Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 10 JUNI 1982 19 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ' ? :'<h. ■ Rolling Stones á hljómleikum. Nýjar kvikmyndir erlendis: Rolling Stones á 70 mm filmu |— kvikmyndin, sem Hal Ashby leikstýrir, væntanleg í Bandaríkjunum í sumar ■ „Rolling Stones“ hefur lengi verið langvinsælasta rokkhljómsveit veraldar, og sannaðist það enn einu sinni, þegar þeir héldu um Bandaríkin í hljómleikaferð í fyrra. Þar var slegist um aðgöngumiðana, sem seldust fyrir um Ijörtíu milljónir dala, og siðasta plata þeirra félaga, „Tattoo You“, hefur selst i milljónum eintaka. Nú er væntanleg nokkur sárabót fyrir alla þá, sem ekki gátu sótt hljómleika „Rolling Stones“ í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn þekkti kvikmyndaleikstjóri Hal Ashby, og kvikmyndatökumennirnir Caleb Deschanel og Gerry Feil, mynduðu nefnilega tvenna hljómleika þeirra (í Phonenix, Arisona, og New Jersey) á 70 mm filmu, sex rása. „Ég var reglulega hrifinn af myndrænni hlið hljómleikanna - þ.e. hvernig þeir komu fyrir á sviðinu", segir Ashby í blaðaviðtali, „og ég ætla mér að láta allt það fjör koma fram í kvikmynd- inni.“ Ron Schwary, sem framleiddi Oskarverðlaunamyndina „Ordinary Peoplc", er framleiðandi myndarinn- ar. Að sögn hans var alls tekið á meira en tvö hundruð þúsund fet af filmu, og er ætlunin, að kvikmyndin, sem klippt verði úr öllu þessu magni, verði frumsýnd vestra í sumar. Við myndatökuna var ekkert til sparað og notuð nýjasta tækni við kvikmyndatöku, svo sem m.a. Steadicam-myndavél (sem Stanley Kubrick notaði með svo góðum árangri í Shining) og myndatökur úr þyrlu, sem sveif yfir áhorfendum á útihljómleikunum. Það virðist hafa farið vel á með Ashby og „Rolling Stones,“ því Jagger mun leika i næstu kvikmynd, sem Ashby á að leikstýra. Sú kvikmynd nefnist „Kalki” og er gerð eftir sögu Gore Vidal. Þar mun Jagger fara með hlutverk „rokk- spámanns", sem ekki aðeins spáir hamförum um heim allan heldur á þátt i að sú spá verði að veruleika, að vísu með aðstoð indversks guðs, sem Siva nefnist. Spá sumir því, að Jagger gefist hér tækifæri til að hljóta þá viðurkenningu sem kvikmynda- leikari, sem hann mun lcngi hafa sóst eftir. Hann hefur reyndar leikið í nokkrum kvikmyndum nú þegar: byrjaði í „Sympathy for the Devil“, sem Godard gerði 1969, lék siðan útlaga í „Ned Kelly” 1970 og loks fyrrverandi rokksöngvara i „Perfor- inante". Hann hafði vænst mikils af hlutverki sinu í „Fitzcarraldo“, kvikmyndinni sem Werner Herzog fékk viðurkenningu fyrir i Cannes á dögunum sem besti leikstjórinn, en vegna þess hversu tökur þeirrar myndar drógust á langinn, varð Jagger að hætta við að leika í myndinni. Ekki er hætt á, að eins fari með „Kalki“, því að Jagger keypti sjálfur kvikmyndunarréttinn á skáld- sögunni og tekur virkan þátt í mótun handrits ásamt Ashby. Talið er vist að kvikmyndin um „Rolling Stones“ fái góða aðsókn í Bandarikjunum og viðar, þvi aðdá- endur eiga þeir út um allt. - ESJ Elias Snæland Jónsson, skrifar ★★ Langur föstudagur o Sekur eða saklaus ★ Forsetaránið ★ Með hnúum og hnefum ★★★ Ránið á týndu örkinni o Gereyðandinn ★★ Lögreglustöðin í Bronx ★★★ Framísviðsljósið ★ Konan semhljóp Stjörnugjöf Tfmans * * * * frábær • * * * mjög g6ö • * * góö ■ ★ sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.