Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 21 dagbók útvarpj DENNIDÆMALAUSI <á-Z g „Við hvern ert þú að tala Wilson gamli? Og hvers vegna þarft þú meiri styrk?“ andlát Ingibjörg Þórðardóttir, Stigahlíð 28, andaðist í Borgarspitalanum 1. júní. Bára Sigurðardóttir, Yrsufclli 20, andaðist í Landspítalanum 31. mai. Snorrí Olafsson, klæðskcri, Sól- heimum 23, er látinn. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtud. 3. júní kl. 15.00. Jónina Eggertsdóttir, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness, aðfaranótt 30. maí. Hallbera J. Hannesdóttir, Fögru- brekku 24, Kópavogi, andaðist 20. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. frágang hennar. Húsbyggjandinn ’82 er sendur húsbyggjendum ókeypis, en blaðið má fá hjá Kvarða og Blaða og fréttaþjónustunni, Bolholti 6 i Reykjavik. við rétta aðila á hinum ýmsu sviðum húsbyggingarinnar. Húsbyggjandinn '82 er gefinn út í samvinnu við Teiknistofuna Kvarða, og eru teikningar að húsum Kvarða i ritinu. Húsbyggjandinn er 136 bls. og hið vandaðasta i allri gerð. Forsíðu ritsins prýðir teikning eftir hinn góðkunna teiknara, Brian Pilkington. Greinar ritsins fjalla m.a. um Skipulag lóðar og undirbúning, Að „komast upp úr jörðinni", báðar eftir Einar Matthiasson, bygginga- fræðing. Guðni Þórðarson bygginga- tæknifræðingur skrifar um einangr- un húsa og val á ofnum og stýritækj- um. Eyjólfur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Ljóstæknifélagsins skrifar um einangrun húsa og val á ofnum og stýritækjum. Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Ljós- tæknifélagsins skrifar um lýsingu á heimilum, Gísli Gunnarsson um hvernig ganga skal frá herbergjum eins og baði og þvottahúsi í timbur- húsum, grein Jóns Jakobssonar um Hurðina sem höfuðdjásn hússins og grein AuðarSveinsdóttur, landslags- arkitekts um skipulag lóðar og gengi íslensku krónunnar Gengisskráning 1. júní 1982 kl. 09.15 01 Bandaríkjadollar 10.820 10.852 02-Sterlingspund 19.512 03-KanadadoIlar 8.727 04-Dönsk króna 1.3652 05-Norsk króna 1.7961 1.8015 06-Sænsk króna 1.8560 07-Finnskt mark 2.3840 08-Franskur franki 1.7816 09-Belgiskur franki 0.2458 10-Svissneskur franki 5.4413 5.4574 11 Hollensk gyllini 4.1704 4.1827 12-Vestur-þýskt mark 4.6249 4.6386 13-ítölsk líra 0.00837 14-Austurrískur sch 0.6587 15-Portúg. Escudo 0.1522 16-Spánskur peseti 0.1038 17-Japansktyen 0.04493 18-írskt pund 16.053 20-SDR. (Sérstök dráttarréttindi) 12.1403 12.1763 FIKNIEFNI - Lögreglan i Reykjavík, móttaka upplýsinga, sími 14377 AÐALSAFN-Lestrarsalur, Þingholtsstræti 27, simi 27029. Opið alla daga vikunnar kl. 13-19. Lokað um helgar i mái, júni og ágúst. Lokað júlimánuð vegna sumarleyfa. SÉRUTLÁN - afgreiðsla í Þingholtsstræti 29a, sími 27155. Bókakassar lánaðir skipum, heilsuhælum og stofnunum. SÓLHEIMASAFN - Sólheimum 27, sími 36814. Opið mánud. til föstud. kl. 14-21, einnig laugard. sept. til apríl kl. 13-16. BÓKIN HEIM - Sólheimum 27, simi 83780. Símatími: mánud. til fimmtud. ki. 10-12. Heimsendingarþjónusta á bókum fyrir fatlaða og aldraða. HLJÓÐBÓKASAFN - Hólmgarði 34, simi 86922. Opið mánud. til föstud. kl. 10-16. Hljóðbókaþjónusta fyrir sjónskerta. HOFSVALLASAFN - Hofsvallagötu 16, slmi 27640. Opið mánud. til föstud. kl. 16-19. Lokað í júlímánuði vegna sumarieyfa. BÚSTAÐASAFN - Bústaðakirkju, simi 36270. Opið mánud. til föstud. kl. 9-21, einnig á laugardögum sept. til april kl. 13-16. BÓKABÍLAR - Bækistöð í Bústaðarsafni, sími 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. bilanatilkynningar Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sel- tjamarnes, sími 18320, Hafnarfjörður, sími 51336, Akureyri sími 11.414, Keflavík slmi 2039, Vestmannaeyjar, sími 1321. Hitaveitubllanir: Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður, simi 25520, Seltjarnarnes, sími 15766. Vatnsveitubilanlr: Reykjavík og Seltjarnar- nes, sími 85477, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar simi 41575, Akureyri, slmi 11414. Keflavík, símar 1550, eftir lokun 1552. Vestmannaeyjar, símar 1088 og 1533, Hafn- arfjörður sími 53445. Simabllanir: I Reykjavik, Kópavogi, Sel- tjamarnesi, Hafnarfirði, Akureyri, Keflavlk og Vestmannaeyjum, tilkynnist i 05. Bllanavakt borgarstofnana: Slmi 27311. Svarar alla virka daga frá kl. 17 slðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og I öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa á aðstoð borgarstofnana að halda. sundstadir Reykjavlk: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar i Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð i Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartima skipt milli kvenna og karla. Uppl. I Vesturbæjarlaug I síma 15004, I Laugardalslaug i sima 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriöjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15—19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug i Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatimi á fimmtud. kl. 19-21. Laugardaga opið kl. 14-17.30, sunnudaga kl. 10-12. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-8.30 og 17-20.30. Sunnu- daga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Frá Reykjavfk Kl. 8.30 Kl. 10.00 kl. 11.30 kl. 13.00 kl. 14.30 kl. 16.00 kl. 17.30 kl. 19.00 ( april og oklóber verða kvöldferðir á sunnudögum. — [ mai, júni og sepfember verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. — ( júli og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesl simi 2275. Skrtfstof- an Akranesi simi 1095. Afgrelðsla Reykjavlk simi 16050. Slm- svarl i Rvík simi 16420. Leikrit vikunnar kl. 20.05: F ramtíð- arlandið eftir Somerset Maugham I, ■ í kvöld kl. 20.05 verður flutt leikritið „Framtiðarlandið" (The Land of Promise) eftir W. Somer- set Maugham. Þýðandi er Stefán Bjarman, en Gísli Halldórsson annast leikstjórn. Með helstu hlutverkin fara Kristbjörg Kjeld, Þorsteinn Gunnarsson, Pétur Einarsson, Bríet Héðinsdóttir og Jón Júlíusson. Leikritið var áður á dagskrá 1974 og er um 2 klukkustundir i flutningi. Tækni- menn: Þorbjörn Sigurðsson og Friðrik Stefánsson. Leikurinn gerist snemma á þessari öld. Nora Marsh hefur verið lagskona gamallar hefðar- frúar í mörg ár og á von á einhverri umbun fyrir vinnu sina að henni látinni. Þegar það bregst og hún fær enga stöðu sem hún getur sætt sig við, tekur hún það ráð að flytja til Edwards bróður síns sem búsettur er í Kanada. Við kynnumst síðan lifi landnemanna á sléttunum miklu og hvernig Noru reiðir af i nýju heimkynnunum. William Somerset Maugham fæddist i Paris árið 1874. Hann stundaði nám í heimspeki og bókmenntum við háskólann i Heidelberg og um skeið læknis- fræðinám i St. Thomass sjúkra- húsinu í Lundúnum. Hann var læknir á vigstöðvunum í Frakk- landi 1914. Fyrsta saga Maugh- ams, „Liza frá Lambeth" kom út árið 1897, en hér munu kunn- astar sögurnar „Tunglið og tíeyr- ingur“ og „í fjötrum", sem er öðrum þræði sjálfsævisaga. All- mörg leikrit hans hafa verið sýnd á islensku leiksviði, og útvarp- ið hefur flutt milli tuttugu og þrjátiu leikrit eftir hann. A stríðsárunum dvaldi Maugham í Bandaríkjunum, en síðan mest i Frakklandi þar sem hann lést 1965 í hárri elii. útvarp Fimmtudagur 3. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn 7.20 Leikfimi. 7.30 Tónleikar. Þulurvelurog kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá.Morgunorð: Guðrún Broddadóttir talar. 8.15 Veðurtregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „ Úr ævintýrum barnanna" Þórir S. Guðbergsson les þýðingu sína á barnasögum frá ýmsum löndum (4). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleii- ar 10.00 Frétlir. 10.10 Veðurtregnir. 10.30 Morguntónleikar Ida Handel og Gerald Moore leika á (iðlu og pianó Sex rúmenska þjóðdansa eftir Béla Bartók/ Ronald de Kant, Arthur Polson og Harold Brown leika Svitu fyrir klarinettu, fiðlu og pianó eftir Darius Mildhaud/ Félag- ar í Málmblásarasveit Philips Jones leika Sónötu fyrir trompet, horn og básúnu eftir Francis Paulenc/ Jam- es Galway og Konunglega filharm- óniusveitin i Lundúnum leika Só- nötu fyrir flautu og hljómsveit ettir Francis Poulenc: Charles Detoti stj. 11.00Verslun og viðskipti Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 11.15 Létt tonlist Grískir listamenn Demis Roussos, Julio Iglesias o.fl. syngja og leika. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Hljóð úr horni. Þáttur i umsjá Stefáns Jökulssonar. 15.10 „Minningardagur á kosninga- skrifstofunnl" eftir James Joyce Sigurður A. Magnússon les eina af þýðingum sínum úr smásagnasafni hans, „l Dyflinni". 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephen- sen kynnir óskalög barna. 17.00 Siðdegistónleikar: Tónlist eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart Mozarlhljómsveitin i Vín leikur Sex menúetta K. 105: Willi Boskovsky stj./ Hollenska blásarasveitin leikur Divertimento K. 289 og Adagio K. 411: Edo de Wart stj./ Géza Anda leikur með Mozarteumhljómsveit- inni i Salzburg Pianókonsert i d- moll K. 466: Géza Anda stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. I umsjá Ólafs Oddssonar. 19.40 Á vettvangi. 20.05 Leikrit: „Framtiðarlandið" eft- ir William Somerset Maugham Þýðandi: Stefán Bjarman. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Leikendur: Krist- björg Kjeld, Margrét Ólafsdóttir, Helga Þ. Stephensen, Jón Hjartar- son, Soffía Jakobsdóttir, Guðmund- ur Pálsson, Jón Júllusson, Bríet Héðinsdóttir, Pétur Einarsson, Þor- steinn Gunnarsson, Guðrún Þ. Stephensen og Gísli Halldórsson. (Áður útvarpað 1974). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Gagnslaust gaman? Fjallað I gamansömum tón um samgöngur. Umsjón: Hilmar J. Hauksson, Asa Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marels- son. 23.00 Kvöldnótur Jón örn Marinós- son kynnir tónlist. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.