Tíminn - 04.07.1982, Page 27
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
27
■ Fjalakötturinn heldur nokkurs konar fran'ska kvikmyndahátíð
þessa dagana og fara sýningar að venju fram i Tjarnarbíói. Það eru
fímm myndir sem á dagskrá eru: Le Train eftir Pierre
Granier-Deferre, Le dernier MiIIardaire eftir René Clair,
L'AdoIescente eftir Jeanne Moreau, Guerre des Poliqes eftir Robin
Davis, og loks Le Crabe-Tambour eftb- Pierre Schoendoerffer.
Sýningar á þessum myndum hefjast í dag, laugardaginn 3. júli, og
standa til sunnudagsins 11. júli og vakin skal athygli á þvi að eingöngu
er hægt að kaupa sig inn á alla dagskrána en ekki inn á einstakar
myndir. Verði er þó mjög í hóf stillt, 50 krónur fyrir félaga en 70
krónur fyrir aðra. Hér að neðan verður sagt frá myndunum fimm.
Fjalakötturinn er í Tjarnarbíói:
FIMM FRANSKAR KVIKMYNDIR
Le Train - Lestin
Leikstjóri: Pierre Granier-
Deferre
Handrit: Pierre Granier-
Deferre og Pascal Jardin eftir
skáldsögu Georges Simenon.
Leikendur: Romy Schneider -
Anna Jean-Louis Trintignan
Julien.
Frakkland 1973. Litir. 110 mín.
Enskur texti.
Þjóðverjar réðust inní Frakkland i
mai 1940. Julien, sem er útvarpsvirki í
friðsælu þorpi nálægt landamærum
Belgíu, bregður á það ráð að flýja suður
á bóginn ásamt konu sinni og dóttur.
Þau komast upp i járnbrautarlest en
verða viðskila á leiðinni. Lestarvagn-
arnir eru troðnir af fólki á flótta undan
vígvélum Þjóðverja. í óttablöndnu
andrúmslofti undanhaldsins kynnist Juli-
en Önnu, þýskum gyðingi, og greinir
myndin frá vonlausu ástarsambandi
þeirra.
Le dernier Millardaire - Síðasti
Milljónamæringurinn.
Leikstjóri: René Clair
Frakkland 1934. S/h. 96 mín.
Enskur texti.
René Clair byrjaði feril sinn á þriðja
áratugnum með gerð gamanmyndar-
innar Paris qui dort (1923). Hann hafði
áður unnið sem danshöfundur og
notfærði sér reynslu sina á því sviði i
næstu mynd sinni, hinnar dadaisku Entr
acte, sem er áhorfendum Fjalakattarins
að góðu kunn. Árið 1927 gerði hann
ítalska stráhattinn, sem er ein af
meistaraverkum franskrar kvikmynda-
gerðar á þessu timabili, en frægð og
viðurkenningu náði hann ekki fyrr en
með gerð Sous les Toits de Paris árið
1930.
Þá voru hljóðmyndir nýkomnar til
sögunnar, og flestir meistarar þöglu
myndanna áttu í erfiðleikum með að
laga sig að hinni nýju tækni, en Clair
sýndi meistaraleg tök á hinum hljóðræna
þætti myndarinnar, strax í byrjun. Árið
eftir gerði hann Le Million og Anous la
Liberté. í þessum myndum sýndi hann
mikla næmni fyrir persónusköpun og
samræminu milli músikkur myndarinnar
og músikkur hljóðsins.
í öllum myndum hans er fjallað um
persónurnar í mikrókosmosin-
um, þannig að við kynnumst hverri
einustu persónu eins vel og hægt er.
Clair nýtir þó hvert tækifæri sem gefst
til að gefa sér lausan tauminn og nýta
hugmyndaauðgina út í ystu æsar.
Le dernier Milliandaire er ein af
seinustu myndum Clairs á gullaldar-
skeiði hans, gerð 1934. Hún þykir léttari
en fyrri myndir hans, því þó að Clair
væri fyrst og fremst gamanmyndahöf-
undur, beitti hann sinu létta háði sem
hárbeittu vopni að flestum þáttum
umhverfis síns.
Myndin fjallar um fomt smáriki í
Evrópu, Casinario. Fjárhagur þess er
fallvaltur og er ríkiskassinn er orðinn
galtómur er gripið til þess ráðs að biðla
til burtfluttra Casinaringa um aðstoð, og
undir rós er gjaforði prinsessu landsins
heitið sem launum. Aðeins einn maður
er fær um að veita þessa aðstoð, og
prinsessan, sem leynilega er i ástarsam-
bandi við hljómsveitarstjóra hallarinn-
ar, er síður en svo reiðubúin til
hjónabands við hinn brottflutta
milljónamæring.
Á ýmsu gengur áður en þessi hnútur
leysist, og meðhöndlar Clair þetta
gamalkunna efni á sinn einstaka hátt og
beitir háðinu óspart. Hann leikur sjálfur
hlutverk hljómsveitarstjórans.
„L'Adolescente“ Unglingurinn -
enskur texti
Leikstjóri: Leanne Moreau
Leikendur: Simone Signoret,
Laetitia Chauveau, Edith clever,
Jacques Weber.
Frakkland 1978. Litir. 90 mín.
Fyrir milljónir Evrópubúa var sum-
arið 1939 síðasta tímabil hamingju og
friðar, fyrir hinar miklu hörmungar
heimsstyrjaldarinnar. Styrjöldin ólgar
við landamærin og striðsfréttir glymja i
útvarpinu.
Hin 12 ára gamla Marie fer þetta
sumar ásamt foreldrum sínum i sumar-
leyfi til ömmu sinnar sem býr i litlu og
friðsælu þorpi i miðju Frakklands. Þar
uppgötvar Marie að hún er að breytast
úr bami i unga stúlku. Hún tekur fyrstu
skref sín inn í kaldranalegan heim hinna
fullorðnu, verður ástfangin af ungum
lækni, en verður siðan ljóst að læknirinn
á i ástarsambandi við móður hennar.
Áður heyrði hún í ástaratlotum foreldra
sinna án þess að skilja en nú hlustar hún.
Á milli Marie og ömmu hennar (Simone
Signoret) er náið trúnaðarsamband sem
hjálpar Marie að aðlaga sig þessum
miklu tímamótum, jafnt innra með
henni sjálfri sem í umheiminum.
Leikstjórinn Jeanne Moreau fæddist í
Paris, 1928. Áður en hún gerðist
leikstjóri lék hún i fjöldamörgum
kvikmyndum, þar á meðal myndum eftir
leikstjórana Francois Truffaut, Louis
Bunuel, Orson Welles og Paul Mazurky.
„Ládolescente er önnur mynd hennar
ensú fyrri var „Lumiére" gerð árið 1975.
Guerre des Polices
Leikstjóri: Robin Davis
Aðalhlutverk: Claude Brasseur,
Mariétne Jobert og Claud Rich.
Frakkíand 1979. Litur, 111 mín.
Enskur texti.
Vart hefur það verið ætlun R.D. að
skapa meistaraverk með gerð L. G. d.P.
enda mun hún seint verða flokkuð þar.
Myndin er augljóslega framleidd með
hámarks innkomu sjónarmið i huga og
mennirnir sem við skrifborðin sitja,
hvort heldur er í Frakklandi, U.S.A.
eða á íslandi, þeir vita hvað það er sem
„fólkið“ vili, spennu, byssurog fáklædd-
ar stelpur (o.fl. þ.h) L.G.d.P. er blanda
af þessu þrennu og litið meira. Myndin
greinir frá átökum tveggja hópa innan
Parísar lögreglunnar eða öllu heldur
yfirmanna þeirra. Inní og með er svo
fléttað léttu ástarsambandi annars yfir-
mannsins og konu i óvinahópnum ásamt
bófahasar við glæponana sem þeir hvor
um sig reyna að ná á undan hinum.
Átök innan lögreglu eiga sér stað víst
er það og ástarsambönd lika en ekki
svona, ekki í raunveruleikanum. Þar er
kominn kjarni málsins þ.e.a.s. innkomu-
sjónarmiðin verða raunveruleikanum
yfirsterkari jafnvel þótt leikarar og
tæknimenn margir hverjir séu færir um
sitt.
Le Crabe - Tambour
Leikstjóri: Pierre Sehoendoerff-
er
Kvikmyndun: Raoul coutard
Aðalhlutverk: Jean rochefort,
Claude Rich, Jacques Perrin.
Frakkland 1977. Litir. 119 mín.
Enskur texti.
Á leið til Nýfundnalands um borð i
eftirlitsskipi franska flotans með djúp-
sjávarveiðum, rifjar skipstjórinn (Jean
Rochefort), sem haldinn er ólæknandi
krabbameini, ásamt skipslækninum
(Claude Rich) upp sögu þjóðsagnar-
persónunnar, sem gengur undir nafninu
„Crabe-Tambour" (Krabbinn). Þeir
þekktu vel áður fyrr krabba þennan,
sem var sjóliðsforinginn i Indó-Kína-
striðinu, fangi Vietcong, ævintýramaður
og einfari og sjálfboðaliði í Alsírstrið-
inu.
Skipstjórinn og læknirinn héldu áfram i
hernum að loknum nýlendustriðum
Frakka. En Krabbinn er orðinn skip-
stjóri á togara frá Bretagne. Hann siglir
nú um höfin í norðri og einmitt af þeirri
ástæðu vonast þeir félagar til að sjá hann
á nýjan leik. Það hefst raunveruleg leit
bæði i tima og rúmi í æskuminn-
1 | 1
n 1 1 1
Getum boðið International 630
beltagröfu á hagstæðu verði
Þyngd Hestöfl Skóflustærð Verð kr.:
15000 kg. 101 8001. 1.198.000,-
Sýningarvél á staðnum.
Kynnið ykkur verð og skilmála
VÉIADEILD
SAMBANDSINS
Á rmúla 3 Reykjavfk S. 38 900 ■torwtHiiimiiMtk
yl