Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 18
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1982 á vettvangi Snúid út úrog logid með þögn ■ Viðtal sem Timinn átti við Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, er birtist s.l. þriðjudag, hefur vakið nokkra at- hygli sem vænta mátti. Steingrímur ræðir þar af hreinskilni um ástand og horfur efnahagsmála, sem ekki eru beinlínis glæsilegar þessa stundina. Það er óvenjulegt að forystumaður stjórnarflokks tali jafn opinskátt um erfiðleika sem takast þarf á við og i stað þess að lofa háttvirtum kjósend- um gulli og grænum skógum, eins og 1 háttur er þeirra stjórnmálamanna sem með stjórn fara, boðar Stein- grímur, að almenningur i landinu verði að draga úr eyðslu og jafnvel að lifskjörin geti versnað eitthvað um sinn vegna hrakandi afkomu þjóðarbúsins. Sjávarútvegsráðherra rakti á greinargóðan hátt hvað það er sem veldur minnkandi þjóðartekjum. Engin Ioðnuveiði, hrikalegur sam- dráttur þorskafla. Þvi má bæta við að siðan viðtalið var tekið hafa borist fréttir um enn frekari samdrátt í þessari mestu tekjulind þjóðarinn- ar. Miklar birgðir af óseldri skreið eru í landinu. Þar ofan á bætast erfiðleikar á sölu iðnvarnings vegna efnahagskreppunnar i heiminum. Hver heilvita maður hlýtur að sjá að eitthvað verður undan að láta þegar svona árar. Hér er ekki um hrakspár að ræða heldur staðreynd- ir og það er engum til góðs að berja höfðinu við steininn og afneita þeim. Það er aftur á móti skylda stjórn- málaleiðtoga að skýra þjóðinni satt og rétt frá þvi ef hættuástand er að skapast og bregðast við því af karlmennsku og gera þær ráðstaf- anir sem duga. Það er athyglisvert hvernig brugð- ist hefur verið við hinum opinskáu upplýsingum sem ráðherrann lagði fram. Stjórnmálamenn og ritstjórar túlka þær nákvæmlega eftir eigin innræti. Ólafur Ragnar þingflokks- formaður reið á vaðið. Sama daginn og viðtalið birtist í Tímanum berg- málaði D&V eftir honurn: „Fram- sókn hefur ekki sett þessa stefnu um engar launahækkanir eða jafnvel launalækkun fram innan ríkisstjórn- arinnar. En það er ágætt að fá kröfur Framsóknar um launalækkanir svona hreinskilnislega fram. Við alþýðu- bandalagsmenn höfum ekki verið tilbúnir að fara i launalækkanir." Þessi ummæli eru ómerkilegt lýð- skrum. Tekjur þjóðarinnar fara minnkandi. Það er því tómt mál að tala um launahækkanir. Þær eru engin kjarabót, hver svo sem krónutalan i launaumslögunum verður. Steingrimur sagði að ekki væru til neinir peningar fyrir launa- hækkunum og færði gild rök fyrir hvers vegna. Á það minntist ÓRG ekki einu orði. Um ráðstafanir og kjör þeirra sem minnst bera úr býtum sagði Stein- grimur: „Við næstu vísitöluákvörð- un tel ég óhjákvæmilegt að telja niður bæði verðbætur á laun, fiskverð og búvöruverð og gera þá jafnframt hliðarráðstafanir til að bæta eins og frekast er unnt, kaupmátt þeirra sem læg^r launin hafa.“ Af meðvitaðri glámskyggni láta forystumenn Alþýðubandalagsins eins og þessi setning i viðtalinu sé ósögð og óskrifuð. Svavar Gestsson segir i viðtalii við Þjóðviljan, vegna ummæla Steingrims: „Við Alþýðu- bandalagsmenn erum ekki tilbúnir að leysa efnahagsvandann með árásum á kjör láglaunafó!ksins.“ Þetta kveður hann nauðsynlegt að taka fram vegna viðtalsins í Timan- um. Fyrirsögnin er i svipuðum dúr. Sams konar útúrsnúningur kemur fram í leiðara Þjóðviljans sama dag: „Hitt er nauðsyniegt að taka fram skýrt og afdráttarlaust í tilefni orða Steingríms Hermannssonar að jafn- vel þótt þjóðartekjur okkar minnki um 2-3% á þessu ári, þá þarf slikt áfall ekki að hafa í för með sér kjararýrnun hjá þvi fólki sem minnst ber úr býtum í okkar þjóðfélagi." Og síðar. „Að sjálfsögðu er ekki hægt að bæta kjör allra þegna þjóðfélagsins, þegar þjóðartekjur fara minnkandi, en hér eru það sem , betur fer margir, sem með góðu móti geta tekið á sig dálitlar byrðar, - en hinir eru líka margir, sem öll sanngirni mælir með að sé hlíft vegna þess að kaup þessa fólks er ekki mannsæmandi í okkar ríka þjóð- félagi. Formaður Framsóknarflokks- ins hefði átt að muna betur eftir þvi. “ Þeir sem svona tala og skrifa ættu að muna hvað stóð i viðtalinu við formann Framsóknarflokksins, sem þeir eru að vitna í. Hinir sósíalistarnir eru við sama heygarðshorn. 1 ábúðarmikilli grein i Alþýðublaðinu segir: „Hann vill í haust skerða visitölubætur á laun. Hann kennir bágbornum kjörum launafólks um öfugþróun launa- mála síðustu misseri" (sic!!!) Siðar: „Steingrimur vill lækka laun fólksins í landinu, - punktur basta.“ Verðfall á útflutningsafurðum okkar, þorsk- og ioðnuleysi og óseld skreið, kemur þessum mönnum sem sagt ekkert við. Þeir láta í veðri vaka að formaður Framsóknarflokksins vilji aðeins lækka launin af ill- mennsku einni saman og leggja út af orðum hans eins og skrattinn Bibliunni. Og viljandi er hlaupið yfir ummæli Steingríms þess efnis að hann telji sjálfsagt að bæta kjör hinna lægst launuðu. Morgunblaðið tíundar þau um- mæli Steingríms sem þar hentar. Mikið er gert úr erfiðleikunum sem við blasa, en varast að minnast ú orsakir þeirra. Það er látið eins og það sé aðeins um að kenna rangri og vondri stjórnarstefnu. En þvi miður moggamenn góðir. Ríkisstjórn á íslandi ræður ekki efnahagsmálum heimsins né fiskgengd umhverfis landið. Þorskurinn tekur ekki við fyrirskipunum úr stjórnarraðinu fremur en hjúkrunarfræðingar. Morgunblaðið þarf ekki langt að leita skýringa á minnkandi þjóðar- tekjum. Úr leiðara á miðvikudag: „í rúm tvö ár hefur leiftursókninni gegn lifskjörunum verið stýrt úr stjórnar- ráðinu.“ Mikill er máttur stjórnarráðsins að áliti Morgunblaðsins. Samkvæmt kenningunni stjórna herrarnir þar þvi, að þorskur leggist frá, loðna hverfi, oliusala Nigeriumanna minnki verulega og eftirspurn á heimsmarkaði á áli og málmblendi er í lágmarki. En hvers vegna ráðherr- arnir vilja hafa þetta svona svarar Morgunblaðið ekki. D&V vill ekki verða minni en aðrir. Úr leiðara: „Hér yrði of langt mál upp að telja allt það svartnætti, sem ráðherrann tiundar. Það er ófögur lýsing. Hún er einhver stórbrotnasti áfellisdómnur, sem nokkur stjómmálamaður hefur kveð- ið upp um eigin sjónhverfingar“. Hér er allt við sama. Orsakir efnahagsvandans skipta ekki máli. Það er aðeins vondri stjórn og sjónhverfingum um að kenna að þjóðartekjur minnka verulega. Það er ekki að ósekju að stjórnmálamönnumn er oft borið á brýn, að koma ekki til dyranna eins og þeir eru klæddir, en fegra ástandið þegar þeir em i stjóm, sem á að sýna stjórnvisku þeirra, en telja að allt gangi á afturfótunum þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. En þegar stjómmálaleiðtogi talar hispurslaust og af hreinskilni um aðsteðjandi .vanda og að honum verði að mæta, á hann annað skilið en snúið sé út úr orðum hans og logið með þögninni. OÓ Selfoss Áríðandi fundur í Framsóknarfélagi Selfoss verður haldinn að Eyrarvegi 15 föstudaginn 11. júni n.k. kl. 21 Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Tekin afstaða til meirihlutasamstarfs við D-listann i bæjarstjórn Selfoss næsta kjörtimabil. 3. Önnur mál Stjórnin. ORÐSENDING frá Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður í happdrættinu 16. þ.m. og eru þeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil næstu daga. Drætti verður ekki frestað. Greiðslum má framvisa samkvæmt meðf. gíróseðli i næsta pósthúsi eða peningastofnun. Einnig má senda greiðslu til Happdrættisskrifstofunnar, Rauðarárstíg 18, Reykjavik. Þar eru einnig lausamiðar til sölu. Vorferð Félags Framsóknarkvenna í Reykia- vík Hin árlega vorferð Félags Framsóknarkvenna i Reykjavik verður farin laugardaginn 12. júní n.k. Lagt verður af stað frá Rauðarárstig 18 kl. 14.00 og ekið að Klaustrinu í Hafnarfirði og það skoðað. Að leiðarlokum verður drukkið kaffi í Norræna húsinu og þar gefsfs tækifæri til að skoða tvær athyglisverðar myndlistasýningar. Framsóknarkonur. Mætið í ferðina og takið gesti með ykkur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til flokksskrifstofunnar Rauðarárstig 18, sími: 24480 og í sima 33402 (Sigrún). Stjórnin. Vesturland Viðtalstimar alþingismannanna Alexanders Stefánssonar og Davíðs Aðalsteinssonar, verða sem hér segir á eftirtöldum stöðum: Akranes 14.6. kl 21. Borgarnes 15.6. kl. 21. Logaland 16.6 kl. 21. Hellissandi 18.6. kl. 21. Búðardal 19.6. kl. 21. Breiðablik 20.6. kl. 21. Ólafsvik 21.6. kl. 21. Grundarfirði 22.6. kl. 21. Stykkishólmi 25.6. kl. 21 Hlaðir 28.6. kl. 21. Staða sveitarstjóra í Eyrarsveit (Grundarfirðí) er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefur oddviti Eyrarsveitar Guðni E. Hallgrímsson, Eyrarvegi 5, sími 93-8722 og 8788 og Ragnar Elbergsson, Fagurhólstúni 10 sími 93-8715 og 8740. Umsóknir ásamt’ upplýsingunt um menntun, fyrri störf og launa- kröfur sendist oddvita Eyrarsveitar fyrir 25. júní n.k. Hreppsnefnd Eyrarsveitar. Sýsluskrifstofur á Eskifirði Tilboð óskast í að reisa og fullgera hús fyrir embæfti sýslumanns og bæjarfógeta á Eski- fírði. Húsið er á 2 hæðum, auk bílskúrs á 1. hæð, alls 543 m2 að gólfflatarmáli. Verkinu skal að fullu lokið 1. sept. 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá föstudegi 11. júní gegn 2.000 - kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 6. júlí 1982, kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Kvikmyndir ELDRIBEKKINGAR Stúdcntamir vilja ckki útskrifast úr skólanum vilja ekki fara út I hringiðu Kfsins og ncnna ckki að vinna hcldur stofna félagsskap scm ncfnist Kyn- íræðsla og hin frjáls»skólastúlka. Aðalhlutvcrk: Priscilla Bames, Jeffrey Byron, Gary Imhoff Sýnd Id. 5, 7,9, II Texas Detour nuiWrðönoSruu • T>aö er ekkert grin aó lenda i klón- | um á þeim Don Slroud og félög- um, en þaö fá þau tírenda Vacc- aro og Chuck Shamata aö finna | fyrir. Spennumynd i sérflokki. Aöalhlutverk: Don Stroud.l Brenda Vaccaro, Chuck Sha-1 mata. Kichard Ayres Isl. texti. Bönnuö innan 16 ára Fram í sviðsljósið (Beíng There) (4. mánuður) Grinmynd i algjörum sérfíokki. I Myndin er talin vera sú albesta | sem Peter Sellers lék i, enda fékk húntvenn öskarsverölaun og var ] útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas. Jack j Warden. | tslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. j1 Sýnd kl. 9 H(G The Exterminator | (GEREVDANDINN) The Exterminator er framleidd I af Mark Buntzman og skrifttö og j stjórnaöaf James Cilckenhaus og fjallar um ofbeldi I undirheimum L New York. Byrjunaratriöiö er I eitthvaö þaö tilkomumesta staö-f gengilsatriöi sem gert hefur Ver-I iö. | Myndin er tekin I Dolby sterio og I sýnd I 4 rása Star-scope Aöalhlutverk: Christopher George Samantha Eggar Hobert Ginty ’ tsl. texti. Sýnd kl. 11 Bönnuð innan 16 ára Simi 78900 Eldnbekkingar (Senion) Spcnnandi ný amcrisk mynd um unglinga scm lcnda I alls konar klandri við lögrcglu og ræningja. Aðalhlutvcrk: Patríck Wayne, Prísdlla Barnes, Anthony James Bönnud innan 12 ára Sýnd kl. 5, 7, 9, 11 Allt i lagi vinur (Halleluja Amigo) Sérstaklcga skcmmtilcg og spcnnandi vestcrn grlnmynd mcð Trinity bolanum Bud Spencer scm cr f cssinu sfnu I þcssari mynd. Aðalhlutvcrk: Bud Spencer, Jack Palancc Sýnd kl. 5, 7, 9 Morðhelgi (Death Weekend)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.