Tíminn - 09.06.1982, Side 2

Tíminn - 09.06.1982, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982 r spegli tímans umsjón: B.St. og K.L. HUNDAÓHEPPNI 2) Brunalidsmadur er ad komast tíl hundsins. ■ Þetta var meiri ólánsdagurinn hjá aumingja Neró. Hann hafði álpast út um glugga á íbúð- arblokk, þar sem hann átti heima í Washington D.C. í Bandaríkjunum, og fór svo eftir syllu ■ 3) „Svona, kallinn mmn, komdu rólegur með méru. Björgunarmennimir hjálpast að við að hjálpa seppa úr klipunni. utan á húsinu, en komst ekki til baka sömu leið. Þama sat hann svo fastur á syllunni og var ósköp sorgmæddur á svipinn. Vegfar- endur sáu vandræði hundsins og tilköll- uðu brunaliðsmenn. ■ 1) Neró var svo óheppinn að lokast úti á gluggasyllunni. Hann horfir hræddur niður á götuna. Það var erfitt að komast að hundin- um án þess að hræða hann. Björg- unarmaður Nerós lagði sig í töluverða hættu við að ná honum, en allt fór vel að lokum. Jacqueline Bisset: „Hef snúið við blaðinu, — ekki fleiri Bondstúlku- (hlutverk fyrir mig í framtíðinni: ■ Jacqueline Bisset hefur um þessar mundir gert alvarlega úttekt á leikferli sinum. Margar af þeim kvikmyndum sem hún hefur leikið í, hafa meira lagt áherslu á kynþokka hennar og fagran likama en leikhæfileika hennar, og hún segist vera hrædd um að hún lendi í hálfgerðri sjálfheldu sem „sexbomba“ og fái aldrei meir alvarlegt eða viðamikið hlutverk. Jacqueline er bresk, orðin 35 ára og hefur verið vinsæl leikkona i kvikmyndum í mörg ár. Hún segist nú sjá, að hún hafi ekki verið nógu vandfýsin með hlutverk. T.d. þegar hún tók að sér að leika hina fagurlimuðu Giovönnu Goodthighs í James Bond- myndinni Casino Royale. Það hlutverk hefur fylgt mér endalaust siðan, en önnur sem hafa reynt meira á leikhæfi- leika hafa fallið i gleymsku, segir leikkonan og tilnefnir þá „Day For Night“ 1973 og Morðið i Austurlandahrað- lestinni 1974 (þar lék hún | greifynjuna). „Nú vil ég losna úr þessum | hlutverkum, þar sem ég leik I stúlku í blautri blússu og brjóstahaldaralaus, - þar sem ég geri lítið annað en að sýna á mér kroppinn, og leika | alvarleg hlutverk, þar sem reynir á skapgerð og leikhæfi- leika“, segir leikkonan nýlega | i viðtali við breskt blað. Hún hefur þegar byrjað á að | framkvæma þessa áætlun sina. i Hún hefur leikið nýlega í ) kvikmynd, sem heitir „Rík og fræg“ og er það ný útgáfa af samnefndri kvikmynd, sem Bette Davis, leikkonan fræga, lék aðalhlutverk í fyrir mörgum árum. Jacqueline Bisset hefur sýnt að henni er alvara með það“...að snúa við blaði“. ■ Jacqueline vill ekki festast í kynbombuhlutverkum, en engu að siður.. ■ Bragi Ásgeirsson listmálari og K.B. Andersen fyrrum utanríkisráðherra Dana við afhendingu Bjartsýnisverðlauna Bröstes 1982. Bjartsýnisverðlaun Bröstes 1982 ■ „Bjartsýnisverðlaun Bröstes“ eru veitt íslenskum listamanni einu sinni á ári. Þau voru veitt í fyrsta sinn í fyrra, og þá hlaut þau Garðar Cortes óperusöngvari, en verðlaunin 1982 voru veitt Braga Ásgeirs- syni listmálara. Verðlaunin, sem voru 25.000 danskar krónur, voru afhent við hátíðlega athöfn 2. júni í BRÖSTES GARD. Peter Bröste forstjóri bauð gesti velkomna, en þama vom saman komnir gestir frá stjóm Kunstakademiets og málara- skóla þess. Þar vom einnig nokkrir vinir Braga og kollegar í listinni og Einar Ágústsson ambassador var þama mættur og fleiri íslend- ingar. K.B. Andersen, fyrrv. utanríkisráðherra, var aðal- ræðumaður, en hann hefur ávallt staðið framarlega i norrænni samvinnu og var einn aðalstuðningsmaður ís- lendinga þcgar rætt var um islensku fomhandritin i Dan- Peter Bröste forstjóri ásamt BragaAsgeirssyni og Kolbrúnu konu hans. mörku og afliendingu þeirra til íslands. Hann talaði við þetta tækifæri um islenska menningu i fortið og nútið, og varðveislu fomra bókmennta á íslandi. Þá vom lesin simskeyti frá Islandi, heillaskeyti frá forseta hhbhhhhhbhbb íslands, Vigdisi Finnbogadótt- ur, og skeyti frá islensku valnefndinni með forsendum vals þeirra á verðlaunahafa i ár. Þvi næst las Erik Sönderholm lektor, fyrmrn framkvæmdastjóri Norræna hússins í Reykjavík og góður vinur Braga Ásgeirssonar, þakkarávarp frá honum. Þetta þótti bjartur og fagur danskur/islenskur hátiðisdagur i Bröstes garði við Christians- höfn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.