Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid m . Fassbinder er allur ■ Rainer Werner Fassbinder, sem fannst látinn i gxr aðeins 36 ára að aldri, hafði þegar gert fleiri kvikmyndir en margir aðrir kvikmyndaleikstjórar á helmingi lengri starfsæfi. Kvikmyndir hans munu vera hátt i fjöruiu talsins, fyrir utan ýmis sjónvarpsverk. Og siðasta kvikmyndin, sem hann lauk við - „Die Sehnsucht Der Veronika Voss“ - hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátið- inni í Berlin fyrr á þessu ári. Það var því ekkert lát á starfsþreki hans og fráfallið þvi þeim mun óvæntara. Fassbinder fæddist 31. mai árið 1946 i Bad Wörishofen i Bæheimi í suðurhluta Vestur-Þýskalands, og var þvi nýorðinn 36 ára. Hann lét að sér kveða á fjölmörgum sviðum: sem leikari, leikstjóri, rithöfundur, sjón- varpsmaður og kvikmyndaleikstjóri, og var löngum helsti talsmaður hinnar svokölluðu nýju þýsku kvik- myndagerðar. En hann byrjaði sem leikari, hlaut menntun sem slíkur og lék síðan með svonefndu „Aktion"- leikhúsi í Munchen árið 1967. En , hann vildi þá þegar fara síðan eigin leiðir og árið eftir stofnaði Fassbind- er eigin leikhúsflokk, sem hann nefndi „and-leikhús“. Hér var um tilraunaleikhús að ræða, sem fór mjög óhefðbundnar leiðir. Fassbinder gerði ýmsar tilraunir með stuttar kvikmyndir á þessum árum, en fyrsta leikna kvikmynd hans i fullri lengd var frumsýnd árið 1969, eða fyrir tæpum fjórtán árum siðan. Og siðan hefur hann nánast aldrei litið til baka og stundum sent frá sér þrjár eða fjórar kvikmyndir á hverju ári. Sumir hafa gagnrýnt hann fyrir þessi miklu afköst, sem lýsi ékki mikilli vandvirkni og vissulega eru kvikmyndir hans mjög misjafnar að gæðum. En þær eru þó yfirleitt forvitnilegar, og einstök atriði i þeim flestum talin frábær. Og fordæmi hans varð öðrum mönnum í Vestur- Þýskalandi hvatning til dáða á kvikmyndasviðinu, enda er nú svo komið, að umtalsverður hópur ungra Vestur-Þjóðverja gerir kvikmyndir, sem vekja athygli á alþjóðavettvangi. Hér verður að sjálfsögðu ekki reynt að gera kvikmyndum Fassbind- ers skil, enda vart rými til að telja þær allar upp hvað þá að segja nánar frá þeim. íslendingar hafa haft tækifæri til þess að sjá nokkrar af nýrri kvikmyndum Fassbinders, og má þar minna á „Hjónaband Mariu Braun" og „Lili Marlene", og nokkrar eldri mynda hans hafa verið sýndar á vegum „Fjalakattarins" og í sjónvarpinu. „Lola“, ein af slðustu kvikmyndum Fassbinders, er einnig væntanleg hingað á næstunni. 1 í kvikmyndum Fassbinders hafa gagnrýnendur séð áhrif frá ýmsum eldri leikstjórum, einkum þó Jean- Luc Godard og bandarískum leik- stjórum frá sjötta áratugnum, svo sem Douglas Sirk, sem reyndar var þýskur að uppruna en flúði til Bandarikjanna undan nasistum. En Fassbinder mótaði sinn eigin stil, og viðfangsefni hans einkenndust mjög af gagnrýninni afstöðu til ríkjandi valdhafa i svonefndu allsnægtaþjóð- félagi Vestur-Þýskalands, enda oft á þær litið sem eins konar dæmisögur um þýskt þjóðfélag. Hin allra siðustu ár hafði Fassbind- er snúið sér að gerð dýrri og viðameiri kvikmynda, svo sem „Lili Marlene", og hafði þá um leið náð til mun stærri áhorfendahóps en áður. Það hefði því mátt ætla, að ýmis bestu verk hans væri framund- an. En, því miður, myndavél Fassbinders festir ekki fleiri hugverk hans á filmu. £5 Elias Snæland ,Æ Jónsson, skrifar Langur föstudagur Sekureða saklaus Forsetaránið Með hnúum og hnefum Ránið á týndu örkinni Gereyðandinn Lögreglustöðin í Bronx Framísviðsljósið Konan sem hljóp Stjörnugjöf Tímans **** frábær ■ * * * mjög góð ■ * ★ göö • * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.