Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10 JÚNÍ 1982 ' 4 « 7 ■ Palme, Vance og Owen að skýra frá áliti nefndarinnar á blaðamannafundi í Washington. Palme-nefndin fær gódar undirtektir Áiit hennar hefur mælzt vel fyrir ■ HINN þekkti vestur-þýski stjórn- málamaður Egon Bahr hefur i viðtali við rússneskan blaðamann, L.Bezymensky, lýst þeim vinnubrögðum sem beitt var af afvopnunarnefnd þeirri, sem hefur starfað síðan 1980 undir forustu Olofs Palme, leiðtoga sænskra sósialdemó- krata. Af frásögn Bahrs má ráða, að nefndin hefur lagt mikla vinnu af mörkum. Niðurstaðan hefur orðið í samræmi við það, þvi að telja má álitsskjai það, sem kom nýlega frá henni, merkast þeirra mörgu plagga, sem lögð verða fram á nýhafinni afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Það eykur gildi nefndarálitsins, að að því standa ekki aðeins menn eins og Olof Palme og Egon Bahr, heldur jafn mikilsvirtir stjómmálamenn risaveld- anna og Cyrus R. Vance, fyrrverandi utanrikisráðherra Bandaríkjanna og Georgi A. Arbatof, sem er náinn samstarfsmaður Brésnjefs og forstjóri stofnunar, sem kynnir sér sérstaklega málefni Bandarikjanna og Kanada. Umrædd afvopnunarnefnd var sett á laggirnar fyrir tveimur ámm. Nokkur riki höfðu orðið sammála um að kosta starf óháðrar nefndar, sem ynni að athugun og tillagnagerð um afvopnun. Þessi ríki voru Austurriki, Kanada, Danmörk, Japan, Mexikó, Nigeria, Noregur, Saudi-Arabia og Svíþjóð. SAMKOMULAG var um, að Olof Palme yrði formaður nefndarinnar og tilnefndi aðra nefndarmenn. Meðal þeirra, sem hann tilnefndi, voru þeir Bahr, Vance og Arbatof, en til viðbótar má nefna David Owen, fyrrverandi utanrikisráðherra Breta, Gro Harlem Bmndtland þáv. forsætisráðherra Nor- egs og Joop M den Uyl, fyrrv. forsætisráðherra Hollands. Alls áttu sextán menn sæti i nefndinni, auk Palme. Samkvæmt frásögn Bahrs hagaði nefndin störfum sinum þannig, að fyrst valdi hann þau málefni, sem fjallað skyldi um. Siðan var kallað á kunna sérfræðinga, sem gáfu umsagnir um viðkomandi efni. Eftir að þær umsagnir höfðu verið ræddar, voru kvaddir til þrír hæfir sérfræðingar til að gera frumdrög að nefndaráliti. Þessi frumdrög voru siðan tekin þrisvar til umræðu i nefndinni. Fullt samkomulag náðist að Iokum um nefndarálitið, að því undanskildu að Frakkinn og Japaninn, sem voru i nefndinni, vildu ekki vera aðilar að lokaniðurstöðunni, sem fjallaði um kjarnorkuvopnin. Þá hætti Pólverjinn, sem átti sæti í nefndinni störfum, eftir að herlög höfðu verið sett i Póllandi. Bahr sagði í áðurnefndu viðtali, að þegar nefndin hefði byrjað starf sitt, hefði engan veginn verið vist, að hún yrði sammála. Mikil ástæða væri til þess að fagna þvi, að samkomulag hefði náðst. Álit nefndarinnar er mjög ítarlegt. Það er á þriðja hundrað blaðsíður. Þetta verður ekki endanlegt álit nefndarinnar. Ætlunin er, að hún komi aftur saman til fundar í haust og þar verði rætt um þær undirtektir, sem nefndarálitið hef- ur fengið og dregnar ályktanir af þvi. Vel má því vera, að það eigi eftir að breytast eitthvað og þá sennilega á þann hátt, að það nái til fleiri aðila en nú. Umræðurnar á afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna kunna t.d. að hafa áhrif á hennar endanlegu niðurstöður. MIKILL hluti nefndarálitsins fjallar um kjarnorkuvopnin, og leiðir til að ná ■ Arbatof og Palme. samkomulagi um samdrátt vígbúnaðar á þvi sviði. Það er einróma álit nefndarinnar, að ekki geti orðið um að ræða svokallaða takmarkaða kjarnorku- styrjöld, heldur verði kjarnorkustyrjöld alger ef til hennar kemur. Nefndin leggur til, að samningar þeir, sem Bandaríkin og Sovétrikin hafa gert um takmörkun kjarnavopna, Salt-1 og Salt-2 verði grundvöllur áframhaldandi viðræðum risaveldanna um þessi efni. Að visu hefur Bandarikjaþing enn ekki samþykkt Salt-2, en Reagan hefur nýlega lýst yfir því, að Bandaríkin muni fara eftir fyrirmælum hans, ef Sovétríkin geri slikt hið sama. Sú tillaga nefndarinnar, sem mest umtal hefur vakið, fjallar um kjarnorku- vopnalaust svæði í Mið-Evrópu. Það á að ná 150 km i austur og vestur frá linu, sem er dregin milli yfirráðasvæðis hernaðarbandalaganna tveggja. Á þessu svæði má hvorki hafa kjamavopn né önnur svonefnd taktisk vopn. Á þessu svæði er nú verulegur fjöldi skammdrægra kjarnavopna, sem ma. er ætlað að nota gegn innrásarher. Það hefur vakið athygli, að bæði Vance og Arbatof lýstu sig fylgjandi slíku svæði. Sennilega hefur það þó vakið enn meiri athygli, að Arbatof var þvi fylgjandi, að báðir aðilar gætu haft eftirlit á viðkomandi svæði til að fylgjast með því, að samkomulagið væri ekki brotið. Hingað til hafa Rússar ekki viijað fallast á slíkt eftirlit. í nefndarálitinu er gert ráð fyrir því, að hlutverk Sameinuðu þjóðanna verði mjög aukið á sviði afvopnunarmála. Til þess að auðvelda þeim þctta verði m.a. dregið úr neitunarvaldinu, sem fimm ríki hafa i Öryggisráðinu. M.a. er gert ráð fyrir, að Sameinuðu þjóðirnar fái aukið vald til að koma í veg fyrir styrjaldir i þriðja heiminum, þar sem átök geta orðið tið vegna landamæra- deilna. Yfirleitt hefur þetta nefndarálit fengið þær undirtektir, að það sé vænlegt til að auka gagnlegar umræður og greiða fyrir ýmsum úrræðum, sem gætu dregið úr vígbúnaðarkapphlaupinu. Þórarínn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Dagskrá Listahátíðar í Norræna húsið Fimmtudagur 10. júní kl. 15-17 Sirkusskóli kl. 17:30 Sirkussýning (opnað fyrir áhorfend- ur kl. 17:00) (Fullsetinn) Kjarvalsstaðir Fimmtudagur 10. júni kl. 21:00 John Speight: 1) Verses and Cadenzas (Einar Jóhannesson, klarinett Hafsteinn Guðmundsson, fagott Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, píanó) 2) Strengjakvartett II (Rut Ingólfsdóttir, fiðla Helga Hauksdóttir, fiðla Sesselja Halldórsdóttir, víóla Pétur Þorvaldsson, selló) Þjóðleikhúsið Föstudagur 11. júní kl. 20:00 Bolivar Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela Leikstjóri Carlos Giménez Fyrri sýning Laugardalshöll Föstudagur 11. júní kl. 21:00 Hijómleikar Breska popp-hljómsveitin The Human League Fyrri hljómleikar Klúbbur Listahátíðar í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut Matur frá kl. 18.00 opið til kl. 01.00 Fimmtudagur: Olle Adolphson Föstudagur: Hálft í hvoru Laugardagur: Karl Sighvatsson og félagar Miðasala í Gimli við Lækjargötu. Opin alla daga frá kl. 14-19.30. Sími Listahátíðar: 2 90 55. Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.