Tíminn - 04.07.1982, Síða 26

Tíminn - 04.07.1982, Síða 26
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 HÆTTA i Þáttur um Alfreð Alfreðs- son, kóng í undirheimum ■ Gummi kjút, yfirmaður mótorhjóladeildar lögreglunnar, var í stökustu vandræðum. Elíasi Bjarkasyni, rannsóknarlögreglumanninum góðkunna, hafði verið rænt og ræningjamir, ókunnir, fóro fram á að fá 190 kiló af marjúana í lausnargjald. Grasið gréri i kjallara lögreglustöðvarinnar meðan þráttað var um hvað skyldi gera. Alfreð nokkur Alfreðsson, sem kallaður var „konungur undirheima“, hafði verið handtekinn og yfirheyrður sólarhringum saman en reyndist svo forhertur að neita að játa, þótt allir lögreglumenn vissu að fáir voru líklegri til þess en Alfreð þessi í að hafa skipulagt ódæðisverkið* Og nú var lögfræðingur Alfreðs farinn að hóta málsókn ef skjólstæðingurinn yrði ekki látinn laus fljótlega. Lögreglan tók hótanir hansf hæsta alvarlega þvi málaflutningsmaður þessi var annálaður harðjaxl og þaulvanur verjandi afbrotamanna, hét Vöro Klausan. Þar sem Gummi kjút sat og nagaði á sér neglurnar inni á skrifstofu var barið að dyrum. „Kom inn“, kaliaði Uummi kjút annars hugar. Reynir, aðstoðarmaður hins brott- numda rannsóknarlögreglumannsins knáa, stakk kollinum inn. Hann skalf eins og espilauf í vindi. Mfa/ TRAKTORSGRÖFUR 4ra hjóla drifnar zíJU.*, * VEL HANNAÐAR - STERKAR eru til á lager Sýningarvélar á staðnum KYNNIÐ YKKUR VERÐ OG SKILMÁLA VtlADEILD Ármúla 3 Reykjavfk S. 38 900 „Þa-þa—það er-er-er-ko—komi- komið n—n-nýtt-ttt bréééf—“ Gummi kjút spratt á fætur eins og stálfjöður. Ræningjarnir höfðu látið til sin heyra. Loksins! Hann hrifsaði bréfsnepil úr höndum Reynis og las með erfiðismunum: „Það eru við sem Höffum Elías bjarKasson i heldi þettað er ekgerrt gabb!!!! Við viljumm fá Grasið okkar Til-baka straksx eða að Elias verður soleiðis drebin AÐ Hann steindrefst!!!!! Bráðum Verður hryngt i ukkur með nánari skylaboðumm. RæninGjadnnir.“ „Reynir, fljótt fljótt,“ hrópaði Gummi kjút, „láttu undir eins setja græjur á alla sima svo hægt verði að rekja hvaðan er hringt! Nú gildir að vera snögg—“ Þá hringdi síminn. Arfur Kelti tók fyrir nefið á sér og gerði sig eins skrækan og honum var mögulegt. „Erda Gummi? Gummi kjút?“ „Það er hann,“ sagði Gummi óstyrkri röddu. „Við höfum Ella!“ tilkynnti Arfur og þagnaði til að leggja áherslu á orð sín. Það var dauðaþögn hinum megin. „Gummi! Gummi, ertu þama?“ „Hér er ég,“ sagði mótorhjólalögregl- an loks og var röddin líkust hvísli. „Hurðu, Gummi minn,“ sagði Arfur fleðulega. „Við viljum fá grasið okkar. Þið áttuð ekkert með að taka það. Þetta var okkar gras og þú veist það vel. Við viljum fá það aftur. Hlustaðu nú vel og vandlega, gæskurinn, og farðu svo eftir þvi sem ég segi. Annars verðiði bara að feisa afleiðingunum. Sko, þið eigið að „Biddu við! Bíddu við!“ hrópaði Gummi kjút fram i og virtist öllu borubrattari. „Hvemig veit ég að þið emð réttu ræningjarnir?" „Hva meinaru?“ skrækti Arfur hneykslaður. „Heldum að við séum vitlausir? íhihihihihi!" tisti svo i honum. „Þetta var ekkert fyndið," andvarpaði Gummi kjút í símann. „Fannst þér það ekki? Mér fannst þetta ansi næs djók. En vcistu, ég skal nú bara sanna það fyrir þér, honni, að það emm við sem höfum aumingja Ella.“ Arfur lagði frá sér símtólið. Hann var staddur heima hjá frænku sinni háaldr- aðri en henni hafði verið stungið undir stól meðan Arfur notaði simann. Húnbogi hafði gætur á henni en bræðurnir Uxaskalli og Rammislagur héldu Eh'asi Bjarkasyni i stofusófanum. Aldinblók stóð vörð við gluggann. „Komiði með hann strákar," skipaði Arfur óþarflega valdsmannslega. Bræð- urnir drösluðu Eliasi Bjarkasyni að simanum, hann var bundinn á höndum og fótum og með trefil fyrir augunum. „Talaðu við Gumma,“ hvæsti Arfur og brá hárbeittum kuta upp að hálsi Eliasar. „Og segðu bara það sem við emm búnir að samþykkja!" Elias Bjarkason ræskti sig hvað eftir annað áður en hann gat komið upp orði. Loks náði hann valdi á raddböndunum: „Gummi? Gummi kjút?“ „Elías!“ hrópaði röddin úr símtólinu. „Elías! Ertu þama? Ertu olræt?“ „Nei! Asninn þinn!“ urraði Elías á móti. „Viljið þið gjöra svo vel að fara nákvæmlega eftir því sem þessir kúka- labbar segja, svo þeir sleppi mér einhvem tima. Ég er orðinn hundleiður á pönnukökum!" Gummi kjút leit undrandi á símtólið. „Pönnukökum?" endurtók hann. „Hvað áttu við? Heyrðu, já, þetta er auðvitað eitthvað dulmál! Ertu kannski í haldi í pönnukökuverksmiðju? Ha? Elli? Elias?“ En Elías var horfinn úr simanum. Skræka röddin heyrðist hins vegar á nýjan leik: „Jæja, Gummi beibí. Nógu pottþétt fyrir þig? Og hlustaðu þá. Ég segi þetta bara einu sinni..“ Félagamir vora komnir aftur í laufskálann og biðu nætur þegar af- henda átti eiturlyfin. Þeir vom glaðir i bragði og sungu og trölluðu. Þá var hurðinni hmndið upp. „Alfreð?!“ „Nei, vá, maður slepptu þeir þér?“ „Auda,“ sagði Alfreð sallarólegur og kveikti sér i einni Camel. „Haldiði að Vörn Klausan kunni ekki sitt fag? Nú, eða ég?“ Hann þagnaði skyndilega og leit illilega á Rammaslag. „Hvaða gæi er nú þetta? Hvað er hann að gera hér?“ Uxaskalli flýtti sér að skýra málið, „Þetta er ann Rammislagur, bróðir minn, manstu Alfreð, ég var búinn að segja þér frá honum, manstu sko?“ Alfreð virtist ekkert ánægður á svipinn en komst ekki til að gera fleiri athugasemdir. Aldinblók, sem hafði verið á gægjum úti i dymm laufskálans, hrópaði nú skyndilega upp: „Strákar! Hætta á ferðum!" Hvaða hætta var á ferðum? Fylgist með i næsta þætti. Það fer hver að verða síðastur. Laus staða Við Fjölbrautaskólann á Selfossi er iaus til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra. Gert er ráð fyrir að aöstoðarskólastjóri verði að öðru jöfnu ráðinn til fimm ára í senn úr hópi fastra kennara á framhaldsskólastigi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 1. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 1. júli 1982.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.