Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10 JUNI 1982 11 fréttafrásögn íþróttakennaraskóli Islands brautskráir 30 nemendur: w HEIMAVISTARPLASS ER ORÐIÐ OF LÍTH) ■ íþróttakennaraskóla íslands var slit- á Laugarvatni síðastliðinn sunnudag i blíðskaparveðri. Það var skólastjórinn, Árni Guðmundsson, sem sleit skólan- , og voru þá 25 ár liðin frá því að hann brautskráði sina fyrstu íþróttakennara. í máli skólastjórans kom fram að skólastarfið hefur verið með hefðbundn- um hætti i vetur. Haustið 1980 hófu 48 nemendur nám við skólann, en aðeins eru teknir inn nemendur annað hvert ár, síðan skólinn var gerður áð tveggja ára skóla. Einn nemandi hætti fljótlega námi, þannig að 47 nemendur hafa stundað nám við skólann þessi tvö ár. Það hefur háð starfi skólans nokkuð, hversu margir nemendurnir hafa verið, því skólinn hefur ekki yfir að ráða heimavistarplássi fyrir allan þennan fjölda, þannig að stúlkumar fengu inni i heimavist Húsmæðraskóla Suðurlands. Sagði Árni að þessi skipting hefði óneitanlega komið niður á félagslífi skólans, sem jafnan hefði staðið með miklum blóma, á meðan að nemendurn- ir hefðu verið sameinaðir á heimavist skólans. Árni lýsti yfir ánægju sinni yfir því að á fjárlögum Alþingis fyrir árið 1982 er gert ráð fyrir ríflegri úthlutun til uppbyggingar íþróttamannvirkja á Laugarvatni, og taldi hann að þessi uppbygging myndi tryggja hag íþrótta- kennaraskólans á Laugarvatni, sem og hag annarra menntastofnana þar á staðnum. Það voru einungis 30 nemendur, af 47 sem stundað hafa nám við skólann undanfarin tvö ár, sem voru útskrifaðir sem íþróttakennarar við þetta tækifæri. Ellefu nemendur höfðu fallið á einhverj- um prófum, þannig að þeir þurfa að þreyta endurtökupróf, og sex nemendur höfðu vegna lasleika eða meiðsla ekki getað lokið verklega prófþættinum. ■ Hér má sjá fulltrúa 25 ára nemenda l.K.t. og þekkja víst flestir prófllinn á þeim þriðja frá vinstri, sem er enginn annar en knattspyrnuþjálfarinn og íþróttakennarinn góðkunni Árni Njálsson, sem oft hefur verið nefndur uppeldisfaðir Víkinganna, því hann hefur alið upp unga Víkinga í íþróttalegum skilningi. Árni hefur þó jafna fylgt Val að málum, enda gamall leikmaður Vals. ■ Arni Guðmundsson, skólastjóri Í.K.Í. flytur skólaslitaræðu sína. ■ Gamlir sem ungir nemendur Í.K.Í. þekkja eflaust þessa konu, Mínervu Jónsdóttur, þvi hún hefur undanfarin 23 ár kennt við íþróttakennaraskóla Islands. Að venju sóttu afmælisárgangar skólann heim við þetta tækifæri, og að þessu sinni voru fulltrúar 10 ára, 20 ára og 25 ára iþróttakennara. Fluttu fulltrúar þessara árganga stutt ávörp og færðu skólanum gjafir. Fulltrúar 25 ára nemenda færðu skólastjórahjónunum, þeim Hjördisi og Árna málverk að gjöf, en þessi 14 manna hópur var einmitt fyrsti hópur iþróttakennara sem Árni útskrifaði. Auk þessara einmitt fyrsti hópur íþróttakennara sem Árni útskrifaði. Auk þessara gesta voru aðstandendur nemenda viðstaddir útskriftina, framá- menn iþróttahreyfingarinnar í landinu og fleiri. Að lokinni útskriftarathöfninni bauð skólinn upp á glæsilegar veitingar í matsal Héraðsskólans á Laugarvatni, en þar hafa nemendur íþróttakennara- skólans jafnan haft mötuneytisaðstöðu i félagi við nemendur Héraðsskólans. -AB ■ í þessari fallegu byggingu, Héraðsskólanum á Laugarvatni hafa íþróttakennara- nemar jafnan haft mötuneytisaðstöðu, og þangað bauð íþróttakennaraskólinn til veglegs hófs að skólaslitum loknum. ■ Hver kannast ekki við hana Guðriði Guðjónsdóttur, öðru nafni Gurrý, sem á annað borð fylgist með handknattleik? ■ Fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson, var að venju við skólaslit I.K.Í. og hér situr hann við hlið Ástbjargar Gunnarsdóttur, sem hefur unnið íþróttahreyflngunni og þá einkum flmleikum ómetanlegt gagn. Oliufunlamir spaia líka og nota í Saudi-Arabíu þurfti að lengja flugbraut með mikilli fyrir- höfn. Aröbunum blöskraði viðhaldskostnaðurinn á vinnuvélun- um. I júnímánuði þurfti að skipta um 16 tennur á einni þeirra. Nýjar tennur kosta sitt — og auðvitað þurfa meira að segja olíufurstar að vera hagsýnir. Þeir reyndu BOFORS-tennur. Og þá komust þeir allt í einu af með aðeins 7 nýjar tennur á einum mánuði á alveg sams konar vinnuvél. Þá sögðu þeir: BOFORS dLÆ U LqILC4,Cí CQÍGS (BOFORS er greinilega betra). Olíufurstar þurfa nefnilega líka að spara. Annars væru þeir ekki olíufurstar — það liggur í augum uppi. Vélaeigendur, hjá okkur fáið þiö alit slitstál til að endurbyggja skóflur og ýtutennur á mjög hagstæðu verði, en samt í hæsta gæðaflokki. Við bjóðum t.d. BOFORS — tennur fyrir Broyt x2 og aðrar vökvagröfur. BOFORS — spyrnustál fyrir allar gerðir jarðvinnuvéla. BOFORS — rippertennur og haldarar. BERCO — belti, rúllur og drifhjól fyrir jarðýtur og gröfur. BOFORS er betra en annað stál — það er sannað mál! BOFORS á íslandi. Yækjasalan hf .....tæki I takt við tímann. Pósthólf21 200Kópavogur® 91-78210

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.