Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.06.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10 JÚNÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Augiýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Johanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðsiustjóri: Sigurður Brynjólfsson Rítstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snœland Jónsson. Ritstjórnarfuiltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Póll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Heigadóttir,lngólfur Hannesson (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavik. Sfmi: 86300. Auglý8ingasfmi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tœknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins ENGUM TIL GÓÐS AÐ LIFA í BLEKK- INGUM TIL LENGDAR eftir Alfreð Þorsteinsson Eykur verðbólgan kaupmáttinn? ■ Eins og búast mátti við hefur viðtalið við Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, sem birtist hér í blaðinu á þriðjudaginn var, orðið fjölmiðlum umtalsefni. Hin raunsæja lýsing Steingríms Hermannssonar á efnahagsástandinu hefur gert mönnum ljósar en áður hversu gífurlegur efnahag- svandinn er. Menn voru að vísu byrjaðir að átta sig á því, að stöðvun loðnuveiðanna og stórfelldur samdráttur þorskveiðanna hlyti að verða þjóðinni áfall. Allt of fáir höfðu hins vegar gert sér næga grein fyrir því hvílíkt áfall þetta væri. Það er mönnum orðið ljósara eftir hina glöggu lýsingu Steingríms Hermannssonar á vandanum. Við því mátti einnig búast að andstæðingar Framsóknarflokksins reyndu að snúa út úr ummælum Steingríms, enda skortir það ekki. Þau ummæli hans, sem lúta að því, að þörf verði niðurtalningar á verðbólgunni, þ.e. á verðbótum, verði landbúnaðarv- ara og fiskverði, hefur verið reynt að túlka á þann veg, að hann sé að krefjast kjaraskerðingar hjá láglaunafólki. Á sama veg hafa verið túlkuð þau ummæli hans, að ekki sé möguleiki á raunhæfum almennum grunnkaupshækkunum, eins og ástatt er. Þessir furðulegu útúrsnúningar byggjast á því, að enn er reynt að halda við þeirri falstrú, að launafólk tapi ekki á verðbólgunni, heldur fái hana bætta með vísitölubótum. Mörgum sinnum er þó búið að færa rök að því, að verðbætur samkvæmt framfærsluvísi- tölu, nægja ekki til að bæta láglaunafólki tapið, sem hlýzt af verðbólgunni. Því meiri, sem verðbólgan verður, því meiri verður þetta tap láglaunafólks. Niðurtalning, sem dregur úr verðbólguhraðanum,. dregur úr tapinu, sem verðbólgan veldur láglaunaf- ólki, og tryggir jafnhliða atvinnuöryggið. Þetta sannaðist greinilega á síðastliðnu ári, þegar gripið var til nokkurrar niðurtalningar í ársbyrjun. Það sýndi sig þá, að þessar ráðstafanir frekar juku kaupmáttinn hjá láglaunafólki, en hið gagnstæða. Jafnframt styrktu þær atvinnufyrirtækin og treystu þannig atvinnuörygg- ið. Það er ekki á góðu von, þegar stjórnarandstæðingar og jafnvel sumir stjórnarsinnar, ala á þeirri trú, að láglaunafólk græði á verðbólgunni og því skipti það engu máli fyrir það, þótt verðbólgan fari upp í 7CÞ-80 af hundraði, eins og orðið hefði á síðastliðnu ári, ef engar efnahagsráðstafanir hefðu verið gerðar. Þessu hefði þó bæði fylgt rýrnun kaupmáttar og atvinnuleysi. Það má vel vera, að þeim stjórnmálaöflum veiti nú betur, sem telja fólki trú um, að það græði á almennum grunnkaupshækkunum, þegar ekkert er til fyrir þeim, og að vaxandi verðbólga sé eiginlega fundið fé fyrir láglaunafólk. Þessi stjórnmálaöfl taka þá á sig ábyrgð þess, sem af því leiðir, en ekki þeir sem vöruðu við hættunni og reyndu að afstýra henni. - Þ.Þ. Par sem ekki hefur verið boðað til fundar um niðurstöður borgarstjórnar- kosninganna i Fulltrúaráði Framsóknar- félaganna í Reykjavík, tel ég ástæðu til að setja niður á blað nokkrar linur til umhugsunar fyrir Framsóknarfólk í Reykjavik. Það, sem vekur auðvitað mesta athygli við úrslit kosninganna nú, er sú staðreynd, að flokknum tekst ekki að rétta úr kútnum eftir áfallið i borgar- stjórnarkosningunum 1978, þegar flokk- urinn glataði nær helming fylgis sins frá borgarstjórnarkosningunum 1974. Úrslit kosninganna nú eru því meiriháttar áfall fyrir Framsóknarflokkinn, og hefði einhvern tíma verið boðað til fundar i Fulltrúaráðinu af minna tilefni. En látum það vera. Hver er skýringin? Þegar fylgishrunið varð 1978, var það skýrt svo, að flokkurinn i Reykjavík hefði goldið þess að Fram- sóknarmenn hefðu átt aðild að óvinsælli rikisstjórn. Hins vegar var það aldrei skýrt hvers vegna flokkurinn beið slíkt afhroð í Reykjavik meðan hann hélt velli viðast hvar á landsbyggðinni. Og nú endurtekur sagan sig fjórum árum siðar, nema hvað ekki er óvinsælli ríkisstjórn lengur til að dreifa. Víðast úti á landi heldur flokkurinn velli og vinnur á, en í Reykjavik situr hann áfram á botninum, en talinn vinna „varnarsigur“ af Þórarni Þórarinssyni ritstjóra, væntanlega vegna þess, að samstarfsflokkarnir í fyrrverandi meiri- hluta guldu meira afhroð en Framsókn- arflokkurinn. Það hefur hins vegar algerlega láðst að finna hina raunveru- legu skýringu á því, að 3-4 þúsund atkvæði hafa horfið út um gluggann, ef miðað er við kjörfylgi í borgarstjórnar- kosningunum 1970 og 1974 og þingkosn- ingum 1979. Það er ekki haldgott að skella skuldinni á kvennaframboðið. Það er aðeins litill hluti skýringar. Menn verða að átta sig á þvi, að ef árangur á að nást i kosningum verða þrjú höfuðatriði að vera í lagi. í fyrsta lagi hæfir og frambærilegir frambjóð- endur í efstu sætum listans. { öðru lagi verða stefnumál að höfða til kjósenda. Og í þriðja og siðasta lagi verða störf flokksins á kjörtímabilinu að hafa verið með þeim hætti, að kjósendur hafi trú á störfum hans. Ef eitt þessara atriða er í ólagi, getur illa farið. En ef þau eru öll i ólagi, eins og var hjá Framsóknar- flokknum fyrir siðustu kosningar, er óhjákvæmilegt, að útkoman verði hörmuleg. Endurnýjun ar er þörf Enda þótt Kristján Benediktsson borgarfulltrúi sé á margan hátt hinn mætasti maður með mikla reynslu i borgarmálum, þá var það áreiðanlega rangt af honum að sækjast eftir endurkjöri í borgarstjórn. Hvort tveggja var, að hann hafði setið of lengi i borgarstjórn til að þykja líklegur til nýrra átaka, og hins vegar hafði hann hagað gerðum sinum svo í samvinnu við Alþýðubandalagið, að það var litt traustvekjandi í hugum fjölmargra Framsóknarmanna, sem hafna vilja forræði Alþýðubandalagsins. Sama má segja um Gerði Steinþórsdóttur. Af sömu ástæðum þykir hún lítt spennandi kostur. f stuttu máli má segja, að þetta hafi ekki verið heppilegasta framboð, sem kostur var á, ekki sist, þegar það er haft i huga, að boðið var upp á sömu frambjóðendur og hafnað hafði verið af kjósendum i kosningunum 1978. Áreiðanlega hefði það orðið farsælla, ef ný andlit hefðu birst í efstu sætum listans. En Framsóknarmenn voru settir í mikinn vanda, þar sem Kristján gaf kost á sér áfram. Það er ekki skemmtilegt að hafna opinberlega manni, sem gegnt hefur trúnaðarstöðu svo lengi fyrir flokkinn. Sú afstaða Kristjáns að gefa ekki skýr svör um það fyrir prófkjör flokksins, hvort hann gæfi kost á sér eða ekki, fældi ýmsa frá, sem annars hefðu gefið kost á sér. Þeir reiknuðu dæmið svo, að fyrst Kristján gæfi ekki afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann ætlaði að hætta, þýddi það einfaldlega, að hann ætlaði sér að halda áfram. Og það kom í ljós, eftir að framboðsfrestur rann út. Þeir aðilar, sem ekki gáfu kost á sér, voru mjög ósammála stefnu og störfum Kristjáns í borgarstjórn og það hefði leitt til mikilla átaka i prófkjöri, hefðu þeir farið fram. Afdrifarík mistök Söguleg rök kröfðust þess, að Fram- sóknarflokkur, Alþýðubandalag og Al- þýðuflokkur tækju höndum saman eftir kosningasigurinn 1978 og mynduðu meirihluta i borgarstjórn Reykjavíkur eftir 50 ára valdaferil Sjálfstæðisflokks- ins. Annað kom ekki til greina. Hins vegar var ekki nauðsynlegt fyrir borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins að haga gerðum sinum í þessu meirihlutasam- starfi svo, að ekki kæmist hnifurinn milli ■ Atkvæði talin i borgarstjórnarkosningunum í Revkjavík 1982. menningarrrtál Klassískt rit í endurútgáf u H.A.L. FishertA History of Europe. Vol I. From the Earliest Times to 1713. Voi. II. From the Beginning of the Eighteenth Century to 1935. Fontana 1982 (19.útg.). 1376 bls. Fá rit enskra fræðimanna í sögu munu hafa notið jafn almennra vinsæida og Evrópusaga H.A.L. Fishers. Hún kom fyrst út árið 1935 og hlaut þá þegar mjög góðar viðtökur og hefur verið endurút- gefin alls 19 sinnum, alltaf óbreytt. Fisher hóf frásögn sina á steinaldar- manninum og hann lýkur henni með þvi að segja frá þeim kumpánum Hitler, Stalin og Mússólini. Á síðunum á milli er saga Evrópu sögð frá upphafi vega og fram til ársins 1935. Eins og gefur að skilja hafa viðhorf manna til margs þess, sem hér er fjallað um, breyst stórlega frá þvi Evrópusaga Fishers kom fyrst út og á það jafnt við um forsöguna og sögu 20. aldar. En þctta er ekki rit sem byggir á fræðilegri nákvæmni og nýjustu upplýsingum, miklu fremur klassiskt rit. Fisher var mikill stilsnillingur, skrifaði afbragðs- góða ensku og lét einkar vel að segja frá. Hefur honum stundum verið skipað á bekk með ekki minni mönnum en Gibbon og Macaulay. Af þessum sökum nýtur Evrópusagan stöðugt vinsælda, ekki sist hjá þvi fólki, sem öðru fremur vill lesa skemmtilegar og fróðlegar bækur en lætur deilur og hugleiðingar um fræðileg smáatriði lönd og leið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.