Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1982 fréttir Plagg VSI um „hugmyndir” formanns Meistarasambandsins veldur enn deilum: SKIPTAR SKOÐANIR UM HVER HÆKKUN BYGGINGAMANNA YRDI ■ Þegar aðrir samningsaðilar - en Vinnuveitendasambandið - settust niður og hófu að reikna út og túlka hvað felist i þeim tölum sem VSÍ lagði fram undir fyrirsögninni „Viðræðugrundvöllur meistara og sveina í byggingariðnaði“ kom i Ijós að ekki fengu aUir sömu útkomuna og fólst í niðurstöðum VSI, sem við sögðum frú í Timanum i gær. Þ.e. 9% plús ASÍ samninga, við undirskrift auk 20% hækkunar á samningstimanum. Að áliti samninganefndarmanna sem Tíminn ræddi við í gær -beggja megin við borðið - nema þær launahækkanir sem þeir finna út úr þeim liðum sem á blaðinu standa milli 14 og 15% heildarhækkun á 3ja ára samningstima. Og að sú hækkun sé kannski ekki svo ýkja miklu meiri en þær sem liggja í loftinu í ASÍ samningunum miðað við 18 mánaða samningstima. „Mér frnnst þetta ákaflega óheiðar- lega að farið hjá VSÍ og mjög ótaktiskt", sagði einn samningamanna ASÍ i gær. Með þessu væri VSÍ raunverulega að herða sveina í byggingariðnaði i kröfugerðinni. Það sem ýmsir telja að hafi farið hvað mest fyrir brjóstið á Verkamannasambandsmönnum er að á blaðinu er m.a. gert ráð fyrir hækkun á reiknitölu ákvæðisvinnutaxta, meðan ekki hafi verið til umræðu að hækka grunntölu bónusfólks í frystihúsunum. Þessar mismunandi túlkanir manna voru bornar undir Gunnar Björnsson, form. Meistarasambands byggingar- manna. „Ég hef nú ekki séð þettaumrædda blað ennþá þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Við höfum óskað eftir þvi við sáttasemjara að við fengjum þetta blað í hendur, en eftir þvi sem mér hefur skilist, hefur hann ekki getað orðið við þvi vegna þess, að þeir, sem, afhentu honum það, hafi ekki fallist á, að okkur yrði fengið það í hendur,“ sagði Gunnar. Yfirskriftin á blaðinu er þó svohljóðandi: „Umræðugrundvöllur sveina og meistara i byggingariðnaði, sem VSÍ hefur fengið fyrir milligöngu sáttasemjara." Efnisatriði blaðsins sagðist Gunnar að vísu hafa heyrt, en þau væru meira og minna rangfærð út frá trúnaðarsamtali, Ráðstefna um of háan blóðþrýsting ■ Of hár blóðþrýstingur er liklegur til að stytta lif manna, að því er félag islenskra heimilislækna telur. Með eftirliti og góðri meðferð má þó draga úr hættunni af þessum völdum. Of hár blóðþrýstingur er eitt algengasta vanda- mál, sem læknar á íslandi fást við. Meðferð við sjúkdómum af þessum völdum er afar dýr, að mati heimilis- læknanna og telja þeir að kostnaður sjúkrasamlega af þeirri meðferð nemi um 40 milljónum króna hvert ár. Til, að ræða vanda sem of hár blóðþrýstingur veldur og meðferð sjúkl- inga, sem haldnir eru þeim sjúkdómu, ætla heimilislæknar að halda ráðstefnu 12. maí og fjalla í mörgum fyrirlestrum um málið. Einn fyrirlesaranna er sænskur prófessor, sem hefur lagt á sig að læra íslensku til þess að geta flutt erindi sitt á máli hérlendra áheyrenda. SV Bæjarstjóri ráðinn í Njarðvíkum f dag: Staðan verður ekki auglýst — þar sem„óþægi” sjálfstæðis- maðurinn víkur sæti í bæjarstjórn meðan af greiðsla málsins fer f ram ■ í dag kl. 13 verður haldinn fundur í bæjarstjórn Njarðvíkurkaupstaðar þar sem gengið verður frá ráðningu bæjar- stjóra út þetta kjörtimabil. Á fundinum verður lögð fram yfirlýsing frá Júlíusi Rafnssyni, eins af bæjarfulltrúum sjálf- stæðismanna í Njarðvíkum, þar sem fram kemur að 'nann víki sæti og varamaður komi inn í hans stað, meðan gengið verður frá ráðningu bæjarstjóra. í síðustu bæjarstjórnarkosningum náði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta, fjórum mönnum, í Njarð- vikum. Þrir af fulltrúum hans vilja endurráða núverandi bæjarstjóra, Al- bert Karl Sanders, en einn þeirra hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann sé því hlynntur að staðan verði auglýst. Hefur svo rammt kveðið að þessum ágreiningi að fyrir liggur samþykkt fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Njarðvikum, að ef ekki takist að brúa bilið á milli hins „samhenta og ábyrga" meirihluta flokks- ins, þá verði hófanna leitað hjá Framsóknarflokki eða Alþýðuflokki um samstarf i þessu máli. Svo fór því ekki, þar sem sú málamiðlun var gerð í gær, sem fyrr er nefnd, að Júlíus vikur af fundi, meðan ráðning bæjarstjóra fer fram. Segir i yfirlýsingu Júliusar sem lögð verður fram á fundi bæjarstjórnar i dag að hann hafi alltaf ætlað sér að greiða atkvæði með þvi að starf bæjarstjóra yrði auglýst laust til umsóknar. Hins vegar sé hann ekki á móti meirihluta flokks sins né flokksbræðrum sínum. Mun hann gefa í skyn að ekki hafi verið útilokað af hans hálfu að styðja Albert til bæjarstjórastarfans, svo fremi sem staðan hefði verið auglýst og Albert þá sótt um hana. -Kás sem hann hafi átt við starfsmann alger rangfærsla að Meistarasambandið en samið yrði um á almenna vinnu- Vinnuveitendasambandsins. Það sé líka hafi ætlað sér að semja um meiri hækkun markaðinum. -HEI. Aóur en þú byrjar aó byggja kannaðu þá hvað við höfum að bjóóa Sendum bækling með teikningum ef óskað er. STOKKAHOS" H Klapparstíg 8 Sími: 26550. Reynsla sem þú getur byggt á. BJENDUR Eigum nokkrar UNIVERSAL 50 og 60 ha til afgreiðslu strax Þessar dráttarvélar hafa reynst mjög vel. öryggisgrindiir eða öryggishús eftir vali kaupenda. UTB445 með Duncan húsi 50 ha Kr. 107.000,- - m/ssk. | UTB445 með grind 50 ha — 97.500,— — j UTB600 með Duncan húsi 60 ha — 116.000,— 5 > UTB600 með grind 60 ha — 107.000,— | ÖLL VERÐ ERU ÁÆTLUÐ OG HÁÐ BREYTINGUM. HAFIÐ SAMBAND VIÐ KAUPFELAGIÐ EÐA BEINT VIÐ OKKUR Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.