Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.06.1982, Blaðsíða 4
Heildarlánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins á síðasta ári: IM 19% MINNI EN FYRIR TVEIMIIR ARUM ■ Heildarlánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins námu 287,3 millj. kr. á siðasta ári og voru um 19% minni að raungildi en fyrir aðeins tveim árum. Það vekur aftur þá spurningu hvernig Byggingarsjóður hefði farið að því að veita hin hefðbundnu lán ef ekki hefði komið til sá gífur- legi samdráttur í íbúða- byggingum á almennum markaði sem raun ber vitni samkvæmt yfirliti um lánveitingar Bygg- ingarsjóðs á síðasta ári. ■ 1 fyrrnefndu yfirliti kemur fram að veitt frumlán (l.hluti húsnæðis- málaláns út á íbúðir í smíðum) voru aðeins 1.072 á síðasta ári á móti t.d. 1.687 á árinu 1979, sem er þá samdráttur um 36,5%. Jafnframt fækkaði G-lánum vegna kaupa á eldra húsnæði úr 2.408 í 2.183 á sama tima. Þrátt fyrir þetta hafa meðal upphæðir þessara lána ekkert hækkað umfram hækkun byggingar- vísitölu á þessum tíma. Heildarupphæð nýbyggingarlána út á ibúðabyggingar á almennum markaði var samtals 119,5 millj. kr. í fyrra, sem aðeins var um 79% hækkun frá árinu 1979, þegar þessi upphæð var 66,7 millj. kr. Meðal- upphæð frumlána var 41.400 kr. á siðasta ári, þannig að þeir sem þá fengu þennan fyrsta hluta lánanna greiddan mega gera ráð fyrir 124.200 kr. heildarláni frá Bygg- ingarsjóði út á íbúðir sinar. Ekki virðist blása byrlegar fyrir Byggingarsjóði í ár, þar sem áætlað er að heildariánveitingar hans hækki einungis um 30% i krónum talið frá árinu 1981 og verði 373,7 milljónir króna, samkvæmt lánsfjáráætlun 1982. Með því dragast útlán Byggingar- sjóðs ríkisins raunverulega enn sam- an í ár og er ástæða þess sögð minni eftirspurn eftir lánum, vegna sam- dráttar i byggingarframkvæmdum. HEI- ■ Starfsmenn Á.T.V.R. i óða önn að skella hærri prisum á vínföngin. Tímamynd Róbert I Samkomulag miUi íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli íslands og Jan Mayen gekk i gildi 2. júni sl., en það var undirritað i Osló 22. október sl. Samkomulagið var háð staðfestingu islenskra og norskra stjórnvalda. Alþingi veitti heimild til staðfestingar 18. des. sl. og Stórþingið og ríkisráð Noregs i síðustu viku. Á fundi Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra, og Annemarie Lorentzen, sendiherra Noregs i Reykjavík, i gær, var skipst á orðsendingum um gildistöku samkomulagsins. s.J. Verðhækkun á landbúnaðarvörum: Hækkun til bænda rúm 14% ■ Landbúnaðarvörur hækkuðu nú um mánaðamótin. Hækkunin til bænda nemur 14,07%, þar af er launahækkun 10,33% eins og til annarra landsmanna en aðrar kostnaðarhækkanir eru meiri, og vegur hækkun á áburðarverði þar líklega einna þyngst. Á mjólk hækk- aði verð til bænda nú úr 6,24 kr. í 7,12 kr. fyrir hvem litra og 1. flokks dilkakjöt hækkaði úr 44,31 í 50,54 kr. hvert kiló. verðflokkur kostar 46,15 kr. (16,4%), heil læri og hryggir 56,90 kr. (14,5%) og kótilettur 61,70 kr. (sem er 13,8% hækkun). -HEI Stein- grímur til Gudaveigamar hækka um 10.5% ■ Ekki eru kauptaxtar fyrr hækk- aðir hcldur en útgjöld þeirra sem nota tóbak og áfengi eru einnig stórhækkuð. Allar söluvörur Áfengis- og tóbaksvcrslunar rikisins vora í gær hækkaðar um 10,5% að meðaltali. Má ætla að þessar hækk- anir, sem aðrar er dynja yfir þessa dagana, komi iila við pyngju þeirra mánaðarkaupsmanna sem ekki fá útborguð hærri launin fyrr en eftir mánuð. Svo dæmi séu tekin hækkaði brennivinsflaskan um 22 krónur og kostar nú 233 kr. Algengustu teg- undir af viskí og vodka hækkuðu um 31 kr. og kosta nú 325 kr. flaskan. Ódýrustu borðvin hvít, rauð og rósa, kosta nú 60 kr. flaskan. Þá hækkaði sígarettupakkinn úr 21,65 í 23,90 kr. Ef við hugsum okkur hjónakorn sem reykja daglega sinn pakkann hvort og hýrga sig saman á einni vodkaflösku um helgar þá verða mánaðarútgjöldin fyrir þennan „glaðning" samtals 2.734 kr. á mánuði, eða um 40% af lágmarks- taxta stritvinnufólks. -HEI Jafnframt hækkaði smásöluverð búvara frá um 14% og upp í um 24%. Mest verður hækkunin á þeim vörum sem mest eru niðurgreiddar. Mjólkurlítrinn kostar nú 6.65 kr. (um 17,7% hækkun), rjómapelinn 13 kr. (126,1%), 45% ostur 84,40 kr. kílóið (14,8%), og smjörkílóið 71,10 kr. (24% hækkun). Dilkakjöt i heilum skrokkum, sundursagað að ósk kaupenda, kost- ar nú 43,70 kr. kílóið og hefur hækkað um 17%. Súpukjöt dýrari GARÐASTÁL Nyr próifll : A<%ir m ■ GS45K í mörgum litum Aluzink utanhúsklæðningin á þök og veggi er framleidd í 9 skemmtilegum litum í lengdumeftireiginvali. Hún hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt á íslenskum markaði endaframleidd úrsænsku gæðastáli. Sérstök Plastisolhúð stálsins tryggir ára tugaendingu. Við höfum nú bætt við nýrri fram- leiðslueiningu fyrir garðastál með grófari áferð og hærri görðum, GS 45K, sem hefur aukið burðarþol og hentar betur á stærri byggingar. örugg tilboðsgerð. Skjót afgreiðsla. Kynningarbæklingar hjá söludeild. = heðinn = SÖLUSÍMI 52922 STÓRÁSI 4-6 GARÐABÆ Þar er framleiðslan, þar er þjónustan Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra og frú Edda Guð- mundsdóttir hafa þegið boð V.M. Kamentzev sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna um að koma í opin- bera heimsókn til Sovétríkjanna dagana 8.-15. júní n.k. Mun ráð- herrann eiga viðræður við Kament- zev sjávarútvegsráðherra um sam- skipti landanna á sviði sjávarútvegs og einnig mun hann kynna sér eftir föngum fiskveiðar og vinnslu í Sovétríkjunum. í för með ráðherranum verða Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri og kona hans Sigriður Eyþórsdóttir. Svavar til Færeyja ■ Svavar Gestsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fór í opin- bera heimsókn til Færeyja á þriðju- daginn. Ráðherrann er í boði færeysku landsstjórnarinnar, en fyrir boðinu stendur Páll Vang, landsstýrismað- ur. Ásamt Svavari eru í förinni Jón- ína Benediktsdóttir kona hans, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Guð- rún Jónsdóttir kona hans. Heimsókninni lýkur á föstudag- inn. SJ Þingmarma- nef nd í heimsókn ■ Þingmannasendinefnd frá lands- þinginu í Schles'wig-Holstein, sem aðsetur hefur i Kiel, dvaldi hér á landi dagana 23-28. maí. Formaður nefndarinnar er forseti Landsþingsins, Dr. Helmut Lemke (sem einnig hefur verið forsætisráð- herra í Schleswig-Holstein), og alls eru í nefndinni tiu þingmenn og embættismenn. Þeir hafa átt viðræður við íslenska þingmenn, embættismenn o.fl. og ferðast um landið. SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.