Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 16. desember 2008 — 344. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG GUÐJÓN BERGMANN Afmælisveislan alltaf haldin á aðfangadag • jólin • koma • bækur Í MIÐJU BLAÐSINS dagar til jóla Opið til 22 8 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Aðfangadagur hefur alveg sér- staka þýðingu fyrir Guðjón Berg-mann, jógakennara, rithöfund og fyrirlesara með meiru, þar semafmæli hans ber ei iþ i gripið til ýmissa ráða til að fyrir- byggja að afmælið færi fyrir ofan garð og neðan. „Þegar ég va lí ivar yfi l i Hann viðurkennir þó að hafastundum sak ð þ Jólagjafir á afmælinuAfmæli Guðjóns Bergmann ber upp á einum hátíðlegasta degi ársins, eða sjálfan aðfangadag. Hann á sér ýmsar skemmtilegar minningar frá afmælisdeginum, meðal annars um kökuát langt fram eftir nóttu. Guðjón Bergmann ásamt syni sínum, Daníel Loga Bergmann, 6 ára, sem er að sögn föðurins mikið jólabarn. Þess skal getið að Guðjón gaf út sína tíundu bók í nóvember, Dropann, sem er jafnframt hans fyrsta barnabók en hún snýst um hringrás vatnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Patti húsgögnlandsins mesta úrval af sófasettum kr.239.900 verð nú VERÐHRUN TÓNLEIKAR með Garðari Cortes og píanóleikar-anum Robert Sund verða haldnir á Kjarvalsstöðum í hádeginu í dag. Yfirskrift tónleikanna er Hvít jól og hefj- ast þeir klukkan 12.15 og standa yfir í um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. FÓLK Ljósmyndarinn Gunnar Þór Nilsen bjargaði lífi ungs Dana eftir alvarlegt bílslys á miðviku- daginn í síðustu viku. Faðir drengsins átti varla orð yfir snar- ræði Gunnars og hringdi í hann skömmu eftir slysið til að þakka honum fyrir lífgjöf sonar síns. Slysið átti sér stað rétt fyrir utan Horsens á Jótlandi. Vörubíll hafði reynt framúrakstur með þeim afleiðingum að hann skall á gamalli Toyotu Corolla. Ökumaður bílsins slapp með smávægileg meiðsl en farþeginn reyndist illa slasaður. Vegfarendur sem dreif að stóðu aðgerðalausir þegar Gunnar bar að en hann náði meðal annars að losa tvær tennur sem fest höfðu í koki hins slasaða og voru þess valdandi að hann var næstum kafnaður. Að sögn Gunn- ars var aðkoman ansi ljót. Hann þakkar fyrstuhjálpar-námskeið- um Rauða krossins fyrir sín skjótu viðbrögð. - fgg / sjá síðu 38 Gunnar Þór Nilsen sýndi snarræði á slysstað í Horsens í Danmörku: Íslendingur bjargar lífi Dana JÓLAGJÖFIN HENNAR Golf, hestamennska og dásamlegt heimadekur Sérblaðið Jólagjöfin hennar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG jólagjöfin hennarÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2008 Vex og dafnar með hverjum deginum Íþróttafélagið Ægir í Vestmannaeyjum er 20 ára. TÍMAMÓT 24 Ekkert bruðl Aron Kristjáns- son segir að Haukar séu með ábyrgan rekstur. ÍÞRÓTTIR 34 HÆGUR Í dag verður yfirleitt hæg breytileg átt. Víða él, síst þó norðan og norðaustan til. Frostlaust á annesjum, annars frost 0-8 stig, kaldast inn til landsins. VEÐUR 4 -2 -3 -3 -1 -1 SVAVA JOHANSEN Merkjavara fyrir milljónir Norðmenn og Rússar stórtækir í fatainnkaupum FÓLK 38 Guðfaðirinn ber af Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna velur tíu bestu myndir allra tíma í tíu flokkum. KVIKMYNDIR 32 Engar lausnir Ríkisstjórnin hefur engar lausnir og á að víkja strax, segir Sverrir Jakobsson. UMRÆÐAN 20 SÁTU EKKI AÐGERÐALAUS Þrjátíu til fjörutíu manns tóku í gær þátt í friðsamlegum mótmælum fyrir utan stjórnarráðið. Þátttak- endur prjónuðu, saumuðu og lásu meðan á mótmælunum stóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Umsókn Svartfellinga að Evrópu- sambandinu getur haft fordæmisgildi fyrir Ísland, að sögn Ársæls Valfells, lektors við Háskóla Íslands. Svartfellingar sóttu í gær formlega um aðild að Evrópusambandinu. Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, greindi frá þessu í París í gær eftir fund sem hann átti með Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, en Frakkar fara nú með forsæti í framkvæmda- stjórn sambandsins. Með upptöku evrunnar á árunum 1999, þegar evran var fyrst notuð í bankaviðskiptum, til 2002, þegar seðlar og mynt var tekin í notkun tóku Svartfellingar einhliða upp evru. Fram að því höfðu þeir, á grundvelli gamalla tengsla, notast við þýsk mörk. Þá gerðu mörg lönd Evrópusambandsins athugasemdir við að Svartfjallaland tæki upp evruna en í gær fagnaði Ollie Rehn, sem stýrir stækkunarmálum ESB, umsókninni. Sagðist hann vera tilbúinn að hefja viðræðurnar eftir að Evrópuráðið og forsætisnefnd ESB tækju umsóknina til afgreiðslu. „Mér finnst ekki ólíklegt að Svartfellingar njóti skilnings hjá Evrópusambandinu vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þar voru,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismála- nefndar. Hann segir Svartfellinga hafa tekið upp þýskt mark í kjölfar efnahagslegs hruns í landinu og síðan evruna þegar þýska markið vék fyrir evrunni. Hann segir upptöku Svartfellinga á evru hafa átt sér stað hjá þjóð sem hafi þá ekki verið í sambærilegum tengslum við Evrópusamband- ið eins og Ísland sé með EES-samningnum. Aðspurður segir Bjarni að í ljósi efnahags- aðstæðna á Íslandi séu rök fyrir því að eins verði tekið á málum Íslands. „En skilaboðin sem við höfum fengið hafa bent til þess að menn hjá Evrópusambandinu vilji ekki standa frammi fyrir þessu álitaefni. Hvað þeir myndu gera, ef þeir þyrftu að taka á því, er annað mál,“ segir Bjarni. Ársæll Valfells segir vandamálið liggja hjá íslenskum embættismönnum sem spyrja hvort það megi taka einhliða upp evru. „Einhliða upptaka er eitthvað sem maður gerir, maður spyr ekki að því,“ segir Ársæll. Hann segir slíkt þó alltaf vera neyðarráð. „Gjaldmiðilshrun á Íslandi er neyðarástand sem gerir það að verkum að þetta er fullkomlega fær leið,“ segir Ársæll. - ovd Umsókn Svartfellinga getur skapað fordæmi fyrir Ísland Svartfellingar sem á árunum 1999 til 2002 tóku einhliða upp evru sóttu í gær um aðild að Evrópusamband- inu. Viðbrögð sambandsins nú eru talin geta haft fordæmisgildi taki Ísland einhliða upp evru. LAOS Meira en þúsund nýrra dýrategunda hafa fundist í suðausturhluta Asíu síðasta áratuginn. Meðal þess er röndótt kanína og risakönguló sem er 30 sentimetrar á breiddina. Samtals eru nýju tegundirnar 1.068 talsins og hafa fyrst og fremst fundist við Mekong-ána, á svæði sem nær yfir Kambódíu, Laos, Búrma, Taíland og Víetnam. Meðal þess sem fundist hefur eru 519 nýjar plöntur, 217 fisktegundir, 88 froskar, 88 köngulær, 46 eðlur og 22 slöngur. - ghs Nýjar dýrategundir: Röndótt kanína í Asíu EITURGRÆN Fagurgræn slanga fannst í Asíu. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.