i hlutverki i franskri kvikmynd, þegar hún var 12 ára, en nú er hún 14 og hefur leikið i sjö myndum. HÖFUNDUR ÍSLENSKA ÞJOÐSÖNGSINS VAR FORFAÐIR HENNAR - en Malene Sveinbjörnsson, er sjálf að verða fræg leikkona í Frakklandi, 14 ára að aldri ■ Malene Sveinbjörnsson heitir tæplega 15 ára ung stúlka i Frakklandi, sem er vel þekkt þar i landi fyrir leik sinn í kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. Faðir hennar heitir Kaare Sveinbjörnsson og er arkitekt. Hann er i beinan karllegg kominn af tónskáld- inu Sveinbirni Sveinbjörns- syni, sem samdi islenska þjóð- sönginn. Malene talar ágætlega bæði frönsku og dönsku, en hún er ekki vel að sér i islensku, og því gengur henni og systrum hennar ekki vel að læra text- ann við 0, guð vors lands, - ■ Syngir þið með, stelpur! Kaare spilar á píanóið íslenska þjóðsönginn, sem forfaðir þeirra - Sveinbjörn Sveinbjörnsson - samdi 1874. En stúlkurnar eru betri i frönskunni en islenskunni, en þær reyna þó að syngja „O, guð vors lands...“ með pabba sinum. Malene er t.v. ■ Sveinhjörnsson-fjölskyldan að skoða úrklippubók Malenu, en hún situr næst pabba sinum. en lagið kunna þær. Malene lék i skólaleikriti, þegar hún var i barnaskóla, og þar sá hana leikstjóri, sem var að leita að telpu til að leika i kvikmynd. Hann fékk hana til að reyna og árangurinn varð prýðilegur. I þessari fyrstu mynd sinni átti Malene að kyssa strák „alvörukoss“, og það var ekki litið sem henni var svo strítt með þvi atriði i skólanum. Nú er Malene orðin talsvert, þekkt, bæði i Frakklandi og víðar, og hefur leikið i sjö stórum kvikmyndum og mörgum sjónvarpsþáttum. Hún segist vera ákveðin að halda áfram á þessari braut og verða leikkona, en skólinn hefur þó enn forgang hjá henni. Hún lék áður barna- hlutverk, en smátt og smátt eru rullur, sem henni eru úthlutaðar, að breytast. Nú á 15. árinu er hún orðin talsvert dömuleg, svo að bráðlega verða það fyrsta flokks „al- vörukossar", sem Malene kyssir á hvita tjaldinu. Á hverju sumri fer fjölskyld- an í sumarfrí til Danmerkur, en Kaare Sveinbjörnsson arki- tekt og konan hans, Kristine, eru bæði fædd og uppalin þar í landi, en hafa búið i Paris i 25 ár. Hann hefur m.a. teiknað og stjórnað byggingu SAS- skrifstofuhússins i Paris. Stórasystir Malene heitir Tina og er sextán ára, en litla systirin Natacha er tólf ára. Þær eru báðar óákveðnar í því hvað þær ætla að verða þegar þær eru orðnar stórar, - en ekki Malene, hún er ákveðin - leikkona skal hún verða, enda er hún þegar orðin það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.