Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (»l) 7 HEDD HF. 75-51, (91 ) 7 - 80-30. Skemmuvegi 20 Kúpítvogi Mikiö úrval Opið virka duga 9 19 • Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labriei HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 HALDIÐ TIL HREFNÍI- VEIÐA í BREIÐAFIRÐI Rætt vid Gudmund Guðjónsson á ísafirði ■ Vestur á Brjánslæk i Barðastrandan sýslu hafa þeir feðgar Guðmundur Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson á ísafirði stundað hrefnuveiðar og rekið frystihús undanfarin þrjú ár i félagi við Konráð Eggertsson og gera þeir út tvo báta, Gissur hvita og Pólstjörnuna. Nú verður bátunum innan skamms siglt frá ísafirði að Brjánslæk, til þess að hefja fjórða veiðisumarið og í fyrrakvöld fundum við Guðmund að máli og spurðum hann um veiðiskapinn. Guðmundur er Strandamaður, en fluttist til ísafjarðar 1946. Hann er fæddur í Skjaldabjarnarvík á Ströndum, en ólst upp á Dröngum. í fimm ár bjó hann i Þaralátursfirði, sem eini bóndi þar og hafði hundrað fjár, tvær kýr og þrjá hesta en byggði þó afkomuna einkum á rekaviði. En nú er hann orðinn hvalfangari? „Já, við erum nú að hefja fjórða veiðisumarið" segir Guðmundur og i þetta sinn erum við með nýjan Gissur hvíta, þvi sá gamli fórst í óveðri á Vatnsfirðinum í fyrra.Þ að gerir ofsaveð- ur þarna og bátana rak upp hjá okkur. Já, við höfum þarna lika frystihús og það er notað til þess að vinna hörpudiská vetrum. Það var bátur frá Bildudal í því nú i vetur. Nei, nei, það hefur ekki verið stunduð hrefnuveiði á Breiðafirði áður, að því undanskildu að við gerðum þarna tilraunir fyrir nokkrum árum. Þá var kjötið unnið á ísafirði. Nýi báturinn okkar er 19 tonn, smíðaður í Eyjum gosárið, og hann er mjög vel búinn að öllum tækjum. Hann er nokkru stærri en sá gamli, sem var 17 tonn. Á bátnum er byssa af gömlu gerðinni, svonefndur munnhlaðningur, en nú er annars farið að nota afturhlaðninga með patrónu. Það þykir léttara. En við tímum ekki að henda þessari, sem er kraftmikil og góð. Já, ég hafði skotið hrefnu áður en ég fór að Brjánslæk. það var hér i Djúpinu og það vorum við feðgarnir sem stóðum að þvi .Þetta var ekki i miklum mæli en þó stunduðum við þetta i nokkur sumur og kjötið var verkað hér á ísafirði. Þá var það sent á innanlandsmarkað, en nú fer allt til Japan. Vestur á Brjánslæk verðum við alltaf að koma með hrefnuna i land þvi nú er bannað að vinna dýrin um borð. Þau mega ekki vera nema um 18 tíma gömul, jdropar frá því þau eru skotin og þar til þau eru komin upp á plan, og farið að skera þau. hrefnan getur orðið 9-10 metrar á lengd ogslík skepna er um 6 tonn að þyngd.“ „Við erum með tvo báta, eins og ég sagði og komum með þetta tvær til fimm hrefnur i land í senn. Fleirum er orðið of þungt fyrir ekki stærri báta að slefa. Annar báturinn er sendur með veiðina í land, en hinn heldur áfram að skjóta. Við veiðum mest á daginn, enda ekki hægt að skjóta á nóttum nema meðan allra lengstur sólargangur er.. Þessu er skipt niður á báta og bátarnir hjá okkur mega veiða á milli 50-60 hrefnur á ári. Yfir allt landið má drepa um 200 hrefnur og ef einhverjir fylla ekki sinn kvóta er afgangnum skipt niður á hina. Þannig fengum við viðbót i fyrra og veiddum um 70 hrefnur.Við leggjum i hann nú á fimmtudaginn, þann 10. júní. Já, blessaður vertu. Ég held að það verði ágæt veiði í sumarHrefna er farin að sjást hér í Djúpinu og það er alltaf enn meira af henni í Breiðafirðin- um“ -AM ■ Guðmundur Guðjónsson frá Þaralátursfirði, eins og hann er nefndur á ísafirði. sér ódeigur á hrefnuveiðamar þó. Hann er nú orðinn 72ja ára, en bregður (Ljósm. Guðmundur Sveinsson). Fjörugur krataslagur ■ Það stefnir i fjörugan prófkjörsslag hjá krötum i Reykjavik i næstu þingkosn- ingum, hvenær svo sem þær verða. Það mun nefnilega þegar vera Ijóst að það verða að minnsta kosti fjórir sem keppa um fyrsta sætið, enda talið í meira lagi vafasamt að fleiri þingsæti verði til skipt- anna meðal krata i höfuðborg- Inni Þau sem munu þegar hafa ákveðið að vera með i slagnum em Bjami P. Magnússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Vil- mundur Gylfason. Hnefaréttur í Borgar- dómi ■ Við áramót tóku gildi breytingar á réttarfarslögum. M.a. voro aflagðir nokkrir sérdómstólar sem þóttu óþarf- ir. En nú fellur i sama far, þvi að fyrir skömmu stofnuðu tveir hæstaréttarlögmenn nýj- an rétt við Borgardóm Reykja- vikur: Hnefaréttinn. Hæstaréttarlögmennirnir Jóhann Steinason og Jón E. Ragnarsson deildu að við- stöddu fjölmenni i Bæjarþingi Reykjavíkur og óx deilan til þess að Jóhann Steinason, maður nær á áttræðisaldri, felldi Jón E. Ragnarsson í gólfið. Jón E. Ragnarsson krafðist bókunar af dómara í Bæjar- þingi. Dómari synjaði um bókun þar sem Jón E. Ragn- arsson hefði sjálfur slitið hnefarétti með því að leita FIMMTUDAGUR 10 JÚNÍ 1982 fréttir Blöð og læknaritarar fengu undanþágu ■ „Það má segja að það sé stefna verkfallsstjórnarinnar að veita nánast engar undan- þágur nema i neyðartilfellum og ákveðnar hefðbundnar undanþágur eins og t.d. dag- blöðin", sagði Pétur A. Maack formaður verkfallsnefndar V.R. í gær. En afstaða hafði þá verið tekin hjá stjórninni um þær undanþágubeiðnir sem borist höfðu vegna verk- fallsins 10. og 11. þ.m. „Við teljum , að það sé verkalýðshreyfingunni í hag að blöðin séu gangandi“, svaraði Pétur spurningu um þá mildi þeirra að leyfa blöðunum að koma út. Undanþágubeiðn- um apóteka og bíóa var hafnað. Aftur á móti var starfsfólki lækna hjá Hjarta- vernd, læknamiðstöðvum og Domus Medica veitt undan- þága til starfa. - HEI Fjórir með reykeitrun ■ Fjórir skipverjar af togar- anum Guðsteini frá Grindavík voru fluttir á sjúkrahús i Dundee í Skotlandi með reyk- eitrun eftir að eldur kom upp á milliþilfari togarans i gær- morgun. Það var þyrla frá breska sjóhernum sem sótti skipverjana, en skipið var statt út af ströndinni við Dundee þegar eldurinn kom upp. „Skipstjórinn sagði mér að eldurinn hefði að öllum likind- um kviknað af völdum raf- magns. Mikinn reyk lagði frá honum og var slökkvistarf mjög erfitt. Skipverjarnir fjór- ir sem fluttir voru á sjúkrahús gengu ötullegast fram við að ráða niðurlögum eldsins og því fengu þeir eitrunina," sagði Eirikur Aðalsteinsson, stjórnarformaður Samherja, sem gerir Guðstein út i samtali við Timann i gær. „Ég held það sé orðið alveg Ijóst að reykeitrunin var ekki alvarleg og ég reikna með að mennirnir fái að fara af sjúkrahúsinu á morgun. Það var ekki komið i ljós, hversu alvarlega skipið er skemmt,“ sagði Eirikur. - Sjó. skjóls í réttarfarslögum, enda ætti lögmaðurinn að vita sam- kvæmt lögjöfnun að ekkert yrði bókað i þeim rétti sem hefði verið slitið. Þannig má fromkvöðull hins nýja réttar bergja á þeim beiska bikar að nýjungar í íslenskri dómstólaskipun ero litt þakkaðar og misskildar. Krummi... bjóst nú hálft i hvoro við því að Ragnar myndi loka „Rík- inu“ i dag svo heimskur lýðurinn drykki sig ekki fullan i aðgerðarleysinu...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.