Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 9
■ ' * H„Áreiðanlega hefði það orðið farsælla ef ný andlit hefðu birst í efstu sætum listans. En Framsókn- armenn voru settir í mikinn vanda þar sem Kristján gaf kost á sér áfram.“ hans og Alþýðubandalagsins. Fram- sóknarflokkurinn lét aldrei brotna á neinu máli gagnvart Alþýðubandalaginu og fylgdi því á heimsenda i hverju vitleysismálinu á fætur öðru á síðasta kjörtímabili. En afdrifarikustu mistökin voru þau að kokgleypa tillögur Alþýðubandalags- ins i skipulagsmálum. Á einni nóttu breyttist stefna Framsóknarflokksins úr þvi að byggja meðfram strandlengjunni i Rauðavatnsævintýri þeirra Alþýðu- bandalagsmanna. Um þessa stefnubreyt- ingu fengu Framsóknarmenn fyrst að vita i fjölmiðlum. Enginn var spurður. Og ekki var boðað til fundar í Fulltrúaráði framsóknarfélaganna til að ræða þessa stefnubreytingu. Vinnubrögð af þessu tagi eru forkast- anleg. Og það, sem verst er, að með þessu var verið að breyta stefnu, sem borgarfulltrúar Framsóknarflokksins höfðu barist fyrir á tveimur kjörtímabil- um á undan og höfðu fengið Sjálfstæðis- flokkinn til að samþykkja, en Sjálfstæð- isflokkurinn hafði fram að þvi haft allt aðrar hugmyndir um það hvernig nýta ætti strandlengjuna, eins og sést, þegar aðalskipulagið frá 1966 er skoðað. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins féllust á tillögu, sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins bar fram um bygg- ingu íbúðarhúsnæðis við Grafarvog, en samkvæmt ríkjandi skipulagi átti að rísa þar iðnaðarbyggð. Um þessa breytingu náðist alger samstaða allra flokka, nema Alþýðubandalagsins. ■ Kristján Benediktsson Advörun gefin Kristján Benediktsson borgarfulltrúi getur ekki haldið því fram, að hann hafi ekki verið varaður við i þessu máli. Það var gert á fundi, sem Flverfasamtök Framsóknarmanna i Breiðholti boðuðu til, strax og Ijóst var að hverju stefndi. Á það var bent, að þetta mál gæti reynst flokknum afdrifarikt og borgarfulltrú- inn hvattur til að falla ekki í þessa gildru. Þá var hann einnig hvattur til að beita sér fyrir lækkun fasteignaskatta, sem væru orðnir allt of þungbærir. Ráðlegast væri að leggja slika tillögu fram við gerð síðustu fjárhagsáætlunar borgarinnar. Hvort tveggja var látið eins og vind um eyru þjóta. Hins vegar var gripið til þess bragðs að lofa lækkun á fasteigna- sköttum rétt fyrir kosningar. Slík vinnubrögð eru algert vanmat á dóm- greind reykviskra kjósenda. Það er hins vegar athyglisvert, að Sjálfstæðismenn notuðu þessi mál i kosningabaráttunni með góðum árangri, enda átti málflutningur þeirra sér lengri aðdraganda. Ekkert lært og engu gleymt Auðvitað kemur margt fleira til en áðurnefnd mistök, og kannski mest, hve atkvæðalítill borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins var á síðasta kjörtimabili. Svo virtist, sem hann hyrfi gjörsamlega í meirihlutasamstarfinu, nema hvað öðru hverju fréttist, að hann væri að sætta Alþýðubandalag og Alþýðuflokk. Út af fyrir sig skulu þau störf ekki vanmetin, en þau eru ekkert sérstaklega þökkuð á kjördegi. En verst var þó, hversu borgarfulltrúi Framsóknarflokksins batt trúss sitt við Alþýðubandalagið. Það er hægt að vinna með flokkum til vinstri eða hægri, án þess að beygja sig algerlega undir þá. Og því miður virðist Kristján Benediktsson ekkert hafa lært og engu gleymt af samstarfi sínu við Alþýðubandalagið. Þannig er það ekki hann sem hafnar samstarfi við Alþýðu- bandalagið eftir kosningar nú, heldur fulltrúar kvennaframboðsins eftir að Sigurjón Pétursson og félagar reyndu að sparka í fyrrverandi samstarfsflokka sína með því að bjóða kvennaframboð- inu samstarf um kosningar i ráð og nefndir borgarinnar, en það hefði þýtt, að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokk- ur hefðu fengið færri nefndarmenn. Þannig launar Alþýðubandalagið Kristjáni Benediktssyni þjónustulund- . ina. Nýtt fólk til starfa Ljóst er, að Framsóknarflokknum er mikill vandi á höndum i borgarmálum. Áhrif hans i borgarstjórn eru minni en um langt skeið, með aðeins tvo borgarfulltrúa af 21. Ekki eru mörg ár síðan hann átti þrjá fulltrúa af fimtán í borgarstjórn. Hefja verður kröftugt endurreisnar- starf, en það gerist ekki, nema fólk geri sér grein fyrir stöðu mála. Það væri ekki óeðlilegt, að Kristján Benediktss. drægi sig i hlé, áður en langt um liður og gæfi einhverju af yngra fólkinu, sem var ofarlega á lista flokksins, tækifæri til að spreyta sig. Margt af því kom á óvart i kosningabaráttunni, þrátt fyrir reynslu- leysi. Ef það gerist ekki, er hætt við, að flokkurinn hjakki i sama farinu og nái sér ekki upp úr lægðinni. Þetta þykir e.t.v. óvæginn dómur, en það er engum til góðs að lifa i blekkingum til lengdar. ■ Gerður Steinþórsdóttir H.A-L.Rshor AHISTORY OF EUROPE Volume I From (he Earliest Tímes lo 1713 H.At.Fisher A HISTORY OF EOROPE Volume II From Ihe Beginnínt; of Ihe F'ÍKhleenlh Oenlury lo 1936 Um höfundinn H.A.L. Fisher, er það annars að segja, að hann var ágætur sagnfræðingur og skrifaði margt rita, auk þessarar Evrópusögu og eru sum þeirra hárnákvæm fræðirit. Hann kenndi við ýmsa breska háskóla á fyrri hluta aldarinnar og gegndi auk þess mörgum háum embættum, var fulltrúi Breta hjá Þjóðabandalaginu á árunum 1920-1922, sat í neðri málstofunni og var yfirmaður BBC, svo nokkuð sé nefnt. frímerkjasafnarinn Burdar- gjald greitt ■ 15. júli 1979 var skrá yfir leyfishafa til notkunar áprentunar- innar PP, á póstsendingar, hér i þættinum. Þá voru leyfishafar aðeins 21. Nú hafa nokkrir hringt i mig vegna þess að nýlega kom i Ijós að þessi leyfi voru orðin 41, og spurt mig hvort ekki væri hægt að fá nýja og fullkomnari skrá. Hér með er leyst úr þessu og nýja skráin birt. Þar er leyfi Almenna bókafélagsins, sem er nýútgefið, siðasta leyfið. Leyfi þessi eru veitt samkvæmt 2. greinum i reglugerð um póstþjónustu, sem hér fara á eftir: „5.5.5. Þeir, sem fá afslátt skv. 5.5.2. skulu láta prenta sérstka letrun í efra horn utanáskriftarmegin um, að burðargjald sé greitt, ásamt sérstöku leyfisnúmeri. Áletrun þessi eins og sýnt er á eftirfarandi mynd: 9.8.1. Fjöldasendingar og aðrar sending- ar, sem Póst- og símamálastjórnin heimilar að tekið sé við ófrimerktum gegn greiðslu i reiðufé, sbr. 5.5.4. skulu á þeim stað, sem ætlaður er fyrir frimerki, bera áletrun, eins og eftirfarandi mynd. Undir áritunina skal prenta leyfisnúmer.“ Þetta eru þau fyrirmæli, sem ber að fylgja til að fá slikt leyfi og gefur auga leið, að hér er aðeins um þá að ræða sem senda póstsendingar i þúsundatali, sem geta notað sér þetta, auk þess er um það að ræða að oftast eru þessar sendingar allar eins í hverri útsendingu. En samt skeður stundum það ótrúlega. Eftir nokkur ár er varla að finna eitt einasta eintak af þessum fjöldasend- ingum. Ýmist hafa menn notfært sér það tilboð sem fólst í efni sendingarinnar, eða þá að þeir hafa einfaldlega hent viðkomandi póst- sendingu með öllu saman. Þetta fyrirkomulag á sér sitt upphaf og aðdraganda. Það hefst á siðustu öld, með FRANCO stimplin- um, sem þá er notaður á prentað mál. Hann er svo aftur notaður á þessari öld. Næst kemur svo áritunin PÓSTÁRITUÐ BLÖÐ og loks kringlótti stimpillinn með áletrun- inni BURÐARGJALD GREITT, sem flestir kannast við af simareikn- ingunum. Síðast, rétt áður en þetta fyrirkomulag er tekið upp er svo stimpill með sömu áletrun og nú er notuð, en án leyfisnúmers, einungis notaður af Póst- og simamálastjórn. Hann gengur svo til Morgunblaðsins. Skrá yfir þá aðila sem hafa fengið leyfi til áprentunar um burðargjald greitt samkvæmt ákvæðum kafla 5.5.5., 9.8.1. i reglugerð fyrir póstþjónustu (Burðargjaid greitt PP) Leyfi nr. 0 Morgunblaðið (til útlanda) 1974-12-04 1 Póstur og simi 1975-12-08 2 Tryggingastofnun 1975-12-08 3 Visir til útlanda 1976-11-25 4 Tollstjórinn 1976-12-21 5 Prentsmiðja P.O.B. 1977-103-17 6 Samtók Psoriasis og exemsjúkl. 1977-04-18 7 Rikisútvarpið ' 1977-05-25 8 Styrktarfélag vangefinna 1977-06-13 9 Reiknistofa bankanna 12977-07-28 10 Rafmagnsveitur rikisins 1977-11-01 11 Rafmagnsveita Reykjavikur 1977-12-07 12 íslenskur markaður 1977-11-11 13 Skattstofan A > 1977-11-30 14 Launadeild fjármálaráðuneytisins 1977-12-07 15 Norræna félagið 1977-12-30 16 Krabbameinsfélag Reykjavíkur 1978-01-17 17 Gjaldheimtan í Reykjavik 1978-01-17 18 Þjóðviljinn (til útl.). 1978-01-24 19 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 1978-02-15 20 Hjartavernd 1978-04-12 21 Samband almennra iifeyrissjóða 1978-12-01 22 Reykjavíkurborg (launadeild) 1979-01-22 23 Frjálst framtak 1979-03-27 24 Náttúrulækningafélag íslands 1979-06-12 25 Siglufjarðarprentsmiðja (Tarzan) 1980-01-03 26 Geðverndarfélag íslands 1980-02-01 27 Hagtrygging 1980-02-09 28 Fulltrúaráð sjómannadagsins 1980-11-10 29 Söfnunarsj.lifeyrisr. _ 1981-03-20 30 Brunafótaf. ísl., Akureyrarumboð 1981-03-24 31 Verslunarf. Rvikur 1981-04-07 32 Hjálparstofnun kirkjunnar 1981-04-09 33 Stúdentablaðið 1981-11-02 34 Hitaveita Akraness og Borgarness 1981-11-06 35 Verslunarskólablaðið 1981-10-07 36 Reykjavíkurdeild RKÍ 1981-11-19 37 Yfirkjörstjórn BSRB 1981-12-10 38 Samtök herstöðvarandst. 1982-01-06 39 Hagvangur 1982-01-18 40 Akureyrarbær 1982-01-21 41 Almenna Bókafélagið 1 r Sigurður H. Þorsteinsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.