Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 10 JÚNÍ 1982
stuttar fréttiri
irm
>- *
m
■ Hið nýja skip, Guðlaugur Guðmundssun, sjósettur á ísafirði á
sjómannadaginn.
Timamynd G.Sv.
Nýtt 162 tonna
stálskip sjósett
á ísafirði
ÍSAFJÖRÐUR: Á sjómannadaginn
var sjósett nýtt 162 tonna stálskip frá
Skipasmíðastöð Marselíusar Bern-
harðssonar á ísafirði. Skipið er
smiðað fyrir Enni h.f. i Ólafsvik og
er útbúið til neta, línu og togveiða.
Við sjósetninguna gaf frú Lydía
Ólafsdóttir skipinu nafnið Guðlaug-
ur Guðmundsson. Áætlað er að
Guðlaugur Guðmundsson verði til-
búinn i júnilok. Þetta skip er 52.
nýsmiði frá Skipasmiðastöð Marsel-
íusar Bernharðssonar.
- HEI
Ævintýraferð
fyrir sjómenn
framtíðarinnar
ÍSAFJÖRÐUR: Á ísafirði er það
orðin árleg hefð að hátíðahöld
sjómannadagsins hefjist með svolit-
illi ævintýraferð fyrir yngstu borgar-
ana. Það er árlegur viðburður að
Sjómannadagsráð fer með krakkana
á ísafirði i skemmtisiglingu i Djúp-
inu og veiti þeim kók og svoleiðis.
Núna var farið á togaranum Páli
Pálssyni, mb. Víkingi III og mb.
Guðnýju og voru öll skipin þéttsetin
af fólki, börnum og foreldrum
margra þeirra. Siglt var inn undir
Æðey og Vigur og upp undir
Snæfjallaströndina. Sern nærri má
geta þykir krökkunum þetta mikið
ævintýri og láta sig ekki vanta í
þessar ferðir. - HEI
Fjögurra
flokka bæjar-
stjórnarmeiri-
hluti
ÍSAFJÖRÐUR: Nýkjörin bæja-
stjórn ísafjarðar kom saman til sins
fyrsta fundar s.l. fimmtudagskvöld.
Myndaður var nýr meirihluti allra
flokka nema Sjálfstæðisflokks, þ.e.
Framsóknarflokks, Alþýðubanda-
| lags, Alþýðuflokks og Félags óháðra
borgara. Á þessum fyrsta fundi var
Kristján Jónasson frá Alþýðuflokki
kosinn forseti bæjarstjórnarinnar.
Flokkarnir munu síðan árlega
skipta með sér embættum innan
bæjarkerfisins. - HEI
Ráðstefna um
landbúnaðar-
málefni
NORÐURLAND: í tilefni af 100
ára afmæli Bændaskólans á Hólum
verður efnt til ráðstefnu i Varmahlíð
í Skagafirði n.k. föstudag 11. júní á
vegum Fjórðungssambands Norð-
lendinga.
Á ráðstefnunni verða tekin fyrir
þrjú viðfangsefni: „Staða landbúnað-
arins“, þar sem framsögumenn verða
Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð-
herra og Ingi Tryggvason formaður
Stéttarsambandsins. Hringborðsum-
ræður verða siðan um þetta efni
undir stjórn Egils Bjarnasonar,
ráðunautar á Sauðárkróki.
Næsta efni er: Nýjar leiðir i
landbúnaði, þar sem framsögumenn
verða Árni ísaksson, fiskifræðingur,
Sigurjón Bláfeld Jónsson, loðdýra-
ræktarráðunautur og Árni G. Pét-
ursson, hlunnindaráðunautur. Um-
ræðum unt þetta efni stjórnar Ari
Teitsson, ráðun. i S-Þing.
Þriðja og síðasta efnið er: Búnað-
arfræðsla og tækniþjónusta i land-
búnaði. Framsögumenn verða: Jón-
as Jónsson, búnaðarmálastjóri,
Björn Sigurbjörnsson, forstj.
RALA, Jón Bjarnason, skólastj. á
Hólum og Jón Árnason, tilraunastj.
á Möðruvöllum. Umræðum um
þetta efni stýrir Jóhannes Sigvalda-
son, framleiðslustj. á Akureyri.HEI
Tvílembum
enn
gefid á húsi
ÍSAFJARÐARDJÚP: „Já, fé hefur
verið á gjöf alveg fram undir þetta.
En nú hefur veður verið gott í 3 - 4
daga og við þvi að verða bjartsýnir“,
sagði Jón Guðjónsson, bóndi á
Laugabóli i Ögurhreppi er við
spjölluðum við hann nú í vikunni.
Jón sagði fjölda bænda með féð á
túnum ennþá og suma með tvílemb-
umar á húsi og þá gefa þeim með
beitinni. Hann kvað túnin orðin
græn, en sprettu þó ákaflega litla og
ennþá klaka í jörð. Alger stöðnun
hafi nú verið frá um 20. maí, en þetta
verði nú væntanlega fljótt að breyt-
ast með hlýjunni. T.d. sé birkið nú
að byrja að springa út. Jón telur
vorið nú nálgast að vera jafn vont og
var árið 1979.
- Svo það verður bið á að þið getið
farið að slá?
-„Nefndu ekki slátt. Það verður
rólegt a.m.k. næstu 6 vikur".
Fyrsta
úthafsrækjan
ÍSAFJÖRÐUR: „Fyrsti rækjubát-
urinn - Bryndis - var að koma inn
með úthafsrækju í morgun. Hann
var 2 sólarhringa úti og fékk 4 tonn,
sem þykir svona sæmilegt", sagði
Guðmundur Sveinsson, netagerðar-
meistari á ísafirði er hann var
spurður tíðinda úr plássinu s.l.
þriðjudag (8. júni). Guðmundur og
hans menn eru þvi auðvitað í óða
önn að útbúa rækjunetin, því
bátarnir fara nú að tínast út hver af
öðrum á úthafsrækjuna.
Guðmundur sagði ágætis veður,
sumarblíðu og bjart yfir frá þvi á
laugardeginum fyrir sjómannadag.
Togararnir voru allir farnir út eftir
að menn höfðu skemmt sér á sínum
helsta hátiðisdegi. - HEI
Barnaverndarnefnd Reykjavfkur:
VILL FJARLÆGJA
SPIIAKASSA
RAUDA KROSSINS
— frá þeim stöðum, sem börn og unglingar sækja
■ „Það er skoðun Barnavemdar-
nefndar að spilakassar Rauða kross
íslands, sem komið hefur verið upp víða
i borginni, hafi neikvæð og skaðleg
uppeldisáhrif og leggur því nefndin til
að þessir kassar verði Ijarlxgðir frá þeim
stöðum, sem börn og unglingar sækja,“
segir i samhljóða ályktun Barnaverndar-
nefndar Reykjavíkur frá siðasta fundi
hennar.
Er þessi samþykkt gerð í framhaldi af
greinargerð sem undirnefnd á vegum
Barnaverndarnefndar hefur tekið sam-
an og fjallar um starfsemi leiktækjasala
hér í borginni. Telur Barnaverndar-
nefnd nauðsynlegt að borgaryfirvöld
geri átak í því að bæta tómstunda- og
skemmtanaaðstöðu barna og unglinga
með það fyrir augum að draga úr
félagslegum árekstrum og stuðla að
heilbrigðu félagslifi.
Jafnframt er það skoðun nefndarinnar
að nauðsynlegt sé að herða eftirlit með
rekstri leiktækjasala og gera auknar
kröfur til leyfishafa hvað varðar heil-
brigt umhverfi, hreinlæti og annan
aðbúnað. Álítur nefndin að takmarka
eigi nú þegar aðgang að leiktækjasölum
við 16 ára aldur. -Eás
Konur nú með meiri-
hluta fsex nefndum
■ Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu-
dagskvöld var kosið i 31 nefnd og
trúnaðarstöður á vegum Reykjavíkur-
borgar ýmist til næsta árs eða næsta
kjörtimabils alls. Ef litið er yfir 24 helstu
nefndir og stjórnir kemur í Ijós að
kvenfólk er i meirihluta í sex nefndum
hjá Reykjavikurborg. Hefur því nokkuð
þokast i jafnréttisátt á þessu sviði.
Fulltrúar af báðum kynjum eru jafn-
margir i tveimur ncfndum, konur eru í
minnihluta í 12 nefndum, en hreinar
karlanefndir eru nú aðeins fjórar.
Frestað var kosningu í Hafnarstjórn
að sinni þar sem ágreiningur mun innan
Alþýðubandalagsins um hver eigi að
hljóta sætið innan þeirra raða. Að öðru
leyti gengu kosningar greitt fyrir sig.
Sjálfstæðismenn eru með meirihluta og
formann i öllum nefndum, nema stjórn
Sjúkrasamlags Reykjavíkur, þar sem
meirihluti og minnihluti borgarstjórnar
hafa jafn marga fulltrúa, eftir að
alþýðubandalagsmenn unnu hlutkesti
við sjálfstæðismenn um kjör fjórða
mannsins í stjórnina.
Samkomulag náðist á milli Framsókn-
arflokks, Kvennaframboðs og Alþýðu-
flokks um samstarf um kjör í nefndir,
sem kallað hefur verið miðflokkabanda-
lagið. Gekk það i stórum dráttum út á
það að Framsóknarflokkur og Kvenna-
framboð skiptu með sér til helminga
borgarráði og launamálanefnd borgar-
innar, en að öðru leyti skiptu þessir listar
með sér jafnt öðrum nefndarstörfum.
Alþýðuflokkurinn var þó sýnu minnstur
i samstarfinu. Nær samstarfið til kjörs í
fleiri nefndir en kosið var i sl.
fimmtudag, þannig að úrslit þeirra
kosninga gefa ekki alrétta mynd af
samkomulaginu.
í þriggja manna stjórnum náði
miðflokkabandalagið inn einum fulltrúa
á móti tveimur fulltrúum sjálfstæðis-
manna, en Alþýðubandalagið stendur
þar eitt fyrir utan. Alþýðubandalagið
gafst þó ekki upp og bauð fram fulltrúa
í allar þriggja manna stjórnir og gætti sín
á því i flestum tilfellum að stilla upp
kvenmönnum til að freista fulltrúa
Kvennaframboðsins i borgarstjórn, en
það er yfirlýst stefna þess að auka áhrif
kvenna í stjórn borgarinnar. En skratt-
inn hitti þar fyrir ömmu sína, þvi
miðflokkabandalagið hafði í öll skipti,
utan eitt, stillt upp kvenfólki i
nefndirnar, og þvi til litils fyrir
Kvennaframboðið að falla i freistni. Var
staðið við samkomulagið í hvívetna.
-Kás
Þjófavarn-
arkerfi
sett upp í
Árbæjar-
safni?
■ Nú eru uppi hugmyndir um að koma
upp viðunandi þjófa- og eldvarnakerfi
, fyrir Árbæjarsafn, sem tengja má við
lögreglustöðina í hverfinu, eftir stórinn-
brotið i safnið á dögunum. í samráði við
lögregluna og ráðgjafa hennar i öryggis-
búnaði hefur verið leitað tilboða um
hver yrði hugsanlegur kostnaður við
uppsetningu slíkra tækja.
Áætlaður kostnaður við verkið er
um 130 þús. kr., og er þá gert ráð fyrir
sérstakri stjórnstöð á skrifstofu safnsins.
Þangað berast boð úr húsunum i kring
og þaðan aftur á lögreglustöð. Úti í
húsunum yrði aftur á móti komið
upp búnaði af ýmsu tagi, s.s. hreyfi-
skynjurum, rofamottum, seguldyrarof-
um, rúðubrotsskynjurum og fleiru i
þeim dúr.
Umhverfisinálaráð borgarinnar hefur
samþykkt að beina þeim tilmælum til
borgarráðs að veitt verði aukafjárveiting
til kaupa og uppsetningar á kerfi i þessa
veru fyrir Árbæjarsafnið.
ArsreikningurReykjavíkurborgar
fyrir árið 1981 lagður fram:
Þriðja fjárhags-
áætlunin, sem ekki
er hróflað við
■ Ársreikningur Reykjavíkurborgar
fyrir árið 1981 var lagður fram til fyrri
umræðu á borgarstjórnarfundi sl.
fimmtudagskvöld. Frávik ársreiknings,
þ.e. endanleg niðurstaða á rekstri og
framkvæmdum borgarinnar, frá upphaf-
legri fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar
fyrir árið 1981 eru mjög lítil. Er þetta
þriðja fjárhagsáætlunin í röð á síðasta
kjörtímabili sem ekki hefur þurft að
taka upp og endurskoða á miðju
fjárhagsári, eins og svo oft tiðkaðist i tíð
meirihluta sjálfstæðismanna. Eina fjár-
hagsáætlunin sem taka þurfti upp á
siðasta kjörtímabili er áætlunin fyrir
árið 1978, sem fyrrverandi vinstri
meirihluti fékk í arf eftir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Tekjur borgarinnar voru áætlaðar á
siðasta ári um 633 millj. kr., en urðu
sem næst 643.4 millj. kr. Það er 10.4
millj. kr., umfram áætlun, eða 1.6%.
Heildargjöld voru áætluð 483.2 millj.
kr., en reyndust verða 499.1 millj. kr.
Það er 15.9 millj. kr. yfir áætlun, eða
3.3%. Þar á móti lækkar sú tala sem
áætlað var að verja til eignarbreytinga
úr 149.8 millj. kr. i 144.3 millj. kr., eða
5.5. millj. kr., en auknar tekjur voru
10.4 millj. kr. eins og áður hefur komið
fram.
„Skuldaaukning borgarsjóðs varð
óveruleg, og þá aðeins hvað varðar
Droplaugarstaði og Strætisvagna
Reykjavíkur. Aukning skammtímalána
og skammtímaskulda haldast nokkurn
veginn i hendur, þó stuðullinn sé
nokkuð óhagstæðari árið 1981, en árið
á undan. Aðalatriðið er þó það að
ársreikningurinn sýnir mjög góða fjár-
hagsstöðu borgarsjóðs um síðustu ára-
mót“, sagði Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi i samtali við Timann.
Ársreikningnum hefur nú verið vísað
til annarrar umræðu, en milli umræðna
verður lögð fram í borgarráði skýrsla
endurskoðunardeildar, og verður fjallað
um hana á næsta fundi borgarstjórnar.
-Kás
-Kás