Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1982 10 Mimhm heimilistíminn umsjón: AKB TUGIR TEG- UNDA TRJÁA OG RUNNA ■ Núcrumargiraökaupatréogrunna i garðana. í skógræktarstöðvum er því mikið að gera þessa dagana. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur í Foss- vogi er þetta annasamur timi, cn þar vinna um þetta leyti um 70 manns við ræktunarstörf og sölu á plöntum. Verkstjóri i Skógræktarfélaginu er Ásgeir Svanbergsson. „Við ræktum geysimargar tegundir af trjáplöntum og runnum", sagði Ásgeir, er undirrituð heimsótti Skógræktarfélag- ið nú í vikunni. „Við reynum að hafa á boðstólum harðgerar tegundir, t.d. eru runnamura, blátoppur og birkikvistur dæmi um harðgera blómstrandi runna. Runnamura hefur blóm sem likjast sóleyjarblómum, blátoppurinn hefur litil rjómagul blóm og birkikvisturinn blómstrar hvitum blómum. Allir þessir runnar eru blómviljugir og blómstra mikinn hluta sumars. Þó fer það náttúrulega eftir veðri og aðstæðum. Af mörgum trjátegundum ræktum við eitt eintak i tilraunaskyni og það er mikið verk óunnið í þvi að finna nýjar tegundir, sem henta fyrir islenskar aðstæður. íslensk flóra er hlutfallslega fátæk miðað við önnur lönd, en það er enginn vafi á því, að hér geta vaxið margfalt fleiri tegundir trjáa og runna. Við erum með á boðstólum um 80 tegundir trjáa og runna. Þrjár vinsælustu trjátegundirnar, eru birki, ösp og reyniviður. Birkið og reyniviðurinn eru af íslenskum stofni, en öspin er frá vesturströnd Norður-Ameriku. Það er t.d. nokkuð likt veðurfar í sunnanverðu Alaska og hér á landi og þaðan höfum við fengið ýmsar tcgundir, sem þrífast vel hér, t.d. sitkagrenið, sem hefur reynst vel á Suðvesturlandinu og öspina, sem áður var getið. AKB rvT*. 1?;, ic y - V \ mmL V ■ Sólveig Sigurðardóttir vinnur í Skógræktinni í sumar. Hún varð stúdent í vor frá MH og ætlar í Ixknisfræðinám i haust. Nú er úti- glóðin notuð ■ Nú er kominn sá tími að fólk er farið að nota útiglóðina (grillið). Steiking við opinn eld eða glóð er ein elsta matreiðsluaðferð mannkynsins. Aðferðin er sú sama, hvort sem glóðað er á rist, sem lögð er á nokkra múrsteina yfir holu, sem gerð er í jörðina eða notað dýrt tæki með ýmiss konar auka þægindum. Botninn er þakinn með tvöfaldri álþynnu og trékolin lögð í þunnt lag ofan á. Kolin eru vætt með kveikilegi og annað lag af kolum sett ofan á og vætt aftur í með kveikileginum. Þá er kveikt i kolunum og beðið þar til hættir að ioga og þunnt grátt öskulag hefur myndast ofan á glóðinni (30-60 min.) Nú má fyrst byrja að glóða. Þeim mun meira sem notað er af kolum helst hitinn lengur í glóðinni. Þegar glóðin er brunnin er nauðsyn- legt að fjarlægja öskuna og hreinsa glóðartækið vel. Pylsur, hamborgarar, bitaðir kjúkl- ingar, kótilettur og önnur litil kjöt- stykki er auðvelt að glóða á rist. Einnig má glóða blandaðar matartegundir á prjónum. Á hverjum prjóni má þá hafa margar eða fáar tegundir matar að vild. Kjöt, fisk, skelfisk, innmat, lauk, sveppi og annað grænmeti til dæmis. Heilan fisk má líka glóða á ristinni. Auðveldast er þá að glóða fremur smáan fisk, sem er fastur í sér, t.d. silung. Fiskflök er best að vefja i álþynnu og glóða þannig. Flökin eru þá krydduð og örlitið smjör eða smjörliki er látið með, einkum ef um ýsu eða annan magran fisk er að ræða. Hve langan tíma þarf að glóða matinn? Pylsur þurfa 2-5 mín. á glóðinni (nærri glóðinni) Hamborgarar þurfa 3-4 mín. á hvorri hlið (nærri glóðinni) Kjúklingalæri þurfa um 20 min. alls (8-10 cm frá glóð) T-bein steik þarf 6-8 mín. á hvorri hlið (8-10 cm frá glóð) Lambakótilettur þurfa 3-4 mín. á hvorri hlið (6-8 cm frá glóð) Hálfir kjúklingar þurfa 15-20 min. á hvorri hlið (10 cm frá glóð) Heilir kjúklingar þurfa 40-60 mín. alls (15 cm frá glóð á teini) Heill fiskur þarf 3-6 min. á hvorri hlið (6-8 cm frá glóðinni) Fiskflök í álþynnu þurfa 8-15 mín. alls (6-8 cm frá glóðinni) Matur á teinum þarf 8-15 min. alls (6-8 cm frá glóðinni) Stórar kartöflur þurfa l-l'A klst. (á rist eða i glóðinni) ■ Ásgeir Svanhergsson innan um Alaska-ösp, sem af er sérstaklega sterkur og góður ilmur. ■ Guðmundur Magnússon, kokkur á Grundarfossi, var að kaupa sér trjá- plöntur. „Ég ætla að setja þær niður við sumarbústaðinn minn, sagði Guðmund- ur, „scm ég er nýbúinn að kaupa. Bústaðurinn er í Hvassahrauni og ég er búinn að setja þar niður 30 plöntur og er núna að bæta við. Ég er hér með Alaskaösp, silfurreyni og svartgreni. Það er gaman að klæða landið með trjám og vinir minir, sem ætla að heimsækja mig í sumarbústaðinn, ætla að gefa mér tré eða plöntur. Þeir vita að ég hcf gaman af þessu. ■ Ingibjörg Eyfells var að velja birkihrislur i garðinn, en hún býr i nýju sambýlishúsi við Nýbýlaveg i Kópavogi. Timamyndir: Anna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.