Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Simi (91) 7 - 75-51. (91 ) 7 - 80-30. TTTT Skemmuvegi 20 tlrlr . Kópavogi Mikiö úrval Opió virka duga 9-19 • Laugar- daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 V ■ . l: •..« ATBURDIR AFTAN ÚR MÓÐUHARÐ- INDUNUM A SVIDI í GAMLA BÍ6 Litli leikklúbburinn sýnir ,,Ur aldaannáT’eftir Bödvar Guðmundsson ■ Nú fyrir helgina iitu þeir við á ritstjórn Timans Trausti Hermannsson og Hafsteinn Vilhjálmsson frá Litla leikklúbbnum á ísafirði, en leikklúbbur- inn var með sýningu i Reykjavík á leik Böðvars Guðmundssonar, „Úr alda- annál“ i gærkvöld í Gamlabiói. Við notum tækifærið til þess að spyrja þá fclaga um sýninguna og starf Litla leikklúbbsins. „Leikhópurinn er rétt i þessu að koma frá Danmörku, þar sem hann sýndi þetta verk á norrænni listahátið i Næstved", segja þeir félagar. „Verk Böðvars var hins vegar frumsýnt í félagsheimilinu i Hnífsdal á annan dag páska í vetur og við gerðum nokkru betur en það, því við gáfum leikinn út i bókarformi. Það er Mál og menning sem hefur séð um dreifinguna á bókinni." Hvað viljið þið segja okkur uni leikritið? „Efnið sækir Böðvar i atburð sem átti sér stað austur á Fjörðum 1784-86 og segir þar frá tilvikum hans ásamt því lífi sem þjóðin lifði á þessum tíma, en þetta er það tímabil sem Móðuharðindin stóðu yfir. Að öðru leyti vil ég ekki rekja efni leiksins, enda er það ekki svo auðvelt." Sýningin hefur þótt mjög áhugaverð og henni hefur verið afar vel tekið. Það hefur gert sitt til þess að setja svip á hana að leikmyndin er mjög óvenjuleg og fyrir vestan færðum við allt húsið i leikbúning með þvi að tjalda og mála salinn i stil við það andrúmsloft sem í leiknum ríkir. Það var leikstjórinn okkar, Kári Halldór sem hannaði leikmyndina, en tónlist er eftir Jónas Tómasson. Leikendur eru níu. Við héldum niu sýningar fyrir vestan á „Úr aldaannái“. Þið fóruð með sýninguna úr landi? „Já, eins og ég sagði, þá fórum við með hana til Næstved og sýndum þar 2. júní og 4. júni. Við höfum ekki heyrt frá þeim i dag, en vitum að þegar leikararnir okkar komu út var tekið á móti þeim eins og höfðingjum og sýningin þann 2. júní gekk mjög vel.“ Hve lengi er Litli leikklúbburinn búinn að starfa? „Hann hefur nú starfað í 17 ár. Þetta er þvi 18. leikárið og leikrit Böðvars Guðmundssonar er okkar 36. verkefni. Við höfum yfirleitt verið með aðkomna atvinnuleikstjóra við okkar sýningar, þótt við höfum einnig sett upp leikrit sjálf. Skráðir félagar í klúbbnum eru nú um 60, enda hefur krafturinn í starfinu verið óvenju mikill allt síðasta leikár, t.d. í kring um sýninguna „Þið munið hann Jónas,“ sem var samantekt á ýmsu úr verkum Jónasar Árnasonar og einnig vegna barnaskemmtana okkar o. fl. svo ekki sé minnst á þessa bókaútgáfu. Salan á bókinni hefur gengið mjög vel vestra og vonum að hún og leikurinn fái einnig góðar viðtökur á Listahátíð nú, svo kostnaður okkar sleppi fyrir horn.“ - AM MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1982 ■ Trausti Hermannsson og Hafsteinn Vilhjálmsson. fréttir Ætlar Meistarasam- bandið að semja hærra en aðrir? ■ „Vandinn er sá að erfiðleikarnir snúa að atriði sem hvorugur aðil- inn ræður við, þ.e. hvorki ASÍ né VSÍ. Við getum ekki skyldað neitt félag til að vera í samfloti með okkur, og eins hitt að sum okkar félög hafa aðra viðsemjendur en VSÍ, eins og t.d. Meistarasamband byggingarmanna", sagði launþegaforingi í röðum ASÍ í samtali við Tímann i gær. „Ekki bætti það úr skák þegar upp á borðið komu hugmyndapunktar tiltek- ins forystumanns í Meistarasambandi bygg- ingarmanna um það hvað hann héldi að þyrfti að koma til svo samningar leystust við byggingar- sveina. Þessir punktar voru á miklu hærri nótum, en aðrir hafa haft í huga. Náttúrlega veikja þessar hugmyndir ekki sveina um að sækja á, þegar þeir sjá hvert mat viðsemjenda þeirra er á því hvað gera þurfi.“ - Kás Akureyri: Eldur við Einishúsið. ■ Slökkvilið Akureyr- ar var kvatt að Einishús- inu, við Hafnarstræti 81 á átjánda tímanum i gær. Þegar komið var á vettvang logaði eldur í drasli í bakgarði hússins og var hann í þann mund að festa sig i veggnum sem snýr að bakgarðinum. Mikinn reyk lagði frá eldinum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. —Sjó. dropar Að þakka fyrir sig ■ Úr fundargerð útgerðar- ráðs Reykjavikurborgar: „Þar sem þetta var siðasti fundur útgerðarráðs á kjör- timabilinu þakkaði formaður útgerðarráðsmönnum og starfsfólki BÚR samstarfið þann tima, sem hann hefur starfað i útgerðarráðinu og óskaði mönnum farsældar i framtiðinni. Einar Thoroddsen fyrir hönd minnihlutans þakkaði samstarfsmönnum í útgerðar- ráði ánægjulegt samstarf á liðnu kjörtímabili. Ennfremur þökkuðu Björg- vin Guðmundsson og Einar Sveinsson samstarfið á liðnum árum og KrLstvin Kristinsson þakkaði Marteini Jónassyni sérstaklega langt og heilla- drjúgt starf. Ragnar Júliusson þakkaði Vigfúsi Aðalsteinssyni og starfsfólki hans vel uppfærða reikninga og góða og fljóta gagnaöflun á undanförnum árum.“ Og við þökkum fyrir okkur. Arnarflug græðir ■ Elugfélög viða um heim hafa borið sig illa að undan- fömu, - kvartaö yfir versnandi rekstrargrundvelli og raunar hafa sum þeirra sofnað svefnin- um langa. Allir kannast Uka við hvað gengið hefur á hjá Flugleiðum. Það kom okkur þvi óneitan- leg heilmikið á óvart þegar við heyrðum að hagnaður Arnar- flugs á siðasta ári hafi numið um sjö milljónum króna. Þessi tala verður að visu ekki gerð opinber fyrr en á aöalfundi félagsins næsta þriðjudag, en við höfum hana eftir traustum heimildum. Þetta ætti að sýna að hægt er að reka flugfélög án taps, og kannski ekki að undra þótt ýmsir líti hlutabréfin hým auga... Davíð fiskar í tæru vatni ■ Á morgun rennur upp sú stund sem Davíð Oddsson hefur ábyggilega hlakkað til lengi. Þá fær hann að renna fýrir fyrsta laxinn í EUiðaán- um.Honum til fulltingis munu verða þeir Gunnlaugur Péturs- son, borgarritari, og Aðal- steinn Guðjohnsen, rafmagns- veitustjóri. Það vekur hins vegar athygU að forseti borgarstjómar fær hvergi að koma nærri, eins og tiðkast hefur undanfarin ár. Krummi... er nú þeirrar skoðunar að Davíð hefði getað ieyft Albert að háfa hjá sér fyrsta laxinn... o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.