Tíminn - 09.06.1982, Qupperneq 9

Tíminn - 09.06.1982, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982 „Framundan er óhjákvæmilegur samdráttur, t.d. í sauðfjárrækt, eigi dilkakjötið ekki að fylla öll hús eins og óskagrautur í gömlu ævintýri. Eðlilega ræða menn mjög, hvernig við skuli brugðist, því allir sjá, að röskun hefðbundinnar búvöruframleiðslu getur á viðkvæmum svæð- um jafngilt röskun byggðar”. halda sjó um hríð. Þetta eru varhuga- verð viðbrögð, hvort sem horft er til lengri eða skemmri tima. Vannýtt „auka“-búgrein? Hinn hefðbundni búskapur okkar er framleiðsla mjólkur og kjöts með jórturdýrum. íslenski bóndinn er í eðli sínu búfjárræktarmaður. Hann hefur næmt auga fyrir kostum gripa sinna og leggur sig fram um að bæta þá á flestar lundir. Með virku ræktunarstarfi og góðri hirðu hefur þvi tekist að bæta afurðasemi nautgripa og sauðfjár, svo að hjá mörgum bændum þolir hún samanburð við það besta sem gerist erlendis. Á hinn bóginn hefur fóður- ræktin verið nokkur hornreka í íslensk- um búskap. Til þess liggja ýmsar ástæður. Nefna má, að hérlendis skortir ræktunarhefð akuryrkjunnar, auðfeng- ið og oft ódýrt skepnufóður erlent hefur dregið úr þýðingu heimaaflaðs fóðurs, og rannsóknir og leiðbeiningar á sviði jarðræktar hafa ekki verið jafn markviss- ar og á sviði búfjárræktarinnar, einkum hin siðari árin. Sem afleiðingu af þessu má svona nefna það er ýmsir hafa fært að töluleg rök, að stór hluti hinna hefðbundnu búsafurða er i raun fram- leiddur á innfluttu fóðri. Þetta er alvarleg staðreynd, einkum þegar þess er gætt, að mestur hluti útgjalda og vinnu búandfóíks er einmitt bundinn fóðuröflun búsins: ræktun, heyskap og heygeymslu. Mjög lauslega virðist hlutur fóðuröflunar i búrekstri hafa verið eftirfarandi, skv. ársskýrslu Búreikn- ingastofu landbúnaðarins 1980. Tölurnar sýna aðeins regluna gömlu: Að búskapur á íslandi er fyrst og fremst heyskapur. Með markvissum úrbótum á sviði fóðuröflunar hlýtur þvi að mega vænta nokkurs sparnaðar og tekjudrýg- inda á flestum bæjum. Sókn er besta vörnin Markaðstakmörk búfjárafurða eigum við þvi að nota sem ástæðu til nýrrar sóknar i eigin fóðuröflun, bæði á einstökum búum og ekki síður á landsvisu. Um þetta markmið verða allir að sameinast með gerðum sínum, hvort sem þeir eru ráðherrar, bændur, rannsóknamenn eða ráðunautar. Þetta er raunhæfur möguleiki til þess að bæta laun alls þorra bænda við núverandi markaðsskilyrði, að ekki sé talað um þann styrk sem aðgerðirnar gætu orðið sjálfsbjörg þjóðarinnar um matföng. Að láta erlent kjarnfóður streyma stjórnlítið inn i landið er eiginlega bein ógnun við islenska vinnustaði til sveita, auk þess sem það kostar dýrmætan gjaldeyri, sem betur væri varið á annan veg. Sú fækkun búfjár, sem orðin er og sem fyrirsjáanleg er, auðveldar að mörgu leyti úrbætur í fóðuröflun búanna. Heymagnið telur nú minna en áður, er færri gripir koma á hverja flatareiningu ræktaðs lands. Nú verður hægt að hugsa um heygæðin ekki siður, en einmitt á þvi sviði hefur stærsta hindrun á hámarksnýtingu heimaaflaðs fóðurs leg- ið. Hér er samræmdra aðgerða þörf, aðgerða stjórnvalda, bændasamtaka, rannsóknastofnana og leiðbeininga- þjónustu. En minnugur þess, að Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og hljótt í ntoldu vex kom í brauð... og, að um aðgerð á eigin búi munar mest, ætlar skrifarinn að stytta mál sitt og hverfa frá landsföðurlegri prédikun yfir til hagnýtari og nærtækari atriða. Fáein efni til umhugsunar Af mörgu er að taka. Þessar vikurnar er þúsundum tonna af tilbúnum áburði dreift á íslensk tún - áburði, sem fyrir stuttu hækkaði um sextiu prósent, og sem ýmsir geta fyrst greitt með væntanlegu haustinnleggi. Notum nú tækifærið og spyrjum okkur sjálf, þar sem við sitjum á dráttarvélinni og sjáum dýr kornin sáldrast út yfir völlinn: Er þessi spilda ■ þvi ástandi, t.d. hvað varðar framræslu að hún geti svarað þeim áburði til fulls, sem til hennar er kostað? Líka má nota tækifærið og leiða hugann að endurræktuninni: Gætu aðrar grastegundir skilað meira fóðri en þær sem nú vaxa í spildunni, ellegar árvissri eftirtekju? Kannske kroppa lambær nýgræðinginn ekki langt undan, svo að spurningin vaknar: Er rétt að beita þessa spildu, eða er þar verið að spilla fóðuruppskeru komandi sumars? Margs þarf búið við, frændi, sagði Sighvatur á Grund um árið, og vilji er allt sem þarf, bætti Gunnar við nokkru síðar. Það mætti og ætti að spyrja um margt fleira, en óþarft er að þreyta kunnuga með frekari dæmum. í lokin Það var tilgangur þessara skrifa að beina athygli þeirra, sem þau kynnu að lesa, að fóðurræktinni, þessari undir- stöðu hefðbundins búskapar á íslandi. Skrifarinn kaus að nota þennan árstima, gróandann, til þess, í von um að nú lifnuðu ekki bara liljur, grös og lömbin smá, heldur líka ákveðinn vilji til þess að takast á við verkefni, sem fært getur fleiri islenskum bændum kjarabót en nokkur önnur „aukabúgrein" getur, þótt góð sé. Verkefnið er að framleiða þær búsafurðir, sem við höfum þörf fyrir, með eigin höndum, með eigin auðlindum. Þannig getum við best tryggt vinnustaði þeirra sem byggja vilja sveitir landsins i bráð og lengd að hefðbundn- um hætti. Hlutur fóðuröflunar i vinnutima 20-25% Hlutur fóðuröflunar í framleiðslukostnaði 45-50% Hlutur fóðuröflunar i árlegri fjárfestingu 55-ó0% ■ Thorsten Wiesel, einn þeirra sem hlaut Nóbelsverðlaunin i lækn- isfræði 1981. þessi sami maður notar heilann þá notar hann kannski ekki nema 000 000 000 000 0.1% af „stærð” eða getu heilans eða ef til vill miklu minna. Kraftamaðurinn er kannski ekkert sérlega laginn við að nota heilann. Vöðvaorkan ligg- ur betur til handa. Og hversu vel notar einn kapi- talislisinn heila i samanburði við t.d. Einstein? Báðir eru „vinstri- heilamenn” i hugmyndum sinum samkvæmt þessari nýju kenn- ingu. Hugsum okkur bilavigt sem er svo kraftmikil að hún getur vegið fjölda trukka hvern ofan á öðrum og alla fullhlaðna af málmgrýti. Mælir slikrar vigtar hlýtur að vera vel gerður og stór. Ekki beint i útliti, heldur hið innra Mælirinn er eins og hluti af heila. Setjum sem svo, að einn trukk- ur fullur af málmgrýti sé veginn á þessari bilavigt. Þegar búið er að vikta trukkinn ekur hann af viktinni. Bilstjórinn stigur út og gengur yfir vigtarpallinn til að taka við nótu af vigtarmanninum en á leiðinni dettur af honum fatalús og fellur ofan á vigtarpall- inn. Það sést ekki mikið á vigtar- mælinum þótt ein litil, næstum ósýnileg fatalús skriði á vigt- arpallinum. Það má segja að einn venjuleg- ur kapitalisti noti heila sinn ekki meira en svo, að likja megi við fatalús sem skriður á stórri bila- vigt. Aftur á móti hefur Einstein nota heila sinn sem likja má við all stóru bílhlassi. II. Þrir menn fengu Nóbelsverðlun árið 1981, fyrir rannsóknir sinar á starfsemi heilans. Torsten Wiesel frá Svíþjóð, nú búsettur i Bandaríkj- unum, David Hubel og Roger W. Sperry, báðir frá Bandarikjunum. Torsten Wiesel segir, að hann hafi ekki notið þess frelsins heima hjá sér i Sviþjóð sem nauðsynlegt er fyrir visindamenn að hafa við rannsóknir sinar. En slikt frelsi fékk hann i Harvard Medical School i Boston Bandarikjunum. Það er Roger W. Sperry sem er frægur fyrir rannsóknir sinar um heila-hálfurnar og gerð heilans og starfsemi. Þeir Torsten Wiesel og David Hubel rannsökuðu sjóntruflanir barna með það sem markmið að fyrirbyggja að slikar truflanir geti skaðaö heilann og heilastarf- semina. Eg ætla mér ekki að fara út i hin sérfræðilegu störf þeirra, en benda má á ýmsar almennar vangavelturum þessinýju visindi sem fólk almennt myndi hafa á- huga á að kynnast. Uppgötvarnir þessar eru ekki aðeins sagðar geta hjálpað sein- þroska börnum heldur hafa þær einnig gildi fyrir heilbrigð börn. Bent er á, að sérstaklega þurfi að huga vel að þróun og þroska sjón- arinnar hjá ungbarninu. Sjón einstaklinga er mjög mis- jafnlega vel þroskuð og þróuð. Litið er vitað um ástæöuna fyrir litblindu. Er litblinda ættgeng? Meðfædd? Eða mistök i uppeld- inu? Hvað sem þessu liður þá er vel hægt að hafa áhrif á sjónina til illa eða góðs. Sumir halda þvi fram, að fólk i suðlægari löndum hafi þroskaðri sjón en fólk sem býr i hinum norð- lægari löndum. Þetta gæti haft með ljósið að gera. Börn sem fæð- ast að vori til eða að sumri þar sem nætur eru bjartar fá ekki eins þjálfaða sjón og þau börn sem fæðast þegar dimma tekur á kvöldin. Börnin þurfa að fá að upplifa ljós og myrkur og ólika skugga. Einnig að kynnast sem flestum litum náttúrunnar. Fái barnið ekki nægilegan tima til að virða hlutina fyrir sér sem athygli þess beinist að hverju sinni, getur það haft sinar alvar- legustu afleiðingar bæði fyrir sjónina og sálarlif þess. Astæðan er sú að það eru aðeins fyrstu vik- urnar sem barnið lifir að augu þess þroskast. Verði barnið fyrir miklum truflunum við sjónæfing- ar sinar getur það bókstaflega leitt til blindu og sálrænna á- verka. Þannig eru nú helztu bollalegg- ingar fólks i stórum dráttum þeg- ar þessi nýju visindi um augun og heilann ber á góma. Það er samband auga og heila sem verið er að reyna leggja á- herzlu á. Vissulega verður fólk að leita sér nánari upplýsinga hjá sér- fræðingum á þessum sviðum til að fyrirbyggja allan misskilning sem gæti verið varhugaverður. III Rett er að gera sér ljóst, að þótt talsverðar framfarir eigi sér stað i liffærafræði eða lifefnafræði eða öðrum raunvisindagreinum, — dregur það alls ekki úr þörfinni fyrir sálfræðivisindunum, — þvert á móti krefjast framfarir og nýjar uppfinningar á sviði nátt- úruvisindanna aukinnar sálfræði- legrar þekkingar. Hér er ekki aðeins átt við sál- fræðivisindi seinustu ára með öll- um sinum þúsunda „terapi” stefnum, heldur ekkert siður viö ritverk Sigmundar Freuds. Meg- in hluti ritverka hans er enn i fullu gildi, — en sérhver kynslóð verður að lesa verk hans á sinn eigin hátt til þess bæði að upp- götva eitthvað nýtt, eða til að gagnrýna það sem teljast verð- urúrelt og gamalt. I fyrirlestrum Freud frá 1932 má sjá að hann er ekki aðeins „vinstri-heilamaður ” heldur einnig „hægri-heilamaður”. Sjá t.d. (Uber eina Weltanschauung) frá 1932. Og hinar nýju uppgötv- anir verða ekki mjög framandi fyrir þá sem hafa lesið Freud að einhverju marki. Ekki má heldur gleyma þvi, að Freud byrjaði á lifefnasálarfræð- inni talsvert á undan Rússanum Ivan Pavlov.En þar sem Freud taldi lifefnafræðina þá ekki nægi- lega þróaða til að nota hana við þær lækningar sem hann stund- aði, hætti hann við tilraunir sinar og hélt áfram sinum fyrri aðferð- um sem siðar leiddu til sálgrein- ingarnar sem hann er frægastur fyrir. Freud var i raun og veru mikill mannvinur hann vildi lækna fólk. Tilraunavisindum sinnti hann litið. Það væri mjög óviturlegt fyrir stúdenta að ætla sér að lesa sálar- fræði hjá hinum „vinstri-heila- sinnuðu” mönnum i Ráðstjórnar- rikjunum eða í Austur-Þýska- landi sem ekki virðast geta greint einstaklinginn frá hópnum. Og það er einnig til reynsla fyrir þvi á Islandi að Frakkland hefur ekki verið neitt framúrskarandi til að lesa uppeldisfræði. Þar hafa greindir nemendur orðið að lesa Freud á laun. Hitt er satt að allir gáfaöir rithöfundar og kvik- myndaleikstjórar i Frakklandi lesa verk Freuds. En nú hefur stjórn Mitterrand ákveðið að efla hin húmanisku visindi svo um munar. Fróðlegt verður að fylgjast með þeirri nýj- ung. Hin nýja „marco-micro” heila- sálfræði er stuðningur við visindi Freuds. 9 orðaleppar Heila- stormar og óheilla- iðja Brainstorming er enska og merkir námkvæmlega „heila- stormur“. En nýyrðasmiður- inn hikar við og segir í staðinn „hugstormur“, nefnir líka „hugflæði“ og „hug- myndaflæði". Hugstormur.ei í- skyggileg veðurlýsing. „Allt í lagi,“ sagði Langnes- ingur, „bara, að hann sé ekki að norðaustan.“ Við fengum nóg af þeirri áttinni i haust. Þið vitið, hvað útvarp er. En ekki er víst, að þið vitið, hvað innvarp merkir. „Innvarp get- ur verið varnarháttur eins og frávarp,“ segir skýringin. En hvað er þá frávarp? Frávarp er: X„varnarháttur, fólginn í því að eigna öðrum eiginleika í sjálf sin fari“, segir skýringin. Málshættir fjalla um þetta: „Sinn brest láir hver mest“ og „Margur heldur mig sig, mátu- lega dyggvan“. (Að ógleymdri „flísinni“ og bjálkanum“ í auganu.) Hæði er nýtt orð. En látið ykkur ekki detta í hug, að það eigi skylt við hæðni. Hæðis- hneigð er:„-atferliskveikja sem er sprottin af þeirri þörf að vera skjólstæðingur“. Enska skýringarorðið depi- dence skilja vonandi margir. En ekki er víst, að allir átti sig á því, að hæði kemur af háður, og hefði mátt geta þess í skýringunum. Maður með „hæðishneigð“ er þvi sá, sem vill vera einhverjum háður eða koma sér i mjúkinn hjá honum. Þetta köllum við ann- ars að vera ekki sjálfum sér nógur. Og i niðrandi merkingu er sagt, að svona maður sé fylgispakur, undirgefinn, allra þjónn, leiðitamur eða þýlynd- ur. Hæning er nafnorð, sem er dregið af öllum þessum ósköp- um. Og hæning er: „eðlilegt,' oftast tegundarbundið atferli, sem að jafnaði er lært á kjörtíma og breytist varla úr því.“ En þetta reyni ég ekki að skilja. (Ef einhverjum leiðist ný- yrðasnap mitt, ætti hann að skilja, að nemendur, sem neyðast til að læra þetta, eru ekki alltaf í góðu skapi.) Hermann Pálsson talar um „fræðimannabölið" á íslandi; (Tíminn 16. ágúst'81.) og bætir við: „Hér má til að mynda nefna afskipti lærðra manna af móðurmálinu, einkum þá ó- heillaiðju, sem kallast ný- yrðasmíð.“ Oddný Guðmunds- dóttir, skrifar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.