Tíminn - 04.07.1982, Síða 8

Tíminn - 04.07.1982, Síða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisll Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjórl: Slgurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atll Magnússon, BJarghildur Stefánsdóttlr, Egill Helgason, Frlðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guömundsson, Kristlnn Hallgrimsson, Krlstin Lelfsdóttlr, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útllts- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosi Kristjánsson, Kristln Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Siðumúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Auglýslngasiml: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrlft á mánuði: kr. 120.00. Setnlng: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Endurnýjun fiskiskipaflotans ■ Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, svaraði í viðtali í Tímanum á föstudaginn þeirri óréttmætu gagnrýni, sem fram hefur komið úr ótrúlegustu áttum á endurnýjun fiskiskipastólsins. „Ég er þeirrar skoðunar að áður en loðnuveiðin brást, svo sem raun ber vitni, hafi verið sæmilegt jafnvægi í skipastólnum. Þá var fyrst og fremst nauðsynlegt að endurnýja elstu bátana án þess að stækka flotann. Hitt er svo ijóst, að eftir að loðnuveiðarnar hrynja og 52 loðnuskip hafa ekki önnur verkefni en að fara á þorskveiðar, þá er þorskveiðiflotinn orðinn of stór. Þó vil ég minna á að þótt mjög hafi verið dregið úr skrapdögum í ár, og enn fleiri skip stundi þorskveiðar en í fyrra, næst samt ekki á þennan stóra flota sá heildarafli sem leyfður er. Við náum örugglega ekki þeim 400 þúsund tonnum, sem við erum að gera okkur vonir um nú, ef miklum hluta af flotanum verður lagt“, sagði Steingrímur. Hann fjallaði einnig um það, hverjir hafi lagt áherslu á kaup eða smíði ýmissa þeirra nýju togara, sem mest hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarið, og sagði þá m.a.: „Þórshafnartogarinn var vissulega samþykktur af fleirum en mér. Þótt ég af byggðaástæðum samþykkti kaupin á honum voru þau ekkert sérstakt keppikefli mitt. Reyndar samþykkti Svavar Gestsson, sem nú er farinn að finna að skipakaupum, kaupin á honum og það gerðu ýmsir fleiri. Þetta skip er nú komið til landsins, það er mjög fullkomið, hefur reynst ótrúlega ódýrt og reynist vonandi bæði eigendum og þjóðarbúinu gott skip. Tveir togarar hafa nýverið verið samþykktir í Fiskveiðisjóði í stað skipa sem fara úr landi, þar er því um algjöra endurnýjun að ræða. Þessir togarar eiga að fara á Sauðárkrók og Seyðisfjörð. Vafasamt er þó hvort verður úr kaupum á togaranum til Sauðárkróks um sinn. Þeir togarar, sem verið er að smíða hér heima, eru Pingeyrartogarinn, sem samþykkt var á þessu ári að hefja framkvæmdir við, og Hólmavíkurtogarinn, sem sam- þykktur var í fyrra. Ef það voru einhverjir, sem þrýstu á að fá þá togara samþykkta í Fiskveiðisjóði, voru það skipasmíðastöðvarnar og iðnaðarráðherra fyrir þeirra hönd, sem er út af fyrir sig ekki óeðlilegt. Eg hef ekki hvatt þá, sem standa að þeirri smíði, að láta byggja þá togara. Peir fullnægðu hinsvegar þeim skilyrðum, sem sett voru um eiginfjármagn, og því vafasamt að hafna þeim umsóknum. Ummæli um skipastólinn og þau vandræði, sem af honum eiga að hljótast, koma að því er mér virðast oft úr hörðustu átt, því á sama tíma er hamast á því að leyfa raðsmíði skipa hér heima sem iðnaðarverkefni. Ég er ansi hræddur um að við þurfum að endurskoða þá stefnu ef við erum þar með að auka „stærsta vanda þjóðarinnar“, eins og komist hefur verið að orði. Með því gerum við ekki annað en flytja einn vanda yfir í annan, sem eftir ummælum að dæma virðist vera enn stærri. En blessaðir mennirnir hafa þó talið rétt að veita ríkisábyrgð fyrir smíði fimm 350 lesta báta á ári til þess að skipasmíðastöðvarnar fái verkefni“. Steingrímur lagði áherslu á mikilvægi þess að endurnýjun fiskiskipaflotans verði jöfn og skipuleg, en ekki háð þeim miklu sveiflum sem oft hafa verið. „Eg vil vara við einhverjum örvæntingaraðgerðum í sambandi við fiskiskipaflotann,11 sagði Steingrímur ennfremur. „Það verður heldur engan veginn til að leysa aðsteðjandi efnahagsvanda þótt við fækkum skipum eitthvað. Ef við fækkum skipunum nú náum við ekki 400 þúsund tonna þorskafla, en þeim afla þurfum við helst að ná vegna þjóðarbúsins í heild.“ _ESJ Rasputin er nafn sem margir kann- AST VIÐ. í hugum flestra kallar það fram sögur um munkinn sérstæða, sem um tima var einn áhrifamesti maður Rússlands. Það var á síðustu árum keisaratímabilsins, sem endi var bundinn á í byltingunni 1917. En Rasputin er nokkuð algengt nafn i Sovétríkjunum. Á liðnum vetri var lauslega minnst á einn núlifandi Rasputin i þessum þætti. Sá heitir að fornafni Valentin og er sovéskur rithöfundur. Hann telst til landsbyggðarskálda þar eystra, svokallaðra Derevenshiki, sem skrifa sögur um líf sveitafólks i afskekktum byggðum og árekstrum þess fólks við framrás iðnþróunarinnar. í þessari stuttu frásögn fyrr í vetur var sagt frá því, að Valentin Rasputin hafi vakið verulega athygli með sögu sinni, sem i íslenskri þýðingu mætti kalla „Matyora kvödd“, en þar segir frá síðasta sumrinu i litlu þorpi, sem á að kaffæra vegna virkjunarframkvæmda. Nýlega rakst ég i erlendu blaði á viðtal við Valentin Rasputin þar sem jafnframt var sagt nánar frá þessari skáldsögu og þýðingu hennar fyrir umhverfisverndarumræð- una í Sovétríkjunum. Verður nú hluti þessarar frásagnar, og viðtals, endursagt. ■ Valentin Rasputin, rithöfundurinn, sem hefur skrifað bók um fómarlömb framþróunarinnar i Síberiu. „Matyora kvödd” — skáldsaga sovéska rithöfundaríns Valentin Rasputin, sem segir frá árekstrum ólíkra samfélaga við framrás iðnvæðingarinnar í Síberíu Mf RÁTT FYRIR ÞÁ ÍMYND FóLKS, AÐ SÍBERÍA SÉ EKKERT NEMA FREÐIN AUÐN, ER STAÐREYNDIN ÖNNUR. Síberia iðar af lifi. Land þetta austan Úralfjalla er nefnilega vettvangur iðnbyítingar. Enda eru þar gífurleg auðæfi í jörðu; að þvi er talið er um þriðjungur af orkulindum jarðar, þrír fjórðu hlutar allra kola i heiminum, þriðjungur af jarðgasinu, og ómælt magn ýmissa málma, þar á meðal gulls og kopars. Milljónaborgir, og miðstöðvar iðnaðar, rísa þvi á siberisku túndrunni. Risavaxin raforkuver vinna orku úr fallvötnunum. Og ný járnbrautarleið liggur þvert yfir túndruna fyrir norðan Baikalvatnið og allt til Kyrrahafsstrand- arinnar, 3(K)0 kilómetra leið. En iðnvæðingin í Síberíu kostar sitt, og það ekki bara í peningum heldur einnig i gjörbreytingu á lifsvenjum fólks. Áhrif iðnvæðingarinnar á hefðbundið lif fólksins i Siberiu koma greinilega fram í bókum Valetin Rasputins, og þá einkum í skáldsögunni „Matyora kvödd“ (1976). í opinberum málgögnum eru sérfræðingarnir, þeir sem byggja stóru iðjuverin og orkuverin, hylltir, en Rasputin beinir kastljósinu að öðru fólki - öllum þeim, sem verða að sætta sig við að heimili þeirra, átthagarnir, þarsem þeireru fæddiroguppaldir og eiga sinar rætur, hverfi undir vatn. „Matyora kvödd" var ein af metsölubókum siðasta áratugs og ein af umdeildustu skáldsögum þeirra ára i Sovétríkjunum. Jafnframt gerði hún Rasputin að einum umtalaðasta rithöfundi landsins, og svo er enn. Blaðamaðurinn hitti rasputin á heimili HANS í IRKUTSK, OG FYRST RÆDDU ÞEIR SAMAN UM „MATYORA KVÖDD“. Rasputin sagði að sú bók ætti sterkar rætur í raunveruleikanum. Hann er sjálfur fæddur og uppalinn í litlu þorpi við Angara-fljót, skammt frá Irkutsk og Baikal-vatninu. Þegar orkuverin í Bratsk og Ust-Ilimsk voru reist varð hann vitni að þvi, hvernig margir ættingjar hans urðu að yfirgefa heimili sin vegna þess að þorpið þeirra var á þvi svæði, sem fara átti undir virkjunarlón. í „Matyora kvödd" er fylgst með íbúum á lítilli eyju, Matyora, nokkra síðustu mánuðina áður en eyjan er lögð undir vatn vegna þess að hún er á þeim stað þar sem virkjunarlónið er fyrirhugað. Helsta söguhetjan er áttræð bóndakona, Darja. Með því að fylgjast með lífsreynslu hennar gefur höfundurinn lesandanum innsýn í þann mannlega harmleik, og þá árekstra ólikra menningarsamfé- laga, sem leiðir af framrás iðnvæðingarinnar. Einn áhrifamesti kafli bókarinnar segir frá þvi, þegar Darja og nokkrar aðrar gamlar konur á eyjunni rekast á starfsmenn við virkjunarfram- kvæmdirnar þar sem þeir eru að „taka til“ i kirkjugarðinum á staðnum. Verkamennirnir eru sem sé að fjarlægja alla trékrossa af leiðunum til þess að þeir fljóti ekki á vatninu þegar öllu hefur verið sökkt og fari þar með i taugarnar á ferðamönnunum, sem fjölmenna á þessar slóðir á sumrum. Gömlu konurnar ráðast, undir forystu Darja, að verkamönn- unum og reka þá á brott úr kirkjugarðinum, sem er heilagur staður i þeirra augum, staður sem þær eru reiðubúnar að verja gegn vanhelgun. En kirkjugarðurinn er ekki aðeins heilög jörð. Leiði hinna látnu eru jafnframt tákn um tengslin við fortiðina, við móður jörð, um samspil kynslóðanna og samhengið i menningu bændasamfélagsins ættlið eftir ættlið. Sá sem hefur enga fortið, á heldur ekkert líf“, segir Rasputin á einum stað. Matyora er þannig hjá honum tákn um gamla rússneska bóndasamfélagið og hinar fornu hefðir þess, gildismat og lifsform. Sagan um Matyora er þannig um leið frásögnin af nútíma iðnaðarþjóðfélagi, sem er að verða rótlaust, án tengsla við fortíðina. AÐ SKYLDI ENGAN UNDRA, AÐ í SOVÉTRÍKJ- UNUM HEFUR RASPUTIN VERIÐ GAGNRÝNDUR FYRIR AÐ VERJA HIÐ GAMLA, DEYJANDI SAM- FÉLAG, SEM ER RÁÐAMÖNNUM, TÆKNIKRÖTUN- UM, ENGINN HARMDAUÐI. Hann hefur verið sakaður um að styðja þau öfl, sem vilja halda i úrelt verðmæti, og vera á móti framförum, framþróun. Minnt er á fleyg ummæli, sem höfð eru eftir Lenin, um að kommúnisminn sé ráðstjórn ásamt rafvæðingu landsins, og bent á að Rasputin ætti að hugsa meira um allt það góða, sem orkuverin þýða fyrir þjóðfélagið, í stað þess að taka aðeins tillit til fáeinna þorpsbúa. „Það er ekki hægt að stöðva framþróunina“, segir Rasputin þegar þessa gagnrýni ber á góma. „Það er ekki hægt að láta klukkuna ganga aftur á bak. En við verðum að hugsa um hvað þessi framþróun getur kostað okkur andlega séð. Við verðum að taka tillit til sálar mannsins. Firringin i nútímaþjóðfélaginu er tilkomin vegna þess að fólkið hefur glatað sál sinni. Það er ekki hægt að rífa niður allt það gamla, skera á böndin sem tengja okkur við fortiðina, án þess að það hafi áhrif á innra líf fólksins. Við verðum að læra að hafa stjórn á framþróuninni og tækninni og hafa manneskjuna í fyrirrúmi". í Sovétríkjunum er trúin á framþróun og tækniframfarir rikjandi. Það sem er nýtt er þar af leiðandi alltaf betra en það gamla. í bók sinni vill Rasputin ekki viðurkenna þessa framfarabjartsýni, og því má lita á hana sem eitt fyrsta framlagið til þeirrar gagnrýnu umræðu um, hvert tækniþróun- in leiðir, sem nú er rétt að hefjast í Sovétrikjunum. Þegar skáldsagan kom út var Rasputin kallaður fyrir og honum bent á, að sagan væri ekki i samræmi við sovéska hugmyndafræði. Og þegar hann fékk bókmenntaverðlaun ríkisins árið 1977 fékk hann þau ekki, eins og upprunalega var ætlunin, fyrir öll verk sin, heldur fyrir skáldsögu sem kom út tveimur árum á undan „Matyora kvödd“ R.ASPUTIN HEFUR Á SÍÐUSTU ÁRUM ORÐIÐ EINS KONAR TÁKN UMHVERFISVERNDARBAR- ÁTTUNNAR í SÍBERÍU. Það er skylda rithöfundarins að taka virkan þátt í umhverfisverndarmálum, segir hann. Hann var i vor að ganga frá bók um Baikal-vatnið, en Rasputin hefur einmitt i mörg ár unnið að verndun þessa sérstæða vatns, þar sem plöntu- og dýralif á hvergi sinn líka á jörðinni. En hann hefur áhyggjur af áhugaleysi fólks. Fólki sé yfirleitt alveg sama um umhverfisverndarmál. Fjölmargir, sem starfi i Siberiu, séu komnir frá öðrum landshlutum og hafi engar tilfinningar til náttúrunnar í Síberiu. Þeim sé einfaldlega alveg sama. Bók Rasputins um Baikal-vatn mun væntanlega koma út i haust. Hún ber nafn, sem á íslensku mætti kalla „Lifið og elskið“. Telja má vist, að hún verði þýdd á ýmis tungumál ekki siður en „Matyora kvödd“ og hafi áhrif á umhverfismálaumræðuna víðar en i Sovétríkjunum. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.