Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja bladinu í dag
TRAUST OG
FJÖLBREYTT
FRÉTT ABLAD!
Miðvikudagur 9. júní 1982
128. tölublað-66. árg.
SAMIÐ VW ALLA AÐILA
NEMA BYGGINGARMENN?
— deilt um hvernig tryggja megi að þeir semji ekki um meira
■ Langir og strangir samninga-
fundir stóðu með aðilum vinnu-
markaðarins i allan gærdag, og stóðu
þeir enn þegar blaðið fór í prentun
um miðnætti í gærkveldi. Á
samningafundum i gær var m.a. rætt
um möguleika á því að vinnuveitend-
ur og Alþýðusamband íslands að
Sambandi byggingarmanna undan-
skildu semdu sin á milli innan þess
ramma sem ræddur hefur verið
undanfama daga. V.andamálið sem
efst var á baugi snéri hins vegar að
þvi hvemig tryggja mætti að
byggingarmenn semdu ekki um
hærri kauphækkanir enaðrireftirá.
Var uppi hugmynd um að setja inn
fyrirvara i samninga um að ef aðrar
stéttir fengju meiri launahækkanir
en verkalýðsfélög innan ASÍ, þá yrði
þeim gert kleift að bæta hag sinn.
Menn voru hins vegar ekki á eitt
sáttir um með hvaða hietti fyrirvarinn
ætti að vera. Launþegaforingjar
lögðu áherslu á að sinir umbjóðend-
ur fengju sjálfkrafa kauphækkun ef
aðrir semdu betur, eða gerðadómi
yrði falið að fjalla um málið, en
vinnuveitendur lögðu hins vegar
áherslu á að einungis yrði uppsagnar-
ákvæði í samningnum til að
dreifa vegna þessa.
Meistarasamband byggingar-
manna er nú utan VSÍ og þvi engin
trygging um að þeir muni ekki semja
hærra en aðrir við Samband
byggingarmanna. Sérstaklega í ljósi
þess að forystumenn meistara-
sambandsins, a.m.k. sumir hverjir,
telja að samningar náist ekki við
sveina nema á mun hærri nótum en
rætt er i sambandi við aðra. - Kás
Sjá nánar af samningamálum á
baksiðu
fuvii
Sólí
Sunnuhlíð
- bls. 10
Sýslumað>
ur
kvaddur
— bls. 4
Langur
föstu-
dagur
- bls. 23
Meiðsli í fætl
binda enda á
íþróttaferil
Hreins
Halldórssonar:
,ÆTIA
AD
HÆTTA
FYRIR
FULLT
OG
AiiT’
■ „Ég ætla mér að hætta fyrir fullt og
allt að stunda þetta sem keppnisiþrótt"
sagði Hreinn Halldórsson kúluvarpari i
samtali við Tímann en hann liggur nú á
bæklunardeild Landsspítalans eftir að
hafa gengist undir uppskurð vegna
brjóskloss í fæti.
Meiðsli hans hafa smátt og smátt verið
að versna en hann varð þeirra fyrst var
skömmu áður en hann hélt til Alabama
í vetur þar sem hann æfði hjá
Alabamaháskóla. Meiðslin ágerðust
stöðugt og vegna þeirra gat hann ekki
sinnt æfingum sem skyldi.
„Andlega liður með vel, og ég hafði
stefnt að því að hætta keppni i ár, en þá
miðaði ég við að hætta eftir Evrópu-
meistarakeppnina i Grikklandi, en ekki
á sjúkrahúsi" sagði Hreinn. - FRI
Sjá nánar á bls. 5
■ Hreinn Halldórsson rúmliggjandi á
bæklunardeild Landsspitalans. Við rúm-
gaflinn stendur Jóhanna Þorsteinsdótt-
ir, kona Hreins, en Lovísa dóttir þeirra
hefur það náðugt til fóta. Timamynd: Kóbert