Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 11
Steinn verð ur að steini NORRÆNA HÚSIÐ Listahátið 1982 JOHN RUD Höggmyndasýning. Útivið og í forstofu. 22 verk 1. júni-6. ágúst 1982 Opið inni á venjulegum timum, en allan sóiarhringinn úti John Rud ■ Næst á eftir þeim listamönnum, er eltast við peninga úr sjóðum samfél- lagsins, vinna myndhöggvarar liklega erfiðustu störfin. Er þá einkum og sér i lagi átt við þá sem bera grjót og berja það. Enda fer þeim nú fækkandi sem fást við að höggva. Auðveldari leiðir eru þá valdar til að búa til skúlptúra, en allar eru þær samt erfiðar, seinvirkar og krefjast mikillar ieikni í handverki. Til marks um þetta, þá minnir mig nú að töluvert langt sé siðan maður með grjót hefur komið til íslands. En nú er John Rud frá Danmörku kominn hingað með nokkur tonn af grjótmyndum, sem einkum eru unnar úr graniti, sem er ein harðasta steintegund sem myndir eru höggnar úr. Grjót sitt hefur hann fengið með fremur seinvirkum hætti. Flestir steinar hans bárust til Danmerkur á isaldar- skeiðinu frá Noregi og Svíþjóð og fengu þar vissa forvinnslu í jarðsögunni. John Rud er sjálfmenntaður í stein- höggi sinu og hefur að sögn skipað sér í fremstu röð i sinni grein i heimalandi sinu, Danmörku. Hann sýndi fyrst myndir á Vor- og haustsýningunni i Charlottenborg í Kaupmannahöfn árið 1975 og hugmynd- in að þessari sýningu varð til er listamaðurinn kom til íslands í fyrra. I sýningarskrá þakkar hann ýmsu fólki, sem ýmist útvegaði sökkla, annaðist burð á grjóti, flutninga eða lögðu fram fjármuni i þetta fyrirtæki, sem að sjálfsögðu er ofviða ungum listamanni, sem hefur svo þungan farangur. Og að lokum þakkar hann Norrænu eldfjallastöðinni, þannig að þessi listamaður virðist vera i nánum tengslum við sköpunarverkið sjálft, isöldina og eldgosin, sem mótað hafa ísland og Evrópu, norðanverða. Hugleiðingar um höggmyndir John Rud ritar svolitla hómilíu handa grandvöru fólki, sem vill skoða steina vel. Hann nefnir þetta Hugleiðingar mínar um höggmyndina og eru þær býsna athyglisverðar, þótt eigi séu þær allar nviar af nálinni. Hann segir m.a.: „Hlutir og/eða höggmyndir hafa þrí víddir - með nærveru sinni og hreyfingu umhverfis verkið dregst áhorfandinn sjálfkrafa inn í myndina. -Til að komast leiðar sinnar verður maður að snið- ganga, fara yfir eða undir og í sérstökum tilvikum í gegnum verkið! Fræðilega séð er hægt að skoða hluti/höggmyndir út frá tveimur grund- vallarþáttum, kúlunni og teningnum.er hafa til að bera andstæða eiginleika. Kúlan án endimarka, hliða og botnlaus, en teningurinn með hliðar og botn. Sé ýtt við þcim með láréttri handarhreyf- ingu, þá verður ferð kúlunnar meiri en teningsins sem liggur skyndilega kyrr meðan kúlan nemur smám saman staðar. Og loksins þegar kyrrstöðu er náð er afstaða þeirra til hviluflatarins með ólíkum hætti. Teningurinn - þungur og stór að grunnflatarmáli. Kúlan - léttsvifandi á litlum kyrrstöðu- punkti. Út frá þessum tveimur frumformum má leiða aðrar formgerðir: hálfkúlu, sivalning, kassa, vegg, pýramida, keilu, fleka, skel, þráð -allar með eiginleikum kúlunnar og teningsins. Myndir eru háðar umhverfinu - birtu, tima og rúmi, og stærðarhlutfallinu á milli þeirra og áhorfandans. Myndir sem hafa misstórar viddir og/eða eru misjafnrar lögunar skapa spennu í rúminu, likt og þráðurinn og skelin. Lýsa má hlut/höggmynd sem kraft- ferðugri eða kyrrstæðri. Dæmi um hið siðarnefnda er teningurinn með verki á Notuð sófasett Nokkuð þokkaleg notuð sófasett til sölu. Einnig tveggja manna svefnsófar + stólar. Sedrus-húsgögn, Súðarvog 32, Sími 84047 Notaðir iyftarar í mikiu úrvaii 2.1 nílm. snúningi 2.5 t raf 13 t pakkhúslyftarar 23 t dísil 3.2 t dísil 43 t disil 43 t dísil S.O t disil m/húsi 6.0 t disil m/húsi eigum ennfremur fyrirliggjandi litla . r- rafm.lagerlyftara. — -MÁ K.JÓNSSON&CO.HF. ~ Biia!eigan\$ CAR RENTAL O 29090 DAIHflTSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 hverjum fleti -ristur lágmyndum! í fyrra dæminu er tekið mið af kúlunni og keilunni og er það táknað sem hringlaga myndrás hvar ekki verður greint á milli upphafs og endis - eins konar lokað ferli." Að búa til guð Nokkru aftar i hugleiðingunni getur svo þetta að lesa: „Ég bý til Guð! Og ég veit að þetta er stórmennskubrjálæði þegar ég geng um ströndina og fylgist með öldunum lemja fjöruna og klettana. Það verður mér ljóst er ég lít stór bergin og eyðandi öfl sjávarins. - Af sandi ertu kominn, að sandi muntu verða! Svo án skröks, þá get ég aðeins reynt að búa til Guð! Ég sé bara stein hrapa úr berginu, inn í lif mitt! Og hann verð ég að handfjalla. - Þyngd hans er nokkur, en það verður að skilja." Ég hygg að þetta megi nú skilja öðruvisi en guðfræðilega. Ég tel að menn viti hvð meint er með þessum orðum, þótt guðagerð sé annars fremur lítið stunduð hér, nema kannski af Rithöfundasambandi íslands, sem hefur þó átt fremur örðugt uppdráttar i þeim fræðum, en nóg um það. Verkin á sýningunni Um sýninguna sjálfa er það að segja, að það er mjög auðvelt að viðurkenna þessa steina sem höggmyndir. Til einföldunar mætti ef til vill scgja, að John Rud taki við isaldarpóstinum og geri úr steininum mynd. En það sem mestu máli skiptir er, að steinninn fær að vera steinn áfram. Hann er liklega enn meiri steinn eftir högg, en fyrir. Tækni steinhöggvarans (steinhöggið) er á háu plani. ■ Eitt verkanna á sýningunni. Um það segir listamaðurinn: „Helsta viðfangsefni mitt er að gera höggmynd á þann hátt, að það angri ekki sænska foreldrið á ströndinni.“ Hann beitir áferð til að undirstrika linur. Pólerarsumt, en annaðergrófara. Ljósið leikur sér bliðlega við þcssar myndir og sumar fá nýtt inntak í rcgni, sem er fremur sjaldgæft. Sem formsmið- ur cr John Rud ekki trúarbragðahöfund- ur og stöku mynd þolir ekki öll sjónhorn jafnvei, eða allar 360 gráðurnar. í þeim er þó einhver duldur kraftur. Þú horfist i augu við steina uns þú, -eða steinninn lítur undan. Oftaren hitt hefur steinninn þó vinninginn. Það er líka athyglisvcrt, að það er eins og sumir steinarnir hafi alltaf vcrið þarna í Vatnsmýrinni, í varplandinu - og vonandi verður einhver þeirra eftir þegar kranabilarnir koma i haust. Jónas Guðmundsson Jónas Guömundsson' skrifar HEYÞYRLUR OG STJÖRNUMÚGAVÉLAR VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 KAUPFÉLÖGIN UMALLTLAND Eigum til afgreiðslu strax KUHN heyþyrlur og stjörnumúgavélar Tvær stærðir — Tvær gerðir heyþyrla GF-452 stjörnumúgav. GA-402 BÆNDUfí ATHUGID 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.