Tíminn - 04.07.1982, Qupperneq 19
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
19
íþróttir
Argentínumenn
halda heim í dag
■ Brasilíumenn sigruðu Argentinu-
menn í gær í Barselóna með þrem
mörkum gegn einu. Argentínumenn -
sem flestum frekar höfðu stefnt að
heimsmeistaratitlinum - eru þar með úr
leik og verða að halda heim á morgun.
Brasiliumönnum nægir aftur á móti
jafntefli gegn ftalíu á mánudag til að
komast í undanúrslit.
{ leiknum i gær - sem fram fór í 35
stiga hita - höfðu Brasiliumenn algera
yfirburði, enda ekki tapað fyrir landsliði
Argentinu i heilan áratug. Zico var að
vanda aðal stjarna brasilíska liðsins og
stjórnaði nánast leiknum. En allir
liðsmenn Brasilíu voru til varnar þá
sjaldan Argentínumenn sóttu og allir
tóku þeir þátt i fjölbreytilegum sókn-
araðgerðum, sem ýmsir fréttaskýrendur
líktu reyndar frekar við listsýningu en
knattspyrnuleik.
í hálfleik var staðan eitt mark gegn
engu - sem Zico hafði skorað. Hann átti
einnig góðan þátt i tveim siðari mörkum
brasilíska liðsins. Hið síðasta þeirra var
skorað á 74. mínútu.
Eftir 3. mark Brasilíu gátu Argentínu-
menn ekki lengur hantið skap sitt og
hófu að sparka í Zico sem mest þeir
máttu.uns hann af þeim sökum varð að
yfirgefa völlinn undir lok leiksins.
Batista kom inná í hans stað, en á þvi
mun snillingurinn Maradona ekki hafa
áttað sig og hóf að sparka i hann af sama
kappi. Var dómara þá nóg boðið og
visaði þessari argentísku hetju af
leikvelli, sem ekki varð til að bæta skap
Argentinumanna. Þeim tókst þó loks að
skora eitt mark þegar 2 mínútur voru til
leiksloka, enda Brasilíumenn þá þegar
farnir að fagna sigri.
í gærkvöld léku síðan Spánverjar og
Vestur-Þjóðverjar í Madrid og unnu
Vestur-Þjóðverjar með tveim mörkum
gegn einu. Að sjálfsögðu var mikil
stemmning á vellinum, þar sem 90 þús-
und trylltir Spánverjar studdu
við bakið á sínum mönnum. í
fyrri hálfleik þótti ítalski dómarinn þó
setja einna mestan svip á leikinn fyrir
furðulega dóma.
Þjóðverjar byrjuðu leikinn mjög vel
en Spánverjar jöfnuðu leikinn eftir því
sem leið á fyrri hálfleik. Þjóðverjar náðu
aftur yfirhöndinni i siðari hálfleik og
skoruðu tvö mörk. Spánverjar skoruðu
svo sitt eina mark stuttu fyrir leikslok.
HAFNARFJARÐARBÆR
deiliskipulag Setbergshverfis
Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst
eftir athugasemdum viö tillögu að deiliskipulagi að
hluta Setbergshverfis í Hafnarfirði.
Skipulagstillaga þessi nær til svæðis, sem
afmarkast að vestan af Reykjanesbraut, að norðan
af Flatahrauni, að austan af bæjarmörkum
Hafnarfjarðar og Garðabæjar og að sunnan af línu
dreginni frá Fjárhúsholti í Reykjanesbraut og
Lækjarkinn.
Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi á
skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6 frá 2.
júlí 1982 til 14. ágúst 1982.
Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til
bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 30. ágúst 1982 og
skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera
athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykk-
ir tillögunni.
Hafnarfirði, 30. júní 1982
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Þvottavélin ALDA
þvær og purrkar vel
Þetta er þvottavél sem hentar íslenskum heimilum, hefur
innbyggöan þurrkara og tekur inn á sig heitt og kalt vatn.
Verðið er mjög hagkvæmt, hringdu í síma 32107 og
°kynntu þér verðið, við borgum símtalið.
ÞYNGD 78 kfl HÆÐ 85CMBREIDÐ60CM DÝPT 54 CM ÞVOTTAMAQN 4 -5 KG
ÞURRKMAGN 2-2.5 KG VATNSMAGN 15/18 I OG 19/25 I VINDA 450-800
SNÚN. MlN. RAFMAQN 220 VA. C. 13 AMP. MAX/ELEMENT 1350 VOTT
ÞURRKMÓTOR 50 VÖTT
Þvottakerfin eru 16 og mjog mismunandi,
meö þeim er hægt aö sjóða. skola og vmda.
leggja I bleyti, þvo viökvæman þvott og
blanda mýkingarefni i þvott eöa skolun
Þvottavélin tekur 4-5 kg af þurrum þvotti,
tromlan snýst fram og til baka og hurðin er
með öryggislæsingu. Vinduhraöi allt aö 800
snúningar á min. Þurrkarann er hægt aö stilla
á mikinn eöa lítinn hita og kaldur blástur er á
síðustu min. til aö minnka krumþur. Með einu
handtaki er h|ólum hleypt undir vélina sem
auðveldar allan flutning.
{•|auia| -id l. IMWIII m 1 tTMRhcn i*Iv • H
i
ALDA þvottavélin fæst á
eftirtöldum stöðum:
Hafnarfjörður: Ljós og raftæki
Akranes: Þórður Hjálmarsson
Borgarnes: KF. Borgfirðinga
Patreksfjörður: Raft. Jónasar Þórs
ísafjörður: Straumur hf.
Bolungarvik: Jón Fr. Einarsson
Blönduós: Kf. Húnvetninga
Sauðárkrókur: Hegri sf.
Siglufjörður: Gestur Fanndal
Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan sf.
Akureyri: Akurvík
*
Húsavik: Grímur og Árni
Vopnafjörður: Kf. Vopnfirðinga
Egilsstaðir: KHB
Seyðísfjörður: Stálbúðin
Eskífjöröur: Pöntunarfélag Eskfirðinga
Neskaupstaður: Ke. Lundberg
Höfn: K.A.S.K.
Þykkvibær: Fr. Friðriksson
Vestmannaeyjar: Kjarni sf.
Keflavík: Stapafell hf.
ISHIDA COSMIC: Litla vogin með stóru möguleikana
Við bendum sérstaklega á eftirfarandi eiginleika:
★ Vatnsvariö takkaborð ..................= Minni bilanatíðni
★ Vog og prentari sambyggt...............= Minni bilanatíðni
★ Hægt að setja inn 5 föst einingaverð...= Fljótari afgreiðsla
★ Margföldun og samlagning...............= Fljótari afgreiðsla
★ Prentun með föstu heildarverði.........= Fljótari afgreiðsla
★ Sjálfvirk eða handvirk prentur.........= Hentar hvort sem er
★ Fljótlegt að skipta um miðarúllu við afgreiðslu eða
★ Hægt að taka út summu (tútal) alls við pökkun, bakatil
sem vigtað er yfir daginn eða hvenær í verslunum.
sem er.
★ Tvær dagsetningar, pökkunardagur og síðasti söludagur.
★ Þeir eigendur ISHIDA COSMIC með einni dagsetningu, sem
óska eftir að breyta voginni í tveggja dagsetninga,
vinsamlegast hafi samband við okkur.
valdi Ishida Cosmic fölvuvog og er hann nú einn af * Nviar OO Pldri nantanir n«ika«5t QtaíSfPQtar
fjölmörgum ánægöum eigendum Ishida tölvuvoga. Hyjdr og eiari panianir OSKaSI SiaOTeSiar.
. ^ r . , , NAKVÆMNI HHAOI OHYGGI
Þad er komin 5 ara reynsla af
ISHIDA — tölvuvogum
og ekki siöri reynsla af ■ vC' _ _ _ Plastpoka og þrentun tærðu hja « »
V: PI.1SÚIS Ill 82655
'ÆMNI HRADl ORYGGI
Alfar gerðir tölvuvoga fyrir verksmiðjur og verslanir l*lllSl.1»K lll Sími: 82655
BJÁRNIDJONSSONÁUQL TEIKNtSTOFA