Tíminn - 04.07.1982, Side 4

Tíminn - 04.07.1982, Side 4
Á 'sautjándu öld voru Hollendingar stórveldi og einkum í verslun. Þeir höfðu verið fljótir að taka við sér er opnuðust sjóleiðir til nýrra landa og réðu, er við tökum upp þráðinn, yfir allri kryddverslun heims að heita má, þeir réðu einnig korn- og timburversluninni við Eystrasalt og voru mesta sild- og hvalveiðiþjóð i heimi. Þá áttu þeir nýlendur vitt og breitt um heimskringl- una og frá löndum þeirra í Suður-Afriku og á Ceylon þróaðist sá gimsteinaiðnað- ur sem enn er frægur i Amsterdam. Amsterdam var raunar mesta verslunar- borg í Evrópu, og þar með í öllum heiminum, og bankinn þar aðalbanki álfunnar. Þeir áttu langstærsta verslun- arflota heims, Hollendingar, og það var hagsæld og kaupmenn lifðu sem blóm í eggi. En þá komu blikur á loft. Enskir að færa sig upp á skaftið. Englendingar voru i sókn á úthöfun- um um þær mundir og settu Hollending- um viða stólinn fyrir dymar. Holiend- ingar vildu náttúriega ekki una því og kom öðru hvoru til átaka miili þjóðanna og höfðu Hollendingar yfirleitt verr. Englendingar áttu fleiri herskip og vaska sjóliða og i striði sem geisaði milli þjóðanna 1665-67 varð Hollenska Aust- ur-Indiafélagið - sem réði öllu i Hollandi sem það vildi ráða - að grípa til þess að láta skip sin sigla norður fyrir England og um Norðursjó er þau voru á leið til og frá Hollandi, en ekki um Ermarsund eins og áður. Þar herjuðu Englendingar. Skipum á heimleið var oft siglt svo vestarlega og djúpt undan Englandi að viðkoma var höfð í Færeyjum, en þaðan siglt til Hjaltlands þar sem biðu hollensk herskip er fylgdu kaupskipunum siðasta spölinn. Gullskipið lendir í fárviðri Svo bar til snemma árs 1667 að floti hollenskra kaupskipa lagði upp frá Austur-Indium áleiðis til Hollands, færandi varninginn heim. ( maí náðu skipin til Góðrarvonarhöfða og héldu þaðan út á Atlantshaf mánuði síðar, i fylgd þriggja herskipa. Gekk siglingin vel eftir atvikum allt þar til um miðjan september að flotinn var staddur djúpt út af suðurströnd íslands. Þann 17. september skall á hið versta fárviðri svo um ber ekki saman um hver farmur Het Wapen van Amsterdam hafi verið en allir voru þó sammála að gífurleg auðæfi myndu leynast í skipinu. Jón Espólin skrifaði í Árbækur sinar: „Svo sögðu menn, að það sem helst var á því skipi hefði virt verið fyrir 3 ok 40 tunnur gulls (ef það er rétt ritið) þá er það fór úr Indíum. Klukkukopar einn hefði verið ballestin og áhöfn gull og perlur, silki, skarlat, pellog purpuri, kattúmog lérept ærit ok mörg dýrindi, einnig demantar og karbúnkúlar, desmerskettir og margt annað. Vissu menn engin dæmi um jafnmikinn auð hér á land kominn, en það er upprak smám saman." Hér kann sitthvað að vera ýkt en hitt er vist að margir fylltust græðgi i flakið. Embættismenn Danakonungs i landinu slógu að sjálfsögðu eign þeirra arfaherra á strandgóssið, og skipaði Bjelke höfuðsmaður sýslumönnum að flytja allt sem úr flakinu ræki til Bessastaða. Ekki mun allur varningurinn þó hafa komist á leiðarenda því sýslumenn ágirntust góssið sjálfir og stungu undan. Það sem á endanum safnaðist undir Danahendur var selt og andvirðið að sjálfsögðu flutt úr landi, til Kaupinhafnar. Ekki hlust- uðu Danir á tilkall hollensku stjórnar- innar til þess og leyfðu heldur ekki að Hollendingar sendu hingað tvö björgun- arskip til að hreinsa flakið. Það grófst aftur á móti fljótt í sandinn og hefur hvorki sést af því tangur né tetur síðan. Ekki fram á þennan dag. Skipið gleymdist hins vegar ekki og skemmtu fslendingar, og einkum Skaftfellingar, sér lengi við að segja ýkjusögur um auðæfin í flakinu. Enduróm þess er meðal annars að finna i verkum Jóns Thoroddsens sem lagði Bjarna á Leiti þessa sögu i munn: Ýkjur og staðreyndir „(Á þessu skipi) voru 18888 menn, það voru þetta tvær og tvær fjölskyldur í hverju einasta hjóli i reiðanum og áttu þar heimili, en í körfunni var staður með, og tvær annexiur með tilheyrandi kirkjusóknum, og fjögur hundruð áttu heima við stýrið, ég hef talað við mann, sem þekkti einn, sem hafði verið á þessu wooot* ÞAMTtríOKÍ 8ÍL0W isPPtn otcH ! K Vi Itrw 01X4ITV vt BOflKO MfTAL ♦ HATCM l, » mí sirt Of M*IN M*5T ■ Hastings-skipið, uppdráttur. Eins og sést á myndinni hcfur allt nema efsta yfirbyggingin varðveist. skipin tvístruðust en náðu þó öll að lokum heilu og höldnu i landvar við Færeyjar. Öll nema tvö. Eitt skip fórst við eyjarnar, og annað var horfið eins og hafið hefði gleypt það. Het Wapen van Amsterdam. Gullskipið. Gullskipið okkar hafði hrakist undan veðri og vindum í tvo sólarhringa en þá var það komið upp að íslandsströndum. Skipverjar fengu ekki við neitt ráðið og tók skipið niðri á Skeiðarársandi, þar sem aðstæður eru hvað verstar á öllu íslandi. Sandurinn er allger hafnleysa og óbyggður með öllu, sundurskorinn af beljandi jökulfljótum og síbreytilegum árkvíslum þar sem hvarvetna leynast sandbleytur og kviksyndi, svo jafnvel kunnugum mönnum er þar hætta búin. Og Hollendingarnir voru ekki kunnugir. Af 250 manna áhöfn skipsins munu flestir að visu hafa komist á land en þar króknuðu margir þeirra úr kulda og vosbúð, enda var veðrið alls ekki gengið yfir. Aðeins sextiu komust lífs af eftir hrakningarnar og fóru nokkrir úr landi með haustskipunum frá Eyrarbakka en hinir höfðu vetursetu á Kjalarnesi og Seltjamarnesi. „3 ok 40 tunnur gulls“ Annálum og öðrum samtímaheimild- skipi, það var Indiafar og átti að sækja náttúrusteina til Kappadósiu.“. Þorvaldur Friðriksson reyndi í ritgerð sinni sem hér hefur óspart verið vitnað til að gera sér grein fyrir því hvaða farm skipið muni hafa flutt í raun og veru. Rannsakaði hann m.a. samtimaannála og í fimm annálum af sjö sem minntust á strandið, er upptalning á farminum. Allir fimm annálarnir nefndu eðal- steina, fjórir ncfndu gull, fjórir silfur, fjórir kopar, fimm silki, fjórir léreft, tveir dúka, tveir ábrciður, tveir pell, tveir kattúm, einn skarlat, einn purpura og einn annáll nefndi dýrar jurtir. Lætur nærri, segir Þorvaldur, að 50-60% vörutegunda í upptalningu hvers annáls sé ýmiss konar álnavara, en afgangurinn góðmálmur eðalsteinar, jurtir og annað. Eins og fyrr sagði seldi Bjelke höfuðs- maður hér á landi þá vöru sem rak á land, og hefur þar eflaust verið um að ræða vefnaðarvöru eingöngu, þvi það er eina vörutegundin í farmi skipsins sem hugsanlegt var að selja hérlendis með hagnaði, og auk þess sú vörutegund sem ekki svaraði kostnaði að flytja út og selja þar. Á árunum næst eftir strandið bárust kirkjum i Skaftafellssýslu ..margir góðir SUNNUDAGUR 4. JÚI.Í 1982 ■ Hér er unnið að uppgreftri Indíafarsins við Hastíngs. Vinnuaðstaða var mjög erfið og háð sjávarföllum þvi sklpið kom aðeins upp á stórstraumsfjöru. Um Het Wapen van Amsterdam, gripir úr strandgóssinu og má lesa af kirkjubókum og öðrum heimildum að þar er undantekningarlaust um vefnað- arvöru að ræða. Einnig má geta þess að á Jövu, þaðan sem Het Wapen van Amsterdam lagði upp, var vefnaður mikilvægasta iðngreinin á þessum tima, en landbúnaður stærsti atvinnuvegur- inn. Þess er þó getið að eir, silfur og gull hafi fundist i dálitlum mæli á eynni. Svipað skip grafið upp i Hastings Að öllu þessu athuguðu telur Þorvald- Árangurslaus leit — en aldrei gefist upp ■ Það var árið 1960 sem segja má að raunveruleg leit hafi hafist að Het Wapen van Amsterdam, „gullskipinu". Það ár fengu nokkrir menn einkaleyfi landeigenda og ríkisstjórnarinnar til leitar að skipinu á Skeiðarársandi. I lcyfi þessu fólst að þcir höfðu, og hafa, rétt til að hagnýta öll þau verðmæti sem finnast kunna í skipsflakinu, þau er ekki yrðu talin til fomminja. Rikissjóð- ur hefur að vísu áskilið sér 12% af söluandvirði þeirra verðmæta sem finn- ast, að frádregnum flutningskostnaði á sölustað. Allt frá þvi að þetta leyfi var veitt hefur leit staðið, en að vísu með nokkrum hléum. Þá má geta þess að Hollendingar hafa afsalað sér aliri þátttöku f lcitinni. í fyrstu voru notuð heimatilbúin málmleitartæki en árangur varð enginn. Vorið 1972 var svo ætlunin að þá skyldi skipið finnast i eitt skipti fyrir öll: þá fengu leitarmenn lánuð kanadísk sónar- málmlcitartæki. Fyrst var sandurinn, þar sem talið er sennilegt að skipið liggi, mældur og kortlagður nákvæmlega, einn og hálfan kilómetra inn í land frá sjávarkambi og var sandinum skipt niður í smærri hólf. Hvert hólf var yfirfarið með málmleitar- tækjunum og sex metra millibil milli yfirferða. Svo þétt var farið að allt svæðið var i rauninni tvileitað. 1 leitinni þetta sumar má heita að allur Skciðarársandur og gamla Skaftafells- fjaran hafi verið leituð, að undanskild- um 800 metrum vestast. Þá höfðu fslendingamir fengið nokkra útlendinga í lið með sér, fjóra Bandarikjamenn og tvo Kanadamenn. Leiðangurinn var kvikmyndaður í bak og fyrir. Árangur var að visuenginn. Málmleit- artækin komu ekki að notum vegna mikilla leirlaga sem Skeiðarárhlaup skilja jafnan eftir sig, en svo mikill er framburðurinn að skipið gæti nú þegar hafa grafist mjög djúpt i sandinn. En það var ekki gefist upp. Alla tið siðan hefur áhuginn verið vakandi og leiðangrar gerðir austur á sanda, þó ekki hafi alltaf farið jafn mikið fyrir leitarmönnum og sumarið fyrir tiu árum. Nú i sumar verður enn farið af stað. Leitarmenn fóru yfir nokkra staði í fyrrahaust og munu nú i sumar halda leitinni áfram. Kannski Het Wapen van Amsterdam eigi eftir að skjóta upp kollinum einmitt nú...

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.