Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 10 iWw heimilistíminn umsjón: AKB ■ Vélarnar, sem baka og kæla kexið eru geysistórar og út úr þeim kemur kexið á færiböndum tilbúið til pökkunar Framleiðum 22 tegundir af kökum og kexi Kexverksmiðjan Frón heimsótt ■ Magnús Ingimundarson, forstjóri. ■ í siðustu viku sagði hér á síðunni frá heimsókn i kexverksmiðjuna Holt og nú er röðin komin að Kexverksmiðjunni Frón, sem hefur starfað siðan árið 1926. Forstjóri kexverksmiðjunnar er Magnús Ingi- mundarson og ég hitti hann að máli. — „Við höfum átt erfitt uppdrátt- ar undanfarið vegna innflutnings á kexi, en við sækjum á aftur og höfum töluvert rétt úr kútnum siðan 1980 og 1979“ sagði Magnús. Framleiðslan hjá okkur er nú 60-70 tonn á mánuði flesta mánuði ársins, en desember, janúar og febr- úar eru daufir sölumánuðir. Með fullri nýtingu á vélum gætum við framleitt 100 tonn af kexi á mánuði, en nú framleiðum við um 2/3 af framleiðslugetunni. “Eruð þið ekki með nýlegan vélakost?“ „Jú, við fengum fyrstu nýju vél- arnar 1976, en sumar gömlu vélarnar eru ennþá i fuilu gagni. Kexið er sett i umbúðir, strax og bakstrinum er lokið. „Hvað framleiðið þið margar teg- undir af kexi?“ „Við framleiðum 22 tegundir af kökum og kexi. Kökurnar eru ekki eins vinsælar og kexið. Matarkexið, mjólkurkexið og prins Albert eru alltaf mjög vinsælar kextegundir, einnig kremkexið og súkkulaði- húðað kex. Það siðasttalda nýtur nú mikilla vinsælda. „Hvað eru margir starfsmenn hér í verksmiðjunni?" „Hér starfa við verksmiðjuna að staðaldri um 60 manns og skrifstofu- fólk að auki. Nú yfir sumarið fjölgar reyndar fólki upp i 70, en þá er framleiðslan langmest. „Seljið þið eitthvað til útlanda af framleiðslunni?“ „Við seljum aðeins til Færeyja og þá aðallega matarkex eða Sailors'- kex eins og það hét i gamla daga. Sjómenn nota matarkexið mikið, enda geymist það mjög vel. „Eruð þið með nýjar tegundir á markaðnum? „Já, við erum með nýjar tegundir af kremkexi og munum ef til vill fara út í að framleiða fleiri nýjar teg- undir, ef við náum fullri nýtingu á vélunum. AKB. ■ Við sykurmölunarvélina stcndur Ólafur Jónsson, sem sér um að mala sykurinn og búa til kremið. Ólafur sagðist hafa unnið i Frón í 3 ár og líkaði sér mög vel. ■ Þarna sést kexdeigið og h vernig það er mótað og á leið í bökunarofninn. ■ Og svo kemur kexið i pökkunum úr pökkunarvélinni og fer beint ofan i kassa tilbúið fyrir neytandann. " ' % ; m Fjölbreytt sumarstörf fyrir börn og unglinga á Akureyri ■ Það er ýmislegt, sem börn og unglingar á Akureyri geta tekið sér fyrir hendur i sumar, m.a. verður leikja og iþróttanámskeið fyrir börn 10 ára og yngri haldin á vegum íþróttafélagsins Þórs, Knattspyrnu- félags Akureyrar og Æskulýðsráðs Akureyrar. Þau falla nú saman við knattspyrnuskóla og æfingar yngstu flokka félaganna. Námskeiðin á vegum félaganna hefjast 21. júni með innritun við Glcrárskóla og Lundarskóla kl. 14.00 og fara námskeiðin fram á iþróttavöllum félaganna. Reiðskóli verður starfræktur og verða þrjú námskeið i hesta- mennsku fyrir börn 8 ára og eldri. Þau hefjast 21. júni, 14. júli og 26. júli. Það siðasta er haldið með þeim fyrirvara að næg þátttaka fáist. Þátttökugjald er kr. 400,00 og hefst innritun mánudaginn 7. júní á skrifstofu Æskulýðsráðs Akureyrar. Skólagarðar fyrir börn á aldrinum 10-12 ára verða starfræktir og geta börnin sótt um pláss hjá Vinnu- miðiunarskrifstofunni. Vinna í skólagörðum felst í ræktun á al- gengum grænmetistegundum og er uppskera barnanna laun þeirra fyrir starfið. Sumarbúðir fyrir börn eru við Vestmannsvatn í Aðaldal á tima- bilinu 7. júni — 20. júlí og eru fyrir börn á aldrinum 7 — 13 ára. ÆSK starfrækir sumarbúðir við Vest- mannsvatn. Við Hólavatn í Eyja- firði starfrækja KFUM og K sumar- búðir fyrir börn og er innritun þegar hafin í Kristniboðshúsinu Zion. Sjónarhæðarsöfnuðurinn rekur sumarbúðirnar Ástjörn i Keldu- hverfi fyrir drengi á aldrinum 6-12 ára, en þar mun vera fullbókað í sumar. Siglinganámskeið verður fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri og þeir sem hafa hug á að taka þátt í því námskeiði eru beðnir að mæta að bátaskýli Nökkva við Höpfners- bryggjur laugardaginn 12. júní kl. 14.00. í Vinnuskóla Akureyrar komast unglingar á aldrinum 13-15 ára. Gefinn er kostur á fjögurra tíma vinnu fyrir hvern einstakling dag hvern. Þó fá 15 ára unglingar fleiri, tíma ef verkefni eru fyrir hendi. Fyrir minnstu börnin eru svo starfræktir á Akureyri 10 gæsluvellir og þrir starfsvellir verða opnir: Frábær á Syðri-Brekkunni, Smábær i Glerárhverfi og Glæsibær i Inn- bænum. Félagsmiðstöðvar i Lundarskóla og Glerárskóla verða nú í fyrsta skipti opnar að sumarlagi og verður þar opið hús annan hvern fimmtu- dag kl. 8.30-11. íþrótta- ogleikja- námskeið ffyrir börn í Reykjavík ■ Á vegum Reykjavíkurborgar verður efnt til íþrótta og leikjanámskeiðs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára frá 1. til 15. júní. Námskeiðið hófst í fyrradag en enn þá er örugglega hægt að bætast í hópinn. Á námskeiðinu eru kenndar frjálsar íþróttir, knattspyrna og ýmsir aðrir leikir og annast íþróttakennarar kennsluna. Kennsla fer fram alla virka daga á eftirtöldum stöðum: Fyrir 6-9 ára börn: Á Melavelli Laugardalsvelli Leikvelli við Árbæjarskóla íþróttavelli við Fellasskóla Leikvelli við Álftamýrarskóla Leikvelli við Grímsbæ íþr.velli Þróttar v/Sæviðarsund Leikvelli við Breiðholtsskóla kl. 9,00-10.15 kl. 9.00-10.15 kl. 9.00-10.15 kl. 9.00-10.15 kl. 10.30-11.45 kl. 10.30L-H.45 kl. 10.30M1.45 kl. 10.30-11.45 Fyrir 10 til 12 ára börn: Á Laugardalsvelli Melavelli íþróttavelli við.Fellaskóla kl. 13.30-15.00 kl. 13.30-15.00 kl. 13.30-15.00}í Námskeiðinu lýkur með íþróttamóti á íþrótta- vellinum í Laugardal þann 16. júní. Innritun á íþrótta- og leikjanámskeiðið fer fram á kennslustöðunum og er þátttökugjald kr. 30.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.