Tíminn - 03.06.1982, Qupperneq 8

Tíminn - 03.06.1982, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Örn Pétursson (íþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 110.00. — Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins „Verktakar” - skærulidar eftir Guðmund P. Valgeirsson, Bæ Mikil áföll fyrir þjóðarbúid ■ Það er staðreynd, sem þjóðin verður að gera sér ljósa, að þjóðarbúið hefur að undanförnu orðið fyrir miklum óvæntum áföllum. Staðan í efnahagsmálum og atvinnumálum er því orðin allt önnur og verri en um áramótin, þegar áætlanir voru gerðar um ráðstaf- anir, sem gera þyrfti til að koma verðbólgunni niður í 35%, eins og var markmið ríkisstjórnarinnar. Það er nú fyrirsjáanlegt, að loðnuafli verður mjög lítill, eða jafnvel enginn á þessu ári. Á undanförnum árum hafa loðnuveiðarnar orðið ein mesta tekjulind þjóðarbúsins. Verulegar horfur eru á, að þorskafli dragist stórlega saman. Sennilega var þorskaflinn um 40 þúsund tonnum minni um síðustu mánaðamót en á sama tíma í fyrra. Vonandi lagast þetta eitthvað, þegar líður á árið, en ekki er skynsamlegt að áætla annað en þorskaflinn verði mun minni á þessu ári en á undanförnum árum. Það dregur að sjálfsögðu dilk á eftir sér fyrir þjóðarbúið, þar sem þorskurinn hefur verið drýgsta tekjulindin. Verðlag hefur lækkað erlendis á ýmsum sjávarafurð- um og ekki horfur á, að það muni breytast í náinni framtíð. Óráðið er hvaða verð fæst fyrir skreiðina, en óvenjulega mikið hefur verið framleitt af henni á þessu ári. Afleiðingarnar af þessu eru þegar orðnar þungbærar fyrir ýmsar atvinnugreinar. Vegna samdráttar þorsk- veiðanna eru togararnir þegar reknir með stórfelldum halla. Þessi samdráttur mun einnig reynast frystihúsun- um mikið áfall, en ella hefði mátt búast við viðunandi afkomu þeirra. Hjá landbúnaðinum eru horfur ískyggilegar vegna þess, að norski markaðurinn fyrir kindakjöt hefur að miklu leyti brugðizt, en ekki orðið hliðstæður samdráttur í sauðfjárræktinni og nautgriparæktuninni. Nýja markaði er ekki að finna, nema þar sem verðið er mjög lágt. Að óbreyttu ástandi mun þetta leiða til margföldunar á útflutningsbótum, en litlar líkur til að samkomulag náist um það, enda skammgóður vermir. Það er þjóðinni óhjákvæmilegt að gera sér grein fyrir þessum áföllum, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir. Nú er ekki tími til óraunhæfrar kröfugerðar, heldur verður að einbeita sér að því að tryggja atvinnureksturinn svo að ekki komi til atvinnuleysis, og treysta kaupmáttinn eftir því sem hægt er. Stjórnarandstaöan ■ Aldrei hafa viðbrögð íslenzkrar stjórnarandstöðu við óviðráðanlegum erfiðleikum verið ósæmilegri og ábyrgðárlausari en nú. I málgögnum stjórnarandstöðunnar er reynt að kenna ríkisstjórninni um þau miklu áföll, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir af völdum minnkandi fiskafla og verðlækkana erlendis. Þá róa stjórnarandstöðublöðin að því eftir megni að espa upp þrýstihópa, sem reyna að knýja fram meiri kauphækkanir en aðrir og ryðja þannig braut verulegra almennra kauphækkana, sem atvinnuvegirnir geta ekki borið. Þ.Þ. ■ Mönnum er nú að verða æ Ijósara hvern dilk launakröfur lækna og „Verktakafélag” þeirra á vordög- um 1981 dregur á eftir sér. Þær kröfur voru bornar fram með þeim hætti að menn vonuðu, að einstætt mætti teljast og slikt kæmi aldrei fyrir aftur. Þeir knúðu þá fram launahækkanir, sem hafa verið al- gert feimnismál allra þeirra er þar komu við sögu og beittu þvi vopni, sem öllum stóð ógn af. - Nú er sama sagan að endurtaka sig. Hjúkrunar- lið allra stærstu sjúkrahúsa landsins hafa nú fetað i fótspor lækna frá þvi i fyrra. Algert neyðarástand hefur skapast í heilbrigðismálum þjóðar- innar. Sjúku fólki hefur verið hent útaf sjúkrahúsum landsins hundruð- um saman, svo kylfa ræður kasti um afdrif þess. Hér eru að verki eins- konar skæruliðasveitir, sem hafa sjúka og þjáða meðbræður sína að „skotmarki” ef ekki verður tafar- laust gengið' að kröfum þeirra. Kjarasamninga samkvæmt lögum og hefðbundnum leiðum virðir það að vettugi og fer sina leið að settu marki eftir ólöglegum leiðum í því skyni að knýja fram óhóflegar launakröfur með þau vopn í hönd- um, sem það veit að undan verður að láta, hversu óskammfeilnislega sem þvi er beitt. 1 jtessum skæruhernaði er engu líkara en að um samræmdar aðgerð- ir sé að ræða. Þess virðist vera gætt af hverjum hóp fyrir sig, að spenna kröfur sínar það hátt að næsti starfshópur telji sig hlunnfarinn í launasamjöfnuði við hinn hópinn. sem á undan var. Þannig getur þetta, (og gerir það), gengið koll af kolli. Slikt gæti gerst ársfjórðungs- lega, ef þróunin er hagstæð, og nái hreinlega saman svo ekkert hlé verði i milli. - Með þessum hætti er auðvelt að skapa þá upplausn, að velferðarþjóðfélagið, sem hér hefur verið byggt upp, hrynji i rúst á stuttum tíma með þeim afleiðingum sem enginn sér fyrir. Það er kaldhæðnislegt, að fólk, sem gert hefur sér að lifsstarfi liknarstörf og lækning sjúkra, og sumt unnið eiða í því sambandi, fer þennan veg í broddi fylkingar með þvílíkri hörku og láta sem það varði litlu þjáningar þess fólks, sem þvi hefur verið falið að annast með mannúð og drengskap. Þeir ráðherrar rikisstjórnarinnar, sem þessi mál heyra undir, standa ráðþrota frammi fyrir þessum skæru- liðasveitum. Eftir því sem fregnir herma hafa þeir boðið þessum starfshópum verulegar launahækk- anir, en við því er ekki litið. - Með tillitsleysi er enn meira krafist, sem ráðherramir telja sér ekki fært að standa að nema eiga á hættu, að hver starfshópurinn af öðrum komi á eftir með kröfur um samskonar, eða hærri laun og úr því verði samfelldur skæruhernaður, sem legði þjóðfélag- ið hreinlega í rúst. Fyrir Alþýðu- bandalagsráðherrana er þetta beisk- ur biti. Stjórnmálabarátta þeirra hefur fram til síðustu tíma beinst að því að standa að og magna hverskon- ar kröfur á hendur atvinnurekenda og þjóðarheildarinnar, ríkisvaldsins, og hvergi sparað sig i þeim efnum. Nú þegar þeir eru komnir í ábyrgð- arstöður og ráðherrastöður horfir málið öðruvisi við frá þeim sjónar- hóli. Þeir standa nú frammi fyrir eigin „uppvakningi”, sem þeir ráða ekki við. Þetta er þeim þvi þörf lexia, en of dýru verði keypt. Þó skæruhernaður hjúkrunar- fræðinga (!) sé alvarlegastur, þessa stundina, fer því þó fjarri að þeir rói einir á báti i þessum efnum. Fjöl- margar aðrar stéttir eru í startstöðu með samskonar aðgerðir. Úr öllum áttum heyrast sífelldir kveinstafir um skort og örbirgð þeirra sem taka laun hjá öðrum i einhverri mynd. Ef marka mætti þá kveinstafi verður ekki annað ályktað, en meginhluti þjóðarinnar sé á barmi hungurs og neyðar likt og sagt er, og sýnt, frá hinum svokölluðu vanþróunarlönd- um. Þvi væri full ástæða til að leita hjálpar annarra þjóða, líkt og gert var i mestu hörmungum, sem yfir land og þjóð hefur dunið, s.s. i Móðuharðindunum. En hvernig kemur þetta heim og saman við þann lifsmáta þessa fólks, sem blasir við allra augum? - þar kemur annað upp. Ekki verður annað séð en að nálega allir hafi menningarmái Sven Brasch, sam- verkamadur Hitlers í kirkjumálningu, sýnir í Norræna húsinu NORRÆNA HÚSIÐ Galleri Niðri PLAKATSÝNING: SVEN BRASCH 25. - 31. mai 1981 Plakatlist ■ Danski teiknarinn og plakat- meistarinn Sven Brasch fæddist árið 1896 og var þrem árum eldri en samstarfsmaður hans, Adolf Hitler er vann með honum ásamt fleiri við að skreyta kirkju suður í Múnchen árið 1908, en frá þessu atviki segir Sven Brasch í sýningarskrá, er fylgir sýningu á plakatverkum hans og nú er haldin í Norræna-ftúsinu. Plakatlist er ævaforn listgrein, eða fjölmiðill. Og má vísa til múrmynd- anna í Pompeji, eða múrmálverk- anna og til eru tréristur frá miðöld- um. En það er líklega ekki fyrr en með tilkomu Iitografíunnar eða steinprentsins að tæknilega er unnt að gjöra plaköt i stórum upplögum, og þá hljóp nú heldur en ekki líf i þessa listgrein sem fjölmiðil, því steinprentið var ódýr aðferð til fjölföldunar. Plaköt voru og eru einkum notuð til að vekja athygli á leikjum, sýningum, til að auglýsa fram- leiðslu, eða þjónustu og þau eru mikilvæg i stjómmálastarfi og félags- starfi. Segja má, að möguleikarnir séu óteljandi. Með nýrri og fullkomnari prent- tækni, hafa möguleikamir enn auk- ist og má t.d. nefna risastór spjöld, er margir nefna billboards Frægir listamenn byrjuðu fljót- lega að gjöra plaköt, eftir að steinprentið kom til sögunnar og frægastur er liklega Toulouse - Lautrec (1864-1901), franskur mál- ari, teiknari og plakatmaður, en ■ Mannmauramir, teikning eftir Sven Brasch, en hún sýnir einmitt vinnupall þann sem þeir Hitler unnu saman á.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.