Fréttablaðið - 16.12.2008, Page 8

Fréttablaðið - 16.12.2008, Page 8
8 16. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Byggð á samnefndri kvikmynd ÍRAK, AP Þúsundir Íraka gengu í gær um götur Bagdad og kröfðust þess að sjónvarpsfréttamaðurinn Munta- dar al-Zeidi, sem á fréttamanna- fundi á sunnudagskvöldið kastaði skóm sínum að George W. Bush Bandaríkjaforseta, yrði látinn laus úr varðhaldi. „Þetta er kveðjukoss frá írösku þjóðinni, hundur,“ sagði al-Zeidi áður en hann kastaði skóm sínum í átt að forsetanum sem náði að víkja sér undan þeim. Athæfi mannsins vakti strax blendin viðbrögð í Írak. Á meðan sumir fordæmdu verknaðinn báru aðrir lof á al-Zeidi. Meðal hinna síðarnefndu eru þeir sem kalla hann hetju sem sagt hafi hug írösku þjóð- arinnar. Þá sýndu íraskar sjón- varpsstöðvar skókastið ítrekað í fréttatímum sínum í gær og öll helstu dagblöðin sögðu frá því. Fréttamaðurinn er starfsmaður sjónvarpsstöðvarinnar Al-Baghda- dia sem er starfrækt í Kaíró í Egyptalandi en í eigu íraskra aðila. Írösk stjórnvöld fordæmdu verkn- aðinn og kröfðust opinberrar afsök- unar frá sjónvarpsstöðinni. Að kalla einhvern hund þykir í Írak afar niðrandi. Þá þykir það að kasta skóm að einhverjum merki um van- virðingu. Bush hélt í gær í opinbera heim- sókn til Afganistans. Með heim- sóknum sínum til Íraks og Afganist- ans vill forsetinn leggja áherslu á minnkandi átök í löndunum. - ovd Fréttamaður í varðhaldi eftir að hann kastaði skóm sínum að Bandaríkjaforseta: Vilja skókastarann lausan KALDAR KVEÐJUR Kveðjur Muntadar al-Zeid til Bandaríkjaforseta hafa vakið blendin viðbrögð í Írak en hann kallaði Bush hund áður en hann kastaði skóm sínum að forsetanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Norski rithöfundurinn Anne-Cath. Vestly, stundum kölluð Amma Noregs, er látin. Vestly varð 88 ára gömul og skrifaði meira en 50 barnabækur, að sögn NRK. Hún er meðal annars höfundur bókarinnar Óli Alexand- er Fili-bomm-bomm-bomm sem kom út hér á landi. Anne-Cath. Vestly fæddist árið 1920 í Åmot í Noregi. Hún reyndi fyrir sér í leiklist í Osló og var meðal annars með barnatímann í sjónvarpinu. Hún vakti mikla athygli á sjötta áratugnum þegar hún sagði í útvarpinu að storkur- inn kæmi ekki með börnin heldur kæmu þau úr maga mömmunnar. Hún fékk morðhótanir í kjölfarið. - ghs Amma allra Norðmanna: Vestly er látin Húsnæði Notandi Eigandi Köllunarklettsvegur 4 Minjasafn Reykjavíkur Sport ehf. Vatnagarðar 28 Borgarskjalasafn Reykjavíkur Xco ehf. Vatnagarðar 28 Innri endurskoðun Xco ehf. Landnámsskáli, Aðalstræti 16 Minjasafn Reykjavíkur Landic Property hf. Braggar Þórðarhöfða 6-10 Borgarbókasafn og ýmis starfsemi Árland ehf. Hraunbær 115 Velferðarsvið Miðjan hf og Eignarhaldsfélagið Ögur ehf. Borgartún 12-14 Ýmsar skrifstofur borgarinnar Höfðatorg ehf. Kirkjustétt 2-6 v. frístundaheimilis Íþrótta- og tómstundaráð Smáragarður ehf. Frostaskjól 2 v. félagsmiðstöðvar Íþrótta- og tómstundaráð KR Gufunes - smíðavellir Íþrótta- og tómstundaráð Rjáfur ehf. Pósthússtræti - Hitt húsið Íþrótta- og tómstundaráð Landic Property Seljavegur - brettafélagið Íþrótta- og tómstundaráð Seljavegur ehf. Egilshöll Íþrótta- og tómstundaráð Borgarhöllin hf. Íþrótta- og sýningahöllin Íþrótta- og tómstundaráð Íþrótta- og sýningahöllin hf. Hraunbær 119 - Borgarbókasafn - útibú Menningar- og ferðamálasvið Bréfabær Hólmaslóð 4 - Listasafn Reykjavíkur - geymsla Menningar- og ferðamálasvið Gómur ehf. (Slétt ehf.) París - Frakkland - Listasafn Reykjavíkur - geymsla Menningar- og ferðamálasvið Miotto Austurstönd 1 - Höfuðborgarstofa - geymsla Menningar- og ferðamálasvið Hlér ehf. Aðalstræti 2 - Rvk.borg, Höfuðborgarstofa og UMFR Menningar- og ferðamálasvið Landic Property Aðalstræti 10 Sýningarhúsnæði Menningar- og ferðamálasvið Minjavernd Álfabakki 12 - þjónustumiðstöð Breiðholt Velferðarsvið Álfabakki ehf og Axel Eiríksson Skúlagata 21 - þjónustumiðstöð Miðb. & Hlíða Velferðarsvið Sætún ehf. Langarimi 21 - Miðgarður þjónustumiðstöð Velferðarsvið KS fasteignir ehf. Hjarðarhagi 47 - Vesturgarður þjónustumiðstöð Velferðarsvið Stoðir ehf. LEIGUSAMNINGAR REYKJAVÍKURBORGAR (VIÐ EINKAAÐILA) REYKJAVÍK Óformlegar viðræður hafa verið á milli Borgarhallar- innar hf., rekstraraðila Egils- hallarinnar, og Reykjavíkurborg- ar um að sveitarfélagið komi á einhvern hátt að rekstri hússins. Nýsir, eigandi Borgarhallarinn- ar, stendur illa. Borgin leigir tíma fyrir íþróttastarfsemi í höllinni. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, staðfestir að menn hafi kastað á milli sín hugmyndum. Það hafi þó allt verið óformlegt. „Borginni hefur ekki verið boðið húsið til kaups með formlegum hætti. Þetta er eitthvað sem menn verða að skoða,“ segir Hrólfur. Rekstraraðilar sendu fyrir nokkru erindi til borgarráðs með ósk um að borgin leigði fleiri tíma í húsinu. Það mál er til skoðunar. „Það er klárt mál að það er áhugi hjá borg- inni fyrir því að tryggja rekstur hússins. Verið er að skoða sameiginlegar hug- myndir um hvernig hægt er að gera það.“ Reykjavíkurborg leigir tölu- vert af húsnæði af einkaaðilum. Þar er ýmist um fasteignafélög, félagasamtök, góðgerðastofnanir eða jafnvel fyrirtæki í eigu borg- arinnar að ræða. Á listanum hér að neðan eru einkaaðilar tíndir til. Hrólfur segir borgaryfirvöld ekki óttast um samningana nú í kreppunni. Það sé helst Egilshöll- in sem þurfi að skoða. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af þessu. Ef félög eru tekin í þrot tekur við skiptastjóri og hann reynir að tryggja að tekjur ber- ist, þar með talið leigutekjur. Húsnæðið er áfram til staðar og ekkert til vansa með leigu borg- arinnar. Hugsanlega gætu þá skapast tækifæri varðandi kaup.“ kolbeinn@frettabladid.is Vilja að Reykjavík kaupi í Egilshöllinni Óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli rekstraraðila Egilshallar og Reykjavíkurborgar um kaup sveitarfélagsins á hluta rekstursins. Reksturinn yrði ekki óbreyttur ef af verður. Borgin leigir töluvert húsnæði af einkaaðilum. HRÓLFUR JÓNSSON EGILSHÖLL Eigendur hússins hafa leitað óformlega til Reykjavíkurborgar til að kanna flöt á því að borgin komi nánar að rekstri hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VEISTU SVARIÐ? 1 Hverju kastaði íraskur blaðamaður í áttina að George W. Bush Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi á sunnudag? 2 Hversu mörg ár hefur lækna- vaktin á höfuðborgarsvæðinu farið í húsvitjanir? 3 Hvaða sundkona kvaddi Fjölni með tveimur Íslandsmet- um á EM í Króatíu? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 38

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.