Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Slgur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eglll Helgason, Friðrik Indriðason, Hei&ur Helgadóttir.lngólfur Hannesson (Iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristinn Hallgrlmsson, Kristin Lelfsdóttlr, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&Jón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Si&umúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrlft á mánu&l: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Bla&aprent hf. BÚSKAPUR OG BÚSTOFN- INN OKKAR effir Gísla Kristjánsson Gamla sagan má ekki endurtaka sig ■ Mikils misskilnings hefur gætt hjá Svavari Gestssyni félagsmálaráðherra og ritstjórum Pjóðvilj- ans í ummælum þeirra um viðtalið við Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, sem birtist nýlega í Tímanum. Bæði Svavar og Þj óðvilj aritstj órarnir túlka ummæli Steingríms Hermannssonar á þann veg, að hann hafi verið að mæla með árásum á kjör láglaunafólks. Annaðhvort hafa Svavar og í» j óðvil j aritst j órarnir lesið viðtalið illa eða þeir rangtúlka ummæli Steingríms viljandi. Að óreyndu verður að trúa fyrri skýringunni, enda hafa þeir þá afsökun, að margt truflar þá þessa dagana, og þá ekki sízt deilur innan Alþýðubandalags- ins um það hvor þeirra Ásmundar Stefánssonar eða Benedikts Davíðssonar eigi að ráða kjaramálastefn- unni. Hið rétta varðandi viðtalið við Steingrím Hermanns- son er það að hann lagði hvað eftir annað áherzlu á, að sérstaklega bæri að gæta hagsmuna láglaunafólks í sambandi við væntanlegar efnahagsaðgerðir. Því verkfalli, sem nú stendur yfir, hefði sennilega verið afstýrt, ef samtök iðnaðarmanna hefðu ekki staðið álengdar og ætlað að semja á eftir um betri kjör en láglaunastéttirnar hefðu fengið. Hér átti að endurtaka sig gamla sagan, að láta láglaunastéttirnar semja fyrst og fá svo meira fram á eftir fyrir þá, sem betur eru settir. Margt virðist benda til þess, að samtök bygginga- meistara hafi verið reiðubúin til að taka þátt í þessum leik, eins og reyndar oftar áður. Meistararnir hafa líka sitt á þurru, þótt kaupið hækki. Þeir fá sínar prósentur af hækkuninni og kostnaðinum geta þeir velt yfir á þá, sem eru að byggja. Þeir eru ekki háðir erlendum mörkuðum. Þess verður að vænta, að atvinnurekendur, sem sæmilega eru settir, og launþegar, sem ekki geta talizt til láglaunahópa, unni nú láglaunafólkinu þess, að það verði ekki enn einu sinni hlunnfarið á þann hátt, að aðrir knýi meira fram en það hefur fengið, þegar það er búið að semja. Slíkan þegnskap ber vissulega að sýna á eins erfiðum tímum og nú eru. Nái þessi hugsunarháttur að sigra ætti að vera hægt að koma á kjarasamningum, án frekari verkfalla. Keppni Geirsblaða ■ Morgunblaðið er orðið afbrýðisamt við Dagblaðið & Vísi. Nýja blaðið, sem varð til við sameiningu Dagblaðsins og Vísis, er orðið enn fylgisamara Geirsarmi Sjálfstæðisflokksins en Morgunblaðinu hef- ur tekizt að vera. Um það vitnar bezt forustugrein Dagblaðsins & Visis í fyrradag, þar sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen er bæði kennt um aflabrestinn og verðfallið erlendis. Morgunblaðið þarf bersýnilega að herða sig, ef það ætlar að standast samkeppnina. - Þ.Þ. ■ Frá upphafi landnáms á íslandi hefur búskapurinn byggst á framleiðslu búfjárafurða, í fyrstu röð kjöts og mjólkur til fæðu og svo skinnum og ull til klæðnaðar. Á fyrstu öldum eftir landnám mun nautpeningur hafa verið nytjaður í talsvert stærra mæli en gerst hefur á síðari öldum. Það staðfesta m.a. mælieiningar og vermætamat elstu lagafyrirmæla. Þá var verðmælirinn kúgildi, meira að segja sauðféð var metið til kúgilda. Sex ær voru i hverju kúgildi sagði þar. Það þættu gildisrýrar kýr á okkar tímum. Að í þá daga hafi nautpeningsafurðir verið meira metnar sem kjöt og skinn heldur en mjólkin úr kúnum, það orkar varla tvimælis, enda varla við að búast að málnyta kúnna væri teljandi og tíklega naumast handa kálfunum þegar kýrnar urðu einatt að bjarga sér á beit meginhluta ársins. Að sauðfé og geitfé hafi verið hér villt að einhverju marki þegar landnemarnir komu hingað frá Noregi, er engum vafa bundið. Og auðvitað hefur það bjargast á útigangi einvörðungu og því verið til takmarkaðra nytja fyrst i stað er segin saga. Færeyjar voru í þá dga þétt setnar sauðfé en hér hafa vetrar- og vorharð- indi sjálfsagt grisjað stofninn stórlega þótt stærð hans hafi eflst að mun i góðærum. Búseta fjölda fólks hér á landi áður en norrænir víkingar námu land, var og er óhugsandi að þrifist gæti án þess að nytjar búfjár hafi að nokkru verið til framfæris því, jafnvel þótt árangur alls veiðiskapar hafi verið miklu arðsamari en síðar varð. Skinn og ull var nauðsyn þvi fólki, er hér dvaldi fyrir hið svonefnda landnám, fóiki, sem sagnarit- ararnir hafa þagað í hel að mestu. heilar sveitir - sem treysta enn á „Guð og gaddinn“ í forðamálum sinum. Auðvitað er fóðuröflunin á hverju sumri forsenda þess hve stóran stofn er freistandi að setja á vetur. Sultur og ófeiti olli fjárfelli og mannfelli fyrr á árum og öldum, alltaf að verulegu leyti vegna skorts á eftirtekju sumranna og fóðurskorti á vori. Með okkar jarðyrkjuþekkingu og hjálpartækjum er það svo, að stærð bústofnsins er enn háð eftirtekju sumars. Að markaðsmál eru að koma inn i dæmið, til þess að takmarka stærð bústofns, er alveg nýtt fyrirbæri, sem vert er að gefa gaum, en gæti verið til meðferðar öðru sinni. Bústofn nútimabóndans Ær og kýr hafa til skamms tíma verið sá nytjapeningur, sem íslenski bóndinn nytjaði til að skapa fjölskyldunni framfæri. Hesturinn var samgöngutæki, flutningatæki og aðeins i óverulegum mæli til annarra nytja, en þrátt fyrir það ómissandi i allri baráttu fyrir tilverunni. Með auknum fjölda þjóðarþegna hafa afurðir búfjárins vaxið örar en til heimanota hefur þurft hin siðari ár, að visu með tilkomu fóðurs af erlendum uppruna i langtum stærri mæli en fyrr gerðist, og e.t.v. stundum í stærri mæli en hagfræðilega mætti reikna. Árferðissveiflur hafa alltaf nokkra þýðingu, en heilbrigðisástand stofnsins hefur þó valdið stærri sveiflum svo sem hinir mögnuðu sauðfjárkvillar liðinna áratuga hafa sannað. Síðustu 3 árin hefur bústofn á vetur settur verið eins og eftirfarandi tölur sýna samkvæmt skilgreiningu forða- gæslumanna. Tölurnar eru hverju sinni miðaðar við árslok. Tölurnar í töflunni sýna, að þessi ár hafa engar stórraskanir orðið i hinum hefðbundna bústofni bændanna. Sauðfé hefur að vísu verið ofurlitið fleira áður þegar flest var, nautpeningi hefur einnig fækkað nokkuð frá hámarkstölu fyrir fáum árum, en á síðari tímum hefur svinum og þó sérstaklega hænsnum fjölgað mikið frá því er var til skamms tíma. Um hið síðastnefnda gildir sér á parti aukning kjötfuglastofnsins. Ekki þarf að fara langt aftur í timann til þess að sanna þá staðreynd, að meginþorri fólks fúlsaði við kjöti af bæði hænsnum og kjúklingum. Nú er öldin önnur, nú hafa neysluvenjur breyst á þann veg, að sívaxandi hópur fólks kýs þetta kjöt fremur en vmsar aðrar tegundir. Aðrar búfjártegundir Þegar hér að framan eru tilgreindar tölur yfir búfé bænda síðastliðin 3 ár ber þess að minnast um leið, að með þeim er ekki allt talið. Nýjar búgreinar skjóta nú rótum hér og þar um landið og þær tegundir eflast auðvitað á komandi árum svo að varla munu mörg ár liða uns tala þeirra dýra verður tilgreind ásamt öðru Búfé okkar tima Að svo skráðum inngangsorðum að efni því, sem hér fer á eftir, skulum við hlaupa yfir 11 aldir og lita á búfé okkar og nýtingu þess á okkar öld og einkum þessi ár, sem nú renna yfir starfandi kynslóð. Eftirtekja landnytja til söfnunar vetrarfóðurs og til beitar að sumrinu, er auðvitað undirstaða þess að búfjárhald þrífist og að nytjar búfjárins séu sú undirstaða, sem tilvera og framfæri bóndans byggist á. Það vitum við, að á meðan jarðyrkja var engin eða mjög takmörkuð stóð tilvera búfjárins á mjög völtum fæti, að ekki sé meir sagt. Hér á hafa miklar breytingar orðið þótt enn séu til þeir einstaklingar - að ekki sé sagt 1979 1980 1981 Sauðfésamtals: 796755 827927 794644 Þar af í bæjum 14142 13989 13006 Nautgripirsamtals: 57172 59933 60366 Þar afmjólkurkýr: 33749 33577 32769 Hross samtals: 50067 52346 52999 Þar afíbæjum: 7166 6820 8384 Svín til undaneldis: 1435 1553 1494 Þarafíbæjum: 189 230 191 Hænsni 303974 310724 270695 minning Jón ívarsson, kaupfélagsstjóri Jón fvarsson, fyrrverandi kaupfélags- stjóri er látinn. Hann var fæddur 1. janúar 1891 að Snældubeinsstöðum í Reykholtshreppi en andaðist 3. júní s.l. og var þvi rösklega 91 árs. Jón var um margt sérstæður persónu- leiki. Það var engin tilviljun að hann var valinn til trúnaðarstarfa á mörgum sviðum. Hann var ungur kennari i heimabyggð sinni. Jón varð starfsmaður Kaupfélags Borgfirðinga 1917 og eftir það voru störf hans að meira eða minna leyti tengd samvinnuhreyfingunni. Hann stundaði nám í Hvítárbakkaskóla, Verslunarskólanum og Kennaraskóla íslands áður en hann kom til starfa hjá kaupfélaginu i Borgarnesi. Eftir það mótaðist hann í skóla lifsins við margvísleg trúnaðarstörf sem hann var valinn til að sinna. Hér verður fátt eitt talið af viðfangs- efnum Jóns, en það rifjað upp, að hann varð kaupfélagsstjóri að Höfn í Homa- firði árið 1922 og gengdi því starfi i rúmlega 21 ár. Samvinnumenn minnast Jóns sérstaklega sem hins trausta og röggsama kaupfélagsstjóra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.