Fréttablaðið - 16.12.2008, Side 19

Fréttablaðið - 16.12.2008, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 16. desember 2008 19 „Það eru augljósir kostir og gallar við aðild að Evr- ópusambandinu. Við þurf- um að láta reyna á hverjir þeir eru með aðildarvið- ræðum,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands. Stjórn Viðskiptaráðs samþykkti í síðustu viku ályktun sem kveður á um að sótt verði um aðild að Evrópusamband- inu (ESB). Í tilkynningu Viðskipta- ráðs kemur fram að stjórnin hafi ályktað um málið vegna þeirrar stöðu sem nú sé uppi í efnahags- málum og vegna mikilvægis þess að sem fyrst verði komið á meiri vissu um framtíðarskipan peninga- mála hér. Stjórnin segir mikilvægt að opin umræða eigi sér stað um lausnir á efnahagsvandanum og að í þeim efnum megi ekki útiloka tiltekna valkosti. „Í því sambandi verður ekki hjá því litið að raun- verulegir efnahagslegir kostir fylgja aðild að mynt- bandalagi Evrópu og Evr- ópusambandinu,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Stjórnin mælist til þess að þegar í stað verði skil- greind samningsmarkmið og að sótt verði um aðild að ESB í kjölfarið. Eins og Finnur bendir á verði kostir landsins ekki skoðaðir til hlítar nema með því að sækja um aðild að sambandinu, ekki síst þeir sem snúa að sérstökum íslenskum hagsmunum, einkum þeim sem lúta að nýtingu og stjórnun auð- linda. „Með aðildarumsókn að ESB er hægt að taka afstöðu til þess hvort samningar okkar verði hag- felldir,“ segir Finnur, en í ályktun stjórnarinnar kemur fram að hún muni taka afstöðu til aðildarsamn- ings þegar hann liggi fyrir. - jab FINNUR ODDSSON Vilja hefja aðildar- viðræður við ESB EVRUTURNINN Í FRANKFURT Risastórt evrumerki er fyrir framan höfuðstöðvar Seðla- banka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi. Viðskiptaráð vill hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu og Myntbandalagi Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP SENDU JÓLAPAKKANA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.