Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 4
FIMMTCDAGUR 10 JÚNÍ 1982 Tdnleikar með Art Blakey ■ Jazzleikarinn Art Blakey kemur hingað til lands á föstudag ásamt hljómsveit sinni The Jazz Messengers og heldur hér eina tónleika í Háskólabíói um kvöldið. Art Blakey er íslendingum að góðu kunnur því hann hélt hér tónleika árið 1979, tónleika sem örugglega verða lengi ! minnum hafðir. The Jazz Messengers hafa löngum verið kallaðir Gróðurhús jazzins því i þvi bandi hafa margir frægir jazzleikarar stigið sín fyrstu spor og má nefna nöfn eins og Wayne Shorter, Lee Morgan og Freddie Hubbard. Ef að líkum lætur ættu þessir tónleikar að verða svipuð „jazzgeggjun“ og hinir fyrri sem Blakey hefur haldið hér og allir sannir jazzunnendur ættu ekki að láta sig vanta í Háskólabió annað kvöld. -FRI ■ Art Blakey er hann var hér 1979 Bjórpylsa Bjórskinka Bringupylsa Goðaskinka Hangikjöt Kindakæfa Lambaskinka Lambasteik Lifrarkæfa GODA álegg á brauðið - bragðgott og hollt Lyonpylsa Malakoff Mortadella Raftaskinka Rúllupylsa Servelatpylsa Skinkupylsa Spægipylsa Veiðipylsa GBÐI A 37 erindi f lutt á 6 klukkustundum „Líf og Landff boðar til ráðstefnu um efnið „Maður og stjórnmál” ■ „Líf og land“ mun gangast fyrir ráðstefnu að Hótel Borg n.k. laugardag og mun hún nefnast „Maður og stjórnmál.“Boðuðu forráðamenn sam- takanna til blaðamannafundar að Hótel Borgi gær til þess að kynna ráðstefnuna, en hún er hin sjöunda sem „Líf og land“ boðar til á fjórum árum. Formaður Lifs og lands, Kristinn Ragnarsson, arkitekt, sagði að ráðstefn- an mundi hefjast kl. 10 árdegis og standa þar til klukkan 18 siðdegis. Á ráðstefn- unni verða flutt 37-38 erindi sem öll verða mjög stutt og ná yfir sögu stjómmála allt frá grisku borgríkj- unum til þessa dag. Ennfremur verður reynt að skyggnast inn i framtíðina. Reynt verður að standa straum af kostnaði vegna ráðstefnunnar með sölu á prentuðum eintökum af erindunum, en aðgangseyrir er enginn og geta gestir komið og farið að vild. Sagði Kristinn að þótt undirbúningur hefði verið á ýmsan hátt erfiður vegna kosninga, sem nú em nýafstaðnar og prófanna í skólum, en margir stjóm- málamenn og kennarar flytja erindi á ráðstefnunni, hefðu viðtökur eigi að síður verið mjög góðar og ágætir fyrirlesarar fengist. Ráðstefnunni er ætlað að gefa mönnum kost á að skyggnast nokkuð undir yfirborð heims stjórnmálanna enda stjórnmál mikill áhrifavaldur á lif manna og þvi ekki óviðkomandi stefnumiði Lífs og lands, sem er að móta umhverfi mannsins til hins betra. Ætlunin er að efna til ráðstefnu um „Manninn og vísindin“ i haust. VÍSNARAUL ■ Á Listahátið 82 syngur Svíinn Olle Adolphson i Norræna húsinu og spilar á gítar. Þetta listform, visnasöngur, er hefðbundið í Svíþjóð, allt frá dögum Bellmans og kannski lengur. Hér hefur þessi listgrein aldrei náð neinni fótfestu, þótt hún hafi borist til landsins annað veifið með sænskmenntuðum mönnum, líkt og næturgalarnir, sem nú eru sagðir vera í Skógræktarstöðinni í Fossvogi. Langþekktastur þessara íslensku söng- vara, og líklega sá eini sem á blað kemst, er Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, en hann yrkir einmitt sina eigin gamansömu texta, stundum með létt- filósófisku ivafi, og spilar þannig á gitar að ekki er raun á að hlýða. Sama verður ekki sagt um söngflokka þá, sem upp komu á 7. áratugnum - næstum því hvert einasta lag sem ég hef heyrt þá syngja hefur verið skandali í undirspili, þar sem gitar-ókindin er knúð í frumstæðum hljómum eins og á dansiballi eða skátasamkomu, jafnvel í lögum eins og Yfir kaldan eyðisand eða Ó mín flaskan fríða. Ef ég má koma með tillögu í uppeldismálum, þá ætti að uppræta frumstæðan gitarslátt á barnaheimilum - annaðhvort að banna hljóðfærið alveg í námunda við ómótuð böm, eða gera það að að ófrávíkjanlegum lið i langskólanámi starfsfólks að læra al- mennilega á hljóðfærið. Hver veit hvaða sköðum vond tónlistarinnræting á við- kvæmu skeiði getur valdið? Eða eru kröfur íslendinga um eilift og æ meira danslaga-grenj í útvarpinu, bæði nótt sem dag, einleiknar? Olle Adolphson er ágætur gítar- leikari, og spilaði mjög smekklega undir söng sinum. Hins vegar er það merkilegt, að nokkur skuli endast til að hlusta á svona raul í hálfan annan tíma, því þetta er afskaplega einhæft, bæði lög og textar. Svona lög eru ævinlega i moll, og textarnir flestir „Solen gik ned“ og „Döden var sort“, og á milli kemur ástin með „roda blomster". Enginn mundi nenna að hlusta á þessi kvæði ein sér nema i stutta stund. Og varla sönginn heldur. En sem heildarform - söngur, gitar og texti, og Olle Adolphson gerir þetta allt ágætlega útaf fyrir sig - mundi ég segja, að möguleikar þessa konserts hafi verið tæmdir eftir hálftíma. Þvi þessir hlutir eiga ekki heima á „konsert" frekar en danslög. Danslög eiga heima á böllum, þar sem menn eru að dansa, og visnasöngur á heima á bjórkrám, þar sem menn eru að rabba saman. Mér skildist að Adolphson hefði samið meiri hlutann af þessum visum, sem hann söng, sum lögin kannaðist ég við, en flest ekki. Siðast söng hann nokkra bálka eftir Sven-Bertil Taube, sem einna frægastur hefur orðið sænskra söngvara síðan Bellman leið, og fjölluðu um sjómannalif, en skáldið hafði verið um skeið til sjós. Tónleikarnir voru vel sóttir. Mér heyrðust margir tala útlensku þama, og ímyndaði mér það væri sænska. Þegar verið var að klappa listamanninn upp i þriðja sinn forðaði ég mér - kannski þeir séu að ennþá. 9.6 Sigurður Steinþórsson Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.